Morgunblaðið - 18.09.1997, Side 20

Morgunblaðið - 18.09.1997, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mat Aiþjóða gjaldeyrissjóðsins á efnahagsþróun í heiminum ÁÆTLUN ALÞJÓÐABANKANS Hagvöxtur í heiminum er nú örari en hann hefur verið í áratug, og að mati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun hann haida áfram að aukast fram á næstu öld Meðaltalsaukning vergrar þjóöartramleiöslu (GDP) I prósentum -1 0% * 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Heimurinn [ 1995 11996 áætlun Q1997-2006 spá lönríki ——VV G7 rikin Lágtekju- eöa meðaltekjuríki Asía mmrnmiX'K aMMWBMB—■■ÍÍ— y | A í ||| |l mmpm Mið-Ameríka, Karíbahafið Evrópa, LósPö M.ö-Asia “ Miö-Austurlönd, Norður Afríka Afríka sunnan Sahara REUTERS *t,L i| ó iÍl iL , \ ' 1L Jan P. Syse látinn Hófsamur mælsku- maður Ósló. Morgunblaðið. JAN P. Syse, fyrrverandi forsætis- ráðherra Noregs, lést í gær 66 ára að aldri. Var banamein hans heila- blóðfall. Syse var leiðtogi Hægri- flokksins á árunum 1988 til 1991, iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Káre Willochs 1983-’85 og for- sætisráðherra í eitt ár, 1989-’90. Syse varð for- sætisráðherra í þriggja flokka stjórn Hægri- flokksins, Kristilega þjóðarflokks- ins og Miðflokksins eftir kosning- arnar 1989 en þeir höfðu aðeins 62 þingmenn saman og urðu því að reiða sig á stuðning Framfara- flokksins. Það voru hins vegar Evr- ópumálin, sem urðu stjórninni að falli, því að Miðflokkurinn gat ekki sætt sig við þau drög, sem þá voru til umræðu vegna væntanlegs samnings um Evrópska efnahags- svæðið. Þetta eina ár Syses sem forsætis- ráðherra var honum að mörgu leyti mótdrægt og hann naut ekki mik- illa vinsælda meðal landa sinna eft- ir að hann mátti viðurkenna að hafa ekki farið að lögum við rekst- ur fyrirtækis síns. Jan Peder Syse fæddist í Nott- eroy skammt frá Ósló 35. nóvember 1930. Var hann fyrst kjörinn á stór- þingið 1973 og sat þar síðan óslitið fram að kosningunum sl. mánudag. Syse var mælskur vel og slyngur í kappræðu, hafði góða kímnigáfu og hið mesta ljúfmenni. Sagði hann einu sinni um sjálfan sig, að hann væri allt að því „einstrengingslega hófsamur“. Aukinn hagvöxtur án verð- bólgu Hong Kong. Reuter. ÁRLEGUR fundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) hófst í Hong Kong í gær með því að gefið var út mat á stöðu efnahagsmála í heiminum. Spáir sjóðurinn auknum hag- vexti án verðbólgu þrátt fyrir erfiðleika í Tælandi og Suð- Austur Asíu. Að mati sjóðsins mun hagvöxtur í heiminum nema 4,2% á þessu ári og 4,3% á því næsta. Hagvöxtur í Tæ- landi muni verða hverfandi, vegna harkalegra aðhaldsað- gerða stjórnvalda þar. „Við teljum enn að efnahag- ur heimsins muni vænkast bæði 1997 og 1998,“ sagði Mic- hael Mussa, yfirhagfræðingur IMF á fréttamannafundi þar sem greint var frá spánni. „Sums staðar má búast við erf- iðleikum, en ástæða er til að ætla að hagvöxtur verði mikill og verðbólga lág.“ Mussa spáði þó miklum samdrætti í Tæ- landi, 2,5% á þessu ári úr 6,4% í fyrra. Efnahagsvandinn í Tælandi hófst með hruni gjaldmiðils landsins, bathsins, og skyggir á önnur viðfangsefni á fundi IMF og systurstofnunar hans, Alþjóðabankans. Stofnanirnar tvær leggja fram allt að 5,5 milljörðum Bandaríkjadala til 17,5 milljarða dala aðstoðar | sem alþjóðlegar stofnanir veita Tælandi. Er þetta stærsta lán sem veitt hefur verið síðan Mexíkó var komið til aðstoðar 1995. Þá segir að vænta megi vaxt- ar í hagkerfum Evrópu, og allt útlit