Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 45 GÍSLI Jón með regnbogasilunginn sem var sá fimmtíuþúsund- asti sem veiddist í Reynisvatni og hluta verðlaunanna sem hann fékk frá rekstraraðilum Reynisvatns. Verðlaun fyrir þriggja punda sil- ung úr Reynisvatni ÞRIGGJA punda regnbogasilung- ur sem Gísli Jón Bjarnason frá Akranesi veiddi í Reynisvatni síð- astliðinn laugardag reyndist vera fimmtíuþúsundasti fiskurinn sem veiðst hefur í vatninu frá upphafi rekstrar 1993. í viðurkenningarskyni hlaut Gisli Jón verðlaun að verðmæti um 200 þúsund krónur. Þau voru tveir laxveiðidagar i Laxá í kjós sumarið 1998 undir leiðsögn As- geirs Heiðars, fluguhnýtinga- námskeið að Reynisvatni í vetur, flugukastnámskeið hjá Vilbergi Haukssyni næsta vor, fluguveiði- stöng og hjól að verðmæti 50.000 krónur, veiðijakki, hattur og háf- ur að verðmæti 25 þúsund krón- ur, sérsaumaðar vöðlur frá Skó- vinnustofunni Dunhaga í Reykja- vík og loks kvóti í Reynisvatni upp á 50 fiska á fiskveiðiárinu sem hefst næsta sumar. Hildur Haraldsdóttur fram- kvæmdastjóri Laxins hf., rekstraraðila Reynisvatns, veitti Gísla Jóni verðlaunin en hann veiddi fiskinn á „svartan nobler 6.“ UMHVERFI minnisvarðans um Matthías Jochumsson. Minnisvarði Matthías- ar Jochumssonar í SUMAR var gengið frá um- hverfi minnisvarða sem ættingj- ar, aðdáendur og sveitungar Matthíasar Jochumssonar reistu á Stekkjarholtinu við þjóðveginn neðan við Skóga í Þorskafirði árið 1985. í Skógum fæddist Matthías 11. nóvember 1835. Gengið var frá bílastæði, hringakstri og samstæðu borði og bekkjum fyrir gesti er þar koma og taka sér ferðahvíld. Vegagerð ríkisins og verktakar í Reykhólasveit unnu verkið en verkstjórn við framkvæmdina hafði Eiður B. Thoroddsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði. Námskeið í Skóla Johns Casablancas HAUSTTÍMABILIÐ er hafíð hjá Skóla Johns Casablancas. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn og unglinga. „Byijendanámskeið miða að því að auka hæfni í mannlegum sam- skiptum, bæta framsögn og líkam- lega tjáningu og efla þannig sjálfs- traust einstaklingsins. Framhalds- námskeið kemur í kjölfarið, þar er farið í framsögn, göngu, leikræna tjáningu, auglýsingar, förðun, umönnun húðar og hárs og módel- starfíð. Módelnámskeið fjallar um skipu- lagningu, göngu við tónlist, fram- sögn, bókara, prufur, umboðsskrif- stofur erlendis, sjónvarpsauglýsing- ar, feimni og sjálfstraust. Innfalin er myndataka og skráning hjá Ice- landic models," segir í fréttatil- kynningu. FRÉTTIR Haust-og vetrar- áætlun Islandsflugs ÍSLANDSFLUG og Flugfélag Vest- mannaeyja hafa tekið upp samstarf í haust- og vetraráætlun íslands- flugs sem tók gildi 8. september sl. Flugfélag Vestmannaeyja flýgur níu sæta vél af gerðinni Chieftain RA-31-350 frá Vestmannaeyjum kl. 8 og frá Reykjavík kl. 18 frá mánudegi til föstudags. Auk þess flýgur Islandsflug daglega tvær ferðir til Vestmannaeyja. íslandsflug sinnir sem fyrr sjúkraflugi á Vestíjörðum. Flugvél félagsins verður á Isafirði um næt- ur og um helgar. Áætlunarflug verður frá ísafirði kl. 8 og frá Reykjavík kl. 17 mánudaga til föstudaga auk annarrar áætlunar félagsins til ísafjarðar. Flogið verður milli Ísafjarðar og Bíldudals á fimmtudögum og föstu- dögum. íslandsflug hefur bætt við hádegisvél inn í áætlun sína til Akureyrar og býður nú upp á þijár ferðir alla virka daga milli Reykja- víkur og Akureyrar. Haustáætlun íslandsflugs trygg- ir Austfirðingum einnig betri þjón- ustu því aukavél fer til Egilsstaða síðdegis á föstudögum og sunnu- dögum. Brottför verður til Egils- staða kl. 17.15 og frá Egilsstöðum kl. 19.40. Aukavél verður einnig á Sigluíjarðarleiðinni á föstudögum og sunnudögum. Brottför er til Siglufjarðar kl. 13.30 og frá Siglu- firði kl. 14.40. Tvær ferðir verða alla virka daga, morgun- og síðdeg- isflug, til og frá Sauðárkróki. Brott- för’til Sauðárkróks er kl. 8.20 og 17.45 og frá Sauðárkróki kl. 10.25 og 18.45. Áætlunarflug til Hólma- víkur og Gjögurs verður óbreytt frá síðasta vetri. Boðið er upp á beint flug án millilendinga nema í morgunflugi til og frá Siglufirði þar sem milli- lent er á Sauðárkróki. Fargjöld verða óbreytt frá því í sumar. Nú verður að borga farseðil- inn við bókun. MEÐAL afmælisgjafa sem Árbæjarsafni hafa borist er sími frá Talsímafélagi Reykjavíkur. Það hóf starfsemi árið 1905 og hafði á hendi símaþjónustu innanbæjar í nokkur ár. Gefandi var Og- mundur Frímannsson. Engin skífa var á símum í þá daga, aðeins sveif sem snúið var og kom notandanum í samband við skiptiborð. 