Morgunblaðið - 17.09.1997, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
>
>
Ungfrú
Ameríka
í bíkini
HIN tvítuga ungrú Illinois,
Katherine Shindie, sigraði
keppnina um ungfrú Ameríku
fyrir árið 1998 um síðustu helgi.
Shindle, sem er að hefja lokaár
sitt við Northwestern hákólann,
varð að vonum ánægð þegar
úrslitin voru kynnt í Atlant-
ic City og þakkaði bros-
andi fyrir sig. Sem sig-
urvegari keppninnar
mun Shindle hljóta
tæplega þriggja millj-
óna króna skóla-
styrk en næsta árið
mun hún ferðast
um Bandaríkin
sem talsmaður
forvarna gegn al-
næmi. Aætlað er
að fegurðar-
drottningin muni
fá um 18 milljón-
ir króna í sinn
hlut fyrir fram-
takið.
Dvínandi
áhugi á keppn-
inni um ungfrú
Ameríku hefur
orðið til þess að
aðstandendur
hennar hafa
gripið til ýmissa
ráða til að vekja
athygli almenn-
ings á ný. I ár var
brugðið á það ráð að
leyfa keppendum að
KATHERINE Shindle var
kosin ungfrú Ameríka um
siðustu helgi en það var í
77. skipti sem keppnin fór
fram.
koma fram í tvískipt-
um baðfötum eða
svokölluðu bíkini.
Það er í fyrsta
skipti sem það hef-
ur verið leyft siðan
1947, en þema
keppninnar var að
þessu sinni „Allt
gamalt er nýtt á
ný“. Aðstandend-
ur keppninnar
voru jafnvel svo
frjálslyndir að
leyfa ungfrú
Vermont að vera
í bíkini með
hring í naflanum.
FALLEGASTA
kona Bandaríkj-
anna fýrir árið 1998
notfærði sér breyttar
reglur keppninnar og
kom fram í bíkini.
---I----j-——— r-----------------«--------
Til sjoðfelaga
og viðslciptavina
|f^ Afgreiðslutími skrifstofu
Frá 16. september 1997 er skrifstofa
sjóðsins opin frá kl. 9.00 til 1 7.00
alla virka daga.
^ Yfirlit send til sjóðfélaga
Yfirlit hafa veriS send til allra greiðandi
sjóSfélaga yfir skráð iSgjöld frá 1. janúar
1997 til 31. júlí 1997. SjóSfélagar eru
hvattir til aS bera þau saman við launaseðla.
Beri þeim ekki saman er áríSandi aS hafa
strax samband viS sjóSinn því dýrmæt réttindi
geta glatast vegna vanskila á greiSslum.
||^ Ný skipting iðgjalda
->
Í'jSwIwSs
;A,,;
S Ellilífeyrir •Örorkulífeyrir Fjölskyldulifeyrir
LífeyrissjóSurinn er deildaskiptur. Á aSalfundi
1997 var samþykkt aS 76% iSgjalda
fari til greiSslu ellilífeyris, 1 2% til örorku-
lífeyris og 12% til fjölskyldulífeyris.
Suðurlandsbraut 30
108 Reykjavík
Sími 510 5000
Fax 510 5010
Grænt númer 800 6865
Heimasiða:
http://www.lifeyrir.rl.is
Netfang:
mottaka@lifeyrir.rl.is
einaði
eyrissjóðurinn
Græddur er geymdur lifeyrir
FÓLK í FRÉTTUM
Bara hasarmyndir
í HÁVEGUM
Ari Eyberg þjónustu-
stjóri öryggisgæsludeild-
ar Securitas ehf.
ARI segir að myndbönd sem hæfa hans
geðslagi séu oftar en ekki „frekar hasar-
kennd og þurfa ekki að uppfylla strangar
kröfur um sterkan efnivið og kærleiks-
ríkan boðskap. Til að uppfylla þarfir mínar og annarra
á þessu sviði hefur myndast félagsskapur manna sem
ber nafnið Hasarmyndafélag íslands og hefur það að
markmiði að breiða út fagnaðarerindi hasarmynda. Fé-
lagsskapurinn er ekki stór enda eru inntökuskilyrði
gríðarlega ströng og ill-
mögulegt fyrir venjulega
menn að komast yfir
þröskulda sem settir
Rambó
First Blood -1982
Leikstj: Ted Kotcheff.
Sylvester Stallone, Ric-
hard Crenna. Brian
Dennehy. „Mynd um
friðsaman einfara úr Ví-
etnamstríðinu (Stallone)
sem þráir aðeins kyrrð
og ró en lendir í stappi
við ruddaleg yfirvöld
smábæjar nokkurs í
USA. Lonerinn friðelsk-
andi neyðist, illu heilh, til
að kenna Hðinu lexíu og
gerir það svikalaust af
mikilU elju og dugnaði.
Myndin er öðrum þræði
kennsluefni í því hvemig
aUsIaus maður geti
bjargað sér í óbyggðum.
