Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningur utanríkisráðherra og Þjóðræknisfélagsins Sex milljóna styrkur á tveimur árum Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir STEINN Logi Björnsson, formaður Þjóðræknisfélagsins, og Hall- dór Asgrímsson utanríkisráðherra undirrita samstarfssamninginn. Á bak við þá standa stjórnarmenn í félaginu, þeir Eric Stefánsson, Markús Orn Antonsson og Thor Thors. UNDIRRITAÐUR hefur verið samn- ingur milli utanríkisráðuneytisins og Þjóðræknisféiags íslendinga sem miðar að því að efla tengsl íslands og fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi. Utanríkisráðuneytið mun styrkja félagið um þrjár milljón- ir á ári næstu tvö ár og sjá félaginu fyrir tölvubúnaði og húsgögnum í skrifstofu sem félagið mun opna í Reykjavík. I fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu kemur fram að Þjóð- ræknisfélagið mun taka að sér skráningu fólks af íslenskum upp- runa í Vesturheimi og styrkja útgáfu tímaritsins Lögbergs-Heimskringu. Það mun hafa samvinnu við Vest- urfarasetrið á Hofsósi og veita því fjárstuðning að upphæð allt að hálfri milljón á næstu tveimur árum. Fé- lagið mun einnig sinna ýmsum fyrir- spurnum og erindum sem ráðuneytið mun vísa til þess. Undirritaður á degi Leifs Eiríkssonar Samningurinn var undirritaður í gær, 9. október, sem er dagur Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum og jafnframt eru nú hundrað ár liðin frá því að lýðveldið Nýja ísland við Winnipegvatn leið undir lok eftir 22 ára tilvist. Aðdragandi samningsins er sá að fyrrverandi stjórn félagsins hafði fyrir ári samband við utanríkisráðu- neytið og bað það endurreisa félag- ið, sem orðið er meira en aldargam- alt, en hafði þá um langt skeið ver- ið athafnalítið og félagsmenn voru orðnir fáir. „Áhugi á tengslum milli íslands og fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi er að aukast, og með bættum samgöngum er auðveldara að rækta þau,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- sviðs Flugleiða, formaður hins end- urreista Þjóðræknisfélags. Hann bendir meðal annars á flug frá ís- landi til Minneapolis sem er skammt frá Manitoba. Meðal meðstjórnenda í Þjóðrækn- isfélaginu eru Eric Stefánsson, fjár- málaráðherra Manitobafylkis, og Thor Thors, bankastjóri í New York, sonur Thor Thors sendiherra og komu þeir báðir sérstaklega til landsins vegna undirritunarinnar. Eric mun vera tengiliður félagsins í Kanada en Thor í Bandaríkjunum. Báðar ömmur og afar Erics komu frá íslandi á unga aldri. Hann er ættaður frá bænum Undirfelli, skammt frá Ásbyrgi. „Áhugi á að halda tengslum við upprunann er að aukast víðast hvar í heiminum og hans verður mjög skýrt var með- al Kanadamanna af íslenskum upp- runa,“ segir Eric. „Þeim fækkar að vísu í Kanada sem kunna ennþá ís- lensku, en tungumálið er aðeins einn hluti af þessum tengslum." Eric segir Þjóðræknisfélagið eink- um leggja áherslu á menningar- tengsl en einnig séu möguleikar á að auka ferðamannastraum og við- skipti milli Kanada og íslands. I Vesturheimi er starfandi systur- félag Þjóðræknisfélagsins, sem nefnist á ensku Icelandic National League, og er með mjög virka starf- semi í Kanada. Sameiginleg einkenni nor- rænna þjóða BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra ávarpaði ráðstefnu nor- rænna sagnfræðinema, sem Félag sagnfræðinema við Háskóla Is- lands stendur að dagana 9.-14. október. Ráðstefnan sem er hluti af NordLiv verkefni Norrænu fé- laganna, er sú þriðja í röðinni en fyrri ráðstefnur voru haldnar í borgunum Turku og Árhus. Á ráðstefnunni verður einkum fjall- að um sameiginleg einkenni þeirra þjóða, sem byggja Norður- lönd í nútíð og framtíð og eru fjölmargir fyrirlestrar opnir al- menningi. I tengslum við ráð- stefnuna var í gær haldinn opinn fundur um sjálfstæðisbaráttu og stjórnmálaástand Eystrasaltsríkj- anna. Málshefjendur voru Jón Baldvin Hannibalsson, alþingis- maður og Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Morgunblaðið/Kristinn Fyrirhugaður vegur yfir Jökuldalsheiði Urskurður kom ráðherra á óvart HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segist hafa orðið mjög undr- andi á athugasemdum skipulags- stjóra ríkisins við fyrirhugað vegar- stæði hringvegarins á Jökuldals- heiði. Ráðherra segist ekki líta. svo á að skipulagsstjóri hafi hafnað leið- inni. „Ég lít svo á að ef skipulags- stjóri hefði hafnað leiðinni hefði hann gert það fortakslaust," sagði Halldór Blöndal. Hann sagði brýnt að bæta sam- göngur milli Austfirðingafjórðungs og Norðurlandsfjórðungs. Dráttur á samgöngubótum valdi íbúum