Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yerkkaupum boðnar heildar- lausnir í sífellt meiri mæli Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal Nýtt skipu- rit samþykkt ísafirði. Morgunblaðið. NÝTT skipurit fyrir Hraðfrystihús- ið hf. í Hnífsdal var samþykkt á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir stuttu. Samkvæmt skipuritinu er Konráð Jakobsson framkvæmda- stjóri en aðrir yfirmenn eru Helga Jóakimsdóttir, skrifstofustjóri, Jón Grétar Kristjánsson, fjármála- stjóri, Kristján G. Jóakimsson sem sér um fiskvinnsluna og gæðamál, Guðmundur Kr. Högnason sem sér um rækjuvinnsluna og tæknimál og Ingimar Halldórsson sem gegn- ir stöðu útgerðarstjóra. Eins og greint hefur verið frá sameinuðust Frosti hf. í Súðavík og Miðfell hf. í Hnífsdal Hrað- frystihúsinu hf. í Hnífsdal í byrjun ágúst og var eignaskiptingin í hinu sameinaða fyrirtæki 41,6% til eigenda Frosta hf. og 58,4 til eigenda Miðfells hf. og Hrað- frystihússins hf. Kvóti fyrirtækis- ins er um sjö þúsund þíg.tonn og veltan áætluð um tveir milljarðar á ári. Ráðgert er skrá fyrirtækið bráðlega á Opna tilboðsmarkað- inn. -----♦ ♦ ♦---- Borgin selur hús Gjald- heimtunnar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja ríkissjóði hlut borgarinnar í húsnæði Gjaldheimtunnar á Tryggvagötu 28, fyrir rúmar 24,3 milljónir króna. Jafnframt er sam- þykkt að selja tollstjóranum í Reykjavík eignarhlut borgarinnar í lausafé Gjaldheimtunnar fyrir rúmar 5,3 milljónir króna. Gjaldheimtan verður lögð niður frá og með næstu áramótum en Reykjavíkurborg og ríkissjóður eiga í sameign húsnæðið og hefur fjármálaráðuneytið fyrir hönd rík- issjóðs óskað eftir að kaupa eignar- hluta borgarinnar sem er 42,5%. Á næstu árum mun væntanlega færast í vöxt að ráðgjafarfyrirtæki bjóði verkkaupum upp á heildar- iausnir í sambandi við verklegar framkvæmdir. Þeirrar þróunar gæt- ir í stöðugt auknum mæli erlendis og hér á landi eru ráðgjafarfyrir- tæki byrjuð að feta sig inn á þessar brautir, eins og sjá mátti er Kópa- vogsbær ákvað í síðustu viku að ganga til samninga við VSÓ ráð- gjöf og fleiri aðila um byggingu leikskóla við Funalind, sem afhenda á næsta vor. Þorbergur _ Karlsson, verkfræð- ingur hjá VSÓ ráðgjöf, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þess gætti í æ ríkari mæli erlendis að ráðgjaf- arfyrirtæki kæmu fram með hug- myndir og héldu þeim áfram gagn- vart verkkaupa allt til loka. Þessar- ar þróunar myndi eflaust eiga eftir að gæta hér á landi í ríkara mæli og hann ætti ekki von á öðru en haldið yrði áfram á þessari braut. Raunar væri hann á leiðinni á þing alþjóðasamtaka ráðgjafarverkfræð- inga þar sem þessi þróun væri eitt helsta umræðuefnið og þær breyt- ingar sem yrðu á þessari starfsemi í framtíðinni. VSÓ ráðgjöf átti frumkvæðið að því að bjóða Kópavogsbæ að standa að byggingu leikskólans í samvinnu við Árkitektastofu Finns Björgvins- sonar og Hilmars Þórs Björnssonar og verktakafyrirtækið Birgi í Kópa- vogi. Bænum var gert tiiboð um að byggja skólann og ijármagna fram- kvæmdimar og einnig var bænum boðið upp á þann möguleika að byggingaraðilamir leigðu bænum húsið fyrstu fimm árin. Sú leið var ekki valin þar sem í ljós kom að einkaaðilar vom ekki samkeppnis- færir við sveitarfélög um íjármögn- un svona framkvæmda, vegna þess að sveitarfélögum standa til þoða mun hagkvæmari kostir á fjár- magnsmarkaði en einkaaðilum. Nið- urstaðan varð sú að