Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Lífvörður Dodi Fayed gengur í fyrsta sinn eftir slysið í París Franska lögreglan leitar að grunsam- legum lúxusbíl París. Reuter. FRANSKA lögreglan leitar bif- reiðar, sem talið er að bifreið Díönu prinsessu hafi rekist á rétt áður en hún skall á stein- stólpa í undirgöngum í París með þeim afleiðingum að prinsessan, unnusti hennar Dodi Fayed og bílstjóri þeirra, Henri Paul, biðu bana. Að sögn sjónvarpsstöðvarinn- ar France 2 hafa nokkur vitni að slysinu sagt við yfirheyrslur að bifreið hafi horfið af vett- vangi eftir slysið 31. ágúst sl. Eitt vitnanna kveðst, að sögn sjónvarpsins, hafa heyrt væl frá hjólbörðum og árekstrarhögg áður en Mercedes-bifreiðin, sem Djana var í, skall á steinstólpa. „ A því augnabliki sá ég tvær bif- reiðar. Önnur þeirra, dökk lúxus- bifreið af stærri gerðinni, jók hraðann n\jög og um það leyti virtist ökumaður Mercedes-bif- reiðarinnar missa vald á bílnum. Mér sýndist Mercedes-bíllinn rekast utan í lúxusbílinn," sagði stöðin að vitnið hefði tjáð lög- reglunni. Að sögn France 2 fann lögregl- an vísbendingar á slysstað um að önnur bifreið hafi komið við sögu, m.a. fann hún brot úr aftur- ljósum sem eru úr annarri bif- reið en þeirri sem Díana var í. Þá voru rispur á annarri hlið Benzins, sem bentu til áreksturs, og hús af öðrum afturspegli hans fundust aftan við steinstólpann sem bendir til að hann hafi farið af við árekstur nokkru áður en bíllinn skall á stólpanum. Lífvörðurinn, Trevor Rees Jo- nes, sem komst einn lífs af úr slysinu, gekk um gólf í gær í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að lögreglumenn byrji að rekja úr honum garnirnar í þessari viku og er framburðar hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Walesbúar áhugalitlir um eigið þing en búist við samþykki Átök milli tveggja menningarheima London. Reuter. FYRIR aðeins 18 árum felldu Wal- esbúar með miklum mun að koma á fót sínu eigin þingi en skoðana- kannanir benda til, að þeir muni svara því játandi í kosningunum í dag. Samt er búist við, að kjörsókn verði mjög lítil og sýnir það kannski best andúð margra Walesbúa á breytingum. Þingið eða „Senedd“ á velsku verður ekki nema hálfdrættingur á við það skoska og fær hvorki lög- gjafarvald né vald til að ákveða skatta. Er ástæðan sú, að í Wales takast á tveir menningarheimar, annars vegar sá velski og hins veg- ar sá enski, og þessi niðurstaða var tilraun Tony Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, til að fara bil beggja. Wales á sér ekki langa sögu sem sjálfstætt ríki og sjálfstæði lands- hlutans hefur aldrei varað lengi í senn. Það stóð síðast í tvö ár snemma á 15. öld í kjölfar uppreisn- ar undir forystu velsku þjóðhetjunn- ar Owain Glyndwr. Fimmtungur velskumælandi Eins og Skotar eiga Walesbúar sér sína menningu, skáldskap og tónlist og síðast en ekki síst tungu- málið, velskuna, en hana talar þó ekki nema brot af íbúunum, sem eru um þrjár milljónir talsins. Um það bil 20% eru velskumælandi og búa flestir í fjöllunum í norðurhluta landsins. Aðrir tala ensku og líta á sig sem Breta og hafa áhyggjur af ákafri þjóðemisstefnu minnihlut- ans. Óttast þeir, að hann muni ráða mestu á nýja þinginu. Þótt velskumælandi fólk sé í minnihluta hefur því gengið mjög vel við að ná sínu fram. Allar veg- merkingar og opinber skjöl eru á velsku og ensku og jafnvel á svæð- um þar sem eingöngu býr ensku- mælandi fólk. Rekin er sérstök sjón- varpsstöð fyrir velskumælandi með stuðningi ríkisins og sagt er, að hvergi í víðri veröld njóti slík starf- semi meiri styrkja. Walesbúar hafa hins vegar aldrei haft þær stofnan- ir, sem annars einkenna sjálfstæð ríki. Skotar hafa sína eigin kirkju, sín eigin lög og seðlaútgáfu en Wales hefur ekkert af þessu. Lítill stuðningur við ofbeldi Andúð velskumælandi fólks á stjórninni í London jókst mjög á 18 ára valdatíma íhaldsflokksins en þá voru ráðherrarnir, sem fóru með málefni Wales, hvorki velskir né velskumælandi en bein skæru- liðabarátta fyrir heimastjórn heyrir að mestu sögunni tii. Seint á átt- unda áratugnum stóðu „Synir Glyndwrs" fyrir því að brenna sum- arhús í eigu Englendinga í Wales og þeir báru einnig ábyrgð