Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 60
qrœntu @ BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Jtewu&t -setur brag á sérhvern dag! MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG RITSTJ(a)MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ekki tókst að veiða allan norsk-íslenska síldarkvótann Heildarverðmætið um 20 milljarðar kr. ÚTSÉÐ er með að allur kvóti ís- lendinga úr norsk-íslenska síldar- stofninum náist á þessari vertíð. Islensk skip hafa veitt um 220 þúsund tonn af síld frá því í vor en sá hluti sem kom í hlut íslend- inga við skiptingu veiða úr stofn- inum í ár nam 233 þúsund tonn- um. Sé hlutur Islands í norsk-ís- lensku síldinni framreiknaður er verðmæti kvótans um 20 milljarð- ar. Síðustu skipin af síldarmiðun- um komu til hafnar í fyrradag og er ekki búist við að fleiri skip reyni veiðar. Ekki tókst heldur að veiða allan kvóta íslands úr norsk- íslenska síldarstofninum í fyrra. Kvótanum var ekki skipt niður á skip á síðustu vertíð heldur gátu allir sem sóttu um leyfi veitt þar til ákveðnu marki var náð. Ekki liggur fyrir hvemig staðið verður að úthlutun á næsta ári. í Morgunblaðinu í gær er frá því greint, að verðmæti kvóta til að veiða íslensku suðurlandssíld- ina er metið á 80-100 milljónir króna. Með sömu aðferðum er hægt að reikna út að verðmæti hlutdeildar íslendinga í norsk-ís- lenska sfldveiðistofninum sé um 20 milljarðar króna. Ýmsa fyrir- vara verður þó að hafa á þessum útreikningum, m.a. vegna til- kostnaðar við veiðarnar og gæða hráefnis. Er norsk-íslenski/31 Kínverjar gefa aftur út yfirlýsingu Afleiðingarnar á ábyrgð Islendinga WANG Jiangxing, sendiherra Kína á Islandi, gaf í gær út aðra yfirlýsingu sína á þremur dögum og átaldi ís- lensk stjómvöld harðlega vegna heimsóknar Liens Chans, varafor- seta Tævans, hingað til lands. Sagði í yfirlýsingunni að Islendingar bæru fulla ábyrgð á öllum afleiðingum þess að tilmæli stjórnvalda í Peking hefðu verið hunsuð. Yfirlýsingin vai- send íslenskum stjómvöldum á faxi, en var ekki afhent formlega. „Ríkisstjórn Islands hefur ítrekað virt að vettugi hai'ðorðar yfirlýsing- ar Kínverja og ekki aðeins leyft Lien Chan að heimsækja Island, heldur einnig komið á fundum við embættis- menn stjórnai’innar," sagði í yfirlýs- ingu sendiherrans. „Hún hefur orðið ber að afskiptum af innanríkismálum Kína, sært tilfinningar kínversku þjóðarinnar og þannig valdið sam- skiptum Kína og Islands tjóni. Kín- verjar hafa lagt fram alvarlegar diplómatískar athugasemdir gegn þessari heimsókn. íslendingar bera að öllu leyti ábyrgð á öllum afleiðing- um af þessu.“ Wang krafðist þess í yfirlýsingu á þriðjudag að Lien yrði vísað úr landi og til vai-a að íslenskir embættis- menn ættu ekki fundi með honum. Óhjákvæmilegt/30 Alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi í gærkvöldi LÖGREGLA og björgunarmenn ad störfum á vettvangi á Vesturlandsvegi við Leirvogsá. Morgunblaðið/Júlíus Tveggja ára drengur og faðir hans létust TVEGGJA ára drengur og faðir hans létust í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi við Leir- vogsá laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Móðir barnsins er einnig mikið slösuð, sem og ökumaður hins bílsins, sem í árekstrinum lenti. Að sögn lögreglu eru tildrög slyssins óljós. í hlut áttu Pord Econoline-sendibíll, þar sem ökumaður var einn á ferð, og fólksbíll, sem í voru litli drengurinn og foreldrar hans. Þriðji bíllinn ók inn á slysavettvanginn en ökumað- ur hans var ekki talinn alvarlega slasaður. Drengurinn og faðir hans voru látnir þegar að var komið en móðirin og ökumaður hins bflsins voru flutt mikið slösuð á sjúkrahús. Aðgerðir lögreglu og björgunarliðs á vett- vangi voru tímafrekar. Meðal annars þurfti að kalla til tækjabfl slökkviliðs til að klippa flök bflanna í sundur svo hægt