Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 40
4Q, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐBJÖRN
JÓHANNESSON
+ Guðbjörn Jó-
hannesson
fæddist í Skálniard-
al, Múlahr., A-Barð-
arstrandarsýslu 31.
mars 1911. Hann
lést á heimili sínu,
Austurbrún 4,
Reykjavík, hinn 4.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Oddný Guð-
4&undsdóttir, yfir-
setukona og hús-
móðir, og Jóhannes
Guðmundsson,
bóndi í Skálmardal
og síðar sjómaður í Hnífsdal.
Guðbjörn var einn þrettán
systkina, hin eru Ingibjörg,
ljósmóðir, f. 4. júlí 1900, látin,
Guðlaug, f. 4. mai 1902, lést á
barnsaldri, Hallfríður, hús-
freyja, f. 10. sept. 1903, látin,
Guðjóna, húsfreyja, f. 8. sept.
1904, látin, Guðbjörg, f. 8. júlí
1906, lést á barnsaldri, Ólafur
Helgi, verkamaður, f. 20. sept.
1907, látinn, Auðunn, hús-
gagnasmiður, f. 16. des. 1908,
M|ri Líndal, verkstjóri hjá FÍ,
f. 2. feb. 1910, látinn, Ólöf Sig-
urbjörg, húsfreyja, f. 25. maí
1912, Sigurður, múrari, f. 3.
okt. 1914, Guðmundur, tnálari,
f. 3. okt. 1914, látinn, Jón Leóp-
old, verkstjóri og seinna veit-
ingamaður, f. 16. júlí 1917.
Guðbjörn ólst upp í fóstri hjá
Maríu Einarsdóttur, náfrænku
sinni og Sæmundi Guðmunds-
syni, eiginmanni hennar og
bónda á Svínanesi, seinna í
jívígindisfirði, ásamt Ólöfu
systur sinni og Árelíusi Níels-
syni, seinna presti.
Árið 1951 kvæntist Guðbjörn
Stefaníu Guðmundsdóttur, f. 3.
okt. 1927, d. 3. apríl 1985. Börn
þeirra eru: 1) Svein-
barn, lést skömmu
eftir fa'ðingu. 2)
Ingigerður, gift Ro-
bert Berman.
þeirra börn eru
Kristína og Davíð
James. 3) Jóhannes
Sæmundur. Með
Brynju Blumen-
stein á hann börnin
Stefaníu Björk og
Björn Steinar. 4)
Guðmundur Rúnar,
kvæntur Elísabetu
Þórdísi Ólafsdóttur.
Þeirra börn eru
Pétur og Rakel. 5) Skúli, kvænt-
ur Sigrúnu Jóhannsdóttur.
Þeirra börn eru Hildur, _ Iris
Stefanía og Jóhann Ingi. Áður
átti Guðbjörn dóttur, f. 1944.
Guðbjörn vann ýmis störf í
gegnum árin. Fyrst við kaupa-
vinnu þegar hann fór að heim-
an, bæði í heimasveit og seinna
í Borgarfirði. í Reykjavík vann
hann sem verkamaður og bíl-
sljóri í fyrstu, en síðan réðst
hann til Strætisvagna Reykja-
víkur til næturvörslu og akst-
ursstarfa, sem hann sinnti til
ársins 1957. Á árunum 1957 til
1959 var hann bóndi í Viðey á
Kollafirði, og rak þar stórt bú.
En 1959 hóf hann störf sem
fangavörður i Hegningarhús-
inu við Skólavörðustíg 9. Þar
vann hann til starfsloka. í hjá-
verkum vann Guðbjörn við
garðyrkjustörf, í fiskiðju og fór
einstaka sinnum í róður. Auk
þess hafði hann ætíð hönd í
bagga með þeim sem voru
hjálparþurfi, og kom þá víða
við.
Utför Guðbjörns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.00.
