Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 45
___________________________;•»_
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Silli
SÝSLUMENN og aðrir fundarmenn sem sátu aðalfund Sýslumannafélags Islands.
Breytingar í löggæslu
ræddar á fundi sýslumanna
FJÓRTÁN sýslumannsfrúr af þeim 26 sem á landinu eru.
Námskeið í
myndbanda-
notkun
ÁÆTLAÐ er að halda námskeið í
myndbandanotkun og myndband-
tækni á vegum Fræðsludeildar
Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Á námskeiðinu verður fjallað um
notkun myndavélar, lýsingu við tök-
ur, framleiðslu, vinnslu, skipulag,
kostnaðaráætlun, handritsvinnu,
gagnasöfnun og handritsskriftir.
Myndmenntakennurum er sér-
staklega bent á þetta námskeið en
það er þó opið öllu áhugafólki.
Framhaldsnámskeið er fyrirhugað
á næstu önn. Kennari er Þór Elís
Pálsson og kennt verður í húsnæði
MHl í Laugarnesi. Kennslutími er
föstudaginn 31. október kl. 13-18
og laugardaginn 1. og sunnudaginn
2. nóvember kl. 10-18.
Athuga verður að í kynningarriti
frá Fræðsludeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands er tímasetning
námskeiðsins röng og er beðist vel-
virðingar á því.
Einnig verður haldið námskeið í
ljósmyndun. Kennari verður Anna
Fjóla Gísladóttir.
Farið verður yfir helstu stjórn-
tæki í myndavélum og linsum. Mis-
munandi filmur kynntar og ljós-
næmi þeirra. Farið verður yfir
blöndun efna í svart/hvítu ferli og
helstu reglur sem gilda um fram-
köllun. Mismunandi pappírstegund-
ir verða kynntar, t.d. gráður og
áferðir, filmuframköllun og kóper-
ing í svart/hvítu.
Kennslutími er 20.-24. október
kl. 18-22.
Málþing um
guðfræði og
kirkju
MÁLÞING verðut' haldið á vegum
guðfræðideildar Háskóla íslands í
tilefni af því að 150 ár eru liðin frá
stofnun Prestaskólans í Reykjavík.
Málþingið verður haldið í Þjóðar-
bókhlöðunni, fyrirlestrasal, annarri
hæð, laugardaginn 11. október kl.
14- 17.
Dagskráin verður sem hér segir:
Kl. 14-14.30 dr. Hjalti Hugason
prófessor: Prestaskólinn og sam-
hengið í íslenskri prestsmenntun,
kl. 14.30-15 sr. Sigurður Sigurðar-
son, vígslubiskup: Væntingar kirkj-
unnar til guðfræðinnar, kl.
15- 15.30 dr. Sigurður Árni Þórðar-
son, verkefnastjóri Biskupsstofu:
Guðfræðin og innræti prestsins, kl.
15.30-16 kaffihlé. Kl. 16-16.30
dr. Arnfríður Guðmundsdóttir guð-
fræðingur: Af hverju leggjum við
stund á guðfræði? Kl. 16.30-17
paliborðsumræður: Guðfræðin og
kirkjan. Umræðum stjórnar sr.
Halldór Reynisson, formaður Holl-
vinafélags guðfræðideildar.
25 ára afmæli
Þykkvabæjar-
kirkju
ÞYKKVABÆJARKIRKJA í Rang-
árþingi á 25 ára afmæli. Af því til-
efni verður haldin hátíðarguðsþjón-
usta í kirkjunni sunnudaginn 12.
október kl. 14.
Dætur séra Sveins Ögmundsson-
ar, Helga og Guðbjörg, eru meðal
þeirra sem taka þátt í guðsþjón-
ustunni, en sr. Sveinn þjónaði
Kirkjuhvolsprestakalli í um hálfa
öld. Sóknarprestur, sr. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, predikar og kirkju-
kórinn leiðir safnaðarsöng undir
stjórn Ninu Morávek. Kvenfélagið
Sigurvon í Þykkvabæ býður í kaffi-
boð eftir messu.
„Þykkbæingar sem fluttir eru í
burtu eru boðnir sérstaklega vel-
komnir, en allir sem þiggja boðið
gleðja heimafólk með komu sinni,“
segir í fréttatilkynningu.
Húsavík - Aðalfundur Sýslu-
mannafélags Islands var nýlega
haldinn á Húsavík og í upphafi
fundarins ávarpaði Þorsteinn
Pálsson dómsmálaráðherra
fundinn. Ræddi hann m.a. nýj-
ustu breytingar í löggæslumálum
og meðferð opinberra mála.
Ríkislögreglustjóri, Bogi Nil-
son, flutti erindi um löggæslumál
og Hallvarður Einvarðsson ríkis-
saksóknari ræddi um breytingar
og meðferð ákæruvalds. Arnar
Guðmundsson, skólastjóri Lög-
regluskóla ríkisins, ræddi um
breytingar sem orðið hafa á skól-
anum. Um þessi mál urðu nokkr-
ar umræður og þá sérstaklega
um stjórnskipulega stöðu emb-
ættanna og endurskipulagningu
þeirra og fjölgun verkefna.
