Morgunblaðið - 18.09.1997, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
skástir. Nei, ég er að hugsa um
mennina á stóru flutningabílunum,
sem verða að aka þarna allan árs-
ins hring, í hvernig veðri, færi og
skyggni sem vera skal, stórir bílar
og jafnvel með aftanívagn. (Við
hjónin mættum þar einum slíkum,
þegar ævið fórum þarna um ný-
lega).
Það er vegna þessara manna,
sem ég leyfí mér að segja: Breikk-
ið sneiðingana neðan til í Kleifa-
heiðinni strax. Gerið góð útskot
með stuttu millibili og leggið veg-
rið á hættulegustu stöðunum, til
dæmis þar sem vegurinn tekur
stóra beygju nálægt gilbrún, og
við bröttu sneiðingana, sem eru
hættulega mjóir, og verða það,
þangað til úr hefur verið bætt.
Bíðið ekki eftir því að þarna verði
slys. Þær framkvæmdir sem ég hef
nefnt hér, kosta ekki mikla pen-
inga, en þær gætu auðveldlega
bjargað mannslífi.
íslendingar eru nú á síðari árum
í óða önn að afmá þá smánar-
bletti, sem voru lengi á íslenzkri
vegagerð, þegar búnar voru til
stórhættulegar begyjur við brýr,
eins víða og við varð komið. Og
engu var líkara, en að því dýpra
og ægilegra sem gljúfrið var, þar
sem brúin ljá yfir, því krappari og
hættulegri skyldi beygjan vera. Ég
spurðist fyrir um það fyrir fjörutíu
árum, hvernig stæði á þessari
ósvinnu, og ég fékk þau svör, að
beygjurnar ættu að neyða bílstjór-
ana til þess að draga úr hraðanum,
áður en þeir ækju inn á brúna! En
með þessu var auðvitað búin til
önnur og margfalt meiri hætta.
En þetta er liðin tíð. Nú vitum við
betur. Nú er okkur alls engin vork-
unn lengur. Lagfærum því hættu-
lega staði, í Kleifaheiði sem annars
staðar. Komum í veg fyrir slys!
Höfundur er rithöfundur.
Vegurinn yfir
Kleifaheiði
KLEIFAHEIÐI er á milli Barða-
strandar og Patreksíjarðar, eins
og þeir vita sem þá leið hafa farið.
Þegar ekið er upp heiðina af Barða-
ströndinni má vegurinn heita
þokkalegur, eftir því sem malar-
vegir eru yfirleitt. Hann hækkar
að vísu ört, enda er heiðin há, en
hann virðist vera vel lagður og er
hvergi hættulegur. En þegar kem-
ur að Pareksfirðinum fer heldur
betur að kárna gamanið. Þar
steypist vegurinn fram af fjalls-
Þessar framkvæmdir
kosta ekki mikla pen-
inga, segir Valgeir Sig-
urðsson, en þær gætu
bjargað mannslífí.
brún og liggur síðan í mörgum
hlykkjum og krókum niður snar-
bratta hlíðina. Segja verður þó
Póstur og sími
óskar Pizza 67
til hdmingju
meö dlnúmeriö
strax, til verðugs hróss
þeim sem gerðu þenn-
an veg, að hann virðist
ágætlega lagður. Það
er að segja: Ég gat
ekki betur séð, en að
valin hefði verið lang-
skásta (og kannski
eina) leiðin niður íjall-
ið, að svo miklu leyti
sem ég gat virt vegar-
stæðið fyrir mér, án
þess að fara út úr bíln-
um. Og auðvitað draga
hlykkirnir mjög úr
brattanum, svo að
jafnvel lofthræddum
mönnum er vorkunn-
arlítið að aka þetta.
Hitt er miklu verra, að víða, og
einkum þó neðan til í fjallshíðinni,
er vegurinn svo mjór, að ekki er
nokkur lifandi leið að
mætast þar. Það er
varla að tveir litlir
fólksbílar geti smogið
þar hvor framhjá öðr-
um, hvað þá ef annar
bíllinn er lítill en hinn
stór, að ekki sé talað
um, ef báðir eru stór-
ir. Það er þetta sem
verður að lagfæra og
það strax.
Ég skal taka það
skýrt fram, til þess að
fyrirbyggja hugsan-
legan misskilning, að
ég er ekki að kvarta
fyrir hönd okkar, sem
skreppum þetta
kannski einu sinni eða tvisvar á
ári, um hásumarið, þegar íslenzkir
vegir eru eins og þeir geta orðið
Valgeir
Sigurðsson
Pizza 67 hefur tekið upp nýja þjónustu Pósts og síma sem
nefhist Alnúmer.
Ainúmer gerir Pizza 67 kleift að vera með eitt sameiginlegt
símanúmer fyrir alla 16 veitingastaði sína á íslandi.
sem viðskiptavinir eru staddir á landinu, er nóg að kunna alnúmer Pizza
67 þegar panta á pizzu því númerið kemur þeim beint í samband við þann
Pizza 67 stað sem næstur er, án þess að fara í gegnum
skiptiborð. Alnúmer Pizza 67 er auðvelt að muna.
Það er 755 6767.
Með alnúmerinu er verið að auka þjónustu við
viðskiptavini fyrirtækisins og mun Pizza 67 vera
fyrsta pizzukeðjan í heiminum sem tekur upp slíkt
þjónustunúmer.
Póstur og sími óskar Pizza 67 til hamingju með
þennan áfanga í sögu fyrirtækisins og hvetur um leið önnur fyrirtæki til
að kynna sér þann hagkvæma kost sem alnúmerið er.
ÞAK-OG
VEGGKLÆÐNINGAR
ISVA\L-ÖOr<GA\ cHF.
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
MUNIÐ SÉRPANTANIR
ÁHÚSGÖGNUM
TÍMALEGA FYRIR
JOLIN
Mörkinni 3, sími 588 0640
E-mail: casa@islandia.is