Morgunblaðið - 18.09.1997, Side 2

Morgunblaðið - 18.09.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknir íslenskra vísindamanna á 70 metra borkjarna úr Langjökli Vöxtur knstalla mun hraðari hér en í Grænlandsjökli í ÞRJÁTÍU stiga frosti inni í frysti Mjólkursamsölunnar við Bitruháls vinnur jöklafræðingurinn Þor- steinn Þorsteinsson að rannsókn- um á borkjama úr Langjökli. Með- al þess sem hann rannsakar er lag- skipting og kristalgerð jökulsins og möguleikar á að þróa aðferð til að telja árlög í þíðjöklum. Þorsteinn fór í apríl sl. ásamt félögum úr Jöklarannsóknafélagi Islands upp á jökul með kjarna- bor, sem hann hafði fengið að láni þjá Alfred Wegener stofnuninni í Bremerhaven í Þýskalandi þar sem hann starfar. Hann er nú í launalausu leyfi þaðan fram að áramótum og nýtur styrks frá Vísindasjóði til Langjökulsrann- sóknanna. Þorsteinn og félagar slógust í för með leiðangri frá Raunvís- indastofnun og Landsvirkjun og nutu aðstoðar hans við að flytja borinn og mannskapinn með snjó- bíl. Þeir settu upp búðir á norður- bungu Langjökuls og hófust handa en hrepptu hið versta veður og ýmsar bilanir urðu til þess að tefja fyrir en þó tókst þeim á end- anum að ná 70 metra kjarna úr jöklinum. Rannsóknir á Grænlandsjökli beinast einkum að veðurfarssögu en hér er m.a. verið að slægjast eftir eldgosasögunni, að sögn Þor- steins. Hann nefnir sem dæmi að fyrir um 25 árum hafi verið borað- ur ískjarni úr Bárðarbungu. Þar hafi komið fram fjöldamörg ösku- lög, sem hafi verið til mikillar hjálpar við að rekja eldgosasögu Vatnajökuls, sem sé einmitt mjög mikilvægt núna. „í Langjökul- skjarnanum voru eitt til tvö ösku- lög, m.a. eitt á 60 metra dýpi sem sterkar líkur benda til að sé úr Heklugosinu 1970,“ segir hann. Þá er Þorsteinn einnig að kanna möguleikana á því að telja árlög í jöklinum. Hann segir mjög auð- velt að telja árlög Grænlandsjö- kuls, það sé svipað og að telja árhringi í tijám, en enn hafi ekki verið þróaðar aðferðir til að telja árlög í kjörnum úr þíðjöklum. Kristalgerð jökla, sem er sér- svið Þorsteins og hann hefur skrif- að doktorsritgerð um, er að hans sögn nánast ókannað land í ís- lenskum jöklum. Hann hefur nú að undanförnu verið að útbúa þunnsneiðar úr kjarnanum og skoða þannig kristalgerð jökuls- ins. „Vöxtur kristalla er mun hrað- ari hér en í Grænlandsjökli. Ég get nefnt sem dæmi að á 50 metra dýpi í ís sem er 25 ára gamall hér á landi, er að finna jafnstóra krist- alla og maður finnur fyrst niðri á 2.800 metra dýpi í Grænlandsjökli sem er 100 þúsund ára gamall," segir hann. Þorsteinn segist að lokum vilja taka það sérstaklega fram hversu greiðviknir starfsmenn Mjólkur- samsölunnar hafi verið og veitt honum margvíslega hjálp við að skapa vinnuaðstöðu fyrir rann- sóknirnar í frystinum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞORSTEINN skoðar lagskiptingu ískjarna úr Langjökli. Tveir erlendir taugaskurðlæknar hér á landi Þrjú börn skorin upp vegna axlar klemmu Vann rúmar 6,8 milljónir í Lottói Fyrst rug'laður - svo glaður „FYRST varð ég hálfruglaður og svo gífurlega glaður. Ég get ekki lýst því á annan hátt hvernig var að fá fréttirnar," sagði Erlendur Gunnarsson frá Vestmannaeyjum um hvemig honum varð innanbijósts við að fá fréttir af því að hann hefði unnið 6,8 milljónir í lottói á laugardagskvöldið. Erlendur hefur unnið á út- sýnisbátnum Víkingi í sumar. Hann segir að hann og félagi hans hafi ávallt keypt lottó- miða í sama sölutuminum í sumar. „Að kaupa í Goða- hrauninu