Ég sé þig fyrir mér að koma í
heimsókn til okkar á Lokastíginn
á jólunum, stígur inn um dyrnar
með stafinn í annarri hendi, fussar
og sveiar við Týru sem geltir og
urrar við komu þinni. Þú ert búinn
að klæða þig upp fyrir hátíðarnar,
kominn í sparifötin: köflóttan
jakka, dökkar buxur, ullarvesti,
bleika skyrtu, skræpótt bindi, nýja
Shúfu sem þú fannst á hundrað-
í Kolaportinu og auðvitað
rauðu íþróttaskóna. Svo fínn. Þú
ert ekki fyrr kominn úr frakkanum
en þú ert byrjaður að segja frá
fólki héðan og þaðan, farinn að
þylja upp fyrir okkur vísurnar og
rímurnar sem þú hefur heyrt síð-
astliðna viku og allar þær sem þú
manst svo í kjölfarið. Þú ert kom-
inn í allt annan heim áður en langt
um líður, starir dreyminn út um
eldhúsgluggann, segir frá og þylur
upp vísurnar sem þú samdir einu
sinni fyrir konurnar í Hveragerði
og hvað þær fóru nú hjá sér, rím-
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
PÁLÍNA BJARNADÓTTIR,
Háaleitisbraut 56,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 2. október sl., verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju mánudaginn 13. október nk.
Athöfnin hefst kl. 13.30.
i
Brynjólfur Karlsson,
Elín Bjarney Brynjólfsdóttir, Hjörtur Benediktsson,
Brynjólfur Hjartarson, Benedikt Hjartarson,
Ásgerður Hörn Benediktsdóttir.
látna.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
föður okkar og bróður,
GUÐNAJÓNSSONAR
múrarameistara.
Baldur Guðnason,
Þórarinn Guðnason,
Birkir Hólm Guðnason,
Hólmfríður Guðnadóttir,
fjölskyldur og systkini hins
u
urnar sem voru samdar um þig um
helgina, skellir uppúr, fussar og
sveiar á milli frásagna, og leiðir
það alveg hjá þér að við erum löngu
hætt að hlusta.
í mínum augum hefurðu alltaf
verið eins konar hetja, veist ógrynni
af hlutum, manst nær öll kvæði
og vísur sem nokkur maður hefur
nokkurn tíma sagt þér, hefur upp-
lifað svo margt, lifað af hin ótrúleg-
ustu slys, meira að segja á átt-
ræðisaldri, eins og þegar þú varst
að laga eitthvað uppi á þaki á fjórðu
hæð, dast, lentir á báðum fótum,
mölbraust á þér fæturna, en varst
farinn að ganga á ný nokkrum
mánuðum seinna. Algjört hörkutól,
ísbjörn. Það er næstum því kald-
hæðnislegt að það hafi verið veik-
indi sem drógu þig svo loks til
dauða.
Vertu blessaður afi minn, ég
óska þess heitast að þú hvílir nú í
friði hjá henni ömmu. Takk.
Kristína.
Með þessum línum vil ég kveðja
gamlan og góðan vin minn, Guð-
björn Jóhannesson, sem aldrei var
kallaður annað en Bjössi frændi
af okkur systkinum, en hann vat'
fósturbróðir föður míns, Árelíusar
Níelssonar, en þeir voru ekki skyld-
ir. Aftur á móti voru móðir mín
Ingibjörg Þórðardóttir og Bjössi
þremenningar frá Ara og Hallfríði
sem bjuggu á Kletti og Múla í
Gufudalssveit.
Bjössi frændi var mikið tryggða-
tröll og ættrækinn maður. Þegar
hann kom í heimsókn var hann
jafnan glettinn og gamansamur og
hafði yndi af því að segja frá, enda
kunni hann þá list vel og var ótrú-
lega minnugur á orðræður manna,
einkum þó snjöll tilsvör og þá oft
tvíræð, þá var háttur hans að hugsa
sig um andartak, hafa þá eftir orð-
rétt það sem sagt var og hló glettn-
ishlátri á eftir. Hann hafði líka víða
verið og var þess vegna mörgum
kunnugur, kunni að segja deili á
fólki, ásamt skyldleika þess og
tengslum. Hann sagði fréttir úr
atvinnulífinu til sjávar og sveita,
fullur áhuga til að hafast að.
