Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 36

Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Félag1 frímerkja- safnara 40 ára FRIMERKI Afmælissýning í SAFNAÐARHEIMILI HÁTEIGSKIRKJU 20. OG 21. Þ.M. Ýmislegt áhugavert til skoðunar annað en frímerki. FÉLA.G frímerkjasafnara var stofnað 11. júní 1957 og varð því fertugt á þessu sumri. Olli stofnun FF þáttaskilum með íslenzkum söfnurum. Kom þegar í ljós, að þörf fyrir þess konar félag var brýn. Helztu frímerkjasafnarar hér á landi um miðja öldina beittu sér fyrir stofnuninni, og þeir voru bæði dug- legir og ráðagóðir. Þetta sást m.a. á því, að fyrsta frímerkja- sýning hérlendis, FRÍ- MEX 58, var haldin strax á öðru ári fé- lagsins í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Var ljóst á opnunar- degi hennar, að bæði frímerkjasafnarar og aðrir áhugamenn um frímerki voru fleiri en ætla hefði mátt. Félagat- ala FF óx líka mjög við þessa sýn- ingu, og svo hélzt um allmörg ár. Síðan fóru ýmis önnur safnarafé- lög að skjóta upp kollinum hér á höfuðborgarsvæðinu. Var slíkt áreiðanlega ekki að öliu leyti heppilegt fyrir samtakamáttinn. Er nú svo komið á 40 ára afmæli FF, að mér virðist starfsemi frí- merkjasafnara hafa dofnað nokk- uð frá því, sem áður var. En hvað veldur? Því er ekki auðsvarað, enda virð- ist mér eftir því, sem lesa má í frímerkjablöðum á öðrum Norður- löndum, að „kollegar" okkar þar eigi við enn meiri erfiðleika að glíma en við í þessum efnum. Menn eru annars yfirleitt sammála um það, að alls kyns dægrastytt- ing, sem upp hefur komið á liðnum árum og áratugum og var t. d. ekki eða tæplega til, þegar FF leit dagsins ljós, og þá ekki sízt tölvur og margs konar leiktæki önnur, hafi dregið úr áhuga unglinga á frímerkjum, en það eru einmitt þeir, sem eiga að taka við af hinum eldri. Þá hefur það orðið erfitt fyr- ir íslenzka frímerkjasöfnun, hversu margir góðir frumheijar innan samtaka okkar og miklir safnarar hafa fallið frá á síðustu árum og nýliðun orðið lítil _Nú er afmælissýning FF, FRÍM- SÝN 97, í uppsiglingu, og standa vonir til, að hún veki verulega at- hygli meðal félagsmanna og þá ekki síður meðal þeirra mörgu safnara, sem vitað er að enn standa utan samtaka okkar. Þeir ættu einmitt að sjá sér hag í því að ganga í þau og styrkja um leið og feta þannig í fótspor þeirra mörgu, sem flykktust í FF eftir FRÍMEX 58. FRÍMSÝN 97 hefst laugardag- inn 20. þ.m. í Safnaðarheimili Háteigskirkju og stendur aðeins í tvo daga. Fyrri daginn verður sýn- ingin opin frá kl. 9 til 22, en seinni daginn frá kl. 9 til 18. Tveir dagar eru að mínum dómi of stuttur tími, ekki sízt fyrir afmælissýningu. En þvi verður ekki breytt, og það skyldu þeir athuga vel, sem ætla að skoða sýninguna. í kynningardeild verður saga FF rakin í fímm römmum og jafn- framt sýnd öll þau fyrstadagsums- lög, sem félagið gaf út um langt skeið. Þar sýnir einnig ágætur fé- lagi, Don Brandt, færeyska brú- arstimpla. I samkeppnisdeild verða söfn fjögurra félaga í FF. Þar verður safn danskra tvílitra frímerkja, sern undirritaður á, en það hlaut stórt gyllt silfur á alheimssýning- unni PACIFIC 97 í San Francisco á liðnu vori. Þá sýnir Hjalti Jó- hannesson safn sitt af elztu ís- lenzku póststimplunum, sem hann fékk fyrir stórt silfur á NORWEX 