Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær tengdamóöir mín og amma okkar,
GUÐBJÖRG GUÐNADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
á morgun, föstudaginn 19. september,
kl. 13.30.
Esther Gunnarsson,
Gunnar Guðnason, Helga Magnúsdóttir,
Helgi Guðnason, Elín Guðjónsdóttir,
Kristinn Guðnason, Harpa Dóra Guðmundsdóttir.
Útför
HERMANNS G. JÓNSSONAR
lögfræðings,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
er lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 14. sept-
ember, fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu
laugardaginn 20. september kl. 14.00.
Sætaferðir frá BSl' með Austurleið kl. 9.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Magdalena Ingimundardóttir.
+
Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu
okkar,
GUÐNÝJAR EIRÍKSDÓTTUR,
Melhaga 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B4 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir frábæra umönnun
og hlýhug.
Þórður Pálsson,
Elín Þórðardóttir, Reinhold Kristjánsson,
Steinunn Þórðardóttir, Hrafn Bachmann,
Aðalsteinn Þórðarson, Guðrún Jóhannesdóttir,
Kjartan Þórðarson, Helga Kr. Einarsdóttir,
Gunnar Þórðarson, Hafdís Kjartansdóttir,
Páll Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför vinar míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓNS V. HELGASONAR
frá Bjargi,
Vopnafirði,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi.
Ingibjörg Daníelsdóttir,
Helgi F. Jónsson, Fríða Friðgeirsdóttir,
Sigurgeir Þ. Jónsson, Auður Valgeirsdóttir,
Bergvin F. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinsemd við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS ÓLAFS VIGFÚSSONAR,
Blöndubakka 3.
Þóra Óskarsdóttir, Pétur Yngvason,
Sveinn Óskarsson, Guðríður Halldórsdóttir,
Örn Óskarsson, Sjöfn Svansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
HALLDOR
BRAGASON
+ Halldór Bragason fæddist í
Reykjavík 18. nóvember
1945. Hann lést á heimili sínu
4. september síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Bústaða-
kirkju 11. september.
Hann afi Dóri er dáinn og farinn
upp til Guðs. Nú finnur hann afi
Dóri ekki lengur til í handleggnum,
svo hann getur spilað golf eins og
honum fannst svo skemmtilegt, bara
að hann passi nú að golfkúlurnar
detti ekki niður á okkur.
Fyrstu árin mín átti ég heima hjá
afa Dóra og ömmu Tobbu. Oft lenti
það á afa Dóra að passa mig þegar
mamma var að vinna. Þá urðum við
mjög náin, og ég sakna hans mikið.
Ég vil þakka afa Dóra fyrir hvað
hann var alltaf góður við mömmu
mína og reyndist henni alltaf svo
vel, ég veit að hún mun hjálpa mér
að muna eftir þér. Hvíl þú í friði.
Þín,
Sunna Björg.
Þegar ég var 15 ára, byrjaði ég
ásamt nokkrum vinum og félögum
úr Laugalækjarskóla að æfa og spila
handknattleik með Þrótti. Fljótlega
fórum við að fylgjast með meistara-
flokki félagsins, enda stefndi hugur
okkar flestra þangað. Einn af lykil-
mönnum meistaraflokks Þróttar á
þeim tíma var Halldór Bragason, þá
22 ára. Nokkrum árum síðar vorum
við vinirnir farnir að spila með meist-
araflokknum og þrátt fyrir sjö ára
aldursmun myndaðist sérstök vin-
átta með mér, Jóa Frímanns og
Dóra Braga. Dóra var það gefið að
hann náði góðum árangri með allt,
sem var kringlótt og er einn af fáum,
sem keppti í handbolta, fótbolta og
körfubolta. Körfuboltann lagði hann
þó fljótlega á hilluna, sem keppnis-
íþrótt. Dóri var burðarás meistara-
flokks Þróttar í knattspyrnu til
margra ára og það voru ófáar sókn-
ir andstæðinganna, sem brotnuðu
einmitt á honum. Einnig var maður
hissa á því hvað hann var fljótur að
ná góðum árangri í golfíþróttinni.
Sumarið 1982 fórum við, þ.e.
Dóri, Jói, ég og Haukur Þorvalds
ásamt fjölskyldum okkar, til Ibiza
og vorum þar í þrjár vikur. Við vor-
um þarna í júlí og lentum í hita-
bylgju hluta af tímanum. Dóri og
Jói notuðu yfirleitt heitasta tíma
dagsins til að tefla og er mér alltaf
minnisstætt að horfa á þá sitja renn-
sveitta við taflmennskuna. í þessari
sömu ferð upplifði maður fyrst ná-
lægðina við úrslitakeppni HM í
knattspyrnu og er ólýsanleg sú
stemmning, sem var í hópnum þegar
við horfðum á úrslitaleikinn í beinni
útsendingu.
Það sem einkenndi helst leikstíl
Dóra í handboltanum var það að
hann kom ávallt þannig að vörn
andstæðinganna að þeir héldu að
hann væri hættur við að sækja að
þeim. Man ég eftir mörgum tilvikum
þar sem þjálfarar mótheijanna
reittu hár sitt eftir að Dóri hafði
skorað eða gefið á línuna og þjálfar-
arnir kölluðu til sinna manna að
þeir ættu að taka þennan mann
betur, hann hætti aldrei, hann kæmi
alltaf aftur.
Því miður lá það ekki fyrir Dóra
að koma aftur úr þessari baráttu
sinni við þennan erfiða sjúkdóm. Ég
og fjölskylda mín ásamt öllum Þrótt-
urum sendum Þorbjörgu, Dóru og
fjölskyldum þeirra innilegustu sam-
úðarkveðjur á þessari sorgarstundu.
Sveinlaugur Kristjánsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasima 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN JÓHANNSSON,
Grundargötu 20,
Siglufirði,
verður jarösunginn frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 20. september kl. 14.00.
Sigga Sól,
börn, tengdabörn og
barnabörn
+
Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu minningu systur okkar,
GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Ljósalandi,
Vopnafirði,
Stigahlíð 28, Reykjavík.
Fríða Þórðardóttir,
Helgi Þórðarson,
Guðbjörg Þórðardóttir,
Steingrímur Þórðarson.
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
<
o
5
í HOTEL LOFTLEIÐIR.
H I t ( t A N D A I R MO T I i «
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
Afmælis-
o g minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal
eftirfarandi tekið fram um
lengd greina, frágang og
skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birt-
ist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd á útfarardegi,
en aðrar minningargreinar
um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, — eða
2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir
í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er
fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systk-
ini, maka, og börn, skóla-
göngu og störf og loks hvað-
an útför hans fer fram. Ætl-
ast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Frágangur
og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í text-
amenferð og kemur í veg fyr-
ir tvíverknað. Þá er enn-
fremur unnt að senda greinar
í símbréfi - 569 1115 - og
í tölvupósti (minning-
@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að
birtast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur
sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstu-
dag. í miðvikudags-, flmmtu-
dags-, föstudags- og laugar-
dagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
u Sími 562 0200
rriixixxxxxil