Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 AÐSEiMDAR GREIIMAR Er þetta hægt, Finnur? Opið bréf til viðskiptaráðherra Benedikt Brynjólfsson MER ER sagt að þú sért yfirmaður trygg- ingafélaganna í land- inu, - það er að segja að starfsemi þeirra heyri undir þig sem ráð- herra viðskipta. Eg þurfti að vísu að hringja í þijú ráðuneyti áður en ég fékk úr því skorið að svo væri, þannig að ég gauka að þér uppá- stungu um námskeið fyrir starfsfólk ráðu- neyta um leið og ég sný mér að alvarlegri mál- um. Ástæða þess að ég sendi þér þetta tilskrif er að ég varð fyrir því sem mér fínnst vera bæði óþægileg lífs- reynsla og niðurlægjandi fyrir mig sem persónu með bærilega sjálfs- virðingu. Þannig er að mér varð það á, eftir 32 ára sjómennsku á togurum og fiskibátum, að slasast við vinnu mína úti á sjó. Eftir mikið japl, jaml Er það sæmandi, spyr Benedikt Bryniólfs- son, að fólk sé metið og afskrífað eins og bílar, skrifstofuáhöld eða hvaða annað lausafé sem er? og fuður, mála'.engingar og lögfræð- istagl fór svo að mér voru boðnar bætur samkvæmt stuðlum nýju slysabótalaganna sem þið á löggjaf- arsamkundunni - fulltrúar fólksins, þú veist - samþykktuð; ekki þó til hagsbóta fyrir þetta fólk að því er virðist heldur til að tryggja trygg- ingarfélögin gegn því að þurfa að greiða því fólki sem iðgjöld hafa verið greidd af réttmætar bætur við slysfarir. Ég semsé komst að því að ég er afskrifaður. Rétt eins og gamalt bílhræ. Afskrifaður. Eftir stöðlum sem áætla hve hugsanlega væri hægt að nota fimmtíu og sex ára gamlan mann lengi enn. Þennan mig sem er alinn upp á síðutogurum og smábátum og hefur aflað þjóðar- búinu tekna með streði sínu frá 13 ára aldri. í tilboði til mín um lúkn- ingu málsins frá Sjóvá-Almennum er í E-lið frádráttur vegna aldurs skv. 9. gr. 40% af slysabótum. Þarna er tekið eitthvert útreiknað meðaltal og miðað við að hægt sé að nota mig til 65 ára aldurs. Þá er ég semsé orðinn verðlaus og lítið annað að gera en að trilla mér upp í Vöku eða Sorpu samkvæmt þessari sið- fræði tryggingalaga. Upp vaknar spurning: Hvað hefði gerst ef ég hefði verið 9 árum eldri? Hefði þá verið boðið upp á 80% frá- drátt frá örorkubótum vegna ald- urs; maðurinn væri hvort eð er ónýtur, orð- inn 65 ára gamall? Eða hefði tryggingarfélag- ið einfaldlega losnað að fullu við að greiða fullnýttum sjómanni bætur? Mér fínnst þetta vera hreint og klárt brot á mannréttindum. Og mig grunar að tryggingafélögin treysti á að þegar fólk er búið að tóra á slysa- dagpeningum langtím- um saman - í mínu tilfelli eitt ár - sé ijár- þörfin orðin slík að menn kyngi sjálfsvirðingunni og taki hvaða smánartilboði sem er. Raunar er það svo í mínu tilfelli að Sjóvá-Almennar hafa farið vægast sagt fijálslega með þá upphæð sem félagið átti að greiða mér í launatap samkvæmt staðgengilsreglu og út- reikningar þess fullkomlega óviðun- andi. í örorkumati mínu er tekið fram að ég muni aldrei framar verða fær um að stunda sjómennsku og hæpið að ég verði fær um að sinna öllu því sem uppá getur komið í sam- bandi við rútuakstur (ég var búinn að aka rútum hjá Guðmundi Jónas- syni í 11 ár þegar ég álpaðist á sjó- inn aftur). Samt er örorka mín ekki metin nema 15% læknisfræðileg og 10% varanleg. Einhvern veginn fínnst mér ekki vera fullkomið sam- ræmi í þessu. Ég sætti mig ekki við þessi lög og er ákveðinn í að láta það ganga í gegnum allt dómskerfið. Og dugi það ekki skal það fyrir Mannrétt- indadómstólinn í Strassburg; það er næsta víst að þessi lögleysa stenst ekki skoðun þar. Hún fellur. En ég er hreint ekki einn um að vera óánægður með þessi nýju lög, eins og þú sem ráðherra tryggingamála veist áreiðanlega eins vel og ég. Þú fylgist auðvitað eins vel með þessum málaflokki og bankamálum og stór- iðju. í gangi er í dómskerfínu fjöld- inn allur af málum sem kosta stórfé en hefði verið hægt að komast hjá með vitrænum og heiðarlegum lög- um um slysabætur. Og nú spyr ég þig, ráðherra tryggingamála, Finnur Ingólfsson: Finnst þér það vera sæmandi fyrir fískveiðiþjóðina Island að sjómenn hennar - og raunar aðrir þegnar Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 líka - skuli vera metnir og afskrif- aðir á sama hátt og bílar, eða skrif- stofuáhöld eða hvaða annað lausafé sem er? Ætlar þú að una svona lög- um? Eða ætlar þú, í anda þess manngildismats sem þið flokkurinn þinn segist setja í öndvegi, að beita þér fyrir því að þarna verði gerð leiðrétting á? Þannig að andi laga um slysabætur verði sá að þau séu í raun ætluð til hagsbóta fyrir þá sem lenda í þeim hremmingum að slasast en ekki til að fírra þau trygg- ingafélög greiðsluskyldu sem með glöðu geði hafa tekið á móti trygg- ingaiðgjaldi hinna slösuðu? Og svaraðu mér nú á skiljanlegu máli Finnur, án málalenginga þann- ig að allir geti skilið. Höfundur er fyrrv. sjómaður og bllstjóri. Scooterúlpa Verð 4.990, Blass úlpa Verð 6.990. vý y, 'v '' ' Ardley úlpa Verð 6.990. A Lf Tyron úlpa Verð 9.990. Vatnsheld dúnúlpa. Denver úlpa Verð 12.900. Vatnsheld dúnúlpa Sendum í póstkröfu. Nýtt kortatímabil. Kringlan, s. 581 1944. Laugavegi 95, s. 5521844. KVÖUÉÉÓURl KOMVVOGS# Snælandsskóii - 200 Kópavogur TUNGUMALANAMSKEIÐ Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. ENSKA - DANSKA - NORSKA - SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA - ISLENSKA fyrir útlendinga og fjöldi annarra námskeiða. ■nnritun í símurn: 564 1527,564 1507 og 554 4391 kl. 17.00-21.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.