Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ------------- VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 15 ESB leyfir aðstoð við Thomson Multimedia Bpissel. Reuter. &TJÓRN Efnahagssambandins hef- uit leyft Frökkum að dæla um 2 riplljörðum dollara í heimilistækja- deild Thomson SA, sem er í röð l^lztu framleiðenda sjónvarpsvið- &kja og myndbandsbúnaðar í heirninum. || í staðinn verður fyrirtækið, sem öállast Thomson Multimedia fTMM), að takmarka hlutdeild sína á markaði sjónvarpsviðtækja í Evr- ópu við 10 af hundraði fyrir árslok samkvæmt yfirlýsingu fram- kvæmdastjórnarinnar. Sú hundraðstala er „talsvert lægri en fyrrverandi og núverandi markaðshlutdeild“ að sögn fram- kvæmdastjórnarinnar. TMM er annað stærsta fyrirtæki Evrópu er framleiðir heimilistæki á eftir Philips og fremsta fyrirtæki álfunnar á sviði stafrænnar tækni. Fyrirtækið hafði safnað skuldum upp á 15 milljarða franka í árslok 1995 og franska stjórnin varð að endurfjármagna það eða leggja það niður. • --------♦ ♦ ♦----- [•. Si: M.A.I.D kaupir Knight-Ridder London. Reuter. BREZKT tölvuupplýsingafyrirtæki, M.A.I.D Ple, kveðst hafa samþykkt að kaupa Knight-Ridder Informati- on, hina kunnu tölvuupplýsinga- þjónustu, fyrir um 261 milljón . punda. \'i M.A.I.D hyggst breyta nafni sínu í Dialog Corp Plc þegar gengið hef- ur verið frá kaupunum, sem fyrir- tækið segir að verði til þess að fram muni koma nýr furystuaðili í öflun beinlínuupplýsinga um viðskipti. i Sagt er að hið nýja fyrirtæki liyggist framfylgja áætlun um kostnaðarlækkun. Ráðstafanir, sem feéu fyrirhugaðar á fyrstu þremur mánuðum hins nýja fyrirtækis, muni skera niður kostnað um 35 milljónir dollara á ársgrundvelli. M.A.I.D er nýtt fyrirtæki og hef- ur um 4.300 áskrifendur, en áskrif- endur Knight- Ridders eru rúmlega 200.000. -----♦ ♦ ♦------ BT hefur fimm kosti eftir nýja boðið London. Reuter. BREZKA ijarskiptafyrirtækið Brit- ish Telecommunications Plc hefur fimm kosti síðan bandaríska símafé- lagið WorldCom Inc kom með hærra tilboð í MCI Communications Corp í Bandaríkjunum að sögn sérfræð- inga. BT getur sætt sig við hlutverk í einhveiju nýju WorldCom/MCI •fyrirtæki, talið MCI fjárfestúm trú um að sitt eigið tilboð sé betra ef til lengri tíma sé litið, selt og skipt ínu milli fjárfesta, myndað nýtt andalag eða yfirboðið WorldCom. ------------♦ ♦■ ♦---- HærriESB- toilar á Sony oglkegaami Briissel. ESB hefur ákveðið að hækka svo- kallaða undirboðstolla á sjónvatps myndatökuvélar japönsku fyrirtækj- anna Sony og lkegami Tsushinki í 108,3% og 200,3%. Fyrri tollar Evrópusambandsins frá apríl 1994 voru 62,6% á sjón- varpsmyndatökuvélar frá Sony og 82,9% á myndatökuvélar frá Ikeg- ami samkvæmt tilkynningu frá sam- bandinu. París. Reuter. Sala France Télé- com á að afla 42 milljarða franka FRANSKI fjármálaráðherrann, Dominique Strauss-Kahn, segir að stjórnvöld muni afla 42 milljarða franka, eða 7 milljarða dollara, af sölu um 25% í France Télécom. Þetta verður mesta sala ríkis- eigna, sem um getur í Frakklandi. Hún verður meiri en sala hluta- bréfa að andvirði 35,7 milljarðar franka í olíufélaginu Elf-Aquitaine þegar það var einkavætt 1994. Strauss-Kahn sagði á blaða- mannafundi að fjárfestinga- stofnanir yrðu að greiða 187 franka fyrit' hvert hlutabréf. Sér- fræðingar höfðu spáð að verðið yrði 170-190 frankar. Lítið veður er gert út af sölunni vegna skiptra skoðana í stjórn sósíalista um einkavæðingu. Reyndar neitar ríkisstjórnin að kalla sölu France Télécom einka- væðingu vegna þess að meirihluti hlutabréfa verður áfram í eigu ríkisins. Einkafjárfestar fá fimm franka afslátt og munu greiða 182 franka á hlutabréf. Rúmlega 2,5 milljónir einstaklinga hafa skrifað sig fyrir hlutabréfum í France Télécom, þannig að þetta verður vinsælasta sala ríkiseigna í Frakklandi. Stofn- anafjárfestar hafa þegar beðið um hlutabréf fyrir 350 milljarða franka, eða 16 sinnum fleiri en þeim standa til boða. „Viðbrögðin jákvæð...“ „Þetta er tiltölulega hóflegt verð,“ sagði miðlari, „og viðbrögð- in eru jákvæð." „Mikil eftirspurn sýnir að mark- aðurinn ber traust til fyrirtækisins og sýnir einnig jákvætt mat banda- rískra, japanskra og annarra er- lendra fjárfesta á frönsku atvinnu- lífi,“ sagði Strauss-Kahn. „Franska stjórnin ákvað að láta verða af sölunni til að gera France Télécom kleift að treysta bandalag sitt, Deutsche Telekom og Sprint Corp,“ sagði hann. Einkafjárfestar fá að kaupa allt að 94 milljónir hlutabréfa til 14. október og fær hver fjárfestir ekki að kaupa hlutabréf nema fyrir 30.000 franka. Aðrar 115 milljónir hlutabréfa eru ætlaðar stofnanaíjárfestum. Starfsmenn France Télécom geta keypt 23,2 til 25 milljónir bréfa. Alls verða selda 250 milljónir hlutabréfa, eða 25 af hundraði. Þeir einu sem trua honum eru beir sem vilja hann feigan! ItSnaini mtmiHillltR Dll/Dölltlmini! II 111 JUllli HEIIIS .RICHARD DONNERnu TjOHSPIRACY IHEÐRY' PATRICK STEWART URWEll nADANCRACGHIOLO J MILLSGOODIOE lliMlH '“ífFRANK J.URIUSIE.aci SIIMIIl SYLBERT aKJMSMARTMH.w ŒJIMVANWYOK m,llL!BRIAIWÍEtGELAND "“ííJÍELSIVERamRICHARDDDNNER "^RICHARODOHNER www canspiacy‘lieyiy com SAMM KRINGLUBlié Kl. 4.20, 6.40, 9 og 11.25 □n DIGITAL DÍCI30I3OW Kl. 5, 6.40, 9 og 11.20 BIÓHÖLUM Kl. 5, 6.45, 9 og 11.20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.