Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 60
qrœntu @ BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Jtewu&t -setur brag á sérhvern dag! MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG RITSTJ(a)MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ekki tókst að veiða allan norsk-íslenska síldarkvótann Heildarverðmætið um 20 milljarðar kr. ÚTSÉÐ er með að allur kvóti ís- lendinga úr norsk-íslenska síldar- stofninum náist á þessari vertíð. Islensk skip hafa veitt um 220 þúsund tonn af síld frá því í vor en sá hluti sem kom í hlut íslend- inga við skiptingu veiða úr stofn- inum í ár nam 233 þúsund tonn- um. Sé hlutur Islands í norsk-ís- lensku síldinni framreiknaður er verðmæti kvótans um 20 milljarð- ar. Síðustu skipin af síldarmiðun- um komu til hafnar í fyrradag og er ekki búist við að fleiri skip reyni veiðar. Ekki tókst heldur að veiða allan kvóta íslands úr norsk- íslenska síldarstofninum í fyrra. Kvótanum var ekki skipt niður á skip á síðustu vertíð heldur gátu allir sem sóttu um leyfi veitt þar til ákveðnu marki var náð. Ekki liggur fyrir hvemig staðið verður að úthlutun á næsta ári. í Morgunblaðinu í gær er frá því greint, að verðmæti kvóta til að veiða íslensku suðurlandssíld- ina er metið á 80-100 milljónir króna. Með sömu aðferðum er hægt að reikna út að verðmæti hlutdeildar íslendinga í norsk-ís- lenska sfldveiðistofninum sé um 20 milljarðar króna. Ýmsa fyrir- vara verður þó að hafa á þessum útreikningum, m.a. vegna til- kostnaðar við veiðarnar og gæða hráefnis. Er norsk-íslenski/31 Kínverjar gefa aftur út yfirlýsingu Afleiðingarnar á ábyrgð Islendinga WANG Jiangxing, sendiherra Kína á Islandi, gaf í gær út aðra yfirlýsingu sína á þremur dögum og átaldi ís- lensk stjómvöld harðlega vegna heimsóknar Liens Chans, varafor- seta Tævans, hingað til lands. Sagði í yfirlýsingunni að Islendingar bæru fulla ábyrgð á öllum afleiðingum þess að tilmæli stjórnvalda í Peking hefðu verið hunsuð. Yfirlýsingin vai- send íslenskum stjómvöldum á faxi, en var ekki afhent formlega. „Ríkisstjórn Islands hefur ítrekað virt að vettugi hai'ðorðar yfirlýsing- ar Kínverja og ekki aðeins leyft Lien Chan að heimsækja Island, heldur einnig komið á fundum við embættis- menn stjórnai’innar," sagði í yfirlýs- ingu sendiherrans. „Hún hefur orðið ber að afskiptum af innanríkismálum Kína, sært tilfinningar kínversku þjóðarinnar og þannig valdið sam- skiptum Kína og Islands tjóni. Kín- verjar hafa lagt fram alvarlegar diplómatískar athugasemdir gegn þessari heimsókn. íslendingar bera að öllu leyti ábyrgð á öllum afleiðing- um af þessu.“ Wang krafðist þess í yfirlýsingu á þriðjudag að Lien yrði vísað úr landi og til vai-a að íslenskir embættis- menn ættu ekki fundi með honum. Óhjákvæmilegt/30 Alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi í gærkvöldi LÖGREGLA og björgunarmenn ad störfum á vettvangi á Vesturlandsvegi við Leirvogsá. Morgunblaðið/Júlíus Tveggja ára drengur og faðir hans létust TVEGGJA ára drengur og faðir hans létust í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi við Leir- vogsá laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Móðir barnsins er einnig mikið slösuð, sem og ökumaður hins bílsins, sem í árekstrinum lenti. Að sögn lögreglu eru tildrög slyssins óljós. í hlut áttu Pord Econoline-sendibíll, þar sem ökumaður var einn á ferð, og fólksbíll, sem í voru litli drengurinn og foreldrar hans. Þriðji bíllinn ók inn á slysavettvanginn en ökumað- ur hans var ekki talinn alvarlega slasaður. Drengurinn og faðir hans voru látnir þegar að var komið en móðirin og ökumaður hins bflsins voru flutt mikið slösuð á sjúkrahús. Aðgerðir lögreglu og björgunarliðs á vett- vangi voru tímafrekar. Meðal annars þurfti að kalla til tækjabfl slökkviliðs til að klippa flök bflanna í sundur svo hægt