væri fyrir að sameig- inlega myntbandalagið, EMU, yrði að veruleika á tilsettum tíma. Stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi voru þó hvött til að ryðja úr vegi kerfislæg- um hagvaxtarhindrunum. Spáð er 2,3% hagvexti í Þýskalandi á þessu ári og 2,8% á því næsta; í Frakklandi 2,2% í ár og 2,8% 1998; á Ítalíu 1,2% og 2,1%. Hægja mun á hag- vexti i Asíuríkjum og fyrra mat IMF á væntanlegum vexti í Japan hefur verið endurskoð- að og er spáin nú 1,1% aukning á þessu ári. Annars staðar í heiminum er útlitið harla gott, að mati IMF, og er það ekki síst mikill vöxtur í Bandaríj- unum og Bretlandi sem er for- senda mats IMF. „Efnahagur Bandaríkjanna er sérlega góð- ur,“ sagði Mussa. Að líkindum yrði að hækka vexti þar á næsta hálfa ári til þess að koma í veg fyrir þenslu. Vandi Tælendinga, sem haft hefur áhrif á gjaldmiðla ná- grannaríkjanna, gæti leitt til þess að sérfræðingar IMF í gjaldeyrismálum, ráðherrar og seðlabankamenn á fundin- um í Hong Kong endurskoði stefnu ríkja heims í gjaldeyris- málum. Blæbrigðamunur á ummælum þýzkra ráðherra um EMU Reuter THEO Waigel kynnir útlit bakhliða evró-myntar, sem slegin verður í Þýzkalandi. Tugabrotin viðkvæm í meðföram Bonn. Reuter. VANGAVELTUR um að þýzka sljórnin sé að hverfa frá strangri túlkun sinni á skilyrð- um Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) fengu byr undir báða vængi í gær vegna þess blæbrigðamuns, sem var á ummælum Klaus Kinkels utanríkisráðherra og Theo Waigels fjármálaráðherra um það hvort halda ætti fast við töiuna 3,0% eða hvort fjár- lagahalli sem hlutfall af landsframleiðslu mætti fara einhver tugabrot umfram hana. Kinkel var í útvarpsviðtali í gærmorgun spurður hvort hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins, evróið, myndi ganga í gildi 1. janúar 1999, jafnvel þótt fjárlaga- halli Þýzkalands í ár yrði 3,0, 3,1 eða 3,2% af landsframleiðslu. Kinkel svaraði: „Ein- mitt, þannig verður það.“ Talsmaður ráðherrans hélt því síðar fram að svar hans hefði misskilizt og dreifði texta viðtalsins, þar sem Kinkel bætir því við að evróið muni verða innleitt „í samræmi við tímaáætlunina og stöðugleikaskilyrðin, þar á meðal þann fjárlagahalla, sem krafizt er.“ Waigel fjármálaráðherra sá hins vegar ástæðu til þess að nota blaðamannafund, þar sem hann var að kynna útlit bakhliðar evró- myntar, sem slegin verður í Þýzkalandi, til að draga úr ummæium Kinkels. Waigel benti á það, fréttamönnum til nokkurrar kátínu, að Kinkel hefði ekki notað orðin „3,1“ eða „3,2“, þar sem þau hefðu verið innifalin í spurningu útvarpsmannsins. „Ég geri ráð fyrir að ég muni áfram njóta stuðnings utanríkisráðherrans í því að halda mig við skilyrðin," sagði Waigel. I Maastricht-sáttmálanum stend- ur hvergi að fjárlagahalli aðildar- ríkja EMU megi ekki vera meiri en 3,0% af landsframieiðslu, heldur stendur þar „þijú prósent“. Ákvæði sáttmálans veita jafnframt nokkurt svigrúm til að túlka þessa tölu rúmt. Þýzk stjórnvöld hafa hins vegar til þessa kosið að halda sig við afar þrönga túlkun. Skýrsla, sem nokkrir forystu- menn kristilegra demókrata hafa samið, hef- ur orðið til þess að menn telja stefnubreyt- ingu liggja í loftinu, en í henni er meiri áherzla lögð á efnahagslega samleitni ríkja ESB en á tugabrotin, sem hafa reynzt svo viðkvæm í meðförum. Frakkar sam- þykkja ekki tungTimála- samning Strassborg. