Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
20 ár frá
andláti
Callas
► ÓPERUUNNENDUR söfnuð-
ust víðsvegar að úr heiminum til
Grikklands til þess að minnast
þess að tuttugu ár eru liðin síðan
óperusöngkonan Maria Callas
lést.
Söngvarar, hljómsveitarstjór-
ar, ævisagnaritarar og vinir sem
kynnst höfðu söngkonunni á lit-
ríkum ferli hennar fylgdust
með þegar blómsveigum var
kastað út í Eyjahafíð við
sögustaðinn fornfræga Epi-
daurus þar sem ösku hennar
var dreift. Meðan á athöfn-
inni stóð endurómuðu gaml-
ar upptökur með Callas yfír
hafflötinn.
Söngkonan Christa Lud-
wig, hljómsveitarstjórinn
Nicola Resc'igno og leikrita-
skáldið Marcel Prawy riljuðu
upp kynni sín við söngkonuna.
Lýstu þau henni sem veiklund-
aðri og feiminni í einkalífí sínu,
en sem Ijónynju á sviði og sögðu
að hún hefði fórnað einkalífí sínu
fyrir söngferil sinn.
Skírnarnafn Callas var Maria
Kalogeropoulos og var hún dóttir
BORGARSTJÓRI Aþenu,
Dimitris Avramaopoulos,
tendraði loga til minning-
ar um Callas.
grískra innflytjenda í
New York. Hún fæddist
árið 1923 og 13 ára
flutti hún til Grikklands,
þar sem hún hóf litríkan
söngferil sinn. Hún átti í
ástarsambandi við
gríska auðjöfurinn Aris-
toteles Onassis og jafnaði
sig aldrei á því þegar
hann yfírgaf hana og gift-
ist Jackie Kennedy, ekkju
Johns F. Kennedy, forseta
Bandaríkjanna.
ALLIR óperuunnendur
þekkja til Mariu Callas.
fBSmir
8
Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Höfn í Hornafirði
Okkar menn, félag fréttaritata Morgunblaðsins, og Morgunblaðið
efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum
1995 og 1996.
f Landsbanka íslands á Höfn í Hornafirði hefur verið komið upp
sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar.
Myndefnið er fjölbreytt og gefst því fólki kostur á að sjá brot af
viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100
talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á
landsbyggðinni.
Sýningin stendur til föstudagsins 26. september og er opin á
afgreiðslutíma Landsbanka íslands.
Myndirnar á sýningunni eru til sölu.
Bók um bresku konungsfjöiskylduna
Niðrandi og
óvægin lýsing
NY bók um bresku kon-
ungsfjölskylduna kemur
út í Bandaríkjunum í vik-
unni en útgáfunni var
flýtt vegna fráfalls Díönu
prinsessu. Bókin ku vera
full af slúðri um konungs-
fjölskylduna en höfund-
urinn, Kitty Kelly, eyddi
fjórum árum í að taka
viðtöl við um 800 manns,
þar á meðal fyrrverandi
og núverandi starfsfólk
fjölskyidunnar.
Kitty Kelly segist ósátt
við ákvörðun Warner
Books um að flýta útgáfu
bókarinnar, sem nefnist
„The Royals“ og spannar
502 blaðsíður af meintu
framhjáhaldi, samkyn-
hneigð, heimilisofbeldi,
vímuefnamisnotkun og
smekklausri kímnigáfu
svo eitthvað sé nefnt.
Að sögn Kelly hefði
hún sjálf kosið að fresta
útgáfunni um nokkra
mánuði. „Mér líður afar
illa yfír tímasetningu
bókarinnar. Ég vil alls ekki ónáða þau í sorginni," sagði
Kelly sem hyggst þó ekld biðjast afsökunar á bókinni.
Dregin er upp niðrandi mynd af óhamingjusamri kon-
ungsfjölskyldu sem að sögn er klofin af smá-
sálarhætti, nísku og afbrýðisemi.
„Bókin er skrifuð af utanaðkomandi aðila
sem lætur sig engu skipta hvort hann er
boðinn til Ascot eða ekM,“ sagði Kelly sem
hefur áður skrifað ævisögu Frank Sinatra,
Nancy Reagan og Jaqueline Kennedy
Onassis í miMlli óþökk þeirra. Sinatra var svo misboðið
vegna innihalds ævisögu hans að hann höfðaði mál
gegn Kelly árið 1983 en dró það síðar til baka.
„The Royals" verður ekki gefin út í Bretlandi vegna
strangrar meiðyrðalöggjafar og er það alfarið ákvörð-
un Wamer Books-útgáfufyrirtækisins. „Ég hefði mjög
gjarnan viljað að bóMn væri gefin út þar. Ég stend al-
gerlega við það sem ég hef skrifað," sagði Kelly.
Fregnir herma að Warner Books hafi greitt Kelly um
280 milijónir króna fyrirfram fyrir bóMna um konungs-
fjölskylduna.
Kvikmyndahátíðin í í Toronto
»Byggð á
viðtölum við
um 800
manns“
KITTY Kelly höfundur bókarinnar
„The Royals“ heldur hér á eintaki
af bókinni, en hún verður sett á
markað í Bandaríkjunum 1 vikunni.
Sjö ár
Brad
Pitts í
Tíbet
Kvikmyndahátíðinni í BRAD Pitt var lettlyndur þegar hann
Toronto lauk með koma fram á blaðamannafundi í Toronto
heimsfrumsýningu á nýj- og henti brotnum blýanti í átt að blaða-
ustu mynd Brad Pitts mönnum og ljósmyndurum.
„Seven Years in Tibet“,
sem búist er við að fái blendnar við-
tökur af tveimur ástæðum. Annars
vegar eru það tengsl söguhetjunnar
við nasista og hins vegar umfjöllun
um innrás Kínverja inn í Tíbet. Nú
þegar hefur Brad Pitt og leikstjór-
anum Jean-Jacques Annaud verið
bannað að koma til Kína vegna
myndarinnar og að sögn Annaud
þurfti að hætta við tökur í Indlandi
og fara til Argentínu vegna þrýst-
ings frá Mnverskum stjórnvöldum.
Myndin fjallar um austurríska
fjallgöngumanninn Heinrich Har-
rer, sem Brad Pitt leikur. Harrer
varð einkakennari hjá Dalai Lama
eftir seinni heimsstyrjöldina en
Harrer þurfti að flýja til Tíbet. í
myndinni er fylgst með breyting-
unni á Harrer sem í upphafi er
hrokafullur og sjálfselskur ævin-
týramaður en verður að upplýstari
einstaklingi á meðan hann dvelur í
Tíbet.
Breytingar voru gerðar á mynd-
inni þegar þýsMr fjölmiðlar sýndu
fram á að Harrer var meðlimur í
nasistaflokknum og þáði boð um að
verða íþróttaþjálfari hjá SS-sveitum
flokksins.
Að sögn leikstjóra myndarinnar,
Jean-Jacques Annaud, var alltaf vit-
að um tengsl Harrers við nasista en
ekM vitað hver þau voru nákvæm-
lega. „Þetta atriði bætir eiginlega
bara við söguna. Þetta er alls ekk-
ert sem angrar mig. Ég held að
þetta hafi komið fram í handritinu
eins og það var,“ sagði Brad Pitt um
nasistatengsl Harrer.