Hana ætti því að vera að
finna í náttborðshillu
sérhvers skáta og úti-
vistarmanns sem hefur
til að bera snefil af
sjálfsvirðingu.“
Kóbra
Cobra - 1986
Leikstjóri: George P.
Cosmatos. Sylvester Stallone, Brigitte Nielsen, Reni
Santoni. „Skapgerðarleikarinn Stallone er hér í hlut-
verki löggutöffara sem sérhæfir sig í fantabrögðum við
verstu úrhrök samfélagsins. Knúinn áfram af sterkri
réttlætisvitund og meðaumkun með þeim sem minna
mega sín, reynir hann að bjarga fegurðardís (leikin af
Birgitte Nielsen áður en hún fór í brjóstastækkun, því
miður) frá forljótum og kolgeggjuðum fjöldamorðingja.
Reyndar örlar hvergi á vitrænni skýringu
af hverju kUkkhausinn vill gera dísina
höfðinu styttri,- en það er nú Uka aukaat-
riði. Að vera réttu megin við lögin dugir
ekki til sigurs gegn hundingjunum. Því dregur löggu-
töffarinn fram leikfóngin sín og er til allrar hamingju
ekki feiminn við að nota þau. Þetta er hressileg mynd
sem án vafa hefur aukið sölu á Ray-Ban-sólgleraugum
á sínum tíma.“
Hálendingurinn
Highlander -1986
Leikstjóri: Russel
Mulcahy. Christopher
Lambert, Roxanne Hart,
Clancy Brown og Sean
Connery. „Hér leggst
allt á eitt til að gera út-
komuna góða. Sagan,
sem spannar allt frá for-
sögu til nútíma, er ævin-
týri sem snýst um draum
sumra; ódauðleikann.
Handrit, klipping, leikur
og ekki síst tónlist Queen
gera myndina þess virði
að horfa á hana reglu-
lega. Því miður var illu
orði komið á Hálending-
inn langlífa með gerð
framhaldsmynda sem
eru fáránleg vitleysa og
hefðu þau handrit betur
drepist í fæðingu.“
Mary Poppins
Mary Poppins - 1964
Leikstjóri: Robert
Stevenson. JuUe
Andrews, Dick Van
Dyke, David Thomlin-
son. „Julie Andrews er
hér á sínu sætasta skeiði
í stórskemmtilegri mynd
(þó er betra að láta það
ekki spyrjast um sig að horft sé á svona lagað). Myndin
ögrar karlmennsku áhorfandans freklega (sé hann af
því kyni) þegar reynt er að læra utanbókar bull- og
ragltextann heimspekilega „supercaUfragialisticexpi-
alidosis". Nái maður góðum tökum á þessum frasa með
laglínu og réttri hrynjandi er það fyllilega svölun á
borð við að horfa á hasarvöðvabúntin skjóta niður 30
glæpona."
Leikur
upp á líf
og dauða
SPENNUMYNDIN Leikurinn eða
„The Game“ með Michael Douglas
og Sean Penn í aðalhlutverkum var
aðsóknarmest vestanhafs um
helgina. Halaði hún inn fjórum
sinnum meiri aðsóknareyri en „G.I.
Jane“ sem var í öðru sæti. Fjallar
hún um lífsleiðan milljónamæring
sem fær leik að gjöf frá bróður
sínum og reynist leikurinn vera upp
á líf og dauða.
Breska myndin „The
Full Monty“ hefur
slegið í gegn í
Bandaríkjunum og
þrátt fyrir að fimm
vikur séu liðnar frá því
hún var frumsýnd
komst hún í fimmta
sæti listans. Hún var
aðeins í 45 kvik-
myndahúsum fyrstu
sýningarvikuna, en þau
eru nú komin í 387.
Engu að síður er það
aðeins brot af þeim
2.403 kvikmyndahúsum
sem hafa tekið „The
Game“ til sýninga.
Enda var besta
meðalaðsókn á „The
Full Monty“ af þeim
myndum sem eru í
tuttugu efstu sætum
Hstans.
AÐSQKN
laríkjunum
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum I
BIOAÐS
í Bandaríl
Titill Síðasta vika Alls
h.(-) TheGame 1.032 m.kr. 14,3 m.$ 14,3 m.$
2. (2.) G.l. Jane 252m.kr. 3,5 m.$ 38,9 m.$
3. (1.) Fire Down Below 235 m.kr. 3,3 m.$ 11,3 m.$
4. (3.) Money Talks 231 m.kr. 3,2 m.$ 34,2 m.$
5. (-.) The Full Monty 210m.kr. 2,9 m.$ 6,0 m.$
6. (5.) Air Force One 202m.kr. 2,8 m.$ 163,2 m.$
7. (4.) Hoodlum 183m.kr. 2,5 m.$ 19,8 m.$
8. (6.) Conspiracy Theory 166 m.kr. 2,3 m.$ 70,7 m.$
9. (7.) Excess Baggage 134m.kr. 1,9 m.$ 12,5 m.$
10. /-.) George of the Jungle 127 m.kr. 1,8 m.$ 98,6 m.$
Lífið
lelkur
ekki belnt
vlð Mlhael
Douglas í
Lelknum.