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld neita að samþykkja sátt- mála Evrópuráðsins um svæðisbundin tungumál og mál minnihlutaþjóða, á þeirri forsendu að í Frakklandi sé aðeins eitt opinbert tungumál. Sáttmálinn á meðal annars að tryggja að fólk, sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum í ríkjum Evrópu, geti notað móðurmálið í samskiptum við stjórnvöld. „Við munum ekki undirrita sáttmálann um svæðisbundin tungumál og mál minnihlutaþjóða, sem leyfir einstaklingum að nota þessi tungu- mál í bréfaskiptum og samtölum við ríkisstjórn- ina,“ sagði Jacques Warin, fastafulltrúi Frakk- lands hjá Evrópuráðinu, við blaðamenn í gær. Hann sagði að í stjórnarskrá Frakklands kæmi fram að eingöngu franska væri viður- kennd sem opinbert tungumál. Mörg mál töluð í Frakklandi Þótt aðeins sé eitt opinbert tungumál í Frakk- landi eru töluð mörg tungumái í landinu. Bretón- ar tala eigið mál, Elsassbúar tala margir hveijir þýzku, Baskar tala eigin þjóðtungu og Korsíkubúar ítalska mállýzku. Þessir minnihlutahópar hafa lengi átt í stríði við miðstjórnina í París um rétt til að nota móðurmál sitt opinberlega og læra það í skólum. Ýmis önnur Evrópuríki hafa farið þá leið að veita tungum minnihlutahópa stöðu opinbers tungumáls í hluta ríkisins eða um allt land, ásamt tungumáli meirihlutans. Þetta á t.d. við um sænsku í Finnlandi, basknesku, katalónsku og galisísku á Spáni og velsku í Bretlandi. Clinton vill ný lög um tóbak BILL Clinton, Bandaríkjafor- seti, hvatti Bandaríkjaþing til þess í gær að setja lög sem fælu matvæla- og lyfjaeftirlit- inu að fylgjast með vörum sem innihalda nikótín. Þá lagði hann til að verð á tóbaki verði hækkað takist tóbaksframleið- endum ekki að ná fyrirfram settum markmiðum og draga úr reykingum ungmenna. Ræða forsetans þykir benda til þess að hann líti á nýgert samkomulag yfirvalda og tób- aksframleiðenda sem upphafs- skref á lengri leið, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Fjórar konur í framboði FIANNA FAIL, stjómarflokk- ur írlands, tilnefndi í gær Mary McAleese lagaprófessor sem forsetaefni sitt. Val henn- ar kom mjög á óvart en búist hafði verið við að Albert Reyn- olds, fyrrverandi forsætisráð- herra, yrði fyrir valinu. Auk þess sem þetta er mikið áfall fyrir Reynolds, sem hafði sóst eftir útnefningu, þýðir það að allir ijórir frambjóðendurnir verða konur. Moi fram í fimmta sinn FLOKKUR Daniels arap Mois, forseta Kenýa, sam- þykkti einróma á þriðjudag að hann yrði for- setaefni flokksins í fimmta og síðasta sinn í kosn- ingum síð- ar á árinu. Moi, sem er tæplega hálfáttræður og hefur verið við völd í 19 ár, sagði eftir útnefninguna, að hann myndi halda áfram að vinna fyrir landsmenn, jafnvel þá, sem ekki kysu hann. Moi hefur verið sakaður um einræði og harðstjórn og fimm leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa hótað að valda glundroða í landinu til að knýja á um af- sögn hans. Ellefu ára erfingi ÍTALSKI fatahönnuðurinn Gianni Versace, sem var myrtur fyrir utan heimili sitt 15. júlí síðastliðinn, arfleiddi ellefu ára systurdóttur sína að 45% hlut sínum í fyrirtæk- inu sem bar nafn hans. Átta ára bróðir hennar hlaut hins vegar listaverkasafn hans sem m.a. inniheldur verk eft- ir Picasso og Leger. Þá ánafnaði Versace sambýlis- manni sínum, Antonio D’Amico, ríkulegan fram- færslueyri auk þess sem hann fær að dvelja í húseignum hönnuðarins víða um heim. Óstaðfestar fréttir herma að bræðrabörn hönnuðarins hafi hins vegar ekki verið nefnd í erfðaskrá hans. Moi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.