Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 39 + Margrét Ein- arsdóttir fædd- ist á Bakka á Akra- nesi 12. maí 1905. Hún lést á heimili sínu, Furugerði 1 í Reykjavík, 8. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ein- ar Ingjaldsson, út- vegsbóndi á Bakka, f. 29. ágúst 1864 í Nýlendu á Akra- nesi, d. 31. júlí 1940, og Halldóra Helga- dóttir, f. 6. septem- ber 1876 í Fljótstungu í Hvítár- siðu, d. 30. október 1964. Alsystkini hennar voru Guð- rún, f. 17. október 1906, d. 25. október 1985; Þorbjörg, f. 29. júní 1910, d. 14. maí 1980; Helgi, f. 2. maí 1912, d. 9. jan- úar 1964; Sigríður, f. 28. októ- ber 1914, og Halldór, f. 1. mars 1926. Hún átti einnig hálfbróð- ur, Júlíus, f. 24. júlí 1902, d. 21. júlí 1973, sem hún ólst upp með í foreldrahúsum. Hann var sonur Margrétar, systur Hall- dóru, er verið hafði kona Ein- ars, en hún dó sex dögum eftir fæðingu sonar síns. Margrét átti þijú börn með Jónasi Karlssyni kennara, f. 2. apríl 1907, d. 10. september 1984, syni Karls Einarssonar, Elsku besta amma mín, nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Ég kveð þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Þú, sem varst alltaf til stað- ar fyrir mig, í 32 ár, í gegnum súrt og sætt, gleði og sorg. Far þú í friði, elsku amma mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Þín íris Margrét. í dag er jarðsungin föðursystir mín, Margrét Einarsdóttir frá Bakka á Akranesi. Ég átti mestan hluta æsku- og unglingsára minna norðanlands, fjarri föðurfólki mínu, og kynntist því ekki frænku minni á þeim árum. Var það ekki fyrr en ég hugði á háskólanám á síðari helmingi sjöunda áratugarins að leiðir okkar lágu saman hér syðra í Reykjavík. Þá skaut hún yfir mig skjólshúsi, þótt hún hefði ekki of mikið rými, sem ég fæ seint full- þakkað. Ég kynntist hæglátri konu og einkar vandaðri til orðs og æðis, sem þó bjó yfir sérstakri kímni, er minnti mig á föður minn, er ég hafði misst á menntaskólaárunum. Þá var allt fas hennar með glæsi- brag eins og hefðarkonu. Frá þess- um tíma hélt ég góðum tengslum við hana, leit gjarnan inn hjá henni og þáði góðgerðir í eldhúskróknum og fræddist þá ekki síst um sitthvað er varðaði föðurættina. Margrét var hjúkrunarkona og hafði fyrr á árum ráðist til slíkra starfa í Englandi til að afla sér reynslu og þekkingar á erlendri grund. Hér heima vann hún síðan farsælt ævistarf við umönnun á sjúkrahúsum, þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Undir ævilokin var hún orðin þreytt og ellimóð og kveið í engu dauða sín- um. Þegar ég kynntist Margréti frænku var hún lífsreynd kona. Hún hafði eignast þrjú böm og misst tvö þeirra, son, Jónas, sem hafði dáið skömmu eftir fæðingu og dóttur, írisi, sem lést af slysförum í blóma lífsins frá tveimur kornungum dætrum. Halldóra, sem var yngst, bæjarfógeta, og Elinar Stephensen. Þau gengu þó aldrei í formlegt hjóna- band, sökum sjúk- dóms er á hann sótti og ekki varð lækn- aður. Börn þeirra voru: 1) Jónas, f. 24. apríl 1936, d. sama dag. 2) Elín íris, f. 16. júlí 1937, d. 8. september 1962, gift Hákoni Magn- ússyni skipstjóra, og áttu þau tvær dætur, Margréti og Guðbjörgu Magneu. 3) Hall- dóra, f. 16. apríl 1942, og á hún tvær dætur, írisi Margréti og Völu. Margrét stundaði nám í Kvennaskólanum 1924-25 og frá þeim tíma barnakennslu til 1930, en siðan í Hjúkrunarskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1934. Hún vann við hjúkr- unarstörf í Englandi 1934-35, en eftir það hér á landi allan sinn starfsaldur. Hún var meðal annars yfirhjúkrunarkona í Arnarholti á Kjalarnesi frá 1945-55 og deildarstjóri á Borg- arspitalanum frá 1955-70, er hún lét af störfum. Útför Margrétar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bjó með móður sinni og hefur verið mér kær frænka alla tíð frá því við kynntumst. Á hún tvær dætur sem ólust upp með ömmu sinni og nutu umhyggju hennar öll sín uppvaxtar- ár. Margrét verður lögð til hinstu hvíldar í kirkjugarðinum heima á Akranesi, eins og hún komst ætíð að orði, við hlið Irisar dóttur sinn- ar. Svo undarlegar geta tilviljanirn- ar verið - eða eru það ef til vill örlögin - að þær mæðgur eiga sama dánardag. Ég bið Halldóru frænku og öðr- um afkomendum Margrétar föður- systur minnar allrar blessunar. Ögmundur Helgason. Elsku amma mín. Nú loksins fékkstu að ferðast til landsins eilífa eins og þú varet far- in að bíða eftir seinustu árin. Þér fannst allt of mikið að vera orðin 92 ára, en þá sagði ég oft, bíddu bara, amma mín, þegar þú verður 100 ára þá höldum við almennilega veislu. Mér varð þó ekki að ósk minni að þessu sinni. En ég átti góðan tíma með henni ömmu, því við bjuggum saman nokkrir ættliðir til margra ára og þá var ætíð margt brallað á heimilinu. Amma var mér sem besta vinkona, hún var alltaf til staðar fyrir mig, allt frá því hún hélt á mér við skírn mína til hinna seinustu daga. Hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa og hvetja mann áfram hvort sem það var við heimanámið eða