97 fyrr á þessu ári. Jón Egilsson sýnir svo átthagasafn sitt, Hafnar- ijörður. Þessi þijú söfn eru hvert um sig í fimm römmum. Loks á Þórhallur Ottesen í sjö römmum safn af sérstimplum á íslandi frá 1930 til 1997. Ónnur söfn í þess- ari deild eru eign eriendra safnara, einkum þýzkra og hollenzkra. Ekki kannast ég við þau, en eftir heitum þeirra að dæma virðast þau mörg hver áhugaverð. í unglingadeild er tvö þekkt söfn FF-félaga, Gísla Geirs Harð- arsonar, Tónskáld tveggja tíma- bila, og Guðna Friðriks Arnason- ar, Kristófer Kólumbus og fundur Ameríku. Að auki eru í þessari deild söfn systkina, þeirra Bryndís- ar Vigfúsdóttur og Baldvins Vig- fússonar, Afmælisdagurinn minn og Bílar. Þau söfn voru einnig á FRÍMSÝN 95, en vafalítið hafa þau bætt einhveiju við söfn sín síðan þá. Svo sem nú er orðin venja, verð- ur hér ýmislegt annað til sýnis en frímerki. Er enginn vafí á því, að það efni getur létt lund þeirra gesta, sem sumir hveijir verða kannski orðnir þreyttir á litlu burð- argjaldsmiðunum. Halldór Ólafsson, fyrrum úti- bússtjóri Búnaðarbankans, verður með sjálfblekúngasafn sitt, sem er vel þekkt. Vafalítið munu menn staldra þar við og virða fyrir sér marga fágæta sjálfblekunga nú á kúlupennaöld. Þá er ég sannfærður um, að safn Þorvalds Guðmunds- sonar, hins mikla athafnamanns og svínabónda, af ýmsum styttum, tengdum svínum, muni einnig vekja athygli sýningargesta. Þá verður Þorsteinn Pálsson enn á ferðinni með hið þekkta barm- merkjasafn sitt, sem margur hefur haft ánægju af að skoða. Loks sýnir Sigurbjörg Sigvaldadóttir safn sitt um Díönu prinsessu af Wales. Mörg söfn á sýningunni eiga að gleðja ungu kynsióðina. Má þar telja söfnin Mikki mús, Plútó og vinir hans, Disney-frímerki og fal- leg dýrafrímerki. Sýningarnefndin, sem þeir skipa Garðar Schiöth formaður, Sveinn Ingi Sveinsson og Steinar Örn Friðþórsson, segir, að sýningin eigi að höfða til allra aldurshópa. Sú er og von hennar, að allir finni þar eitthvað við sitt hæfí, jafnt byij- endur í frímerkjasöfnun sem aðrir. Þá sakar ekki að geta þess, að aðgangur er ókeypis á FRÍMSÝN 97, svo sem verið hefur á sýning- um undanfarinna ára. í tilefni sýningarinnar og fer- tugsafmælis FF verður gefin út smáörk í takmörkuðu upplagi. Arkirnar eru númeraðar, en mynd- efnið er 2ja krónu frímerkið í Al- þingishátíðarseríunni 1930. Dómnefnd FRÍMSÝN 97 skipa þeir Hálfdan Helgason, Ólafur N. Elíasson og Sigurður R. Pétursson. Pósthús verður opið á sýningar- tímanum. Þar geta menn fengið frímerki stimpluð með sérstimpli, sem minnir á 40 ára afmæli Fé- lags frímerkjasafnara. Þess skal að lokum getið, að stjórn FF býður félagsmönnum og öðrum velvildarmönnum félagsins í afmæliskaffi í Safnaðarheimil Háteigskirkju föstudaginn 19. sept. kl. 20.30. Jón Aðalsteinn Jónsson SÉRSTIMPILL FRÍM 97. BRIPS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson SVEIT Sveins Aðalgeirsson- ar frá Húsavík varð bikar- meistari BSÍ um síðustu helgi eftir sannfærandi sigur á sveit Samvinnuferða/Land- sýnar í úrslitaleik. Áður hafði Sveinn lagt að velli lið Dags/Tímans í undanúrslit- um. í sigurliðinu spiluðu, ásamt Sveini, þeir Guðmund- ur Halldórsson, Hlynur Ang- antýsson og Hermann Frið- riksson. Úrslitaleikurinn var 64 spil, eða fjórar 16 spila lotur. Sveinn tók strax for- ystu og hafði yfir 94-52 eftir tvær lotur. Samvinnuferðir náðu 10 stigum til baka í þriðju lotunni, svo munurinn var 32 stig fyrir síðustu 16 spilin. í upphafi fjórðu lotu náðu liðsmenn Samvinnu- ferða að minnka forskotið í 7 stig, en lengra komust þeir ekki, og lokatölur urðu 154 gegn 115. Hér er spil úr síð- ustu lotunni: Spil 57. