Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 6
Y TCfii jium/kTratf ,8i HiinAauTMMi^
6 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
(TmAuavmnaoM
MORGUNBLAÐIÐ
'
FRETTIR
Skólastjórnendur um meðaleinkunnír samræmdra prófa 10. bekkjar grunnskóla
Birting meðaltala ýtir við
fólki og er af hinu góða
Morgunbladid/Atli Vigfússon
SIF Jónsdóttir ásamt gimbrinni Gjöf og dóttur sinni Sigríði.
Haustburður
í Reykjadal
Laxamýri. Morgunblaðið.
ÞEGAR meðaleinkunnir grunnskóla
landsins úr samræmdum prófum 10.
bekkjar frá síðastliðnu vori eru born-
ar saman er einkum tvennt sem
vekur sérstaka athygli: að af öllu
landinu er meðaleinkunnin lægst á
Suðurnesjum og að þeir skólar sem
allra lægstu meðaleinkunn höfðu í
fyrra hafa bætt sig verulega.
Á Suðumesjum var meðalein-
kunnin lægst í Gerðaskóla í Garði,
3,09. Einar Arason skólastjóri segir
það hafa verið vitað fyrirfram, þar
sem ljóst sé að árgangar geti verið
afar mismunandi og að viðkomandi
árgangur hafi ekki verið sterkur.
Sterk tengsl við atvinnulífið
Hann segir skólamenn á Suður-
nesjum mikið hafa rætt slæma út-
komu svæðisins sín á milli. „Við vilj-
um ekki meina að unglingarnir hér
séu vitlausari en annars staðar eða
kennaramir verri, en við höfum velt
upp þeirri spurningu hvort hin sterku
tengsl við atvinnulífið sem hér eru
hafí eitthvað að segja. Þetta birtist
bæði í viðhorfí til menntunar og í
því að krakkamir vinna mikið með
skólanum. Þegar loðnan kemur er
t.d. stundum illa kennsluhæft."
Spurður um aðgerðir segir Einar
enn ekki hafa verið ákveðið að taka
afgerandi skref en auðvitað sé verið
að skoða hvað sé til ráða. „Eflaust
á þetta eftir að brýna kennara í
kennslu," segir hann.
Guðbrandur Stígur Ágústsson,
skólastjóri Patreksskóla, þar sem
meðaleinkunnin hækkaði úr 3,19 í
VEGNA meðaleinkunna grunn-
skóla á samræmdum prófum í 10.
bekk sl. vor, sem birtar voru í
Morgunblaðinu í gær, skal tekið
fram að meðaltal samræmdu
greinanna fjögurra er ekki reikn-
að út með því að leggja saman
einkunnirnar fyrir samræmdu
greinarnar fjórar og deila svo í
útkomuna með fjórum.
Að sögn Finnboga Gunnarsson-
ar, umsjónarmanns samræmdra
prófa hjá Rannsóknastofnun upp-
eldis- og menntamála, er meðal-
einkunnin úr greinunum fjórum
byggð á einkunnum þeirra nem-
enda sem þreyta öll fjögur prófin.
Nokkuð er um að nemendur séu
með undanþágu frá próftöku í
fyrra í 4,71 nú, er ánægður með
niðurstöðuna og segir ljóst að það
átak sem ráðist var í í kjölfar slæmr-
ar útkomu í fyrra sé að bera árang-
ur. Hann bendir á að nú sé meðalein-
kunn Patreksskóla orðin hæst á
Vestfjörðum en hún var næstlægst
í fyrra. „Við erum ákveðin í að reyna
að gera enn betur næst. Það að birta
þessi meðaltöl ýtir heilmikið við fólki
og er af hinu góða,“ segir hann.
Foreldrar betur meðvitaðir en
áður
Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri
Grunnskólans á Hólmavík, tekur í
sama streng og segir umræðuna í
fjölmiðlum eftir birtingu einkunn-
anna í fyrra hafa orðið til þess að
foreldrar væru orðnir betur meðvit-
aðir en áður og gerðu meiri kröfur
til skólans.
Meðaleinkunnin á Hólmavík
hækkaði í 4,0 nú en var 2,73 á síð-
asta ári. Aðspurður um hverju hann
þakkaði þennan bætta árangur nefn-
ir hann tvennt. Vinnuaðstaða starfs-
fólks hafi verið bætt veruiega og
keyptur hafí verið tölvubúnaður fyr-
ir nemendur. Hann tekur þó einnig
fram að í fámennum skólum geti
meðaltal oft gefíð villandi mynd, þó
að það gefí kannski vísbendingu.
Fyrir dyrum stendur að gera út-
tekt á skólastarfinu á Hólmavík, og
fá til þess aðstoð frá Kennaraháskó-
lanum. Þegar er fenginn styrkur úr
þróunarsjóði grunnskóla og gerir
Skarphéðinn ráð fyrir að hafist verði
handa fljótlega.
ákveðnum greinum eða hafi verið
veikir á próftímanum og þess
vegna þurft að fara í sjúkrapróf,
sem séu ekki reiknuð inn í meðal-
talið.
„Þannig eru það færri nemend-
ur sem liggja að baki meðalein-
kunn greinanna fjögurra en í ein-
stökum greinum. Meðaleinkunnin
byggist á summu stiga úr öilum
greinunum fjórum, sem síðan hef-
ur verið færð að normaldreif-
ingu,“ segir Finnbogi.
Aðspurður segir hann það
hugsanlega hafa verið mistök hjá
RUM að taka það ekki fram
hvemig meðaleinkunnin var
reiknuð, en þetta sé raunar ekki
í fyrsta sinn sem svona sé farið að.
