Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tvö nótaskip farin í síldarleit
„Erum líklega of
snemma á ferðinni“
TVÖ nótaveiðiskip, Víkingur AK
og Húnaröstin SF, eru nú byrjuð
síldarleit án þess að hún hafi enn
sem komið er borið árangur. Við-
mælendur Morgunblaðsins um
borð í skipunum tveimur töldu sig
vera of snemma á ferðinni, en
sögðust verða við leitina áfram og
áttu von á því að fleiri leitarskip
bættust í hópinn um helgina.
„Það er mjög rólegt og gengur
ekkert enn,“ sagði Bjarni Sveins-
son, stýrimaður á Víkingi AK, sem
var seinnipartinn í gær undan
Hjörleifshöfða. Víkingur hélt til
síldarleitar við Eldey á mánudags-
kvöld og hefur síðan verið að leita
austur með suðurströndinni. „Það
er eitthvað að sjá fyrir austan en
síldin er alltof neðarlega og kemur
ekki upp á nóttunni þannig að
okkur liggur ekkert á þangað. Við
höfum kastað einu sinni til þess
að taka prufu, sem reyndist ekki
nógu hagstæð, bara smáar síldar
og spærlingur.“
Erum bara að þreifa
fyrir okkur ennþá
„Við höfum fundið stakar lóðn-
ingar en ekki nóg til að kasta á
ennþá. í augnablikinu er mjög
dauft yfir þessu og þetta er senni-
lega í það fyrsta að byrja. Við
höfum aðeins orðið varir við síld í
dag sem við eigum kannski von á
að geta kastað á í nótt. Veiðin er
yfirleitt á nóttunni. Á daginn skoða
menn sig um til að sjá hvar síld
liggur við botninn og hvar er
möguleiki á að hún þétti sig saman
á kvöldin og komi upp. Við erum
bara að þreifa fyrir okkur ennþá,"
sagði Sigurður Olafsson, stýrimað-
ur á Húnaröstinni, sem hélt til leit-
ar á hádegi á þriðjudag og var í
gær stödd á Breiðdalsgrunni.
Hún hefur að mestu haldið sig
úti fyrir Suðausturlandi, en heldur
í dag norður með Austfjörðunum
ef ekkert glæðist. „Við ætlum að
leita þangað til við finnum síld.
Það getur tekið smátíma því þetta
er stórt svæði og við erum einir
við leitina hér ennþá. Við bíðum
eftir að fleiri skip komi sér af stað,
en gerum ojckar besta á meðan.“
Jörundarfellið
með hvítan koll
Morgunblaðið/J6n Sigurðsson
3 grunnskólar í
Reykjanesbæ og
Kópavogi
49 kenn-
arar segja
upp
störfum
HÓPUR kennara við þijá
grunnskóla í Reykjanesbæ og
Kópavogi lagði fram uppsagn-
arbréf sín í gær og hafa alls
49 kennarar með réttindi sagt
upp störfum við þessa skóla.
Meirihluti kennara við
Hjallaskóla í Kópavogi afhenti
fræðslustjóra uppsagnarbréf
sín eftir hádegi í gær. Alls
sögðu 23 fastráðnir kennarar
upp störfum en 38 kennarar
starfa við skólann.
Farnir að leita sér að
annarri vinnu
Jón Óttar Karlsson, trúnað-
armaður kennara, segir ástæðu
uppsagnanna óánægju með
launakjörin. Hann sagði að
sumir kennaranna væru þegar
farnir að leita sér að annarri
vinnu og því léki mikill vafi á
hversu margir þeirra sneru aft-
ur til kennslustarfa þótt viðun-
andi samningar næðust í kjara-
viðræðum kennarafélaganna.
í gær sögðu átta kennarar
við Holtaskóla í Reykjanesbæ
upp störfum en tveir kennarar
höfðu áður lagt inn uppsagn-
arbréf sín, skv. upplýsingum
Sigurðar E. Þorkelssonar skóla-
stjóra. Alls eru rúmlega 30
manns við kennslustörf í Holta-
skóla. Þá sögðu 16 af 20 fast-
ráðnum kennurum við Njarðvík-
urskóla upp störfum í gær.
Legsteinar
skemmdir
SKEMMDARVARGAR voru á
ferð í kirkjugarðinum við Suð-
urgötu fyrir skömmu, að líkind-
um um síðustu helgi.
Tólf legsteinum var velt um
koll í garðinum og brotnuðu
þrír þeirra. Skemmdimar upp-
götvuðust skömmu eftir helg-
ina.
Lögreglan í Reykjavík leitar
sökudólganna.