Vinnugleðin og áhuginn entist hon-
um til síðasta dags. Hann var vík-
ingur til vinnu, laginn verkmaður
sem lét smámunina ekki vaxa sér
í augum. Bjössi var einnig hag-
mæltur og átti létt með að yrkja
vísur, en flíkaði lítt þessum hæfi-
leikum sínum fyrr en leið á ævina.
Foreldrar Bjössa, þau Oddný,
sem ættuð var norðan af Ströndum,
og Jóhannes sem var Breiðfirðingur
voru bláfátæk og áttu 11 börn, þau
voru á víxl í húsmennsku eða
bjuggu á lélegustu kotunum í Múla-
sveit. Að vera í húsmennsku í þá
daga voru aumustu kjör fjölskyldu-
fólks. Ekkert bú, engar jarðnytjar,
stopul reytingsvinna, engar kýr til
að framleiða mjólk handa börnun-
um. En þá var engin miskunn,
hópnum sundrað hversu stór sem
hann var. Þetta var hlutskipti
þeirra hjóna, að mörg börn þeirra
voru tekin í fóstur, þar í sveitum
og norður í Djúpi. Þau systkinin
voru að ég best veit heppin með
fósturforeldra og urðu seinna meir
þekkt að dugnaði og ráðvendni og
tóku upp góðan kunningskap eftir
að þau náðu fullorðins aldri. Þau
Oddný og Jóhannes fluttu um 1920
til Hnífsdals. Bjössi leit alltaf með
ástúð og virðingu til fjölskyldu
sinnar þótt hann nyti ekki samvista
þeirra í æsku. Seinna kynntist hann
þeim vel og hafði alia tíð við þau
góð samskipti.
Bjössa var komið í fóstur ný-
fæddum til hjónanna Maríu Einars-
dóttur og Sæmundar Guðmunds-
sonar sem þá bjuggu á Svínanesi
í Múlasveit, án þess að sveitin
kæmi þar við sögu, einnig tóku þau
fáum árum seinna systur hans í
fóstur, Olöfu Sigurbjörgu, sem
seinna bjó mörg ár í Kvígindisfirði.
Þessi góðu hjón, María og Sæ-
mundur, tóku einnig í fóstur föður
minn, sr. Árelíus Níelsson, nokk-
urra vikna gamlan, þá nær dauða
en lífi vegna vannæringar. Þetta
var til þess að þeir fósturbræðurnir
deildu saman kjörum í blíðu og
stríðu næstu tuttugu árin. Sem
drengir sváfu þeir í sama rúmi,
gengu hvor í annars fötum og
deildu öllu jafnt ef öðrum áskotnað-
ist meira en hinum. Meðan báðir
lifðu var þeim umhugað hvorum
um velferð annars, en voru annars
mjög ólíkir menn. Faðir minn
hneigðist til mennta og andlegra
verka, viðkvæmur og hrifnæmur,
en Bjössi kjarkmikill og sterkur og
óspar á kraftana og lét sér yfirleitt
fátt fyrir bijósti brenna. En tvennt
áttu þeir sameiginlegt. Þeir voru
báðir ljóðelskir, lærðu ljóð og lásu,
en hvor á sinn hátt, faðir minn
söngljóð en Bjössi skáldleg ljóð,
sem á auðveldan hátt festust í hug
hans. Kvæði Einars Ben kunni
hann að heita má utan að og mörg
af ljóðum Davíðs. Þeir áttu það líka
alltaf sameiginlegt að vilja vernda
og verja allt minnimáttar bæði
menn og dýr. Árið 1921 flutti fjöl-
skyldan frá Svínanesi sem var með
betri jörðum sveitarinnar inn í
fjarðarbotninn og settust að í Kvíg-
indisfirði, en Kvígindisfjöt'ður var
12 hundraða kot, túnlaust og alls-
laust. Þessum vistaskiptum mun
sennilega hafa ráðið einhvers konar
forlagatrú. Þar tók við endalaust
strit í áratug við að byggja og
rækta. Á haustin var gijót losað í
hrauninu, sett á sleða að vetrinum
og byggður nýr bær, torf var rist
og þurrkað og geymt til vors. Á
vorin þegar frost fór úr jörð tók
við jarðabótavinna við að slétta
tún. Ekkert var sparað, til að
breyta óræktarkoti í ágætis býii.
