Morgunblaðið - 18.09.1997, Page 22

Morgunblaðið - 18.09.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Eins o g safarík lambasteik“ „Hann er eins og safarík lambasteik,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir um Fiðlukonsert Tsjajkovskíjs, sem hún mun flytja á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói í kvöld kl 20. Orri Páll Ormarsson ræddi við Sigrúnu og hliómsveitarstjórann, B. Tommy Andersson, sem stendur nú í fyrsta sinn frammi fyrir hljómsveitinni. PJOTR Tsjajkovskíj samdi aðeins einn fíðlukonsert. Hafði hann hugsað sér að tileinka hann þekkt- um fiðlusnillingi, Leopold Auer að nafni. Eftir að hafa skoðað kon- sertinn lýsti Auer því aftur á móti yfír að hann væri óspilandi. Það mat reyndist ekki rétt! Konsertinn hlaut að vísu ekkert sérstakar viðtökur þegar annar fiðluleikari, Adolf Brodsky, frum- flutti hann fáeinum árum síðar. Skjótt skipaðist hins vegar veður í lofti og í dag er almennt litið á hann sem einn „vinsælasta og ástsælasta fíðlukonsert allra tíma,“ eins og Sigrún Eðvaldsdótt- ir fíðluleikari tekur til orða en hún mun einmitt flytja verkið ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum í Háskólabíói í kvöld. Morgunblaðið/Ásdís SIGRÚN Eðvaldsdóttir og B. Tommy Andersson verða í hlutverkum einleikara og hljómsveitar- stjóra á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ísiands í kvöld. „Það er nautn að spila þennan konsert - hann er eins og safarík lambasteik," segir Sigrún sem lærði konsertinn fyrst fyrir Tsjajkovskíj-keppnina sem hún tók þátt í árið 1994. í fyrra hélt hún síðan áfram að vinna verkið og flutti það aftur á fjáröflunartón- leikum í Lundúnum í júní síðast- liðnum. „Fyrir vikið er ég afslöpp- uð fyrir þessa tónleika því konsert- inn situr í manni þegar maður er búinn að læra hann einu sinni. Ég hef hins vegar gætt þess að æfa hann ekki of mikið - hann verður að vera fijáls og ferskur." Strembið sumar Engu að síður hefur Sigrún þurft að halda sér við efnið, enda nýtur hún þess að „æfa og æfa og spila og spila“. „Frá því ég kom heim frá Lundúnum, þar sem ég l bý, um síðustu mánaðamót hef ég j fengið að æfa í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. Kann ég Helga Bragasyni skólastjóra og hans fólki bestu þakkir fyrir aðstöðuna því ég held að það sé ekki sniðugt að æfa Tsjajkovskíj í blokkinni þar sem foreldrar mínir búa!“ Sigrún hefur haft í mörg horn að líta ytra upp á síðkastið og við- Umdeild sýning í London Heiftúðugar deilur um málverk af barnamorðingja Londoiu Reuter, The Daily Telegraph. Reuter KONA virðir fyrir sér málverk af barnamorðingjanum Myru Hindley, sem verður meðal verka á sýningunni „Stórviðburð- ur“. Myndin hefur vakið miklar deilur, ekki síst vegna þess að hún er gerð af mörg hundruð förum eftir barnslófa. Sýningin verður opnuð í London í dag. I minmngu Maríu Callas Aþenu. Reuter. EVRÓPSKIR tónlistarmenn vott- uðu sópransöngkonunni Maríu Callas virðingu sína í Aþenu á þriðjudagskvöld á tónleikum, sem haldnir voru til að minnast þess að 20 ár eru liðin frá andláti henn- ar. Callas lést af hjartaáfalli í íbúð sinni í París 16. september árið 1977. Tónleikarnir voru haldnir í úti- leikhúsi við rætur Akrópólishæðar í Aþenu og mátti meðal annars heyra þar tóna úr „Requiem" eftir Verdi í flutningi tónlistarmanna úr fílharmóníuhljómsveitum ásamt 100 manna kór Fílharmóníu Transylvaníu frá Rúmeníu. Margir af vinum Callas og starfsfélögum voru á tónleikunum og kváðust fagna því að minningu hennar væri haldið á lofti. „Ég er ekki hryggur," sagði Nicola Resc- igno, sem stjórnaði Callas í mörg- um óperum. „María skildi eftir slíka arfleifð að hún Iifír áfram í sjónvarpsupptökum, á hljómplöt- um og í sínum glæstu verkum.