tilboðsgjafamir flármagna framkvæmdina á bygg- ingartímanum fram til afhendingar skólans næsta vor. Ábyrgð á öllu verkefninu Þorbergur sagði að það sem stýrði þessari þróun væri bæði það að menn væru að afla sér verkefna með þessum hætti, en þó væri meg- inskýringin sú að margir verkkaup- ar væru farnir að setja fram óskir um að skipta einungis við einn að- ila sem hefði með höndum og bæri ábyrgð á öllum þáttum verksins. Þær kröfur yrðu stöðugt hávær- ari að ólíkir þættir hvers verks yrðu sameinaðir, eins og hönnun, fram- kvæmd, verkefnisstjórnun og íjár- mögnun. Þannig vildu margir verk- kaupar geta átt kost á því að geta leitað til eins aðila um alla þessa þætti í stað þess að þurfa að eiga samskipti við marga aðila, sem hver hefði með höndum ólíka þætti. Þá væri farið að bera á því í mörg- um tilfellum að einnig væri boðið upp á rekstur mannvirkisins til 2-3 ára eftir að framkvæmdin væri til- búin. Þannig væri verkkaupanum boðin enn frekari trygging fyrir því að byggingin væri gerð á eins hag- kvæman hátt og kostur væri. Það væri ekkert frekar ráðgjafar- fyrirtækið en aðrir aðilar sem kæmu að einstökum þáttum verksins sem byðu upp á þetta. Það gæti allt eins verið verktakafyrirtækið, fjármögn- unaraðilinn, arkitektarnir og verk- fræðingarnir sem stæðu að því að bjóða verkkaupa upp á slíkar heild- arlausnir. ÞEIR hafa upplifað margar breytingar þessir heiðursmenn og fyrrverandi bændur, Gestur Sæmundsson og Helgi Símonar- son, en þeir hittust í Tungurétt í Svarfaðardal á sunnudag. Helgi varð 102 ára deginum áður, 13. september, en hann stundaði búskap á Þverá í Svarf- aðardal, en sonur hans og dótt- urdóttir búa þar félagsbúi og býr Helgi hjá þeim. Gestur sem kominn er á tíræðisaldur er fæddur í Svarfaðardal, en flutt- ist ungur I Öxnadal. Hann stund- aði búskap á Efstalandi í rúma þrjá áratugi og var lengi réttar- stjóri í Þverárrétt. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Heiðurs- menn í Tungurétt Deila Færeyja og Bretlands um lögsögumörk varðar hugsanlega olíuhagsmuni Getur seinkað lausn á deilunni um Hvalbak Deila Færeyja og Bretlands um lögsögumörk á „hvíta svæðinu“ þar sem olíu kann að vera að fínna getur seinkað því að lausn finnist á deilu Færeyja og íslands um stöðu Hvalbaks, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. í báðum tilfellum er deilt um stöðu óbyggðra eyja. DEILA Færeyja við Bretland um mörk landgrunnslögsögu landanna á „hvíta svæðinu“ svokallaða milli Skotlands og Færeyja, flækir við- ræður Færeyja og Islands um lög- sögumörk. Líklegt er að olía finnist á „hvíta svæðinu“ og eru færeysk stjórnvöld treg til að gera samning við ísland um lögsögumörkin fyrr en niðurstaða hefur fengizt í deil- una við Bretland, þar sem mun meiri hagsmunir eru í húfi. Tenging þessara tveggja deilna felst í því að bæði ísland og Bret- land miða við óbyggðar eyjar eða sker er þau gera kröfu til þess hvar miðlína milli þeirra og Færeyja eigi að liggja. íslenzk stjómvöld miða við Hvalbak, 10 metra hátt óbyggi- legt klettasker, sem grunnlínupunkt og Bretar miða jafnframt m.a. við óbyggðar eyjar, sem tilheyra Orkn- eyjum og Vestureyjum. Færeysk stjórnvöld telja að við- urkenndu þau áhrif Hvalbaks að einhveiju eða öllu leyti í samningi við ísland væru þau um leið að veikja stöðu sína í viðræðunum við Breta. Þess vegna er hugsanlegt að deilan um „hvíta svæðið" seinki því að Danmörk, fyrir hönd Fær- eyja, og Island nái sams