Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 22
82 TeerHaaöTMO.orfl’joAauTgö'í 22 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 LISTIR Leikfélag Akureyrar frumsýnir Hart í bak á Renniverkstæðinu SIGURÐUR Hallmarsson og Guðbjörg Thoroddsen í hlutverkum sínum. AÐALSTEINN Bergdal og Halldór Gylfason. Beijast við að lifa þrátt fyrir brogaða fortíð Morgunblaðið/Kristján LÁKI, Halldór Gylfason ræðir við stúlkurnar Gógó og Sirrí, sem þær Agnes Þorleifsdóttir og Eva Signý Berger leika. LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudagkvöldið 10. október, leikritið Hart í bak eftir Jökul Jak- obsson í leikstjórn Eyvindar Erlends- sonar. Þetta er fyrsta verkefni leik- ársins og verður eins og það næsta, Á ferð með frú Daisy, sýnt á Renni- verkstæðinu sem er við Strandgötu 49, en miklar endurbætur standa nú yfir í sal hins 90 ára gamla Sam- komuhúss. Hart í bak er þriðja verk- ið sem Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga á Renniverkstæðinu. Frumsýningin í kvöld markar upphaf leikársins en því hefur verið valin yfirskriftin „Ljúfar stundir í leikhús- inu“. Hart í bak er annað leikrit Jökuls Jakobssonar sem sett var á svið og var það frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 11. nóvember árið 1962. Á frumsýningu Leikfélags Akureyrar verða því liðin nær 35 ár frá því þetta leikrit skipaði Jökli á bekk með fremstu leikritaskáldum okkar íslendinga, sæti sem hann ugglaust mun skipa meðan leikrit verða skrifuð á íslensku. Sýning Leikfélags Reykjavíkur hlaut feiki- góðar viðtökur áhorfenda, en sýn- ingar urðu 205 talsins á þremur leikárum. Gísli Halldórsson leik- stýrði syðra og fór jafnframt með hlutverk Finnbjarnar, Brynjólfur Jó- hannesson lék Jónatan skipstjóra og Helga Valtýsdóttir spákonuna dóttur hans. Húsaport í vesturbænum „Sviðið er húsaport í vesturbæn- um, nálægt höfninni,“ segir í lýsingu höfundarins á sviðsmyndinni í Hart í bak. í hrörlegu húsi þarna í vestur- bænum búa aðalpersónur leikritsins og beijast við að halda lífi þrátt fyrir brogaða fortíð. Árdís, unga stúlkan að austan, kemur eins og hlýr sólargeisli inn í kaldranalegan heim Láka Árórusonar og Finnbjörn skransali berst við að ná valdi á æskuástinni sinni, Áróru Jónatans- dóttur. Stígur skósmiður og trúboði er nágranni Áróru og Jónatans og er honum vel ljóst hve blóðhiti Áróru er mikið vatn á myllu safnaðar hans, en sjálfur óttast hann ástríður spá- konunnar, þannig að samskipti þeirra verða á köflum hin kátleg- ustu. Pétur kennari gegnir einnig mikilvægu hlutverki í mósaikmynd- inni sem Jökull dregur upp af lífi persóna sinna, mynd sem rís hæst í lokaatriði leikritsins. Færið gott „Ég kann vel við þetta hlutverk," sagði Sigurður Hallmarsson, hinn góðkunni leikari frá Húsavík sem leikur Jónatan skipstjóra og gerði lítið úr því að aka daglega til Akur- eyrar á æfíngar og heim síðla kvölds, alls tæpa 200 kílómetra leið. „Þetta er svo gaman og færið hefur verið gott,“ sagði hann. Sigurður hefur allt frá unglingsár- um tekið þátt í leikhúslífi heima á Húsavík og í Þingeyjarsýslu og þá hefur hann verið kallaður til Akur- eyrar einnig þar sem hann hefur