á bréf- sprengjum, sem þeir sendu frá sér fram yfir 1990. Þessar baráttuað- ferðir nutu þó aldrei mikils stuðn- ings meðal velskumælandi fólks og flokkur velskra þjóðernissinna, Pla- id Cymru, hefur ekki náð nema um 10% atkvæða eða helmingi minna fylgi en flokkur skoskra þjóðernis- sinna. Benedikte Thorsteinsson hverfur úr grænlensku heimastj órninni Víkur fyrir starf- andi formanni Trygqðu þér inngöngutilboðið Skráðu þig í síma 550 3000 í e> VAKA- HELGAFELL Stjórnarflokkarnir tveir, Siumut og Atassut, gerðu með sér nýjan stjórnarsáttmála í fyrradag, að sögn grænlenska útvarpsins. Gildir hann fram til næstu landsþings- kosninga, sem fram eiga að fara í síðasta lagi í mars 1999. Hann hefur ekki verið gerður opinber, en í frétt grænlenska útvarpsins í fyrradag sagði, að ætlunin væri að færa húsnæðismálin undan efnahags- og fjármálaráðuneyti til ráðuneytis Benedikte Thorsteins- i son. Einnig væri ætlunin að gefa | heilbrigðis-, umhverfis- og menntamálum aukið vægi í stjórn- 1 arstarfinu. „I raun og veru hefur ekkert breyst, engin nýmæli eru í endur- skoðuðum samstarfssáttmála og ekki heldur áherslubreytingar. Stefnan er óbreytt. Hið eina sem gerst hefur, er að Jonathan Motz- feldt hefur tekið við formennsku í stjóminni af Lars Emil Johansen, 1 sem ákvað að hverfa til annarra | starfa, og ég er látin víkja fyrir , arftaka Lars Emils á stóli flokks- formanns," sagði Benedikte. „Auðvitað hverf ég úr starfi með söknuði, en hlakka samt til að prófa eitthvað nýtt. Við verðum áfram hér í Nuuk og nú er að finna gott starf. Ég er alls ekki hætt í pólitík, er nýbyijuð og býð mig örugglega fram við landsþingskosningarnar eftir tvö ár,“ sagði Benedikte. „JÚ, ég er á förum úr stjórninni, verð í starfi fram á föstudag, en þá tekur Mikael Petersen, starfandi formaður Siumut-flokksins, við því ráðherrastarfi sem ég hef gegnt,“ sagði Benedikte Thorsteinsson, at- vinnu- og félagsmálaráðherra í grænlensku heimastjóminni í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Benedikte, sem er gift íslenskum manni, Guðmundi Þorsteinssyni, tók við ráðherrastarfi í Grænlandi eftir landsþingskosningarnar í apríl 1995. „Petersen tók við starfi for- manns er Lars Emil Johansen sagði af sér flokksformennsku um síðustu mánaðamót og ákvað að hverfa til annarra starfa. Hann krafðist þess að fá sæti í landsstjórninni hvað sem það kostaði og var ég látin víkja. Ég get ekki sagt neitt um það hvort átök hafi átt sér stað um málið innan flokksins því ég sit hvorki í miðstjórninni né á lands- þinginu og kom því ekki nærri ákvarðanatökunni. Og út af fyrir sig hefur það kannski auðveldað mönnum ákvörðunina," sagði Bene- dikte. Petersen var varaformaður Siumut-flokksins og hefur setið á landsþinginu, gegnir m.a. for- mennsku í fjárveitinganefnd þings- ins. Hann gegnir starfi flokksfor- manns fram að flokksþingi á næsta ári er nýr eftirmaður Johansens verður kjörinn. Reuter FÓLK á gangi í undirgöngunum við Pont d’Alma þar sem Díana prinsessa beið bana fyrir tæpum þremur vikum. Göngin voru lokuð í fyrrinótt vegna hreinsunarstarfa. Fólkið lengst til vinstri stend- ur við stöpulinn sem bifreiðin, sem Díana var í, skall á. Laxastríðið við Kanada Clinton hótar gagnaðgerðum Toronto. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Kanadamenn við ólöglegum aðgerðum vegna lax- veiði Bandaríkjamanna við vesturströndina og seg- ist ekki munu láta þeim ósvarað verði þeim ekki hætt. Kanadíska dagblaðið Toronto Globe and Mail skýrði frá þessu í gær en hótun Clintons kemur fram í bréfi, sem hann sendi öldungadeildarþing- mönnum í Alaska. Kanadamenn hafa sakað Banda- ríkjamenn um að stunda rányrkju á laxi við vestur- ströndina en engir kvótar hafa verið á laxinum þar í Jþgur ár vegna deilu ríkjanna um nýjan samning. í bréfinu segir Clinton, að komi aftur til ólöglegra aðgerða eins og þegar sjómenn í Bresku Kólombíu stöðvuðu feiju frá Alaska í júlí sl., þá muni því verða svarað á viðeigandi hátt. Bréfíð skrifaði Clinton í síðustu viku en þá hafði Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, samband við Clinton og bað að leggjast á eitt með sér við að leysa deiluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.