ÆR með nýfædda gimbur birtist
smalamönnum á dögunum þegar
svæðið á milli Reykjadals og
Seljadals var gengið en það er
ekki vanaleg sjón að finna lítil
lömb með mæðrum sínum á þess-
um árstíma. Móðirin, sem er frá
Lyngbrekku, er veturgömul, var
sleppt lamblausri í vor og því var
þetta kærkominn viðburður.
Gimbrin á að lifa og hefur hlotið
nafnið Gjöf.
Handtekinn >
á Akureyri
með þýfi
frá ísafirði |
ísafirði. Morgunbiaðið. i
ÞEKKTUR fíkniefnaneytandi á ’
ísafírði var handtekinn á Ákureyrar- |
flugvelli á föstudag fyrir viku með
ætlað þýfi úr þremur innbrotum sem
framin voru í tveimur fyrirtækjum
á ísafirði fyrir stuttu.
Farið var fram á viku gæsluvarð-
hald yfír manninum en Héraðsdómur
Norðurlands eystra stytti það um
þijá daga eða til hádegis á miðviku-
dag í síðustu viku. Þá var að nýju j
óskað eftir lengra gæsluvarðhaldi .
og tók héraðsdómari sér sólarhrings *
frest til ákvarðanatöku eða til kl. 11 )
í dag, fimmtudag.
„Eg get staðfest að viðkomandi
maður er grunaður um að hafa brot-
ist inn í tölvufyrirtækið Snerpu í
tvígang sem og inn í fyrirtækið
Rafverk í Bolungarvík. Þegar frétt-
ist af ferðum mannsins til Akureyrar
var lögreglan þar látin vita og handt-
ók hún hinn grunaða á Akureyrar- .
flugvelli. í framhaldi af því var gerð
húsleit hjá manninum á ísafirði og I
fannst þar ætlað þýfi úr framan- )
greindum innbrotum. Þar fundust
einnig tæki og tól til fíkniefna-
neyslu,“ sagði Hlynur Snorrason,
rannsóknarlögreglumaður á ísafirði.
-----» ♦ ♦
Tveir árekstrar
á sömu gatna-
mótum |
TVEIR árekstrar urðu í gær á mót-
um Nýbýlavegar og Þverbrekku í
Kópavogi.
Ánnar áreksturinn var svo harður
að kalla þurfti á kranabíl til að fjar-
lægja bílana. Hinn var öllu vægari.
í hvorugu tilvikinu urðu meiðsli á
fólki.
Enn í lífshættu I
Á sömu gatnamótum varð 14 ára *
piltur á reiðhjóli fyrir bíl sl. mánu- )
dag og slasaðist mikið. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu í gær var hann
enn í lífshættu.
Lögreglan telur tilviljun eina ráða
óhöppum á þessum gatnamótum
undanfarna daga, enda hafa þau
ekki verið tíðari þarna en annars
staðar. Umferðarljós eru á gatna-
mótunum. |
-----~--------- Í
Stálu hljóðfærum >
BROTIST var inn í Hljóðfærahúsið
við Grensásveg í fyrrinótt.
Innbrotið uppgötvaðist þegar
starfsfólk kom til vinnu í gærmorg-
un. Þjófarnir tóku gítara og bassa-
gítara að andvirði um 600 þúsund kr.
Meðaleinkunn
normaldreifð
Fegursta Islandsbókin
Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson
iarðfræðinn on formáii eftir frú Viadísi Finnboaadóttur.
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síöumúla 7 • Simi 510 2500
Atvinnubílslj órar ræddu I
þungaskatt við ráðherra
FULLTRUAR þriggja félaga at-
vinnubifreiðastjóra áttu fund með
fjármálaráðherra í gær, þar sem
rætt var um möguleika á að breyta
ákvæðum laga um þungaskatt, en
Samkeppnisráð hefur úrskurðað
að ákvæðin hamli samkeppni. Um
er að ræða félög leigubifreiða-
stjóra, sendibifreiðastjóra og vöru-
bifreiðastjóra.
Unnur Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
vörubifreiðastjóra, sagði að þau
væru ánægð með fundinn með fjár-
málaráðherra. Farið hefði verið
yfír þennan úrskurð Samkeppnis-
ráðs og sjónarmiðin skýrð. Laga-
breytingar þyrfti til að breyta
þessu ástandi og þyrfti málið því
Lagaákvæði
hamla samkeppni
að koma til kasta Alþingis. Þau
myndu verða í sambandi við þá
starfsmenn í ráðuneytinu sem
hefðu með þessi mál að gera og
það yrði einnig kynnt þingmönn-
um.
Unnur sagði að núgildandi lög
fælu meðal annars í sér afslátt af
þungaskatti ef ekið væri umfram
45 þúsund kílómetra á ári. Þeim
mun meira sem væri ekið þeim
mun meiri yrði afslátturinn og
væri það í hróplegum ósamræmi
við tilgang laganna, þar sem þau
væru fyrst og fremst hugsuð sem
fjáröflun til vegagerðar í samræmi
við notkun vega.
í þessu fælist mismunun gagn- ,
vart þeim sem minna ækju og
væri munurinn hundruð þúsunda I
króna enda væri þungaskatturinn )
stór hluti af rekstrarkostnaði vöru-
bifreiða. Þannig væri borgað í
þungaskatt af tíu hjóla bíl sem
æki 45 þúsund kílómetra á ári
tæplega 1.220 þúsund krónur á
ári. Gjald þess sem æki umfram
þetta lækkaði hins vegar um 50%,
þannig að í stað þess að borga um
27 krónur á kílómetra væru j)
greiddar 13 krónur. Sem dæmi i
fengi sá sem æki 100 þúsund kíló- .
metra á ári 750 þúsund krónur í I
afslátt.