jafnan tekið þátt í að minnsta kosti einni sýningu á vetri. Hlutverk hans nú er það stærsta sem hann hefur leikið hjá Leikfélagi Akureyrar. Ollu siglt í strand „Þetta er gamall maður sem er búinn að sigla öllu sínu í strand og er kominn á síðasta snúninginn, en heldur sér náttúrlega uppi eins lengi og hann getur. Hver gerir það ekki? Þetta er skírskotun til sjómannanna okkar, sem ég þekki vel,“ sagði Sig- urður um Jónatan skipstjóra. Sigurð- ur sem lengi var skólastjóri á Húsa- vík var á sínum yngri árum til sjps og faðir hans var sjómaður. „Ég þekki sjómannslífið ágætlega," sagði Sigurður og bætti við að hann teldi Ieikritið ekki síður eiga erindi við fólk nú en á þeim tíma þegar það var skrifað. Það truflaði fólk oft þegar verið væri að horfa á samtíma- verk að verið væri að leitá fyrir- mynda að persónunum, en slíku væri ekki til að dreifa nú. Guðbjörg Thoroddsen leikur Ár- óru spákonu dóttur Jónatans, Hall- dór Gylfason, sem útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands í vor leið, fer með hlutverk Láka og Marta Nordal leikur Árdísi. Hákon Waage leikur nú í annað sinn með Leikfélagi Akur- eyrar og fer m_eð hlutverk Finnbjarn- ar, aðdáandaÁróru. Þráinn Karlsson leikur Stíg skósmið og Aðalsteinn Bergdal er í hlutverki Péturs, fyrr- verandi kennara Láka og hjálpar- hellu. Agnes Þorleifsdóttir og Eva Signý Berger leika stúlkurnar Gógó og Sirrí og Ólafur Sveinsson er skiln- ingsríkur maður. Það er líka Marinó Þorsteinsson, einn heiðursfélaga Leikfélags Akureyrar sem nú stígur á svið eftir nokkurra ára hlé og fer með tvö hlutverk, skilningsríka mannsins og rukkara. Gaman að kanna hópinn á ný „Það er gaman að taka þátt í þessu, svona rétt til að kanna hópinn á ný. Mér hefur verið tekið mjög vel og sýnt mikið umburðarlyndi," sagði Marinó en hann átti síður von á að taka þátt í fleiri uppfærslum. „Þó er aldrei að vita ef maður getur lagt félaginu lið og hefur heilsu til.“ Marinó lék fyrst 12 ára gamall í heimabyggð sinni, Dalvík, og hefur leikið ófá hlutverkin þar, hjá Leikfé- lagi Akureyrar og einnig hefur hann stigið á fjalir Borgarleikhússins. Hann sagði toppinn á sínum ferli, sem spannað hefur 65 ár, vera þeg- ar hann lék í Ljósi heimsins við vígslu Borgarleikhússins „Það var óborg- anlegt að taka þátt í því, virkilega gaman og eftirminnilegt," sagði Marinó en í leikgerðinni lék hann með Eyvindi Erlendssyni sem leik- stýrir Hart í bak hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Hallmundur Kristinsson gerir leikmynd í samvinnu við leikstjórann og Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu í sýningunni. Afmælisrit Menntaskól- ans við Hamrahlíð Hollendingurinn fljúg- andi í Norræna húsinu ÚT ER komið afmælisrit Mennta- skólans við Hamrahlíð í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Ritstjóri er Heimir Pálsson en auk hans eru höfundar efnis fyrstu rektorar skól- ans, Guðmundur Arnlaugsson og Ornólfur Thorlacius. Þá er í ritinu grein eftir Stefán Briem einn af frumkvöðlunum í skipulagningu áfangakérfisins. Birt er kennara- og stúdentatal allra áranna, auk sögu skólans og sögu kórstarfsins og einnig er þar að finna grein