Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞEIR eru búnir að vera svona yfir línuna síðan við gellurnar tókum okkur saman og sögðumst vilja fara aftur heim til mömmu . . . m Sími 5 88 44 22 0>->a i /r-. j X Húsi verslunarinnar KvJYVtLLb Kringlunni 7 Skólaúlpur Meö lausri hettu Stæröir 98 — 170 sm. Verö frá kr. 2.952 Fáanlegar í 7 litum - Sterkar Mjúkar Ráðin um- hverfis- stjóri Lands- virkjunar •RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir j arðverkfræðingnr hefur verið ráð- in umhverfísstjóri Landsvirkjunar. Þetta er ný staða og er til henn- ar stofnað í tengslum við nýja umhverfísstefnu Landsvirkjunar, sem stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt. Ragnheiður hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmda- stjóri og um- hverfisverkfræð- ingur á verk- fræðistofu VBB Viak í Sundsvall í Svíþjóð. VBB Viak er stærsta verkfræðistofa á Norðurlöndum og rekur deildir vítt RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir. og breitt um Svíþjóð. Ragnheiður veitir forstöðu deild sem heitir Vatten och Miljö sem fæst einkum við verkefni á sviði umhverfismála, grunnvatnsrann- sóknir og förgun sorps. Verkefnin eru m.a. unnin fyrir sveitarfélög, vegagerðina, járnbrautirnar og helstu raforkufyrirtæki Svíþjóðar. Með störfum sínum hefur Ragn- heiður haft mikil samskipti við sænska náttúruvemdarráðið og aðrar stofnanir og samtök er tengjast umhverfismálum þar í landi. Þá hefur hún reynslu af inn- leiðingu gæðastjórnunar og um- hverfisstjórnunar. Til starfa um áramót Ragnheiður lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóia íslands 1982 og prófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi árið 1990. Ragnheiður mun koma til starfa hjá Landsvirkjun um nk. áramót. Hvað er kynþáttahyggja? Veigamikill þáttur í rannsókn alþjóðasamskipta JóhannM. Hauksson Kynþáttahyggja er hugtak sem kemur oft fyrir í opinberri umræðu, einkum í tengsl- um við innflytjendamál, en fullyrða má, að notkun þess hafi oft verið ómarkviss. Hvað .er kynþáttahyggja nákvæmlega? Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræð- ingur hefur rannsakað fyr- irbærið ýtarlega. Hann heldur framsögu um þetta efni á opnum hádegis- verðarfundi sem haldinn verður á vegum Félags stjómmálafræðinga á morgun, föstudag, á efri hæð veitingastaðarins Lækjarbrekku. Jóhann var fyrst beðinn að útskýra í stuttu máli, hvað átt sé við með orðinu „kynþáttahyggja". „Kynþáttahyggja er hugmynd sem byggist annars vegar á því að maðurinn er greindur í nokkra kynþætti eftir útliti og hins vegar að hveijum kynþætti séu eignaðir ákveðnir huglægir eiginleikar. I henni felst ekki að tekið sé eftir mismunandi hörundslit fólks - svo sem að einn sé „gulur“ og annar „svartur" - heldur í því að ályktað sé um andlegt atgervi fólks með tilliti til útlitseinkenna. Kynþátta- hyggja þarf ekki að birtast sem neikvætt afl, en í raun tengjast fordómar henni sterkum böndum." - Geturðu nefnt dæmi um birt- ingarform kynþáttahyggju? „Nefna má íjöldamorð hútúa á tútsum í Rúanda fyrir tveimur árum sem eitt öfgadæmi. Annað saklausara dæmi felst í því að í Bandan'kjunum er sú skoðun út- breidd að svertingjar standi öðrum að baki hvað vitsmuni snertir. Hægt væri að nefna mýmörg önn- ur dæmi, en þessi tvö ættu að gefa nokkuð góða hugmynd um hvað átt er við.