Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 19 Clinton vill endurheimta sérstök völd til að gera viðskiptasamninga Verkalýðshreyfingin og samflokksmenn erfiðust Reuter ÝMSIR frammámenn í atvinnulífinu sýndu Clinton stuðning með því að vera viðstaddir þegar hann hélt ræðu í Hvíta húsinu þar sem hann fór fram á, að þingið veitti honum sérstök völd til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki. Hér er hann á tali við Susan Corrales-Diaz, aðalframkvæmda- stjóra Systems Integrated. Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur hafið baráttu fyrir því, að þingið veiti honum sérstök völd til að gera viðskiptasamn- inga við önnur ríki en um tveggja áratuga skeið eða fram til 1994 höfðu Bandaríkjaforsetar þessa heimild. Clinton lagði frumvarpið fram í fyrradag, en alllöng bið hafði orðið á að frumvarpið liti dagsins ljóð vegna þess að innan hans eigin flokks, Demókrataflokks- ins, er mikill ágreiningur um þetta mál. Andstæðingarnir ótt- ast, að með aukinni alþjóðavæð- ingu og gagnkvæmum viðskipta- samningum við önnur ríki flytjist störfin úr landi en stuðnings- mennirnir fullyrða, að vilji Bandaríkjamenn halda efnahags- legum styrk sínum á næstu öld, verði þeir að leggja áherslu á aukinn útflutning og viðskipti. Gerald Ford fékk þessi sér- stöku völd fyrstur Bandaríkjafor- seta um miðjan áttunda áratug- inn og síðari forsetar höfðu þau eða fram til 1994 þegar umboðið féll niður. Tilraunir Clintons til að endurheimta þau ári síðar fóru hins vegar út um þúfur vegna pólitískra deilna. Samkvæmt lög- unum getur forseti gert við- skiptasamninga við erlend ríki og síðan er það þingsins að sam- þykkja þá eða fella eins og þeir liggja fyrir. Það hefur ekki heim- ild til að breyta þeim á neinn hátt. Miklu skiptir fyrir Clinton að fá þessa heimild til að geta unnið að því að stækka NAFTA, frí- verslunarbandalag Bandaríkj- anna, Kanada og Mexíkós, og láta það ná til fleiri ríkja í Mið- og Suður-Ameríku. Innan verka- lýðshreyfingarinnar, sem annars er vön að styðja demókrata, er hins vegar mikil andstaða við fleiri fríverslunarsamninga en aftur á móti nýtur Clinton stuðn- ings flestra frammámanna í at- vinnulífinu þótt þeir standi yfir- leitt með repúblikönum. Óánægja með NAFTA Áður en Clinton lagði frum- varpið fram reyndi hann að vinna efasemdamenn innan eigin flokks og verkalýðshreyfinguna á sitt band, aðallega með því að herða á kröfum i væntanlegum samn- ingum við önnur ríki um aðbúnað verkafólks, umhverfis- og meng- unarmál. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun er meirihluti Bandaríkja- manna óánægður með NAFTA eða 43% á móti 28%. 56% Banda- ríkjamanna telja, að aukin við- skipti við önnur ríki fækki störf- unum heima fyrir en 37% telja, að þeim muni fjölga. í rannsókn, sem fræðimenn við Kaliforníuhá- skóla gengust fyrir, kemur fram, að frá stofnun NAFTA 1993 hafi störfunum í raun fjölgað vegna fríverslunarbandalagsins en þó aðeins um 2.990. í sumum grein- um hafi orðið veruleg fjölgun af þessari ástæðu og mikil fækkun í öðrum og sé því síðarnefnda jafnan haldið meira á loft. Niður- staða rannsóknarinnar var sú, að NAFTA myndi bæta hag Banda- ríkjamanna og því meir sem lengra liði frá. Clinton hefur sagt, að sérstök völd í viðskiptamálum myndu auðvelda sér að rífa niður við- skiptamúra erlendis og sérstak- lega á þeim sviðum þar sem Bandaríkjamenn væru sterkastir, í landbúnaði, ijarskiptum, lækn- istækjum og -búnaði og í um- hverfistækni að hugbúnaðar- framleiðslu og skemmtanaiðnað- inum ógleymdum. Stuðningsmenn Clintons og sérstaklega í atvinnulífinu segja, að forsetinn verði að fá þessi völd strax og benda á, að Chile neiti að semja um aðild að NAFTA nema Clinton hafi það umboð, sem til þarf. Ríkisstjórnin þar, og það hefur komið upp áður gagnvart öðrum ríkjum, vill ekki sætta sig við, að hugsanlegum samningum verði breytt að meira eða minna leyti í meðförum Bandaríkjaþings. Bandaríkin eru eina efnahagsveldið í Vestur- heimi, sem ekki hefði fríverslun- arsamning við Chile. Rétti tíminn Augljóslega er nokkuð á bratt- ann að sækja fyrir Clinton í þessu máli en ýmsir stjórnmálaskýrend- ur telja þó, að honum muni verða að ósk sinni. „Dæmin sýna, að þegar Bill Clinton ætlar sér að koma ein- hvetjum lögum í gegn, þá tekst honum það,“ sagði kosningaskýr- andinn Mark Mellman og David Drier, fyrrverandi ráðgjafí Clint- ons, sagði, að nú væri líka rétti tíminn. Atvinnuleysið hefði sjald- an verið minna, tekjur fólks væru að aukast og ekkert benti til, að uppganginum í efnahagslífinu væri að ljúka. Norður-Kórea Ekkert lát áhörm- ung’uni Peking. Reuter LÍKUR eru á að ný flóð auki enn á hörmungar fólks í Norður-Kóreu. Þetta kom fram S máli Christians Lemaires, fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna í Pyongyang, í gær. Lemaire sagði 40.000 vannærða verkamenn vinna að því berum höndum að byggja 40 km varnar- garð úr mold og steinum meðfram austurströnd landsins. Búist er við óvenjuháum sjávargangi á þessum slóðum um helgina og eru allar lík- ur taldar á að tilraun fólksins, til að veija hrísgijónaakra sína, verði að engu. Nái sjávargangurinn að bijótast í gegnum stífluna mun hann dreifa salti yfir akrana og auka enn á matvælaskortinn I land- inu. Engin staðfesting á fullyrðingum um fjölda látinna Lamaire sagði einnig að hvorki starfsmenn Sameinuðu þjóðanna né annarra óháðra hjálparstofn- anna gætu staðfest fréttir þýska Rauða krossins og bandarísku hjálparstofnunarinnar World Vision um fjölda fórnarlamba hungurs í landinu. Talsmaður World Vision leiddi rök að því í byijun vikunnar að allt að tvær- milljónir manna hefðu farist úr hungri á árinu og þýski Rauði krossinn sagði allt að 10.000 börn látast á mánuði. Hann tók þó fram að tölur um fjölda lát- inna skiptu ekki meginmáli þar sem ástandið færi síversnandi og tölur sem ekki stæðust í dag myndu standast á morgun. Ástandið í Norður-Kóreu hefur farið síversnandi undanfarin þijú ár. Á árunum 1995 og ’96 gengu mikil flóð yfir landið. Auk þess sem þau eyðilögðu uppskeru skildu þau eftir gijót og aur á ökrunum sem gera þá enn ónothæfa. í júní og júlí á þessu ári eyðilögðu svo þurrk- ar mikinn hluta uppskerunnar en jafnvel í góðæri hefði hún ekki orð- ið nóg þar sem áburðarleysi hefur orsakað alvarlegan næringarskort í iarðveei.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.