var hálfgert fram- hjáhlaup og ég lét ekki athuga miðann fyrr en ég fór með hann og nokkra aðra þangað í hádeginu á þriðjudag," sagði Erlendur. Erlendur sagði að konan hans hefði ekki fremur en aðr- ir í fjölskyldunni trúað því í fyrstu að hann hefði dottið svona rækilega í lukkupottinn. Hann sagði að vissulega hefði fjölskyldan þörf fyrir pening- ana. „Peningarnir koma sér mjög vel enda stöndum við í húsakaupum, keyptum á ár- inu,“ sagði hann og fram kom að von væri á fjölgun í fjöl- skyldunni. Nú væm börnin tvö, 3ja og 5 ára, og von væri á því þriðja á allra næstu dög- um. Barn sagði Erlendur vera margfaldan lottóvinning. Erlendur sagðist ekki hafa velt því fyrir sér hvort hann myndi fagna vinningnum sér- staklega enda væri í nægu að snúast hjá sér. TAUGASKURÐLÆKNARNIR Thomas Carlstedt og Rolf Birch frá Royal National Orthopædic sjúkra- húsinu í London gera ásamt Rafni Ragnarssyni yfirlækni á lýtalækn- ingadeild Landspítalans aðgerðir á þremur íslenskum börnum, vegna svokallaðrar axlarklemmu, á Land- spítalanum á föstudag. Carlstedt hefur í tvívegis gert aðgerðir á ís- lenskum börnum vegna axlar- klemmu hér á landi. Sigríður Logadóttir í stjóm for- eldrafélags axlarklemmubarna segir að Carlstedt hafí fyrst komið hingað til að skera upp son hennar í febr- úar árið 1994. „Eftir nokkurt stríð samþykkti Tryggingastofnun að greiða hluta kostnaðarins vegna heimsóknarinnar. Ekki var hins veg- ar viðlit að Tryggingastofnun greiddi nema um 200.000 kr. af kostnaðinum við aðra heimsókn Carlstedt í fyrra. Á endanum gerði því eldri borgari aðgerðirnar mögu- legar með því að safna fyrir mismun- GEÐLÆKNAFÉLAG íslands telur áætlanir um stórfelldan niðurskurð fjárveitinga til geðdeildanna í Reykjavík vera fráleitar og fyrir neðan allt velsæmi og muni hug- myndimar leiða til aukins kostnað- ar fyrir samfélagið og lakari þjón- ustu. Fundur sem haldinn var í Geð- læknafélaginu í gærkvöldi skorar á stjórnvöld að draga tillögur þess- inum,“ sagði hún. Hún segist hafa frétt af því að Tryggingastofnun og Landspítali hafi gert heiðurs- mannasamkomulag um að deila með sér kostnaðinum núna. „Trygg- ingastofnun hefur, með réttu, lagt áherslu á að Ríkisspítalar eigi að bera kostnað af aðgerðum inni á spítalanum. Á móti ber Tryggingastofnun að greiða kostnað vegna ferða sjúkl- inga til annarra landa ef ekki er hægt að veita viðeigandi þjónustu hér. Nú hafa stofnanirnar ákveðið að taka höndum saman og deila með sér kostnaðinum vegna heim- sóknar tvímenninganna hingað," sagði hún. Tvenns konar aðgerðir Sigríður sagði að axlarklemman myndaðist eftir að höfuð bamanna kæmi í ijós í fæðingu. „Þegar togað er í bamið slitna eða togna taugar fram í hendina. Oftast lagast skað- inn af sjálfu sér en 10 til 15% barn- ar til baka því óeðlilegt sé að láta niðurskurð bitna á þeim sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér. Félagið telur að nái samkomulag heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, fjármálaráðherra og borgar- stjóra frá 12. september síðastliðn- um, sem feli í sér niðurskurð á þjónustu við geðsjúka, fram að ganga, muni þjónusta við geðsjúka á landinu skerðast vemlega. Flutn- anna verða fyrir varanlegum skaða,“ segir hún. Hún segir að erlendu sérfræðing- arnir geri tvenns konar aðgerðir til að hjálpa börnunum. „Strákurinn minn fór í svokallaða taugaaðgerð. Aðgerðin fólst í því að taug var tek- in aftan úr kálfanum og splæst við taugina þar sem hún slitnaði uppi við öxl. Nokkurn tíma tekur fyrir taugina