Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 7 Atta tilboð bárust í 52 eignir í Súðavík Ísafírði. Morgunblaðid. Á FIMMTUDAG fimmtudag í síð- ustu viku voru opnuð tilboð í 52 húseignir í gömlu byggðinni í Súða- vík, sem Súðavíkurhreppur og Of- anflóðasjóður höfðu auglýst til sölu. Átta tilboð bárust í þrettán húseign- ir sem eru mun minni viðbrögð en búist hafði vérið við. Tilboðin eru til skoðunar og verður væntanlega tekin afstaða til þeirra undir lok þessarar viku. Engin tilboð bárust í stærri eignir né heldur í íbúðir í eina fjölbýlishúsi staðarins. Bjóðendur eru í flestum tilfellum brottfluttir Súðvíkingar sem og aðr- ir sem tengjast sveitarfélaginu og virðist sem flestir bjóðendur hugsi sér eignirnar sem sumardvalarstað í gömlu heimabyggðinni. Hæsta til- boðið sem barst hljóðaði upp á allt að eina milljón króna en það lægsta var 50 þúsund krónur. „Tilboðin eru bæði viðunandi og ekki, það fer eftir því hvaða hús á í hlut. Tilboðin verða skoðuð nánar og ég vænti þess að afstaða verði tekin til þeirra í lok þessarar viku. Við áttum ekki von á neinum stór- kostlegum viðbrögðum en því er ekki að neita að þau eru minni en við vonuðumst til. Það er sammerkt með tilboðunum að það er verið að bjóða í minni timburhúsin á staðn- um það er ekki boðið í nein stærri húsin _né íbúðirnar í blokkinni," sagði Ágúst Kr. Björnsson, sveitar- stjóri í Súðavík, í samtali við blaðið. Þær kvaðir fylgja sölu húseign- anna að ekki verði búið í þeim á tímabilinu frá 1. nóvember til 30. apríl ár hvert. Að sögn Ágústar hefur sala sumarhúsanna gengið þokkalega og á mánudag var búið að ganga frá sölu á fimm húsum af þeim tólf sem auglýst voru til sölu. --------------- Á156 kíió- metrum inn- anbæjar í Bolungarvík ísafirði. Morgunblaðið. UM síðustu helgi voru tveir ungir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innanbæjar í Bolungarvík. Annar ökumaðurinn var stöðvaður aðfaranótt laugardags á 144 km hraða og hinn sólarhring síðar á 156 km hraða. Þar sem ökumenn voru stöðvaðir er 50 km hámarks- hraði. Ökumaðurinn, sem ók hraðar, hefur samkvæmt upplýsingum blaðsins, tvívegis áður verið sviptur ökuréttindum, annars vegar fyrir of hraðan akstur og hins vegar fyr- ir meintan ölvunarakstur. Eftir síð- ara brotið var manninum gert að taka ökupróf að nýju og mun hann hafa haft prófið í þijá daga er hann var stöðvaður í Bolungarvík. Mál ökumannanna, sem báðir eru bú- settir á ísafirði, var sent lögregluyf- irvöldum þar og sviptu þeir öku- mennina réttindum sínum. -----♦ ♦ ♦----- Skipaður hér- aðsdómari DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur hinn 15. september sl. skipað Loga Guðbrandsson hæstaréttarlögmann til þess að vera héraðsdómari við Héraðsdóm Austurlands frá 1. októ- ber 1997 að telja. FRETTIR I UNDIRBUNINGI er endurbygging flugbrauta og flughlaða á Reykja- víkurflugvelli og standa vonir til þess að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Það skýrist þó ekki endan- lega fyrr en Alþingi hefur fjallað um flugmálaáætlun á haustþingi, að sögn Þorgeirs Pálssonar, flug- málastjóra. Gert er ráð fyrir að end- urbygging vallarins taki þijú ár og kosti einn og hálfan milljarð króna. í alþjóðlegri flugkeppni frá Reykjavík til Tyrklands sem hófst í síðustu viku skemmdust skrúfu- blöð einnar vélarinnar þegar henni var ekið yfir misfellu á flughlaði á Reykjavíkurflugvelli og tafðist brottför vélarinnar á meðan útveg- uð voru ný skrúfublöð. Endurbygging Reykjavíkurflugvallar í undirbúningi Vonast til að framkvæmdir hefjist í vor Þorgeir sagði aðspurður að samspil margra þátta hefði orsak- að skemmdir á skrúfublöðum vél- arinnar. Vélinni hefði verið breytt þannig að óvenju lítið bil væri milli skrúfublaða og yfirborðs jarðar. Þá hefðu mikil þrengsli verið á flughlaðinu vegna flug- keppninnar og því erfiðara um vik en venjulega, auk þess sem löngu væri orðið tímabært að endur- byggja flugbrautir og flughlöð flugvallarins. „Það er velþekkt að undirstaðan undir bæði flughlöðum og flug- brautum á Reykjavíkurflugvelli er ekki nægjanlega góð, enda orðið langt síðan völlurinn var byggð- ur,“ sagði Þorgeir. Hann bætti því við að hann vonaðist til að hægt yrði að hefj- ast handa um fyrsta áfanga endurbyggingar vallarins á næsta ári. Það hefði lengi staðið til, en eftir væri hins vegar að fjalla um flugmálaáætlun á þingi á haust- mánuðum og skipulagsnefnd borgarinnar væri að fjalla um deiliskipulag flugvallarins. „Það er auðvitað ekki fyrr en þessari umfjöllun er lokið sem við getum sagt með vissu hver niðurstaðan verður,“ sagði Þorgeir ennfremurJ blléníwdl Haustlaukar ímw Blómaval býður eingöngu haustlauka sem góð reynsla er af á Islandi. Sérstaklega mælum við með okkar landsþekktu magnpakkningum af túlipönum, páskaliljum, krókusum og perluliljum. rí>essir laukar eru kröftugri (meira ummál) og gefa stærri og sterkari blóm í vor. m MAGNTILBOÐ: stórir kröftugir laukar 0 TÚLÍPANAR (ummál lauka 12 sm) kr. 990,- ;g PÁSKALILJUR (30-40 blóm stærðarflokkur 1) kr. 699,- ÍÓKUSAR íál lauka 10 sm) kr.599,- ■ILJUR 10 sm) 399,- f . %. I ^ * / -á *1 ifej' ;r *, \ ■■ ’■■-. •/ ■ ,:-■. v ■. * , ; V- l t K11 I I \ SENDUM UM LAND ALLT SÍMI 568 9070 -A ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.