píanóæfíngarnar, sem hún reyndar rak mig alltaf til að gera. Henni fannst svo gaman þegar ég spilaði fyrir hana, sérstak- lega The Entertainer, enda varð hún hálfmóðguð þegar ég hætti að stunda píanónámið. Amma Margrét var eina amman sem ég átti en hún var á við marg- ar. Ég vil bara þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og sérstaklega fyrir seinustu dagana í lífi hennar en ég var svo lánsöm að fá að eyða þeim með henni ásamt öðrum ástvinum. Hún amma var einstök, höfuð ættarinnar, sterk og dugmikil kona sem þó hélt húmom- um til seinasta dags. Amma, ég gleymi þér aldrei og minningarnar um þig mun ég ætíð geyma næst hjartastað. Þín Vala. Það er skrítið að skrifa minning- argrein um konu sem mér finnst svo stutt síðan ég kynntist. En ég var svo heppinn að fá að taka þátt í lífshlaupi hennar í 7 ár. Ég kom inn í ijjölskyldu sem var svo sam- heldin og hafði á að skipa fjórum ættliðum en þar var Margrét í farar- broddi. Margréti ömmu var ég farinn að kalla hana með tíð og tíma, ekki vegna þess að hún væri gömul, heldur kom hún fram við mig eins og hún væri amma min. Þær minn- ingar sem ég á með henni eru svo yndislegar, að í hvert sinn sem ég hugsa til hennar er hún alltaf með bros á vör. Við gátum gert að gamni okkar á öllum stundum og þegar leið að hinstu stundinni gat hún samt komið mér til að hlæja og mér tókst að láta hana brosa. Þetta var svo dæmigert með okkar vin- skap. Að geta munað bros frá konu sem var að kveðja okkar heim í faðmi fjölskyldunnar, er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Það lá nú oft við sprengingu á Grettisgötunni þegar ég fór að stríða þeirri gömlu, þó sérstaklega þegar Akranes átti í hlut, þá gat hún svarað fullum hálsi, þannig að það var farið að fara um hina fjöl- skyldumeðlimina og báðu þeir mig þá vinsamlega um að hætta í hvelli áður en amma fengi slag. Þá litum við Margrét hvort á annað og hlóg- um. Það var svo margt í hennar fari sem fékk mig til að brosa að ég gæti skrifað endalaust. Mikið á ég eftir að sakna hlátursins og fal- lega brossins. Elsku Margrét, takk fyrir okkar stundir og vinskap. Guð blessi þig og minningu þína. Elsku Dóra, íris og Vala. Guð blessi ykkur öll. Nú samvist þinni ég sviptur er - ég sé þig aldrei meir! Ástvinimir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Já sömu leið! En hvert fer þú? þig hylja sé ég gröf - þar mun ég eitt sinn eiga bú of ævi svifin höf. En er þín sála sigri kætt og sæla búin þér? ég veit það ekki! - sofðu sætt! en sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson.) Þinn vinur, Stefán Óli. LEQSTEINA í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úr\'al. Yfir 45 ára reynsla Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. SKEMMUVEGÍ 48, 200 KOR, SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 MARGRÉT EINARSDÓTTIR + Ástkær eiginkona, barnabarn, dóttir, systir, tengdadóttir og vinkona, GUÐNÝ ALDA SNORRADÓTTIR, Brekkustíg 18, Sandgerði, lést á Borgarspítalanum laugardaginn 13. september sl. Jarðarför hennar fer fram frá Hvalsneskirkju föstudaginn 19. september kl. 14.00. Engilbert Adolfsson, Páll Guðmundsson, Sigríður Clark, Ralph Clark, Victoria Clark, Páll Clark, Leah Clark, Richard Clark, frændsystkini, Arnbjörg Sæbjörnsd., Bjarni Olsen, Heiða Adolfsdóttir, Arnbjörg Haraldsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KLARA INGVARSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 19. september, kl. 13.30. Vilhelm S. Sigurðsson, Sigurmundi Óskarsson, Olga Þorsteinsdóttir, Eva Vilhelmsdóttir, Kjartan Ólafsson, Elín Vilhelmsdóttir, Stefán Helgason, Sigurður Vilhelmsson, Sigurlaug Sveinsdóttir, Málfríður Vilhelmsdóttir, Kristján Thorarensen, Ingvar Vilhelmsson, Kristín Sandholt, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar og fósturmóðir, ÁSGERÐUR EINARSDÓTTIR, fædd 30. ágúst 1913, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. september síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Einar Logi Einarsson, Einar Matthíasson, Haukur Matthíasson, Matthias Matthíasson og fjölskyldur. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI ÁGÚSTSSON frá Hróarsholti, Meistaravöllum 15, Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 19. september klukkan 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Foreldra- og styrktarfélag Tjaldanesheimilisins, sími 566 6147. Guðrún Magnúsdóttir, Vigdis Magnea Bjarnadóttir, Sigurður Alfonsson, Ágúst Bjarnason, Erla Þorsteinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Peter Ernst Petersen, Árni Bjarnason, Hjördis Björg Bjarnadóttir, Jukka Antero Rautsola og barnabörn. i + Elskuleg amma mín og langamma okkar, GUÐRÍÐUR ÓLAFÍA SVEINSDÓTTIR frá Syðri-Kárastöðum, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardaginn 20. september kl. 14.00. Ingólfur Sveinsson, Svana Sigtryggsdóttir, Ólafia Ingólfsdóttir, Jón Óskar Pétursson, Unnsteinn Ingólfsson, Jón Loftur Ingólfsson, Guðbjörg Lilja Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.