Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ___________________________________________ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir spennugrínmyndina Money Talks með þeim Chris Tucker, Charlie Sheen, og Heather Locklear í aðalhlutverkum, ásamt hraðskreiðum bílum, skothríð og glitrandi demöntum. {antar fangarút- a « »'>»“ábireo" unni og Fjörugur flótti CHARLIE Sheen leikur fréttaþyrstan sjónvarpsfrétta- mann sem Franklin leitar til. ' moiiey TalkS'' fVugio Tuckcr tekur (MoneV^8- Frumsýning FRANKLIN Hatchett (Chris Tucker) er lítt þekktur smákrim.u sem skyndilega verður að fjölmiðlastjörnu þegar hann er að ástæðulausu sakaður um að hafa skipulagt mannskæðan flótta úr fang- elsi. Núna eni allir á eftir honum, lífs eða liðnum, og sá eini sem hugsanlega getur bjargað honum er fréttaþyrstur sjónvarps- fréttamaður (Charlie Sheen) sem er á höttun- um eftir frétt vikunnar. Franklin er reyndar snillingur í því að forðast fúla viðskiptavini, blekkja okurlánara og stinga lögguna af. Hann getur kjaftað sig út úr hverju sem er og sérsvið hans er að selja illa fengna aðgöngumiða á uppsprengdu verði á svarta markaðnum, en miðamir era oftast nær ávísun á vonlausustu sætin á svæðinu. Þegar yfirvöldum tekst loks að hafa hendur í hári Franklins líður ekki á löngu þar til hann er kominn í flokk refsifanga og er hlekkjaður við harðsvíraðan demantasmygl- ara að nafni Villard (Gerard Ismael). Á leiðinni í fangelsi ræna vopnaðir fantar fangarútunni og Franklin verður ófús gísl Villards á flótta hans undan klóm réttvísinn- ar. Villard drepur miskunnarlaust alla þá sem hann telur geta komið upp um sig og loks kemur að því að hann hyggst kála eina vitninu að flóttanum sem eftir er á lífi. Þá tekst Franklin hins vegar að sleppa og leggur hann á æðisgenginn flótta, en lögreglan er skammt undan og telur að hann sé heilinn á bakvið flóttann og ábyrgur fyrir dauða fang- anna og lögreglumannanna sem þekja þjóð- veginn. Franklin verður því að finna einhverja leið til að hreinsa mannorð sitt sem reyndar var ekkert tandurhreint fyrir, en það reynist þrautin þyngri því Villard og lögreglan í Los Angeles vilja helst sjá hann snúa tánum upp í loft. Franklin getur engum treyst og það eina sem honum dettur í hug er að leita til sjónvarpsfréttamannsins James Russell sem er á kafi ásamt Grace unnustu sinni (He- ather Locklear), að undirbúa væntanlegt bráðkaup þeirra. James getur hins vegar ekki staðist þá freistingu að næla sér þarna í frétt sem gæti bæði fært honum frægð og frama, en um leið myndi hann væntanlega vaxa í augum hins forríka verðandi tengda- fóður síns (Paul Sorvino). En frægðina verð- ur að gjalda dýru verði og áður en hann veit af er James lentur í mikilli kúlnahríð í æðis- gengnum eltingaleik um Englaborgina á sama tíma og hann ætti að vera á æfingu fyr- ir brúðkaupið. Chris Tucker vakti fyrst verulega at- hygli þegar hann fór með aukahlutverk í myndinni Friday, en næst sýndi hann á sér allt aðra hlið þegar hann lék heróínsjúkling í Dead Presidents. Síðast sást þessi 24 ára gamli leikari svo í myndinni The Fifth Elem- ent þar sem hann lék á móti Bruce Willis, og er því óhætt að segja að stjarna hans sé farin að skína nokkuð skært á stjörnuhimninum í Hollywood. Leið Tuckers í kvikmyndirnar var með viðkomu í mörgum af helstu grín- húsunum í Atlanta þar sem hann fæddist, en þar var hann með uppistand áður en leiðin lá til Los Angeles. Reyndar hélt hann áfram á sömu braut þar eftir að hann byrjaði að leika í kvikmyndum og kemur hann reglulega fram á stöðum eins og The Comedy Store, The Fun House og The Comedy Act Theater í Los Angeles. FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997. 53 Heildarnæring sf. Sími 566 8593 - 566 8591 Fjarðarkaup, Lyfjabúð, Hafnarfirði Verslun Jóns og Stefáns, Borgamesi Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kjöt og fiskur, Patreksfirði Matvömbúðin hf., Sauðárkróki Miöstærð af Mexíkópizzu i mmm wm Nu kryddum við tilveruna aö suðrænum hætti og bjóöum mexíkóska pizzu og Naehos eða kjúkling'avæng'i í forrétt á tilboðsverði. Fjólskyldu- Mexíkópizza ífyrir 4-5) oe forrétt.iiT* Meö öðrum pizzum kosta Naclios eöa kjúkling'avæng'ii' aðeins 300 kr. Koronaðu svo góöa máltíð með mexíkóskum eðaldrykk. HHut. •s 533 2000 Hótel Esju HIGH DESERT BEE PROPOLIS High Desert Propolis til styrktar varnarkerfi líkamans. High Desert Propolis til móts við vetur konung. Apótekin Blómaval Sigtúni og Akureyri Kaupfélag Ámesinga, Selfossi og útibú. K pfélag Borgfirðinga, Borgamesi Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Kaupfélag Pingeyinga, Húsavík Hagkaup, Kringlunni/Heilsubúð Hagkaup, lyfjabúð, Skeifunni 15 Lyfja, Lágmúla 5 Heilsubúðin, Hafnarfirði Betra líf, Kringlunni Studio Dan, (safirði Verslunin Gmnd, Grundarfirði Heilsulindin, Hafnargötu 39, Keflavík Hollt & gott, Skagaströnd Verslunin Hvammur, Ólafsvík Vöruval, ísafirði og Bolungarvík Heilsukofinn, Akranesi PlnrgmMaltiS - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.