væri að ná fólki út. Oll umferð um Vesturlandsveg var stöðvuð í rúmlega 2 klukkustundir meðan á aðgerðun- um stóð og henni beint um Kjósarskarð eða gömlu brúna yfir Leirvogsá. Lftil ásókn í nýja deild Lffeyrissjóðs starfsmanna rikisins Nokkrir tugir í nvja kerfínu AÐEINS nokkrir tugir sjóðfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) hafa tilkynnt flutning yfir í hina nýju A-deild sjóðsins en rúm- lega 20 þúsund opinberir starfs- menn eiga þess kost að velja á milli gamla og nýja réttindakerfisins sem komið var á fót með setningu nýrra laga um LSR og Lífeyrissjóð hjúkr- unarkvenna um seinustu áramót. Samkvæmt upplýsingum blaðsins W" 54 félagsmenn tilkynnt flutn- ing úr gamla kerfinu yfir í hið nýja þegar stjórn sjóðsins fór yfir stöðu mála nýlega. Frestur til að taka ákvörðun um flutning á milli deilda sjóðsins renn- ur út 1. desember, og er ekki mögu- legt að breyta þeirri tímasetningu nema með lagabreytingu á Alþingi. Fjármálaráðherra og forysta BSRB, BHM, Kennarasambands Islands og Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga undirrituðu sam- komulag í nóvember í fyrra um breytingar á lífeyrissjóðakerfi starfsmanna ríkisins sem fólu m.a. i sér stofnun nýrrar deildar við sjóð- inn. Allir nýir starfsmenn ríkisins verða sjálfkrafa aðilar að A-deiId. Kynning á breytingunum hófst í febrúar og hafa verið haldnir 60 fundir meðal opinberra starfs- manna. Skv. upplýsingum Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra LSR, verður kynningu á þessum valkostum haldið áfram af krafti. Töluverður munur er á gamla og nýja kerfinu. í A-deildinni eru ið- gjöld greidd af heildarlaunum en í gamla kerfinu er hins vegar einung- is greitt af dagvinnulaunum og vaktaálagi. Vilja framlengja lokafrestinn Martha Hjálmarsdóttir, formað- ur BHM, telur að margir starfs- menn eigi eftir að færa sig milli deilda þegar frá líður. Hún segir að það hafi verið mistök að setja sjóðfé- lögum frest til 1. desember og telur að það yrði til hagsbóta fyrir sjóðinn ef fresturinn yrði felldur niður. Og- mundur Jónasson, formaður BSRB, tekur undir þetta sjónarmið. Að sögn Friðriks Sophussonar íjármálaráðherra hafa engar ákvarðanir verið teknar um að framlengja frestinn. Kínverska sendiherr- anum hótað LÖGREGLAN hefur verið með gæslu við kínverska sendiráðið á Islandi síðan í fyrrakvöld. Astæðan er sú að sendiráðinu hafa borist hótanir símleiðis og taldi kínverski sendiherrann ástæðu til að láta lögreglu vita og óska eftir vernd. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu sendiráðinu hafa borist fleiri tugir símtala þar sem lýst er andúð á kínverskum stjórn- völdum og fulltrúum þeirra hér á landi. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert gerst við kín- verska sendiráðið sem hefur gefið tilefni til afskipta af hálfu lögi-egl- unnar. Jónmundur Kjartansson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, vildi aðspurður hvorki játa né neita því að lögreglumenn væru með vakt við kínverska send- iráðið. Gæsla sendiráða heyrði undir öryggishagsmuni og því gæfi lögreglan engar upplýsingar um málið. Flugfreyjubúningar Franskt tilboð lægra en íslensk NÝIR einkennisbúningar fyr- ir flugmenn, flugfreyjur og af- greiðslumenn sem starfa fyrir Flugfélag Islands verða tekn- ir í notkun á næstunni. Bún- ingamir voru keyptir frá frönsku fyrirtæki og segir Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, að verð Frakkanna hafi verið um 20% lægra en tilboð frá tveim- ur innlendum aðilum. Þörf var á um 150 einkenn- isbúningum fyrir flugliða og afgreiðslufólk FÍ og segir Páll Halldórsson að leitað hafi ver- ið eftir tilboðum í hönnun og saumaskap hjá innlendum og erlendum aðilum. Valin var hönnun eftir Maríu Ólafsdótt- ur en franskt fyrirtæki annast saumaskapinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.