Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LANDIÐ
Eldsvoðinn 1 Ólafsfirði
Allt bendir til
íkveikju
Verkið tók aðeins um
2 klukkustundir
ALLA.R líkur benda til að kveikt
hafi verið í húsinu númer 11 við
Aðalgötu í Ólafsfirði en það
skemmdist mikið í eldsvoða aðfara-
nótt föstudags í síðustu viku.
Rannsókn rannsóknardeildar lög-
reglunnar á Akureyri hefur leitt í
ljós að sögn Björns Rögnvaldssonar
sýslumanns í Ólafsfirði að um
íkveikju hafi verið að ræða, en að
öðru leyti er málið óupplýst að sögn
sýslumanns. Sýni sem fundust í
húsinu þóttu grunsamleg, en í þeim
fundust eldhvetjandi efni.
í húsinu fór fram starfsemi
þriggja fyrirtækja og voru menn að
vinna í húsinu þar til nokkru eftir
miðnætti umrædda nótt. Tilkynnt
var um eldinn til neyðarlínunnar kl.
0.39. Töluvert tjón varð á húsinu
sjálfu og þá eru tæki sem þar voru
inni mikið skemmd eða ónýt.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
DAVÍÐ Halldórsson, garðyrkjustjóri Ölfushrepps, er stoltur og
ánægður nieð þann árangur sem náðst hefur í átakinu Land-
græðsluskógar á Þorlákshafnarsandi.
Nær aldargömlu húsi í miðbæ
Akureyrar lyft vel á annan metra
Lúpínan eins og
áburðarverksmiðja
í skógrækt
Þorlákshöfn - Árið 1994 gerðu
Skógræktarfélag Islands, Land-
græðsla ríkisins og Ölfushreppur
með sér samning til 50 ára um rækt-
un skóga á örfoka eða lítt grónu
landi á söndunum norðan Þorláks-
hafnar. Skógræktarfélagið sér um
útvegun plantna og Ölfushreppur
útplöntunina.
Fyrst var plantað ttjám á sandin-
um sumarið 1989. Árin ’95 og ’96
var plantað 10.000 plöntum og nú
í sumar var plantað 15.000 plöntum.
Samtals hefur því verið plantað
78.000 plöntum. Það eru starfsmenn
Ölfushrepps, börn og unglingar í
unglingavinnunni, fangar frá Litla-
Hrauni og sjálfboðaliðar sem aðal-
lega hafa séð um plöntunina.
Davíð Halldórsson, garðyrkju-
stjóri Ölfushrepps, sem nú hefur
yfirumsjón með verkinu, sagði að
upphaflega hefði verið sett niður
með venjulegum plöntustaf, það hef-
ur sýnt sig að þær plöntur sem þann-
ig voru settar niður eiga mjög erfitt
uppdráttar. Aðeins lifðu 15-30%
fyrstu árin, sandblásturinn drap
stóran hluta svo og frostlyfting.
Hrossaskítur skiptir öllu máli við
þessa gróðursetningu, þar sem nóg
er af honum hafa plönturnar staðið
sig vel.
Fangarnir hönnuðu
nýjan plöntustaf
Þegar sett er niður með venjuleg-
um plöntustaf þarf fyrst að gera
holu með skóflu og fylla hana með
hrossaskít áður en plantan er sett
niður. Þetta er fremur seinlegt og
því var það vel til fundið hjá föngun-
um á Litla-Hrauni að hanna og
smíða nýja gerð af plöntustaf sem
er breiðari og stærri en venjulegur
plöntustafur þannig að þeir gátu
stungið stafnum niður og holan var
nægilega stór til að setja í hana
hrossaskít og síðan plöntuna. Þetta
hefur auðveldað og flýtt fyrir vinn-
unni.
Alaskavíðirinn, sem er fljót-
sprottnastur, er orðinn um 250 sentí-
metrar, hæstu birkiplönturnar eru
orðnar allt að 180 sentímetrar. Það
hefur sýnt sig að birkið kemur best
út, það er ótrúlega harðgert, en allt-
af kelur eitthvað af víðinum. Reynt
hefur verið að bera áburð á svæðið,
því hann er plöntunum nauðsynleg-
ur, en þar sem svæðið er töluvert
stórt hefur það reynst tímafrekt og
erfitt. Þá er það lúpínan sem kalla
má áburðarverksmiðju á staðnum
sem kemur til bjargar. Þar sem lú-
pínan er virðist plöntunum líða best.
Lúpínunni hefur verið plantað vítt
og breitt um svæðið, einnig hefur
hún sáð sér sjálf.
Alls hefur verið plantað á um 8
hektara svæði sem síðar mun nýtast
sem útivistarsvæði. Fyrirhugað er
að planta í enn stærra svæði Þvi
nægilegt er landsvæðið. Davíð sagð>
að lokum að árangurinn sem náðst
hefði væri alveg ótrúlegur, en með
því að nýta sér þá reynslu sem unn-
ist hefði mætti búast við enn betri
árangri í framtíðinni. Hann sagðist
hvetja fólk til að skoða árangurinn
og koma í vor og taka þátt í þessu
merkilega starfi.
HÚSINU á Strandgötu 13 í
miðbæ Akureyrar var í gær lyft
upp um 160 sentimetra og í fram-
haldinu á að steypa nýja hæð
undir það. Til verksins voru not-
aðir 15 vökvatjakkar og öflugir
stálbitar. Að sögn Höskuldar
Hildibrandssonar sem hafði um-
sjón með verkinu, gekk lyftan
eins og í lygasögu og tók aðeins
um 2 klukkutíma.