Drengurinn í Texas
Ríkið tek-
ur þátt í
kostnaði
ÍSLENSKA ríkið tekur líklega
þátt í að greiða kostnað við að
fá afhent dómskjöl í máli fjór-
tán ára drengs sem dæmdur
var í 10 ára fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot gagnvart yngri börn-
um í Texas í Bandaríkjunum
fyrir skömmu.
Utanríkisráðuneytið hefur
undanfarið aflað upplýsinga
um mál drengsins, sem dvelst
nú á greiningarstöð í Texas
undir handleiðslu sálfræðinga
og félagsráðgjafa. Að sögn
Stefáns Hauks Jóhannessonar,
skrifstofustjóra í utanríkis-
ráðuneytinu, mun kosta um
300 þúsund krónur að fá öll
dómskjölin. Hins vegar þurfi
ráðuneytið þau ekki öll til að
taka afstöðu til dómsins, svo
líklega þurfí að greiða mun
lægra verð.
Féð er styggt og
renrnir á menn
Blönduósi - Kýrnar á Hnjúki
í Vatnsdal láta ekki haust-
svip náttúrunnar slá sig út a
f laginu. Hver dagur er
þjáningarinnar virði meðan
nóg er af bragðgóðri, orku-
ríkri hánni. En hvað svo sem
í hausum kúnna á Hnjúki
býr þá er það staðreynd að
hlýtt og vætusamt sumar
er senn á enda runnið og
framundan bíður vetur sem
enginn veit hvað ber í skauti
sínu.
HILMAR Össurarson, bóndi í Kolls-
vík, segir að fé sem ekki heimtist
hafí safnast fyrir í fjallinu Tálkna á
síðustu 15-20 árum. Hilmar fór með
þyrlu ti! að kanna sauðféð í fjallinu
fyrir einu og hálfu ári. Þá voru tald-
ar 13 kindur í fjailinu en Hilmar tel-
ur að þær geti verið orðnar nærri
30 núna. Hann segir að enginn hafí
sérstakan áhuga á þessu fé nema
þeir sem vilji vemda það og sjái það
í dýrðarljóma villifjár. Gísli Ólafsson,
forseti bæjarstjómar Vesturbyggðar,
kveðst hins vegar alveg viss um að
sauðféð hafí verið í Tálkna síðustu
30 ár. Hann segir féð afar styggt
og renni á menn lendi það í þröng.
Hilmar telur að kindurnar séu frá
fleiri en einum aðila. „Fyrst og
fremst upphófst þetta vegna þess
að eftirliti sveitarstjórna varðandi
Qallskil var ekki sinnt. Þetta hefur
liðist og kindunum fjölgað stig af
stigi,“ segir Hilmar.
„Það hafa fallið úr mörg haust
þar sem því hefur ekki verið sinnt
nándar nærri vel að smala úr fjall-
inu. Lokaábyrgðin er hjá sveitarfé-
lögunum. Vesturbyggð og Tálkna-
fjarðarhreppur eru landeigendur því
sauðféð gengur beggja vegna sveit-
arfélagamarka," sagði Hilmar.
Syntu á haf út
Gísli Ólafsson segir að til hafi
staðið að smala af fjallinu í fyrra
en Tálknfirðingar hafí ýtt því frá
sér. Síðast var smalað í hitteðfyrra
en féð náðist ekki allt af fjalli.
„Við reyndum að ná því sem
mögulegt var. Féð er kolvitlaus því
það hefur ekki komist í hús eða
nálægð við menn áratugum saman.
Kindurnar syntu frekar á haf út í
hitteðfyrra þegar reynt var að smala
þeim heldur en að láta króa sig af.
Þær eru svo villtar að þær renna
beint á menn ef þær komast í þröng.
Kindur hafa verið í fjallinu f a.m.k.
þrjátíu ár en ég er ekki trúaður á
það að riðuveiki sé í fénu, það væri
þá löngu dautt,“ sagði Gísli.
Eina leiðin að skjóta féð
Hann kvaðst gera ráð fyrir þvi að
smalað yrði úr fjallinu á næstu dög-
um. „Þegar reynt var að slátra fénu
1985 var það gert úr þyrlu og með
aðstoð víkingasveitar lögreglunnar.
Þá var allt hálfvitlaust í þjóðfélaginu
yfír aðförunum. Það er því ekki gott
að eiga við þetta þegar ekki má
snerta á þessu með þeim hætti að
það sé framkvæmt án þess að mönn-
um stafí hætta af. Það dettur engum
heilvita manni í hug að láta menn
eltast við féð við þær aðstæður sem
þarna eru. Fjallið er mjög skorið og
féð hleypur í syllur. Þaðan er ekki
hægt að ná því öðruvísi en að skjóta
það niður. En það hefur ekki verið
sátt um það frekar en annað sem
þessu viðkemur. Ég held þó að eina
leiðin sé að skjóta féð sem ekki næst
með öðrum hætti,“ sagði Gísli.