Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
Davíð Oddsson forsætisráðherra í ræðu í
tilefni af 80 ára afmæli Verslunarráðs
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NETIÐ
MÖRGUM FINNST ekkert eðlilegra en netið eða alnetið
sé kallað internet á íslenzkri tungu. Fyrir nokkrum
árum hefði líklega fáum dottið í hug að slík málglöp væru
það sem koma skyldi. Ástæða þessa er líklega sú að síðari
hluti orðsins endar á íslenzka orðinu net og til að stytta
sér leið og vera dálítið alþjóðlegur hefur þeim sem nota
internetið þótt tilhlýðilegt að gleypa þetta alþjóðlega fram-
andi orð inter - með húð og hári og svo er ætlazt til þess
að þjóðin melti þetta framandi orð eins og ekkert sé. Samt
dettur áreiðanlega engum í hug - og líklega kæmist eng-
inn upp með það - að nota forliðinn inter í orðum eins og
alþjóða-, fjölþjóða-, milliríkja- o.s.frv.; eða hvers vegna
heita ekki alþjóðalög á íslenzkri tungu international lög?
Nei, við höfum miklu betri orð eins og alþjóðalög, alþjóða-
réttur, þjóðaréttur og hafa þau dugað vel fram að þessu.
Þeir sem telja að forliðurinn inter- í samsetningunni inter-
net dugi íslenzkri tungu ættu þá með sama rétti að beita
sér fyrir því að talkerfi eða innanhússími heiti interphone,
intersex sé notað um ánamaðka, interlift um lyftu á vöru-
bílum og interview leysi samtöl eða viðtöl af hólmi.
Það er engin afsökun þótt net sé i enda þessa orðskríp-
is því að við höfum aldrei notað þennan forlið sem merkir
víxl-, milli-, eða gagn- á íslenzku og þannig ætti netið að
heita víxlnet eða millinet samkvæmt orðanna hljóðan. Al-
net er að mörgu leyti ágætt orð yfir þetta fyrirbrigði, en
netið ætti þó að duga; eða vefur.
Þótt við notum framandi orð um það sem kallað er mótor-
sport gegnir það allt öðru máli því að mótor er tökuorð sem
hefur hlotið þegnrétt í íslenzkri tungu, svo og orðið sport.
Mótorsport er þannig íslenzkt orð þótt það sé framandlegt
að ýmsu leyti en sem tökuorð gagnast það með allt öðrum
hætti en til að mynda internet. Mótor, þ.e. vél eða hreyfill,
er gefið í íslenskri orðabók sem vont mál að vísu, orð eða
merking sem forðast ber í íslenzku en samt nothæft, sport
er gefið í fyrrnefndri orðabók sem íþróttir eða skemmtilegt
viðfangsefni, athugasemdalaust; þ.e. íslenzkt orð ann-
markalaust. Orðið mótorbátur hefur fullan þegnrétt í tung-
unni þótt vélbátur standi okkur nær. Internet (tölvunet,
skjánet; vefur) er af allt öðrum toga. Það er eins framand-
legt og karlinn í tunglinu og á ekkert erindi inn í málsmenn-
ingarhefð okkar. Við ættum að reyna að útrýma því þótt
erfitt muni verða, svo vinsælt sem þetta orðskrípi er meðal
alls kyns sérfræðinga og internationalista, en tungan mun
að sjálfsögðu hafna því að lokum og þá mun það verða
almannarómur að farið hefur fé betra. Vonandi verður það
sem fyrst.
Internet er hallærislegt orð í íslenzku; tilgerðarlegt; fram-
andi. Það er allt og sumt(!)
„VENJULEG SPITALA-
STARFSEMI“
UNGIR læknar á sjúkrahúsum hafa sagt upp yfirvinnu
sinni til að knýja á um kjarasamninga, sem meðal
annars dragi úr vinnuálagi þeirra og færi vinnutíma til
samræmis við ákvæði vinnuverndartilskipunar Evrópusam-
bandsins, sem gildir hér á landi.
Fram hefur komið að ungir aðstoðar- og deildarlæknar
vinna 70-90 tíma vinnuviku og ganga oft 26 klukkustunda
vaktir. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að þessi
vinnutími nái ekki nokkurri átt. Hann stofnar bæði heilsu
læknanna sjálfra og heilsu og öryggi sjúklinga þeirra í
hættu.
Athyglisvert er að í Morgunblaðinu í gær viðurkennir
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur að það komi
honum ekki á óvart að á bráðadeildum sjúkrahúsanna vinni
ungir læknar langt umfram þá 90 yfirvinnutíma á mánuði
(20 á viku!) sem kjarasamningar kveða á um, jafnvel
150-200 tíma í mánuði.
Jafnframt segir lækningaforstjóri Ríkisspítalanna að
unglæknarnir séu mjög mikilvægur þáttur í starfsemi spítal-
ans. „Það er ekki hægt að halda uppi venjulegri spítalastarf-
semi eins og við sjáum hana ef þeir vinna ekki sína yfir-
vinnu,“ segir hann.