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ G863 ¥ 1087 ♦ ÁDG53 ♦ D Austur ♦ 754 II *G32 111111 ♦ 9742 Suður + 1085 ♦ 109 ¥ ÁD9654 ♦ 6 ♦ K643 í opna salnum voru Her- mann og Hlynur í AV gegn Þorláki Jónssyni og Guðm. P. Amarsyni í NS. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður Hlynur Þorl. Hermann Guðm. Pass Pass 1 hjarta Dobl 2 tíglar* Pass 4 hjörtu Dobl Redobl Allir pass * Góð hækkun í tvö hjörtu. Sagnir geta varla talist mjög agaðar, en fjögur hjörtu er þó ekki vonlaust spil. Hlyn- ur tók tvo slagi á ÁK í spaða og laufás, en skipti síðan yfir í tígul. Vinningsleiðin er nokk- uð augljós á opnu borði: Tígul- drottningu svínað, hjarta spil- að á ás (!), lauf trompað, laufi hent í tígulás og loks svínað fyrir hjartagosa. Einfalt! En greinarhöfundur sá ekki allar hendur og ákvað að spila aust- ur upp á KGx í hjarta: Tígli svínað og hjarta djúpsvínað. Einn niður og 200 til AV. í lokaða salnum lentu AV í ógöngum eftir Multi-opnun suðurs. Þar voru Sveinn og Guðmundur í NS gegn Helga Jóhannssyni og Karli Sigur- hjartarsyni: Vestur Norður Austur Suður Karl Sveinn Helgi Guta. - Pass Pass 2 tlglar* Dobl 2 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass * Veikir tveir í hálit. Fimm niður, 500.í NS, og 12 IMPar til Sveins. Vestur ♦ ÁKD2 ¥ K ♦ K108 ♦ ÁG972 ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta hjá Tollpóststofunni ÓLAFUR hafði samband við Velvakanda og var hann ekki sammála Vík- veija sem skrifar um þjón- ustuna hjá Tollpóststof- unni. Hann segist vera undrandi að heyra kvart- anir Víkveija því hann segist þurfa að sækja þjónustu til þeirra allt að því daglega þar sem hann hafi verið með innflutning í áratugi og honum mæti ekkert annað en gott við- mót og liðlegheit starfs- fólksins. Hann segir að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir í hveiju starf þeirra sem þar vinna fel- ist. Hann segir að viðmót starfsfólks þar hafi batnað mikið undanfarin ár og sé mikill munur á því eða hvemig var fyrir nokkrum árum. Spamaðurinn hneyksli KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma þeirri skoðun sinni á framfæri að hún væri hneyksluð á orðum heil- brigðisráðherra þar sem hún talaði í sjónvarpi um spamað og með viðtalinu var sýnd mynd af sjúkl- ingum sem lágu á göngum spítalanna því búið væri að loka heilu deildunum. Tapað/fundið Svartur pakpoki týndist SVARTUR bakpoki með brúnum botni, sem á stendur east-pac, týndist við Menntaskólann í Reykjavík. í honum voru bækur ásamt gleraugum í brúnu hulstri. Þeir sem hafa orðið varir við pok- ann vinsamlega hringið í síma 562 7007. Dýrahald Læða óskar eftir heimili FALLEG, svört og hvít 6 mánaða læða, óskar eftir góðu heimili. Uppl. í síma 567 0824. Bubba er týnd SVÖRT og hvít 5 mánaða læða með rauðköflótta ól, týndist frá heimili sínu að Stórholti 30, laugardaginn 13. september. Hún er ómerkt og ratar eflaust ekki heim. