Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 29
AÐSENDAR GREINAR
Eignarréttur, öfund
og herleiðing
fjármagnsmarkaðarins
í ÞRIÐJU greininni
í sumarspretti Hann-
esar Hólmsteins Giss-
urarsonar (9. ág.) rek-
ur hann hneykslan
Karls heitins Marx
þegar þýskir fátækl-
ingar voru sviptir
hefðbundnum rétti til
að týna sprek í skóg-
um, og getur sér þess
til að atburðurinn hafi
leitt til þess að Marx
snerist gegn eignar-
réttinum almennt með
alþekktum afleiðing-
um fyrir drjúgan hluta
mannkyns. Það þarf
ekki að fara mörgum
orðum um að eignarrétturinn er
gagnleg stofnun því hann stuðlar
að því að menn njóti verka sinna
og verði þar af leiðandi fúsari að
gera gagn. Slíku er hins vegar
ekki til að dreifa um kvótaverð-
mætin, sem eru einskis verk nema
almannavaldsins. En rétt eins og
rónarnir koma óorði á brennivínið
kemur það óorði á eignarréttinn
ef stjórnmálamenn misbeita hon-
um til að hygla gæðingum á kostn-
að almennings. Vonandi verður sú
gríðarlega og tilefnislausa mis-
munun, sem felst í ókeypis úthlut-
un kvóta, ekki til þess að íslending-
ar snúist gegn eignarrétti yfirleitt.
Fjórða grein Hannesar er svar
við athugasemdum Þorvalds Gylfa-
sonar, mest endurtekning á ann-
arri greininni og verður ekki tekið
á hér. Fimmta greinin (13. ág)
fjallar um hollensku veikina svo-
kölluðu. Hún kvað felast í því að
nýjar atvinnugreinar sem eru fjár-
magnsfrekar en þurftalitlar til
mannafla sogi til sín fjármuni og
hækki vexti með þeim afleiðingum
að raungengi og kaupmáttur
hækki en annað atvinnulíf staðni.
Hannes telur litlar líkur á sýkingu
en bendir réttilega á að hækkað
raungengi kæmi launafólki til
góða. Nú ber nýrra við að við
Hannes erum nokkuð á einu máli
um að ekki séu miklar líkur á
hækkun raungengis, einkum þar
sem sjávarútvegurinn er að fækka
starfsfólki og opnun
ij ármagnsmarkaða
ætti að koma í veg
fýrir vaxtahækkun. Ef
allir markaðir svín-
virka og mannfækkun
í sjávarútvegi er veru-
leg, gætu raungengið
og kaupmátturinn
jafnvel lækkað. En
hvar er þá hagur al-
mennings af hagræð-
ingunni í sjávarútvegi?
Það er reyndar fulls-
nemmt að afskrifa hol-
lensku veikina. Upp á
Markús síðkastið hafa virtir
Möller fræðimenn þóst fínna
merki um að náttúru-
auðlindir séu dragbítur á hagvöxt.
Hægt er að gera sér í hugarlund
hvernig svo gæti farið hér á landi
án þess að raungengi hækkaði: Ef
eignarkvótakerfið festist í sessi, er
Það kemur óorði á
eignarréttinn, segir
Markús Möller í þriðju
athugasemd sinni, ef
stjórnmálamenn mis-
beita honum til að hygla
gæðingum á kostnað
almennings.
ekki ólíklegt að þeir útgerðarmenn
sem fengu ókeypis kvóta selji frá
sér talsverðan hiuta á næstu ára-
tugum, sláum á fimm milljarða á
ári næstu tuttugu árin, til að veija
í neyslu og fjárfestingu erlendis.
Ef alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir
vinna snurðulaust, breytir þetta
engu um raungengi eða fjármögn-
unarmöguleika atvinnurekstrar á
íslandi, en ef færi á erlendu fjár-
magni eru takmörkuð, verður erfítt
fyrir fýrirtæki í öðrum greinum að
keppa við sölumenn gjafakvótans
og raunvextir verða hærri en ella.
Fimm milljarðar á ári væru umtals-
verð blóðtaka í samanburði við
r
LANCOME
Kynning á haust- og vetrar-
litunum í dag og á morgun.
Spennandi litir - Spennandi kaupauki
Bylgjan
Hamraborg I4a
- sími 564 2011
hreina fjárfestingu hér á landi und-
anfarin ár, sem svaraði til svo sem
25 milljarða króna að meðaltali á
árunum 1983-1994. Það mætti
kalla herleiðingu fjármagnsmark-
aðarins, ef afl snjöllustu íjárfest-
anna færi í að púkka upp á viðbót-
arfjármagn - kvótann - sem ekki
þyrfti að íjármagna ef kvótinn
væri almannaeign og leigður út
með hagfelldum hætti.