konar samkomulagi og nú hefur náðst við Dani fyrir hönd Grænlendinga um stöðu Kolbeinseyjar og lögsögu- mörkin milli íslands og Grænlands. Olíuhagsmunir í húfi Árni Olafsson, formaður fær- eysku viðræðunefndarinnar í við- ræðum við Breta, segir í samtali við Morgunblaðið að deila Færeyja og Bretlands um lögsögumörk hafi staðið árum saman og lítið gengið að leysa hana. Nú í sumar hafi löndin komið sér saman um að reyna til þrautar í hálft ár, þ.e. út árið, að ná samkomulagi. Takist. það ekki verði að vísa deilunni til Alþjóðadómstólsins í Haag. Næsti samningafundur er áformaður í London 25. þessa mánaðar. „Þetta er síðasta tilraun til að semja,“ segir Árni. Hann segir mikilvægt að deilan verði leyst til þess að Færeyjar og Bretland geti úthlutað olíufélögum leyfum til olíuleitar, en Færeyingar hyggjast úthluta fyrstu leyfunum í sinni lögsögu næsta vor. „Hvíta svæðið“ er talið áhugavert með til- liti til olíuleitar en leyfum þar verð- ur ekki úthlutað meðan deilt er um lögsögumörkin. „Ef olíufélögin eiga að leggja í milljarða fjárfestingu verða þau að vita hver fer með lögsögu á svæðinu, Færeyjar eða Bretland,“ segir Árni. Bretar miða við óbyggðar eyjar og sker Árni segir að þótt deilt sé bæði um mörk fiskveiði- og landgrunns- lögsögu ríði mest á að leysa deiluna um landgrunnslögsöguna vegna hugsanlegra olíuhagsmuna. „Við höfum lifað með deilunni um fisk- veiðilögsöguna í 20 ár og bæði færeyskir og brezkir fiskimenn hafa veitt á umdeildum svæðum án þess að nein alvarleg atvik hafi komið upp,“ segir hann. Nýlega lýstu Bretar því yfir að þeir myndu hætta að miða fisk- veiðilögsögu sína við klettinn Roc- kall, þar sem slíkt stæðist ekki ákvæði hafréttarsamnings Samein- uðu þjóðanna, sem Bretland full- gilti í síðasta mánuði. { samningn- um segir að klettar, sem ekki geti borið mannabyggð eða eigið efna- hagslíf, skuli ekki hafa nokkra sér- efnahagslögsögu eða landgrunn. Yfirlýsing Breta hefur þau áhrif að áður umdeilt svæði í suðvestur- horni færeysku lögsögunnar verður óumdeild færeysk fiskveiðilögsaga. Aðspurður hvort hann telji að ákvörðun Breta muni að öðru leyti styrkja stöðu Færeyja í viðræðun- um segist Arni vonast til að áhrif hennar verði a.m.k. einhver. Bretar miða kröfu sína til fisk- veiðilögsögu og landgrunns nú við St. Kildu í stað Rockall en það telja Færeyingar sömuleiðis hæpið, þar sem ekki hefur verið önnur byggð þar síðan um 1930 en fámenn brezk herstöð. Þá vilja Bretar einnig miða við aðrar óbyggðar eyjar og sker, til dæmis Flannan-eyjar, þar sem eingöngu gengur sauðfé á sumrin, tvö sker kennd við súlu og eyna North Rona, sem síðast var í byggð árið 1844. Obein tenging við Hvalbaksdeiluna Árni segir deiluna við Bretland tengjast óbeint deilunni við ísland um stöðu Hvalbaks. Hann segist telja æskilegast að fá niðurstöðu í deiluna við Bretland áður en samið verður um lögsögumörk við ísland. Ljóst er að fari deilan fyrir Al- þjóðadómstólinn í Haag getur þess orðið talsvert langt að bíða að dóm- sniðurstaða fáist. Það gæti viðhald- ið óvissu um lögsögumörk íslands og Færeyja. Færeyskir togarar hafa nokkr- um sinnum á undanförnum árum veitt á „gráa svæðinu", sem er á lögsögumörkum íslands og Fær- eyja vegna deilunnar um Hvalbak. Landhelgisgæzlan hefur stuggað við skipunum en ekki fært þau til hafnar í samræmi við „heiðurs- mannasamkomulag" Islands og Danmerkur frá 1988.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.