Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4- * Matur og matgerð Ymislegt gott úr gulrótum Hinir fjölmörgu geitungar sem komu úr geitungabúi í garði Kristínar Gestsdótt- ur flugu listflug í gulrótarbeðinu einn góðvirðisdag í síðustu viku. Þegar til átti að taka var orðið of seint að eyða búinu, enda er nú mik- il umferð gei- tunga í Græna- garði þegar vel viðrar, en víðar eru þeir á ferð en hjá mér. Þegar klukkan var hálfellefu einn morgun- inn var ég búin að „lakka“ fjóra geitunga sem komust inn til mín, en hár- lakk er hið besta vopn gegn þeim. Skömmu síðar þegar ég opn- aði frystikist- una laumaði einn þeirra sér ofan í hana og var ég fljót að skella lokinu aftur. Þrátt fyrir geitunga í gulrótarbeðinu læt ég mig hafa það að ná mér í nýjar gulrætur daglega til að naga en þær eru mjög ljúffengar mátu- lega stórar og nýuppteknar. Nú líður samt að því að maður hætt- ir að taka þær upp jafnóðum heldur verður að gera einhverjar ráðstafanir til að geyma þær. Ég geymi eitthvað af þeim í þurrum sandi í lokuðum kassa úti en kippi þeim inn þegar fryst- ir. Kassann má geyma á svölum. Oft er hlýtt fram eftir hausti og er þetta þá gott ráð. Gulræturn- ar geymast mun betur svona en í kæliskáp. í frysti geymast þær vel en þær borðar maður ekki hráar. Þegar setja á gulrætur í frysti þarf að sjóða aðeins upp á þeim til að varðveita vítamínin, en efnakljúfar eyða þeim fljót- lega, líka í frystinum. Með suðu gerum við efnakljúfana óvirka. Setjið gulræturnar í sjóðandi vatn og sjóðið aðeins upp á þeim. Snöggkælið síðan í rennandi köldu vatni. Ótal margt gott má búa til úr gulrótum, hér er boðið upp á gulrótarköku og eins kon- ar kjötpönnuköku með gulrótum. Gulrótarkaka með rifnu súkkulaði _____________4 egg____________ 150 g sykur 1 dl brætt smjör (ekki smjörlíki) ‘A dl matarolía 200 g hveiti 1 ‘A tsk. lyftiduft 200 g gulrætur 100 g suðusúkkulaði Vi dl möndluflögur ofan á 1. Hitið bakaraofpinn í 190°C, blástursofn í 170°C. 2. Þeytið egg og sykur vel saman. Bræðið smjörið, kælið örlítið og setjið saman við mata- rolíuna. Hrærið lauslega út í. 3. Blandið saman hveiti og lyftidufti og hrærið út í með sleif eða sleikju, alls ekki í hrærivél. 4. Þvoið gulræturnar og þerrið (ísl. nýjar gulrætur þarf hvorki að skafa né flysja, mest vítamín er við hýðið). Rífið frekar fínt. Rífið súkkulaðið líka frekar fínt. Setjið út í deigið og hrærið sam- an með sleikju eða sleif. 5. Smyijið springform, um 25 sm í þvermál, setjið deigið í form- ið, stráið möndluflögum yfir. 6. Bakið neðarlega í ofninum í um 30 mínútur. Athugið: Bera má ís með. Kjötpönnukaka með gulrótum Um 200 g jafnar meðalstórar gulrætur 2 msk. smjör 2 msk. matarolía 600 g nautahakk 2 tsk. salt ‘A tsk. pipar 1 stór hvítlauksgeiri eða 2 minni 1 Ví dl brauðrasp _____________2egg_____________ 1. Þvoið gulræturnar, kljúfíð langsum. Setjið matarolíu og smjör á pönnu. Raðið gulrótar- helmingunum í stjömu ofan á pönnuna, skurðflötur snúi niður. Hafið meðalhita og sjóðið þetta í feitinni í 5-7 mínútur. 2. Hrærið brauðrasp saman við eggin, látið standa smástund. 3. Setjið hakkið í skál ásamt salti, pipar, mörðum hvítlauks- geira og eggja/raspi. Hrærið vel saman. 4. Takið hakkið úr skálinni, þrýstið jafnt ofan á disk sem er svipuð að stærð og pannan, hvolfið diskinum með hakkinu síðan ofan á gulræturnar, þrýtið hakkinu svolítið niður. Fjarlægið diskinn. Hafið lágan hita og leggið lok á pönnuna. Látið steikjast í 10 mínútur. 