væri að ná fólki út. Oll umferð um Vesturlandsveg var stöðvuð í rúmlega 2 klukkustundir meðan á aðgerðun- um stóð og henni beint um Kjósarskarð eða gömlu brúna yfir Leirvogsá. Lftil ásókn í nýja deild Lffeyrissjóðs starfsmanna rikisins Nokkrir tugir í nvja kerfínu AÐEINS nokkrir tugir sjóðfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) hafa tilkynnt flutning yfir í hina nýju A-deild sjóðsins en rúm- lega 20 þúsund opinberir starfs- menn eiga þess kost að velja á milli gamla og nýja réttindakerfisins sem komið var á fót með setningu nýrra laga um LSR og Lífeyrissjóð hjúkr- unarkvenna um seinustu áramót. Samkvæmt upplýsingum blaðsins W" 54 félagsmenn tilkynnt flutn- ing úr gamla kerfinu yfir í hið nýja þegar stjórn sjóðsins fór yfir stöðu mála nýlega. Frestur til að taka ákvörðun um flutning á milli deilda sjóðsins renn- ur út 1. desember, og er ekki mögu- legt að breyta þeirri tímasetningu nema með lagabreytingu á Alþingi. Fjármálaráðherra og forysta BSRB, BHM, Kennarasambands Islands og Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga undirrituðu sam- komulag í nóvember í fyrra um breytingar á lífeyrissjóðakerfi starfsmanna ríkisins sem fólu m.a. i sér stofnun nýrrar deildar við sjóð- inn. Allir nýir starfsmenn ríkisins verða sjálfkrafa aðilar að A-deiId. Kynning á breytingunum hófst í febrúar og hafa verið haldnir 60 fundir meðal opinberra starfs- manna. Skv. upplýsingum Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra LSR, verður kynningu á þessum valkostum haldið áfram af krafti. Töluverður munur er á gamla og nýja kerfinu. í A-deildinni eru ið- gjöld greidd af heildarlaunum en í gamla kerfinu er hins vegar einung- is greitt af dagvinnulaunum og vaktaálagi. Vilja framlengja lokafrestinn Martha Hjálmarsdóttir, formað- ur BHM, telur að margir starfs- menn eigi eftir að færa sig milli deilda þegar frá líður. Hún segir að það hafi verið mistök að setja sjóðfé- lögum frest til 1. desember og telur að það yrði til hagsbóta fyrir sjóðinn ef fresturinn yrði felldur niður. Og- mundur Jónasson, formaður BSRB, tekur undir þetta sjónarmið. Að sögn Friðriks Sophussonar íjármálaráðherra hafa engar ákvarðanir verið teknar um að framlengja frestinn. Kínverska sendiherr- anum hótað LÖGREGLAN hefur verið með gæslu við kínverska sendiráðið á Islandi síðan í fyrrakvöld. Astæðan er sú að sendiráðinu hafa borist hótanir símleiðis og taldi kínverski sendiherrann ástæðu til að láta lögreglu vita og óska eftir vernd. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu sendiráðinu hafa borist fleiri tugir símtala þar sem lýst er andúð á kínverskum stjórn- völdum og fulltrúum þeirra hér á landi. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert gerst við kín- verska sendiráðið sem hefur gefið tilefni til afskipta af hálfu lögi-egl- unnar. Jónmundur Kjartansson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, vildi aðspurður hvorki játa né neita því að lögreglumenn væru með vakt við kínverska send- iráðið. Gæsla sendiráða heyrði undir öryggishagsmuni og því gæfi lögreglan engar upplýsingar um málið. Flugfreyjubúningar Franskt tilboð lægra en íslensk NÝIR einkennisbúningar fyr- ir flugmenn, flugfreyjur og af- greiðslumenn sem starfa fyrir Flugfélag Islands verða tekn- ir í notkun á næstunni. Bún- ingamir voru keyptir frá frönsku fyrirtæki og segir Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, að verð Frakkanna hafi verið um 20% lægra en tilboð frá tveim- ur innlendum aðilum. Þörf var á um 150 einkenn- isbúningum fyrir flugliða og afgreiðslufólk FÍ og segir Páll Halldórsson að leitað hafi ver- ið eftir tilboðum í hönnun og saumaskap hjá innlendum og erlendum aðilum. Valin var hönnun eftir Maríu Ólafsdótt- ur en franskt fyrirtæki annast saumaskapinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.