Fáir stóðu Bjössa frænda á sporði
við þá þrælavinnu sem jarðabætur
og moldarvinna var í þá daga. Allt
unnið með reku, járnkarli, hjólbör-
um en þegar best lét hesti og kerru.
Tvítugir að aldri yfírgáfu þeir
æskuheimili sitt, Bjössi fyrir fullt
og allt en faðir minn var meira
bundinn æskuslóðum sínum, enda
hafði hann oft á takteinum í ræðum
sínum og ritum samlíkingar frá
baðstofulífinu í sveitinni, lækjarnið
og fuglasöng dalsins, birkinu og
blómunum sem honum voru ætíð
hugleikin.
Mörg voru þau störf sem Bjössi
sinnti á ævinni, enda vinnuþrek
hans óvenjulegt og engan hef ég
þekkt sem átti jafn auðvelt með
að fá vinnu, enda óverkkvíðinn.
Hann stundaði refaeldi á yngri
árum, hann var síðasti bóndinn í
Viðey og ól þar kálfa til slátrunar.
Vaktavinna þótti honum eftirsókn-
arverð, vegna möguleikanna sem
hún gaf til aukavinnu, einkum
ákvæðisvinnu, eða gera lóðir í
stand samkvæmt tilboði. Hann ók
strætisvagni í nokkur ár, en tók
þá að sér að keyra malarbíl á frí-
vöktum fyrir Benedikt á Vallá sem
var að hefja atvinnurekstur sinn.
Hann mokaði mölinni á með hönd-
unum í fjörunni neðan við Vallá.
Aldrei heyrði ég hann minnast á
að betra væri að nota til þess vél.
Hann var lengi fangavörður í
Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg,
vel látinn af gistivinum enda laus
við refsigleði. Á vertíðum gellaði
hann þorskhausa á frívöktum suður
með sjó, eða sinnti öðrum auka-
störfum, eða var dyravörður á
danshúsum. Varla hefur verið hægt
að fínna afkastameiri mann við
gellunina meðan hann var og hét.
Síðustu árin, þá kominn á níræðis-
aldur, vann hann við endurbygg-
ingu á báti sem hann keypti af
sama áhuga eins og um ungan
mann með framtíðarvonir væri að
ræða. Þrátt fyrir mikla vinnu safn-
aðist ekki fyrir auður í hans garði,
því hugðarefnin voru mörg og oft
fjárfest í því sem lítið gaf af sér.
Bjössi gat líka verið örlátur
maður ef það þjónaði hugsjónum
hans og sagði faðir minn mér að
hann hefði gefið Ungmennafélag-
inu Vísi í Múlasveit árslaunin sín
til byggingar samkomuhúss þar í
sveit.
Bjössi giftist góðri konu, Stefan-
íu Guðmundsdóttur úr Hafnarfirði,
glaðsinna, gamansamri og hjálp-
samri. Hún hafði einnig eftirminni-
lega fallega söngrödd. Ekki heyrð-
ist hún æðrast þótt húsbóndinn
færi oft ekki troðnar slóðir í at-
hafnasemi sinni og mæti nútímaleg
þægindi iítils. Hún lést langt um
aldur fram fyrir allmörgum árum.