5. Hallið pönnunni og látið soðið renna af henni í skál. Renn- ið kjötkökunni síðan yfir á disk, hvolfið pönnunni yfir hann og hvolfið öllu saman þannig að kjötkakan fari á hvolf ofan á pönnuna. Gulrætur snúi nú upp. Látið standa á heitri hellunni í 5 mínútur. Berið fram á pönn- unni eða setjið á fat. Hafið soðið í skálinni með ásamt soðnum kartöflum og soðnu grænmeti. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jákvætt starfsfólk hjá Háskólabíói ÉG FÓR með börnunum mínum að sjá Kolja um daginn, en hún er sýnd í litlum sal í kjallaranum. Þetta var á frumsýningar- degi Mr. Bean, allt troð- fullt í húsinu og mikið að gera. Litla dóttir mín hafði misst tönn fyrr um daginn og ég var með hana í veskinu. Þegar heim var komið fannst ekki tönnin og það var mikil sorg, því hún geymir allar tennurn- ar í kassa. Það hvarflaði ekki að mér að tönnin mundi finnast, en ég ákvað samt að hringja í Háskólabíó og talaði þar við ungan mann sem ég held að heiti Einar Logi. Ég var hálfafsakandi yfir þessu veseni, en hann hélt að það væri ekki nema sjálfsagt að leita að tönninni, og sagðist sjálf- ur einu sinni hafa verið sjö ára og vissi hvað þetta gat skipt miklu máli. Hann athugaði málið fyrir mig og ég fékk að koma aftur fyrir 9-sýningu að leita. Þar var að sjálf- sögðu heilmikið að gera, en samt sem áður gekk maður undir manns hönd við að aðstoða mig og ég fann tönnina. Og það birti yfir heimilislífmu þegar ég kom heim með tönnina. Mig langar að þakka þetta jákvæða og elsku- lega viðmót, og maður verður bjartsýnn á fram- tíðina þegar maður hittir svona elskulegt ungt fólk. Ragnheiður. Stuðningnr við kennara SEM móðir fyrrverandi leikskólabams og núver- andi skólabams langar mig að styðja leikskóla- kennara í baráttu sinni fyrir bættum kjöram. Mér fínnst rétt að benda á að kennarar era bundnari við vinnu sína en margar aðr- ar starfsstéttir. Ef við tökum utanlandsferðir sem dæmi þá geta þeir ekki nýtt sér stuttar haustferðir til útlanda, t.d. helgarferðir, þar sem þeir fá ekki frí til slíks. Einnig finnst mér að það eigi að umbuna góðu starfsfólki og gefa kennuram stutt leyfi til að sinna fjölskyldunni eða öðrum áhugamálum ef þeir þurfa á að halda yfir skólaárið. Anna Sigurðardóttir. Óánægja með Samhjálp VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Það undrar mig að Samhjálp skuli reka og hafa til umráða gistiskýlið við Þinghoits- stræti meðan húsnæðis- laust fólk gengur um borgina. Þeir hafa oft synjað þeim sem hvergi hafa höfði að halla um gistingu. Ég spyr hvers vegna er þeim í Krossin- um, Veginum eða Klettin- um, sem era einnig sér- trúarsöfnuðir, ekki boðið að reka gistiskýlið. Sam- hjálp fær á þriðja tug millj. fyrir að reka þetta heimili og ég botna ekki í svona spillingu. Þetta var mikið betur rekið þeg- ar félagsmálastofnun rak þetta heimili, þá var fólki ekki úthýst að ástæðu- lausu. Mér fmnst bijálæði að það sé verið að eyða peningum í Samhjálp á allan hátt. Það ætti að stoppa þetta. Þeir reka einnig matstofu á Hverf- isgötu þar sem þeir gefa súpu einu sinni á dag. Ég gef ekki mikið fyrir það ómeti. Mér finnst að svona fólk ætti að skammast sín.“ Jónas Gunnarsson, Vesturgata 18, Hafnarfirði. Dýrahald Læðu vantar heimili TVEGGJA ára læðu vant- ar heimili helst sem fyrst. Uppl. í síma 554 0902 eftir kl. 13 eða 554 5737 eftir kl. 17. SKÁK Umsjðn Margelr Pétursson Svartur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í lands- liðsflokki á Skákþingi ís- lands, en keppnin stendur nú sem hæst á Akureyri. Áskell Örn Kárason (2.305) var með hvítt, en Þorsteinn Þorsteinsson (2.305) hafði svart og átti leik. 19. - Rxc5! 