að vaxa og barnið þarf að læra sérstaklega að nota höndina. Hreyfingin kemur smám saman og of mikið er að búast við 100% ár- angri, t.d. vantar heilmikið upp á axlarhreyfingarnar hjá stráknum mínum,“ segir hún. Erlendu sérfræðingarnir skoða 12 til 14 börn með varanlegan skaða vegna axlarklemmu í dag. Á morgun gera tvímenningamir í samvinnu við Rafn svo aðgerðirnar á börnunum þremur og halda fyrirlestur um að- gerðir af því tagi í gamla hjúkrunar- skólanum á Landspítalalóðinni kl. 13. ingur geðdeildar úr aðalbyggingu SHR sé stórt skref aftur til fortíð- ar og um leið skerðist þjónusta á stærstu slysadeild landsins, sem verði að geta veitt geðlæknisþjón- ustu í bráðum tilfellum allan sólar- hringinn. Slíkt sé óframkvæman- legt ef geðdeildin sé ekki í sömu byggingu, en mikið framfaraskref hafí verið stigið 1968 þegar geð- deild Borgarspítalans tók til starfa. Geðlæknar segja niðurskurð fyrir neðan allt velsæmi Hagkaupí Borgarnes GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Hagkaups og eigenda Verslunar Jóns og Stefáns í Borgamesi um að Hagkaup kaupi verslunina. Óskar Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, sagði að búið væri að skrifa undir kaupsamning og aðeins ætti eftir að ganga frá nokkr- um minniháttar atriðum. Ekki væri frá því gengið hvenær Hagkaup tæki formlega við versluninni. Viðræður stóðu yfir milli Kaupfélags Borgfirðinga og eigenda Verslunar Jóns og Stef- áns í sumar og var búið að gera drög að kaupsamningi. Veruleg andstaða var við samn- inginn í stjórn Kaupfélagsins og í framhaldi af því óskuðu stjórnendur Kaupfélagsins eftir því að samningnum yrði breytt. Niðurstaðan varð sú að viðræð- um var slitið og í framhaldi af því ákvað Hagkaup að kaupa verslunina. Opið próf- kjör í lok október VÖRÐUR, fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í gærkvöldi tillögu stjórnar um að halda prófkjör 24. og 25. október um skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjómarkosn- ingunum í vor. Á fundinum var samþykkt að sjálfstæðismenn í Kjalameshreppi gætu einnig tekið þátt í prófkjörinu. Samþykktin felur í sér að prófkjörið verður opið öllum fullgildum meðlimum sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri síðari prófkjörsdaginn og ennfremur þeim stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga kosningarétt í Reykja- vík í borgarstjórnarkosningun- um sem fara fram 30. maí 1998 og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í borg- inni fyrir lok kjörfundar. Jón Viktor vann Hannes ÞAU óvæntu úrslit urðu í 8. umferð sem tefld var í gær- kvöldi á Skákþingi íslands á Akureyri að hinn 17 ára gamli Jón Viktor Gunnarsson sigr- aði Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes Hlífar gafst upp eftir 30 leiki þegar drottningartap eða mát blasti við. Onnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Jóhann Hjartarson vann Áskel Örn Kárason, Þröstur Þórhallsson vann Sævar Bjarnason, Þorsteinn Þorsteins- son vann Arnar Þorsteinsson, Bragi Þorfínnsson vann Gylfa Þórhallsson og Jón Garðar Við- arsson vann Rúnar Sigurpáls- son. ■ Úrslitaskákin/43 Fundur í leikskóla- deilu SAMNINGAFUNDUR í kjara- deilu leikskólakennara og sveitarfélaganna stóð fram yfir miðnætti í nótt. Þórir Einarsson ríkissátta- semjari kvað ekki margt hægt að segja um stöðuna í viðræð- unum. Samningsaðilar væru að meta þær hugmyndir sem lægju á borðinu og erfítt væri að segja til um hvort árangur væri að nást.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.