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir henn- ar eru vinsamlegast beðn- ir að hafa samband í síma 561 2406 eða í Kattholt í síma 567 2909. Hún gæti verið læst inni í kjallara eða bílskúr því hún er mjög forvitin. Læða óskar eftir heimili SVÖRT læða, 4ra ára gömul, óskar eftir góðu heimili. Uppl. í síma 553 1716. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp í einvígi yngsta stórmeistara heims, Frakkans Etienne Bacrot (2.545), 14 ára, og Viktor Kortsnoj (2.610), 66 ára. Þrátt fyrir hálfrar aldar ald- ursmun á keppendum mátti ekki á milli sjá hvor tefldi frísklegar. Kortsnoj hafði t.d. hvítt og átti leik í þess- ari stöðu í ijórðu skákinni: 13. Hxd5! (En alls ekki 13. Rxd5? - Da5+ 14. Hd2 - - 0-0 16. Bxd6 - Dxd6 17. Dxc6 - Dxc6 18. Re7+ - Kh8 19. Rxc6 - exf3 20. Kf2. Hvítur hefur unn- ið tvo menn fyrir hrók og í endatafl- inu naut reynsla Kortsnojs sín vel og hann knúði fram sigur í 46 leikjum. Kortsnoj sigr- aði 4-2 í einvíg- HVÍTUR leikur og vinnur >nu. Hann vann fyrstu, fjórðu og Bb4! og möguleikarnir eru sjöttu skákirnar, Bacrot svarts megin) 13. - Bxd5 vann þá þriðju, en tveimur 14. Rxd5 - Bd6 15. Dxb7! lyktaði með jafntefli. SIGGA fínnst heimskulegt að eyða miklum peningum í tómstundir og skemmtanir. Yíkveiji skrifar... VINUR Víkveija átti leið um Blönduós fyrir skömmu og gerði þar stuttan stans við bensín- stöð Olís. Bílstjóri Norðurleiðarrút- unnar á leið frá Akureyri til Reykjavíkur var að afferma bílinn og tína fram sendingar og meðal þess sem tínt var til var póstpoki, sem hann lagði frá sér utan við bensínafgreiðsluna. Á meðan bíl- stjórinn brá sér inn sást til konu á ferð með póstpoka og böggla og af klæðaburði hennar mátti ráða að þar var starfsmaður Póstsins á ferð. Vatt hún sér að rútunni, skellti frá sér bögglunum og póst- pokanum og hvarf á braut án þess að gera vart við sig með pokann sem bílstjórinn hafði skilið eftir. Heldur fannst vininum þetta vera undarleg afgreiðsla. Engin orða- skipti virtust eiga sér stað hvað þá að kvittað væri fyrir móttöku og afhendingu á pósti. Bílstjórinn virtist enga ábyrgð bera á póstinum né heldur starfsmaður póstsins sem skildi eftir sendingu við bílinn. í raun hefði hver sem er getað hirt póstpokana. xxx FYRIR nokkru hitti Víkvetji ís- lenska konu, sem nú er búsett í Englandi. Þar kom í samtalinu, að konan kvaðst fyrir nokkru hafa fengið gest frá Ástralíu og sem þær óku fram hjá East Greenstead lest- arstöðinni hrópaði sú ástralska: Er East Greenstead þá til! Siðan sagði hún gestgjafa sínum, að í Ástralíu væri til orðtækið „Farðu í East Greenstead", sem menn nota, þegar þeir óska ein- hveijum þangað sem verst er vist- in. Ekkert hafði hún hugleitt, hvem- ig orðtækið væri til komið, hvað þá að henni hefði flogið í hug að hún ætti eftir að lenda á þessum stað og það í Englandi og hreint ekki þeim versta sem hugsast getur. Forvitnin rak svo vinkonurnar til að kanna söguna. Kom þá í ljós, að til forna var East Greenstead aftökustaður þeirra, sem ekki voru sendir til Ástralíu til að taka út refsingu þar. East Greenstead var því enn verri staður en Ástralía og þannig varð máltækið til og lifir enn góðu lífi, þótt fæstir viti ef til vill, hvernig það er til orðið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.