40 ára afmæli * Arbæjarsafns RÉTT 40 ár verða liðin laugar- daginn 20. september nk. síðan Árbæjarsafn var opnað gestum. Af því tilefni verður opið þann dag kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Barnaheilla um yfirstandandi kjaradeilu launanefndar sveitarfé- laganna við grunnskólakennara: „Af fréttum má heyra að enn og aftur stefni í harða kjaradeilu grunnskólakennara við viðsemj- endur sína. Mikið virðist bera í milli verði ekki hugarfarsbreyting hjá deiluaðilum mun starf í grunn- skólum í landinu í vetur vegna verkfalls. Stjórn Barnaheilla bendir á að sú óvissa sem nú ríkir er með öllu óþolandi fyrir barnafjölskyldur í landinu. Komi til verkfalla mun það hafa slæm áhrif á framvindu náms hjá þorra nemenda, einkum þeim sem standa höllum fæti fyrir. Sú endurtekna truflun sem orðið hefur á skólastarfi vegna kjara- deilna kennara hefur óhjákvæmi- lega orðið til þess að skólakerfið setur ofan í augum nemenda. Auk sýningarhúsanna gefst kostur á að skoða geymslu- skemmur safnsins og mynda- deild. Kl. 15 verður messa í safn- kirkjunni. Leiðsögn um safn- svæðið verður kl. 13 og 16. Við höfum nýleg dæmi um hvernig kennaraverkföll valda upp- lausn í lífi nemenda. Skólinn er mikilvæg kjölfesta í daglegu lífi þeirra. Þegar þeir missa þessa kjöl- festu um tíma hlýtur það að hafa neikvæð áhrif. í því sambandi skal bent á að sterkar vísbendingar eru um að verkfallið 1995 hafi leitt til aukningar vímuefnaneyslu meðal grunn- og framhaldsskólanema. Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um forvarnir og ekki síst mikilvægi skólakerfisins í vímuvörnum. Slík umræða er orðin tóm við þær aðstæður sem nú ríkja. Mikil ábyrgð hvílir því á herðum þeirra aðila sem sitja við samn- ingaborð í þessari deilu. Langvinn óánægja kennara með kaup og kjör hefur með beinum og óbeinum hætti haft heftandi áhrif á fram- þróun skólastarfs. Takist ekki að bæta laun þeirra í þessari lotu mun það ástand ekki breytast.“ Málþing um meltingar- sjúkdóma MÁLÞING um meltingarsjúkdóma verður haldið á vegum St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði dagana 19. og 20. september 1997. Yfirskrift mál- þingsins er Forvörn er fyrirhyggja. Fyrri dagurinn er eingöngu ætlað- ur læknum og hjúkrunarfræðingum. Laugardaginn 20. september er dag- skráin opin öllum áhugasömum. Þá verður fjallað um meltingarsjúk- dóma, fylgikvilla þeirra og forvarnir. Einnig verður fjallað um offitu, or- sakir, afleiðingu og meðferð. Dagskráin hefst kl. 13 í fundarsal St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, gengið inn frá Suðurgötu. Frekar heiðagæs en grágæs VEIÐI á grágæs hér á landi er um 30% af hauststofninum, eða um 35.000 fuglar, en veiði á heiðagæs um 5% af hauststofninum, eða um 11.000 fuglar. í fréttatilkynningu frá Náttúru- fræðistofnun íslands kemur fram - að þar sem ekki liggi fyrir veiði- skýrslur nema fýrir árin 1995 og 1996 sé ekki vitað hversu lengi veiðiþungi á grágæs hefur verið svo mikill hér á landi, en ætla megi að um svipaða veiði hafí verið að ræða undanfarin ár. Ljóst sé að heiðagæs ætti að þola meiri veiðiþunga og því sjálfsagt að gæsaveiðimenn beini athygli sinn fremur að henni, sem myndi þá um leið draga úr sóknarþunga á grágæs. Haustnámskeið í sjálfsvörn HAUSTNÁMSKEIÐ Aikidoklúbbs Reykjavíkur í sjálfsvöm hefst mánu- daginn 22. september. Námskeiðið stendur yfir í þijá mánuði. Æft verð- ur þrisvar í viku, mánudaga og mið- vikudaga kl. 18.00-19.00 og á laug- ardögum kl. 12.00-13.00. Mæting og skráning verður í Laugardalshöll mánud. 22. septem- ber kl. 18.00. Inngangur bakdyra- megin. LEIÐRÉTT Rangt heiti í FRÉTT í blaðinu í gær um dokt- orsvöm Gottskálks Þórs Jenssonar í klassískum fræðum var rangt far- ið með nafn móður hans sem heitir Elínbjörg Hulda Eggertsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Barnaheill lýsa áhyggjum vegna kjaradeilna Kennaraverkföll valda upplausn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.