Ef það er „venjuleg spítalastarfsemi“ að þræla ungu fjöl-
skyldufólki út í 90 eða jafnvel 150-200 yfirvinnutíma á
mánuði og láta örþreytta starfsmenn taka ákvarðanir, sem
geta varðað líf og dauða, er sannarlega pottur brotinn í
starfsemi spítalanna.
Markaðsbú-
skapur efldur
og mennta-
kerfið bætt
Davíð Oddsson forsætisráðherra segist sjá
fyrir sér mikilvægar breytingar á íslenskri
efnahags- og þjóðfélagsgerð á næstu árum.
Markaðsbúskapur verði efldur, menntakerfíð
bætt og opinber búskapur endurskipulagður
---------3»---------------
og muni staða Islands í alþjóðlegu umhverfí
nýrrar aldar að verulegu leyti ráðast af því
hvemig til takist.
IRÆÐU sinni í tilefni aý 80 ára
afmæli Verslunarráðs íslands í
gær fjallaði forsætisráðherra
um stöðu íslands á nýrri öld í
nýju alþjóðlegu umhverfi. Sagði hann
að staða íslands á alþjóðavettvangi
væri almennt hagstæð. íslendingar
eigi náin samskipti við mörg ríki og
séu aðilar að helstu alþjóðastofnunum.
Aðgangur að mikilvægustu mörkuð-
um sé tryggður með ágætum hætti
og í Evrópu, okkar langstærsta mark-
aði, sé hagsmunum íslands vel borgið
með EES-samningnum. Engir brýnir
hagsmunir kalli á breytingu í þeim
efnum og þótt aðild að Evrópusam-
bandinu sé auðvitað ekki útilokuð séu
flestir hér á landi sammála um að
aðild myndu fylgja stórfelldir ann-
markar. Aðild verði aukinheldur enn
minna aðlaðandi en ella meðan þróun-
in í ESB sé svo mjög í átt til miðstýr-
ingar sem raun beri vitni.
Davíð sagði að ísland ætti að not-
færa sér sitt sérstaka samband við
Evrópuríkin og bandalag þeirra og
ekki iáta þar við sitja, heldur samnýta
þá möguleika sem þar gefist með
nánum tengslum í austur og vestur.
„Við eins og svo margir aðrir kveinum
yfír reglugerðarfargani Evrópusam-
bandsins. Við eigum að láta af slíkum
kveinstöfum. Þess í stað eigum við
að aflúsa okkur sjálf í reglugerðarmál-
um og forðast að apa reglugerðarár-
áttuna eftir. Við höfum sérstöðu og
eigum að nýta okkur hana. Það gefur
ekki fullkomlega rétta mynd af mögu-
leikum okkar að segja að við eigum
að vera gagnvart Evrópusambandinu
eins og Hong Kong gagnvart öðrum
hlutum Kína, en það gefur heldur
ekki alranga mynd af möguleikun-
um,“ sagði Davíð.
Hann vék síðan að fyrirætlunum
Evrópusambandsins um sameiginlega
mynt árið 1999 og sagði að ríkis-
stjórnin myndi á næstunni
skipa nefnd til að fjalla um
áhrif myntsamstarfsins á
íslenskt efnahagslíf í sam-
ræmi við ályktun Alþingis
frá því í vor. Það sé ljóst
að engin þjóð verði þátttakandi í
myntsamstarfinu nema hún sé full-
gildur aðili að Evrópusambandinu.
Mestu skipti á næstu árum hvað varð-
ar peninga-, og gengismál að við sönn-
um fyrir sjálfum okkur og öðrum að
við getum fylgt sjálfstæðri stefnu í
þessum málum sem tryggi stöðug-
leika, vöxt og velferð.
Þjóðir háðar hver annarri
Davíð sagði að þróunin í alþjóða-
málum væri um margt íslenskum
hagsmunum til framdráttar til lengri
og skemmri tíma iitið. „Þjóðir verða
sífellt háðari hver annarri. Það gerir
stærri ríki háð alþjóðasamstarfi langt
umfram það sem áður var og leiðir
til aukins alþjóðasamstarfs_ og fleiri
og öflugri alþjóðastofnana. í kjölfarið
festast enn frekar í sessi venjur og
ieikreglur, sem styrkja stöðu hinna
smærri í alþjóðasamfélaginu. Örar
framfarir í fjarskiptum og tölvutækni
minnka óðum kostnað sem fylgir fjar-
lægð og miklu ódýrara og fljótvirkara
verður að koma á framfæri upplýsing-
um eða afla þeirra. Allir þessir þætt-
ir hafa þau áhrif að minnka muninn
á stórum og smáum og á það jafnt
við um ríki, fyrirtææki og aðra sem
starfa á alþjóðavettvangi.“
Davíð bætti því við að eitt athyglis-
verðasta einkennið í þróun alþjóða-
mála nú væri hvernig þau mótuðust
í auknum mæli fyrir tilstilli miklu
fleiri aðila en ríkja og stofnana þeirra
og eftir mun fleiri leiðum en diplóma-
tískum og pólitískum. Dæmi um já-
kvæð áhrif þessarar þróunar fyrir
hagsmuni okkar væri hversu um-
hverfismál hefðu komist ofarlega á
dagskrá. Það styrkti ferðaþjónustu
og útflutning og ætti þátt í því að
gera orkufrekan iðnað hér aðlaðandi
fyrir erlenda fjárfesta. „Við þurfum
hins vegar að gæta þess að við tökum
jafnan ríkt tillit til umhverfissjón-
ar;miða við ákvarðanir í þessum efn-
um. Vel varðveitt umhverfi getur orð-
ið okkar dýrmætasta fjárfesting, þeg-
ar fram líða stundir,“ sagði Davíð.