beggja fjórðunga tjóni. Halldór sagðist ekki hafa farið nákvæmlega yfir þau umhverfissjónarmið sem fram koma í úrskurði skipulagsstjóra. „En í þessu sambandi er nærtækt að vekja athygli á því að það var veitt heim- ild til þess að velja nýtt vegstæði á Hólsfjöllum, fara ekki gamla veginn heldur velja nýtt vegstæði þar. Auð- vitað má lengi deila um það hvernig rétt sé að leggja vegi um eyðibyggð- ir. Aðalatriðið er að það var verið að sneiða hjá fjallgörðunum, vegna þess að þeir eru hættulegir og snjór sest snemma í þá. Með því að fara norðar og utar er vegstæði betra og umferð öruggari." Spurning um öryggi Ráðherra sagði að í sínum huga væri það ekki spurning um fjármuni hvort farið yrði yfir fjöllin eða ekki. „Þetta er einungis spurning um ör- yggi vegfarenda, bæði í þungaflutn- ingum milli þessara fjórðunga og ferðalögum einstaklinga. Með tillögu Vegagerðarinnar töldu menn að það vegstæði væri fundið sem tryggði að hægt væri að halda leiðinni op- inni sem er mjög þýðingarmikið fyr- ir verslun, viðskipti og hvers konar gagnkvæma þjónustu milli Norður- og Austurlands. Það eru vaxandi viðskipti milli þessara fjórðunga og þeim hefur t.d. fjölgað á Austurlandi sem leita lækninga á Akureyri í stað þess að fara til Reykjavíkur vegna þess að leiðinni hefur verið haldið opinni þrátt fyrir fjallgarðana og þá erfiðleika sem eru á þeirri Ieið,“ sagði Halldór Blöndal. „Það hefur byggðaröskun í för með sér að ekki sé hægt að hafa greiða leið milli Austfirðingafjórð- ungs og Norðlendingafjórðungs. Landsbyggðin stendur höllum fæti og greiðar samgöngur eru forsenda fyrir eðlilegum samskiptum." Ekki höfnun á leiðinni Aðspurður hvort úrskurður skipu- lagsstjóra yrði kærður til umhverfis- ráðherra sagði ráðherra að Vega- gerðin væri að fara yfir úrskurðinn. „Ég tek þetta ekki þannig að skipu- lagsstjóri hafi hafnað leiðinni. Ég lít svo á að ef hann hefði hafnað leið- inni hefði hann tekið það fram for- takslaust. En þetta setur strik í reikninginn, veldur mörgum von- brigðum og tefur fyrir þessari sam- göngubót. Veldur líka fjárhagslegu tjóni hjá einstaklingum og fyrirtækj- um, sem þurfa að komast leiðar sinn- ar milli Norður- og Austurlands." Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ Kjörnefnd stillir upp lista FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðis- félaganna í Mosfellsbæ hefur ákveðið að sjö manna kjörnefnd stilli upp lista flokksins fyrir næstu sveitarstjórnarkosning- ar í vor. Gert er ráð fyrir að kjörnefndin skili inn tillögum um miðjan janúar og að listinn verði kynntur á fundi fulltrúa- ráðsins í lok janúar. Að sögn Þrastar Lýðssonar, formanns fulltrúaráðsins, er nánast hefð fyrir að stillt sé á lista áttunda hvert ár í Mos- fellsbæ og því var m.a. ákveðið að fara þá leið núna. „Af þeim sem skipuðu fjögur efstu sætin fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar gefur Valgerður Sig- urðardóttir ein kost á sér,“ sagði hann. Metró-vél FÍ Frumskýrsla frá Veðurstof- unni komin VERIÐ er að skoða frumskýrslu frá Veðurstofu íslands vegna flugatviks, sem Metró-vél Flug- félags íslands lenti í yfir ísa- fjarðardjúpi 16. ágúst síðastlið- inn. Rannsóknarnefnd flugslysa bíður frekari gagna áður en gefin verður út lokaskýrsla. Skúli Jón Sigurðarson, for- stöðumaður Rannsóknarnefnd- ar flugslysa, segir að skýrsla Veðurstofunnar hafi borist á miðvikudag og að enn sé beðið viðbótargagna frá framleið- anda vélarinnar í Bandaríkjun- um. Athuga verði náið það samhengi sem náttúruöflin, maðurinn og tækið, þ.e. flug- menn og flugvél, lendi í við atvik sem þetta. Óskað var eft- ir skýrslu frá Veðurstofu ís- lands í kjölfar atviksins og seg- ir Skúli Jón hana nú til skoðun- ar. Óvíst er hvenær rannsókn lýkur. Tvær nýjar rásir á Fjöl- varpinu TÓNLISTARSTÖÐINNI VH-1 og viðskiptastöðinni Bloomberg hefur verið bætt inn á Fjölvarp- ið. Þeir sem hafa aðgang að Fjölvarpi ná útsendingum þess- ara stöðva sem verða sendar út óruglaðar fyrst um sinn til kynningar. Á tónlistarstöð VH-1 eru útsendingar helstu tónlistar- manna sjöunda og áttunda ára- tugarins en á viðskiptastöðinni Bloomber er fjallað um fjármál og viðskipti. Bruggarar teknir á Húsavík TÆKI til áfengisframleiðslu fundust á Húsavík í fyrrinótt og hafa tveir menn játað fram- leiðslu og sölu á landa á síð- ustu mánuðum. Mennirnir voru handteknir á miðvikudagskvöld vegna gruns um ólöglega framleiðslu og sölu áfengis og fundust tækin við húsleit hjá öðrum þeirra. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík er ekki um mikið magn áfengis að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.