Fundinn sóttu flestir starfandi
sýslumenn landsins sem í fundar-
lok skoðuðu sýsluskrifstofuna og
lögreglustöðina á Húsavík sem
Námskeið um
hjónaband og
sambúð
NÚ ERU hálfnuð námskeið hausts-
ins í safnaðarheimili Hafnarfjarðar-
kirkju um hjónaband og sambúð.
Hvert námskeið stendur aðeins eina
kvöldstund en þeim sem áhuga
hafa á frekari viðtölum í framhaldi
af námskeiðinu er boðið upp á það,
segir í fréttatilkynningu frá Hafn-
aríjarðarkirkju.
Ennfremur segir: „Markmið
námskeiðanna er að veita hjónum
og sambýlisfólki tækifæri til þess
að skoða samband sitt í nýju ljósi,
styrkja það og efla og íhuga hvenig
hægt er að taka tíma frá fyrir hvort
annað. Efnið er kynnt með fyrir-
lestrum og í samtölum. Námskeiðin
eru öllum opin og henta bæði þeim
er lengi hafa verið í sambúð eða
hjónabandi og hinum er nýlega
hafa ruglað saman reytunum. Að
gefnu tilefni skal nefnt að þau er
áhuga hafa verða að skrá sig fyrir-
fram því hópurinn er takmarkaður
við 10 pör í hvert skipti. Aðeins
fáein pör geta enn bæst í hópinn á
þessu hausti.“
Leiðbeinendur á námskeiðunum
eru þau Halla Jónsdóttir frá
fræðsludeild þjóðkirkjunnar og sr.
Þórhallur Heimisson, prestur við
Hafnarfjarðarkirkju. Skráning fer
fram í Hafnarfjarðarkirkju hjá sr.
Þórhalli en hann veitir einnig nán-
ari upplýsingar um námskeiðin.
Innsetningar-
guðsþjónusta
Innsetningarguðsþjónusta verður
kl. 14 í Grafarvogskirkju á sunnu-
dag. Sr. Guðmundur Þorsteinsson,
dómprófastur, setur sr. Önnu Sig-
ríði Pálsdóttur í embætti aðstoðar-
prests í Grafarvogsprestakalli. Sr.
er í nýlegum húsakynnum,
Safnahúsið og fleira sem Húsa-
vík hefur upp á að bjóða.
Núverandi stjórn Sýslumanna-
félags íslands skipa: Georg Lár-
usson, sýslumaður í Vestmanna-
Vigfús Þór Árnason og sr. Sigurður
Arnarson þjóna fyrir altari.
Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
predikar, Kór Grafarvogskirkju og
Unglingakór Grafarvogskirkju
syngja. Stjórnendur eru Hörður
Bragason og Áslaug Bergsteins-
dóttir. Eiríkur Örn Pálsson sér um
trompetleik _ og um flautuleik sér
Guðlaug Ásgeirsdóttir. Sóknar-
nefnd og safnaðarfélag býður til
kaffisamsætis í aðalsal kirkjunnar
að lokinni guðsþjónustu.
Fyrirlestur á
vegum nema í
stjórnmála-
fræði
HAGFRÆÐINGURINN Charles
Evans flytur fyrirlestur á vegum
Alþjóðafélags stjórnmálafræðinema
í dag, föstudaginn 10. október,
undir yfirskriftinni „Simple Rules
for a Wired World“ eða Einfaldar
reglur fyrir netvæddan heim. Fyrir-
lesturinn verður haldinn í stofu 101
í Odda og hefst kl. 12.15. Fundar-
stjóri verður Þórlaug Ágústsdóttir.
Evans telur að samskipta- og
upplýsingabyltingin komi til með
að hafa víðtæk áhrif á heimsmark-
aðinn. Valdið muni færast úr hönd-
um fárra voldugra ríkja og stórfyr-
LEIÐRÉTT
Stóri púðli besti hundurinn
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, af
sýningu Hundaræktarfélags Islands,
var ranglega farið með nafn hundsins
sem valinn var besti hundurinn og
hann sagður heita Stóri boli. Hundur-
inn heitir Stóri púðli. Hundurinn er
í eigu Sóleyjar Höllu Möller, en hún
var á einum stað í sömu frétt sögð
heita Sólveig. Morgunblaðið biðst
afsökunar á þessum mistökum.
eyjum, formaður, aðrir stjórnar-
menn eru sýslumennirnir Björn
Jósef Arnviðarson, Akureyri,
Olafur Hauksson, Hólmavík, Ól-
afur Kr. Ólafsson, Stykkishólmi,
og Þorleifur Pálsson, Kópavogi.
irtækja til lítilla ríkja, smáfyrir-
tækja og einstaklinga. Þetta kalli á
breytingar á reglum markaðarins,
í stað flókinna milliríkjasamninga
sé þörf á altækum reglum sem eigi
við alls staðar í heiminum, segir í
fréttatilkynningu.