Dæmi um neikvæð áhrif þessarar
þróunar fyrir okkur væru hvalamálið
og afskipti umhverfisverndarmanna
af fiskveiðum.
Staða íslands sterk
Davíð gerði einnig fjárfestingu í
orkufrekum iðnaði að umtalsefni og
sagði að hún hefði aukist jafnt og
örugglega á síðustu misserum. Það
gerðu sér ekki allir grein fyrir þessum
vexti, en með stækkun álversins í
Straumsvík, þriðja ofni
Járnblendiverksmiðjunnar
og byggingu álvers Norður-
áls næmi orkunotkunin
2.600 GW stundum á ári.
Til samanburðar hefði verk-
smiðja Atlantsáls sem mikið hefði
verið í umræðunni fyrir nokkrum
árum átt að nota 3 þúsund gígawatt-
stundir á ári. Ekki sé óvarlegt að
álykta að á næstu fáeinu árum muni
eðlileg stækkunarþörf þessara fyrir-
tækja leiða til notkunar á um 3 þús-
und gígawattstundum á ári til viðbót-
ar.
Davíð sagði að það færi ekki á
milli mála að staða íslands í saman-
burði við aðrar þjóðir sem hefðu náð
langt í efnahagsmálum væri góð.
Helstu mælikvarðar á efnahag og lífs-
kjör sýndu þetta glöggt. í því sam:
bandi mætti benda á fjögur atriði. í
fyrsta lagi hefði ísland verið í 5.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðhern
ára afmæli Versluna:
sæti ríkja innan OECD hvað snertir
landsframleiðslu á mann árið 1995.
Síðan þá hefði hagvöxtur hér verið
meiri en í flestum öðrum ríkjum og
því spáð að svo verði áfram og fyrir
vikið megi búast við að þessi saman-
burður verði okkur jafnvel enn hag-
stæðari á næstu árum.
í öðru lagi hefði ísland lent í 7.
sæti á lista Alþjóðabankans yfir auð-
ugustu þjóðir heims. Listinn væri
byggður á lauslegu mati á heildar-
eignum á mann og væri tekið tillit
til mannauðs og náttúruauðlinda eins
og við væri komið auk fjármunaeign-
ar.
í þriðja lagi uppfyllti ísland svo-
nefnd Maastricht-skilyrði um verð-
bólgu, vexti og afkomu og skulda-
stöðu hins opinbera og í fjórða lagi
hefði lánshæfiseinkunn íslands verið
hækkuð í tvígang að undanförnu af
alþjóðlegum matsfyrirtækjum.
„Á þessum grunni verðum við að
byggja á nýrri öld. í því felst einkum
að viðhalda stöðugleikanum og hag-
felldu rekstrarumhverfi fyrir atvinnu-
lífið. Reynslan sýnir að jafnvægis-
stefna í ríkisfjármálum og peninga-
málum er öruggasta leiðin að þessu
markmiði. Slík stefna hlýtur því að
móta hagstjórn á nýrri öld.“
Umbætur á markaðsgrunninum
Davíð vék einnig að því að hvaða
leyti við stæðum höllum fæti í
samanburði við aðrar þjóðir og sagði
að flestar athuganir bentu til þess
að íslenskur þjóðarbúskapur væri
skemmra á veg kominn í —~
að virkja markaðsöflin en Velfero
hjá öðrum þjóðum í íð þa
fremstu röð, þótt miklar endur!
breytingar hefðu orðið í jeg,
þessum efnum á síðustu
árum. Fyrir vikið væru framleiðni
og afköst minni en eðlilegt væri að
gera kröfu um og því væri brýnt að
gera frekari umbætur á markaðs-
grunni í íslenskum þjóðarbúskap.
Nú væri unnið að slíkum umbótum
í fjármálastarfsemi og jafnframt
væri verið að taka fyrstu skrefin á
fleiri sviðum svo sem í orkumálum
og fjarskiptum.
Davíð sagði að einnig væri ástæða
til að vekja sérstaka athygli á tveim-
ur öðrum málaflokkum. Ánnars vegar
væri ljóst að bæta þyrfti menntakerf-
ið, en menntunin væri öflugasta tæk-
ið til að nýta sér þá möguleika sem
byðust í breyttum heimi og við yrðum
Umhverfið
getur orðið
dýrmætasta
fjárfestingin