“ Gríska sópransöngkonan Irene Tsirakidou og messósópraninn Elen Matos sungu á tónleikunum ásamt breska tenómum James Oxley og rússneska tenómum Ósk- ari Abdrazakoff. Grikkir minnast Callas sérstak- lega í þessari viku með tónleikum og minningarathöfnum. Hún var einn ástsælasti listamaður Grikkja. Foreldrar hennar voru grískir og hún hóf ferilinn í Grikklandi þótt hún öðlaðist frægð á Ítalíu þegar hún kom fram í „La Gioconda" eftir Ponichelli árið 1947. Callas kom síðast fram á sviði 1964 og 1965 í „Toscu“ eftir Puccini og „Normu" eftir Bellini. Þegar ferli hennar lauk kenndi hún við Juill- iard-tónlistarskólann í New York veturinn 1971-72. Callas var einnig í fréttum vegna ástarsambands síns við gríska skipakónginn Aristoteles Onassis og var eyðilögð þegar hann kvænt- ist Jacqueiine Kennedy. AKVORÐUN um að málverk af barnamorðingjanum illræmda, Myru Hindley, verði á sýningu á verkum eftir unga breska lista- menn hefur vakið miklar deilur á Bretlandi og eru margir mjög hneykslaðir. Konunglega breska akadem- ían heldur sýninguna, sem geng- ur undir nafninu „Stórviðburð- ur“ (Sensation) og verður opnuð í dag. Norman Rosenthal, einn af helstu embættismönnum aka- demiunnar og skipuleggjandi sýningarinnar, sagði að listin væri aldrei siðlaus. Siðlaus list ekki til? „Það er ekki til neitt, sem heitir siðlaus list,“ sagði hann. „Að minni hyggju er öll Iist sið- leg.“ Félagar í akademíunni reyndu í síðustu viku að koma í veg fyr- ir að málverkið, sem er eftir Marcus Harvey, yrði á sýning- unni, en tókst ekki. Málverkið er gert eftir lögreglumynd af Hyndley. Það var gert með því að þrykkja förum eftir eftir barnslófa á léreftið. Hindley var dæmd í lífstíðar- fangelsi árið 1966 fyrir að myrða fimm börn. Fundust lík nokk- urra þeirra grafin á afskekktri heiði í norðurhluta Englands og fékk Hindley þá viðurnefnið „heiðamorðinginn". Hindley framdi morðin ásamt elskhuga sínum, Ian Brady, og vöktu þau mikla hneykslan og reiði á Bret- landi. Börnin höfðu verið pyntuð og tóku Hindley og Brady glæpi sína upp á myndband. Morðingjar, sem dæmdir eru í lífstíðarfangelsi á Bretlandi, sitja sjaldnast inni lengur en í 25 ár, en Michael Howard, fyrr- verandi innanríkisráðherra, gaf árið 1994 út tilskipun um að Hindley skyldi aldrei látin laus. Fordæming morðingjans Hindley hefur sjálf fordæmt málverkið. Hún kveðst vera breytt manneskja. Hindley er ekki ein um að hafa gagnrýnt það að verkið sé á sýningunni. Winnie Johnson, móðir Keiths Bennetts, sem var meðal fórnarlamba Hindleys, sagði að akademían væri „sjúk og ógeðsleg“ fyrst hún neitaði að taka verkið af sýningunni og skoraði á fólk að sniðganga hana. Rosenthal hefur áður sett upp sýningar fyrir akademiuna og hafa þær margar gengið vel. Hann sagði að hefði verið ákveð- ið að taka myndina af sýning- unni hefði hann íhugað að ganga úr akademíunni. Ákveðið hefði verið að hafa myndina með vegna þess að hún væri kraft- mikil. Á sýningunni verða 110 verk eftir hreyfinguna, sem kennd hefur verið við „unga breska listamenn". Damien Hirst er meðal þeirra, sem eiga verk á sýningunni, og er hann sennilega þekktasti fulltrúi hreyfingarinn- ar. Verk Harveys er ekki það eina sem hefur verið gagnrýnt. Þar verður einnig verk eftir Jake og Dinos Chapman, sem sýnir tvær gínur með sprengd klof og kynfæri karlmanns í stað munna og nefja. Mynd, sem nefn- ist „Heilög Guðsmóðir" eftir Chris Ofili hefur einnig vakið deilur. Á henni er María mey umkringd klámfengnum mynd- um af kynfærum. Ákveðið hefur verið að af- henda gestum á sýningunni spurningalista þar sem meðal annars verður innt eftir því hvort þeir séu hneykslaðir á ein- hveiju verkanna og hvort rétt sé að Konunglega akademían sýni listaverk þótt það veki hneykslan og fólki geti ofboðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.