Strandgata 13 er nær aldar-
gamalt timburhús á tveimur
hæðum með steyptum kjallara.
Hvor hæð er um 150 fermetrar
og er húsið um 60 tonn að þyngd.
í húsinu er rekin fasteignasala,
gistiheimili og auglýsingastofa
en á hinni nýju jarðhæð verður
Morgunblaðið/Kristján
TRYGGVI Pálsson, fasteignasali og eigandi hússins Strandgötu
13, var að vonum brosmildur eftir að búið var að lyfta húsinu.
Hér stendur hann í útidyrunum ásamt Arnari Birgissyni, sölu-
manni fasteignasölunnar, en fyrir neðan þá var verið að lyfta
pallinum við útidyrnar og lengja tröppurnar.
rekið veitingahús í framtíðinni.
Strax og húsinu hafði verið
lyft hófust smiðir handa við að
slá upp mótum fyrir nýju hæð-
inni en stefnt er að því að slaka
húsinu niður aftur um miðja
næstu viku.
I Morgunblaðinu á miðvikudag
sagðist Höskuldur ekki vita til
þess að gerð hefði verið tilraun
til að lyfta svo stóru húsi með
þessari aðferð. Búnaðurinn seni
notaður var hefur verið notaður
til að lyfta olíu- og vatnstönkum.
Eftir lyftuna i gær sagði Hös-
kuldur að búnaðurinn hefði virk-
að mjög vel og því væri ekkert
því til fyrirstöðu að endurtaka
leikinn.
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
AÐALBJÖRN Sverrisson afhenti Adolf Thorarensen bílinn.
Slökkvibíll á Gjögurflugvöll
Árneshreppi - Slökkviliðið á
Reykjavíkurflugvelli og Flug-
málastjórn afhenti 2. október sl.
Gjögurflugvelli slökkvibíl.
Aðalbjörn Sverrisson frá
slökkviliðinu á Reykjavíkurflug-
velli kom með bílinn og afhenti
hann Adolf Thorarensen flugvall-
arverði á Gjögurflugvelli. Bíllim1
er af Ford-gerð, pallbíll með
u.þ.b. 670 lítra tank fyrir léttvatn
og eru svona bílar víða á minni
völlum landsins.
I september voru sett upp enda-
ljós á brautina sem auka mun
öryggið við lendingar til muna.
Stærri-
Arskógs-
kirkja
70 ára
HÁTÍÐARMESSA verður í
Stærri-Árskógskirkju næst-
komandi sunnudag, 12. októ-
ber, kl. 14 í tilefni af 70 ára
afmæli kirkjunnar.
Séra Jónína Elísabet Þor-
steinsdóttir predikar, séra
Magnús G. Gunnarsson og
sóknarpresturinn séra Hulda
M. Helgadóttir þjóna fyrir alt-
ari. Sigurður Stefánsson rek-
ur kirkjusöguna. Kór Stærri-
Árskógskirkju syngur. Ein-
söngvari verður Jónas Þór
Jónasson, söngstjóri er Guð-
mundur Þorsteinsson. Kaffi-
veitingar verða í Árskógi eftir
messu.
Símasýning
TÖLVUTÆKI við Furuvelli 5
á Akureyri í samvinnu við
Heimilistæki standa fyrir sýn-
ingu á Hótel KEA á morgun,
laugardaginn 11. október.
Sýnt og kynnt verður allt það
helsta sem er að gerast í síma-
málum landsmanna, m.a.
ISDN og Samnetið, símar af
ýmsu tagi verða sýndir og
símstöðvar fyrir fyrirtæki og
heimili. Sýningin stendur frá
kl. 10 til 16 á laugardag og
er öllum opin.
Hörður
Torfason í
Deiglunni
HÖRÐUR Torfason heldur
tónleika í Deiglunni í Grófar-
gili á Akureyri í kvöld, föstu-
dagkvöldið 10. október kl. 21.
Þetta er fimmta árið í röð
sem Hörður heldur tónleika
fyrir Akureyringa og hefur
verið fullt hús í hvert sinn og
fólk skemmt sér einkar vel.
Hörður flytur eigin Ijóð og
lög, gömul og ný, en eftir hlé
geta gestir vaiið sér óskalög.
Möðruvalla-
prestakall
Barnastarfið
að hefjast
BARNASTARF í Möðruvalla-
prestakalli hefst næstkom-
andi sunnudag, 12. október,
með sunnudagaskóla í Möðru-
vallakirkju kl. 11.
Barnastarfið verður fram-
vegis hálfsmánaðarlega í
Möðruvallakirkju, en er fyrir
allt prestakallið og skiptast á
sunnudagaskóli og fjölskyldu-
guðsþjónustur. Umsjón með
starfinu hefur Bertha Bruvik
ásamt sóknarpresti og Sara
aðstoðar með gítarinn. For-
eldrar og forráðamenn barna
eru hvattir til að mæta með
börnum sínum.
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kirkjuskóli barnanna verður
í Svalbarðskirkju á morgun,
laugardag kl. 11 og kyrrðar-
og bænastund á sunnudags-
kvöld, 12. október kl. 21.
Kirkjuskóli barnanna verður
í Grenivíkurkirkju kl. 13.30
laugardaginn 11. október.
Hátíðarguðsþjónusta verður í
kirkjunni kl. 14 á sunnudag,
12. október. Vígslubiskup, sr.
Bolli Gústavsson, prédikar og
vígir nýtt orgel kirkjunnar.