20. dxc5 - Hd8 21. Rd4 - Be5 22. Bc3 - Df6 23. Hel - Bf5! (Svartur vinnur nú mann- inn til baka og heldur áfram sókninni af full- um krafti gegn berskjölduðum kóngi hvíts) 24. De3 - Bxd4 25. Bxd4 - Hxd4+ 26. Ke2 - Hdd8 (Einfaldara var 26. - Hd3!) 27. Kfl - Dxb2 28. Hadl - Hf8 29. Hd2 - Df6 30. De7 - Bxh3 31. Kgl - Df4 32.Hd4? og um leið og hvítur lék þessum afleik gafst hann upp. Efstu menn á Skákþing- inu, þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson tefla saman í dag í níundu umferðinni og hefur Hannes hvítt. Taflið hefst kl. 17 í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. HOGNIHREKKVISI PET SHOP n þe&sL p&fa.c}CUiks íegund talar e/c/U" Víkveiji skrifar... ISLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefur á margan hátt verið mjög skemmtilegt og lengst af mjög spennandi. Er þá ekki aðeins átt við efstu deildina, sem kennd er við Sjóvá-Almennar, en þar hefur verið mikil barátta á toppnum og ýmis- legt gat gerst fram á síðustu helgi í neðri hlutanum. Nú er ljóst hveij- ir falla niður um deild og á toppnum stefnir allt í glæstan sigur Eyja- manna. Gaman verður að fylgjast með Vestmanneyingum í kvöld er þeir mæta firnasterku liði Stutt- gart. í lægri deildunum var mikil spenna og nokkur ný lið skutu upp kollinum. Ef litið er á fyrstu deild- ina er árangur Þróttara glæsilegur, þeir brotnuðu ekki við mótlætið í fyrra heldur efldust og tryggðu sér sigur í 1. deildinni á sannfærandi hátt. Blikar fylgja þeim fast eftir og ÍR og FH eiga enn von. Hlutverk spámannsins er erfítt og dæmi um slíkt má lesa í Fót- boltabókinni sem gefín var út í upphafí keppnistímabilsins síðast- liðið vor. Þar er reynt að spá í spil- in fyrir hveija umferð og þar segir eftirfarandi um 17. umferðina í 1. deildinni sem fram fór síðasta laug- ardag. „Miðað við reynslu undan- farinna ára ættu ÍR-ingar að vera á blússandi siglingu, en þeir bjarga sér ávallt frá falli í lokin.“ Þeir sem fylgjast með fótboltanum vita að í ár hafa ÍR-ingar verið í toppbaráttu í allt sumar og allan tímann mun nær toppi heldur en botni. 12. DEILDINNI var mikil spenna. Strákarnir úr HK í Kópavogi sigruðu í deildinni og sameinað lið Eskifjarðar og Reyðaríjarðar, KVA, tryggði sér einnig farseðil upp um deild á hagstæðari markatölu en Selfoss. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Austfírðingarnir ná árangri þegar þeir vinna saman. Fyrir réttum 20 árum, 1977, tryggði Austri sér sæti í 2. deildinni í knattspyrnu, þ.e. 1. deildinni eins og hún heitir nú. Arið eftir gengu Reyðfírðingar til liðs við Austramenn og strákarn- ir að austan náðu athyglisverðum árangri í deildinni og voru þó ekki ómerkari lið með þeim í deildinni þetta árið en stórveldið KR úr Reykjavík. Austri varð í 4. sæti og talað var um þá sem spútniklið sumarsins ’78. xxx ENN Á ný vinna Eskifjörður og Reyðarfjörður saman í fót- boltanum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Liðið hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og þessa dagana er talað um enn meiri samvinnu fyrir austan en bara í boltanum. Þannig verður gengið til sameiningarkosninga Reyðarfjarð- ar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar á næstunni. Kannski hafa fótbolta- mennirnir gefíð tóninn? Samvinna og jafnvel sameining í íþróttum er nokkuð sem aðrir mættu taka til athugunar. Gengi ýmissa rótgróinna félaga í þéttbýl- inu hlýtur að leiða hugann að því hvort rétt sé staðið að málum. Sam- eining er ofarlega á baugi í verka- lýðshreyfíngunni og því ekki í íþróttahreyfingunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.