um félagslíf nem- enda. Ritið er prýtt fjölda mynda og er helgað minningu fyrsta rekt- ors skólans, Guðmundi Arnlaugs- syni, sem lést í lok síðsta árs. Afmælisrit MH er fáanlegt bæði innbundið og óbundið. Nemendur munu á næstunni hringja í stúdenta sem hafa útskrifast frá skólanum og bjóða ritið til kaups en einnig er hægt að kaupa það á skristofu skól- ans, í bóksölu MH og í bókabúðum Máls- og menningar. Umbrot og hönnun annaðist Prenthönnun ehf. og ritið var prentað í Prenthúsinu. RICHARD Wagner-félagið á íslandi mun á komandi vetri sýna þrjár af eldri óperum meistarans af mynd- bandi í Norræna húsinu. Fyrsta sýn- ingin verður á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Þá verður sýndur Hollendingurinn fljúgandi frá Bayer- ische Staatsoper í Miinchen undir stjórn Wolfgangs Savallisch. Um er að ræða afar hefbundna uppsetningu frá árinu 1991 í leikstjórn Hennings von Gierke sem gerði einnig leik- mynd, en búningahönnuður er Franz Blumauer. Helstu hlutverk syngja Robert Hale, Julia Varady, Peter Seiffert, Jaakko Ryhánen og Ulrich Ress. Sýnt verður á stórum skjá með ensk- um skjátexta. Á undan sýningunni munu þau Anna M. Magnúsdóttir og Reynir Axelsson fjalla um óperuna í stuttum fyrirlestri. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill. í kaffi- stofu hússins verða seldar veitingar í hléi. ninA.iaviTioMOi/ MORGUNBLAÐIÐ- Heimur Guðríðar í Bústaða- kirkju LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms eftir Steinunni Jóhann- esdóttur verður sýnt í Bú- staðakirkju mánudaginn 13. október kl. 20. Leikritið var frumsýnt á Kirkjulistahátíð í Reykjavík í júní 1995 og hefur því verið á ferðinni í meira en tvö ár og sýnt í fjölmörgum kirkjum víða um land og erlendis. Leikritið hefur hvarvetna hlotið af- bragðs viðtökur nú síðast á Hólahátíð í Hóladómkirkju þar sem verkið var sýnt tvisvar sama daginn fyrir fullri kirkju. Með helstu hlutverk í sýn- ingunni fara Margrét Guð- mundsdóttir og Helga Elín- borg Jónsdóttir, sem báðar leika Guðríði á ólíkum æviske- iðum og Þröstur Leó Gunnars- son er í hlutverki Hallgríms. Tónlist er eftir Hörð Áskelsson en búninga gerir Elín Edda Árnadóttir. Höfundur leikrits- ins, Steinunn Jóhannesdóttir, er einnig leikstjóri sýningar- innar. Leiðsögri um sýningu Gunnlaugs Schevings LEIÐSÖGN um sýninguna Gunnlaugur Scheving - Úr smiðju listamannsins sem sýnd er í Listasafni íslands verður laugardaginn 11. október kl. 15- Leiðsagnir verða einnig laugardaginn 1. nóvember, laugardaginn 15. nóvemberog laugardaginn 29. nóvember. Sýningin er í öllum sölum safnsins. Heimildarmynd um Scheving - Hið hljóðláta verk - er sýnd daglega kl. 12 og kl. 15. Myndin er um 40 mínút- ur að lengd og er frá 1992. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. VERK á sýningu Guðbjargar. Akrýl- og kolamyndir á 22 GUÐBJÖRG Vignisdóttir opn- ar sýningu á akrýl- og kola- myndum á veitingahúsinu 22 við Laugaveg 22 á morgun laugardag kl. 20. Guðbjörg er ung myndlistakona sem stund- ar nám við Háskóla íslands. Þetta er fyrsta einkasýning Guðbjargar. Sýningin stendur til 1. nóv- ember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.