Hannes lýkur fimmtu grein með
því að fullyrða að undirrót andstöð-
unnar við gjafakvótakerfið sé öf-
und. Hann hefur sjálfur viðurkennt
að útgerðarmenn hafi ekkert sér-
stakt unnið til þess viðbótargróða
sem kvótakerfið skapar (t.d. „Há-
degisverðurinn er aldrei ókeypis,"
bls 255). Er það öfund ef menn
sækjast eftir einhveiju sem þeir
telja sig eiga jafnan rétt til á við
aðra eða jafnvel meiri? Setjum sem
svo að maður sæki um stöðu, fái
ekki en telji sig jafnvel eða betur
að henni kominn en þann sem fékk.
Ef hann notar sér málskotsrétt til
æðra valds og nær stöðunni með
harðfylgi þá þykir mér það lýsa
einurð fremur en öfund. Það væri
hins vegar öfundarverk ef hinn
vonsvikni umsækjandi reri að því
öllum árum að leggja stöðuna nið-
ur. Þegar íslenskur almenningur
gerir kröfu til kvótans, gilda sömu
mælikvarðar.
Höfundur er hagfræðingur.
Helgarferð til
Parísar
9. október frá kr.
24.990
J
Barnakuldaslfór
stærðir 20-34 verð frá
3.990
,i,ir og góðir fyrstu skór 5 gerðir
verð frá
3.590
smáskór
í bláu húsi við fákafen sími 568 3919
Við höfum nú fengið viðbótargistingu í
París 9. október á afbragðsgóðu tveggja
stjörnu hóteli og getum nú boðið helgar-
rispu á ótrúlegum kjörum. Hótel Campanile, öll her-
bergi með baði, sjónvarpi, síma, nýtt hótel og smekklegt. Að auki bjóðum
við úrval gististaða, spennandi kynnisferðir og íslenskir farastjórar
Heimsferða tryggja þér ánægjulcga dvöl í heimsborginni allan tímann.
Bókaðu strax og tryggðu bér tilboðsverðið
Verð kr. 19.990
Flugsæti til Parísar með flugvallarsköttum,
flug á mánudegi til fimmtudags.
Verð kr. 24.990
M.v 2 í herbergi Hotel Campanile,
4 nætur, 9. október.
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600
£
Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475*
FERÐAMALARAÐ
ÍSLANDS
Ferðamálaráðstefna
9.- 10 október 1997
á Blönduósi
Fimmtudagur 9. október
13:00 Setning ráðstefnunnar, Birgir Þorgilsson
formaður Ferðmálaráðs
13:10 Ávarp heimamanns
13:20 Ávarp Halldórs Blöndal,
samgönguráðherra
13:30 Flugleiðir til framtíðar, erindi Sigurður
Helgason, forstjóri.
14:00 Fyrirspurnir.
14:30 Hvernig aukum við hlut okkar á
Evrópumarkaði og sérstaklega á
Þýskalandsmarkaði,
Dieter Wendler, forstöðumaður
Jón Karl Ólafsson, svæðisstjóri
15:10 Bandaríkjamarkaður, ástand og horfur
Einar Gústavsson, forstöðumaður
15:30 Kaffihlé
16:00 Fyrirpurnir
16:45 Afhending umhverfisverðlauna
Ferðamálaráðs
Föstudagur 10. október
10:00 Fjórir sjálfstæðir fundir með
frummælendum og fundarstjórum.
a) Miðhálendið
b) Svört avinnustarfsemi
c) Arðsemi til endurnýjunar
d) Nýsköpun
13:00 Niðurstöður heilsárskönnunar
Ferðamálaráðs kynntar
Oddný Þ. Óladóttir, verkefnisstjóri
13:30 Umræðurumniðurstöðurfundanna
fjögurra
15:00 Kaffihlé
15:30 Almennar umræður
17:00 Fundarslit
19:30 Lokahóf
Gistimöguleikar
Innifalið f verði er gisting í tvær nætur,
morgunverður og hádegisverður
báða dagana.
Glaðheimar, morgunverður á Sveitasetrinu.
7 sumarhús, 4-5 í hverju húsi.
Verð pr. mann 7.900
Geitarskarð, morgunverður á staðnum.
Bændagisting fyrir 10 manns.
Verð pr. mann 7.900.
Stóra Giljá, morgunverður á staðnum.
Bændagisting í sumarhúsi fyrir 6 manns.
Verð pr. mann 7.900.
Hótel Dagsbrún Skagaströnd,
morgunverður á staðnum.
4 herb. fyrir alls 6 manns.
Verð pr. mann 7.900.
Soffía Lárusdóttir gisting á Skagaströnd,
morgunverður á Hótel Dagsbrún.
4 herb. fyrir alls 7 manns.
Verð pr. mann 7.900.
Húnavallaskóli, morgunverður á staðnum.
5 eins manns herbergi.
5 tveggja manna herbergi.
Verð pr. mann 7.900.
Flóðvangur, veiðihús i Vatnsdal,
morgunverður á staðnum.
1 eins manns herbergi.
9 tveggja manna herbergi.
Verð pr. mann 7.900.
Steinkot, veiðihús í Vatnsdal,
morgunverður á staðnum.
6 tveggja manna herbergi.
Verð pr. mann 7.900.
Ráðstefnugjald kr. 6.000.00
Skráning fer fram á skrifstofu
Ferðamálaráðs íslands, sími 552 7488.