“ - Hvað varð kveikjan að því að þú tókst þér fyrir hendur að skoða kynþáttahyggju svo nákvæmlega? „Það er ekki hægt að rannsaka stjómmál, einkum alþjóðasam- skipti, án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi huglægra og til- fínningalegra þátta sem stjórna gerðum manna. Meðal slíkra þátta er kynþáttahyggja veigamikil. Annar slíkur þáttur, ekki síður veigamikill, er þjóðemishyggja, en um það efni Ijallaði ég í BA-rit- gerð minni. Eftir að hafa búið i París og kynnzt þar samlífi fólks af ólíkum uppruna tók ég til við að skrifa bók um kynþáttahyggju, sem kem- ur út hér á landi í vetur." - Þú býrð í Frakklandi. Innflytj- endamál eru mjög ofarlega á baugi franskra stjórnmála um þessar mundir. Hefur umræð- an um þau og uppgang- ur Þjóðfylkingar Jean- Marie Le Pens ekki haft áhrif á áhuga þinn á efninu? „Hreinskilnislega, nei. Le Pen er áreiðanlega rasisti, en hans málflutningur er mjög lít- ið á þeim nótunum. Það stafar fyrst og fremst af því að slíkt tal á opinberum vettvangi er bannað samkvæmt lögum í Frakklandi." - Megna slík lög að þínu mati að hindra viðgang kynþátta- hyggju? „Nei, það held ég ekki. Nú ríkja talsverðir fordómar gagvart músl- imum og svertingjum í Frakklandi og stafar það að einhverju leyti af því að þeir eru fátækari og menntunarsnauðari og leiðast frekar út í glæpi í þessu samfélagi ► Jóhann M. Hauksson er fæddur í ágúst 1966 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópa- vogi 1988 og BA-prófi í stjórn- málafræði og heimspeki frá Háskóla íslands 1998. Þá tók hann meistaragráðu í alþjóða- samskiptum frá Institut d’Etu- des Politiques de Paris (Science Po) 1995. Nú vinnur hann að doktorsritgerð við Sorbonne- háskóla í sömu borg. Eiginkona Jóhanns er Nat- halie Hauksson-Tresch, sem kennir lögfræði við Strassborg- arháskóla. þar sem erfiðara er fyrir þá að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt. Lög sem takmarka tjáningarfrelsi fólks í þessu samhengi skila litlu að mínu mati. Það sem telja má varhugavert við slík lög er að þau koma í veg fyrir að heilbrigð um- ræða um kynþáttahyggju geti átt sér stað. Réttlæting lagasetningar af þessu tagi er hins vegar, að um- ræða um kynþætti og útlit einstakl- inga geti leitt til vaxandi kynþátta- hyggju. Þessu til stuðnings má nefna að í Bandaríkjunum, þar sem slík lög þekkjast ekki, eru kynþætt- ir óhemju mikilvægir í hugum fólks. Hluti ástæðunnar fyrir því er aug- Ijóslega sú, að sífellt er vísað til hörundslitar einstaklinga í öllu mögulegu samhengi.“ - Álítur þú að kynþáttahyggja hér á landi sé mikil? „Nei, það er hún ekki, hér þrífst hún vel í ákveðnum hópum, en til að mynda hygg ég að almennt séu litlir fordómar gagnvart innflytj- endum og fósturbömum af öðrum kynþáttum, sem hér búa. Bæði er að hér er sómafólk á ferð, sem vel hefur aðlagazt samfélaginu og einnig er lítið um at- vinnuleysi og önnur þjóð- félagsmein, sem gjaman veldur því að kynþátta- hyggja sprettur upp. Ég efa á hinn bóginn ekki, að kynþáttahyggja gæti prðið illvíg við „réttar" aðstæður. íslendingar eru engir englar, frekar en aðrir.“ - En er ekki ákveðinn munur á andúð sem brýst útgegn útlending- um og kynþáttahyggju sem slíkri? „Kynþáttahyggja brýst oft út með því móti að útlendingar verði fyrir barðinu á fordómum en hins vegar eru tengslin milli fyrirbær- anna ekki sjálfvirk, vegna þess að andúð á ókunnugum (xenófóbía) getur beinzt að einstaklingum af sama kynþætti. Þetta em tvö að- skilin fyrirbæri, þó þau séu nátengd í veruleikanum." Kynþátta- hyggja ekki mikil á íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.