Hægt er að nálgast útdrátt og
uppkast að fyrirlestri Evans á slóð-
inni: http://chyden.net/SimpleRu-
les. Nánari upplýsingar má fá hjá
Alþjóðafélagi stjórnmálafræði-
nema: alfsrhi.hi.is
Guðbrands-
messa i Lang-
holtskirkju
SUNGIN verður hátíðarmessa í
Langholtskirkju sunnudaginn 12.
október kl. 11 sem er byggð á
Graduale 1594 og verður hún sung-
in á latínu. Sr. Kristján Vaiur Ing-
ólfsson, rektor í Skálholti, predikar
og þjónar fyrir altari ásamt sóknar-
presti sr. Jóni Helga Þórarinssyni.
Kammerkór Langholtskirkju syng-
ur verk frá renaissancetímanum
eftir Hans Leo Hassler og Palestr-
ina undir stjórn Jóns Stefánssonar
sem leiðir söng.
„Langholtskirkja er kennd við
Guðbrand biskup á Hólum (1541-
1627) sem in.a. gaf út fyrstu Bibl-
íuna á íslensku 1584, sálmabók og
hina frægu messusöngbók Gradu-
ale (Grallarann) 1594,“ segir í
fréttatilkynningu. Að venju verður
kaffi í safnaðarheimili eftir messu.
Könnun á ís-
lenska hænsna-
stofninum
ÁRIÐ 1974 hófst söfnun lífdýra og
eggja af gamla, íslenska hænsna-
stofninum fyrir tilstilli Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins. Á þeim
tíma var talið að um 100 hænsni
væru eftir af stofninum í landinu,
þar af sárafáir hanar, e.t.v. 10-20.
Árið 1985 voru afkomendur þess-
arar söfnunar, 70 fuglar og 250-300
egg, flutt að Hvanneyri þar sem
ræktuninni var fram haldið og síðar
til einkaaðila 1992. Samhliða rækt-
uninni átti sér stað lífdýrasala til
áhugasamra einstaklinga. Frá þess-
um tíma hafa fjölmargir fengið unga
og egg hjá stofnuninni og síðar hjá
þeim sem tóku hænurnar að sér til
varðveislu.
Til að kanna stöðu stofnsins og
hvort tekist hafi að viðhalda honum,
er ætlunin að safna upplýsingum um
fjölda og dreifingu íslenskra „land-
námshænsna" um landið. Er nú leitað
á náðir eigenda slíkra hænsna um
aðstoð við að kortleggja stofninn.
Þeir sem vilja aðstoða við verkið
eru vinsamlega beðnir um að hafa
samband við Rannsóknastofnun-
landbúnaðarins, Hallgrím Sveinsson.
Barnamynd
í Norræna
húsinu
KVIKMYNDIN „Det skaldede spog-
else“ verður sýnd í Norræna húsinu
nk. sunnudag kl. 14. Myndin fjallar
um Jasper, 11 ára, sem missir gaml-
an vin sinn Aron. Jasper erfir eftjr
hann gamlan fresskött og læstan
skáp sem öllum er sama um. Kvik-
myndin er með dönsku tali, og 72
mínútna löng. Aðgangur er ókeypis.
Kjartan stefnir
á 5. sæti
Kosningaskrif stof a
opnuð í Sólheimum 33
KJARTAN Magnússon, blaðamaður
og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið
að sækjast eftir 5. sætinu á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins til
borgarstjórnar í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna 24. og 25. október, sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá stuðn-
ingsmönnum Kjartans.
Ennfremur segir: „Stuðnings-
menn Kjartans Magnússonar munu
starfrækja kosningaskrifstofu vegna
prófkjörsins og verður hún til húsa
í Sólheimum 33. Skrifstofan verður
formlega opnuð fimmtudaginn 9.
október og verður af því tilefni efnt
til móttöku milli kl. 17 og 20. Fram
til prófkjörs verður skrifstofan opin
milli kl. 14 og 22 á virkum dögum
og milli kl. 10-18 um helgar."
Stuðningsmenn Kjartans hafa
einnig opnað heimasíðu á alnetinu
til að kynna framboð hans og stefnu-
mál. Slóðin er http://this.is/kjartan/
Quarashi á síð-
degistónleikum
RAPPHUÓMSVEITIN Quarashi
leikur á síðdegistónleikum Hins
hússins föstudaginn 10. október og
hefjast þeir stundvíslega kl. 17.
í gær birtust tilboð Shell markaðar undir nafni Select verslana Skelj-
ungs. Tilboðin eru því birt á ný og beðist velvirðingar á mistökunum.
SHELL-markaður
GILDIR TIL 15. OKTÓBER
Verð Verð Tllbv. á
nú kr. áður kr. mælie.
Vinnubuxur„Beavernylon“ 2.566 2.956
Sorppokar, 10 st. 124 138 12 st.
Gulur bílasvampur 99 117
Takk diskaþurkur, 3 st. 273 321 91 st.
Fix hreingerningarúði, 5 Itr 777 972 155 Itr
Þvol uppþvottalögur, 5 Itr 660 834 132 Itr