Fjölskyldur okkar systkinanna
senda börnum hans og ættingjum
innilegar samúðarkveðjur og við
minnumst Guðbjörns með þakklæti
fyrir löng og farsæl kynni og biðj-
um guð að geyma þig, góði frændi.
Þórður Arelíusson.
Kveðja frá Bergen
Elsku afi Bjössi, kæri tengda-
pabbi.
Okkur langar til að minnast þín
með lítilli kveðju frá Bergen og
jafnframt þakka þér fyrir að leggja
í langferð til okkar til að eyða með
okkur nokkrum fögrum haustdög-
um, þrátt fyrir að þú værir fársjúk-
ur. Þegar við fréttum að þú hygð-
ist leggja í þessa ferð til okkar
vorum við þess strax fullviss að
þér mundi takast þetta síðasta
ævintýri lífs þíns.
Þegar við orðuðum áhyggjur
okkar varðandi tjáningu á erlend-
um tungum sagðir þú okkur að
hafa ekki áhyggjur af því, ,jeg
snakker jo norsk som en hest“.
Glettnin var aldrei langt undan.
Þó að mjög væri af þér dregið í
þessari síðustu heimsókn til okkar
færðir þú líf og gleði inn á heimili
okkar. Enda alltaf verið ljóða- og
frásagnarmaður hinn besti. Ljóðin
sem þú last inn á band handa okk-
ur eru nú ein af kærustu minning-
unum um þig.
í hugum okkar varst þú ímynd
hins sanna íslendings. Sterkur,
bjartur, látlaus og Ijúfur. Okkur
fínnst að með þér hverfi arfur frá
fortíðinni, manna sem voru í nánum
tengslum við móður jörð og hafið.
Þakka þér fyrir allt og það sem
þú varst. Minningin um þig mun
lifa í hjörtum okkar.
Sigrún, Hildur, Iris
Stefanía og Jóhann Ingi.
Kveðja frá barnabörnum
Þegar pabbi sagði okkur að afi
Guðbjörn væri dáinn urðum við
sorgmædd en samt vissum við að
það var honum fyrir bestu því hann
var orðinn svo veikur.
Afi, sem fannst svo gaman að
gera við báta og fara á sjó, vissi
að hann gat það ekki lengur og
ekki heldur hitt vini sína. Okkur
fannst gott að koma til þín því þú
varst svo góður og skemmtilegur.
Afa datt alltaf eitthvað skemmti-
legt í hug. Þegar hann kom í af-
mæli Björn Steinars gaf hann hon-
um til dæmis lj'óra silunga og þeg-
ar mamma ætlaði að skamma Björn
Steinar fyrir að skjóta örvum af
boga inni í stofu sá hún að afi
Guðbjörn sat í stól og hló því það
var hann sem var að leika sér með
bogann. í eitt skipti birtist hann í
dyrunum hjá okkur í kúrekabúningi
sem hann hafði keypt í Kolaport-
inu. Alltaf var eitthvað skemmti-
legt að gerast hjá afa ísbirni en
nú er hann dáinn og kominn til
ömmu Stefaníu.
Það hefur enginn átt betri afa
en þig og við eigum eftir að sakna
þín; elsku afi okkar.
Ég, Björk, veit að þú verður
verndarengillinn minn því þú birtist
mér í draumi.
. Kveðja frá
Stefaníu Björk og
Birni Steinari.
Fyrst man ég eftir þér þegar ég
var tveggja ára. Þú komst að heim-
sækja okkur mömmu og Jóa, er
við dvöldum sumarlangt í Önnu-
koti. Við gengum til móts við þig,
en þegar þú komst í sjónmál varð
eftirvæntingin slík að ég hljóp af
stað, eins hratt og stuttir fæturnir
gátu borið mig. Þú lagðir frá þér
töskuna og beiðst mín með opna
arma. Ég lét mig falla inn í opinn
frakkann þinn og grúfði andlitið í