Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 37

Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 E 37 ^ í ' > h T' > > k y > > > > > > > > í > I » Alfa Romeo Alfa 75 - sá eini ó íslandi ANNARS staðar á síðum þessa blaðs er fjallað um nýjustu gerð Alfa Romeo, Alfa 156, sem um- boðsaðilinn Istraktor ætlai' að flytja inn til íslands um leið og hann kemur á markað í vetur. Þetta verður fyrsti millistærðar- bíllinn frá Alfa Romeo sem kemur nýr hingað til lands um árabil. Það gerðist hins vegai- í sumar, að fyr- irrennari AJfa 156, Alfa 75, var fluttur inn notaður hingað. Síðasta tegundin sem flutt var inn ný var Alfa 33, sem fyrri um- boðsaðili, Jöfur hf., flutti inn síð- ast 1987, en sá bíll var sá minnsti sem í boði var frá Alfa Romeo. Hinn nýi Alfa 156 tekur við af Alfa 155, sem tók við af Alfa 75 ár- ið 1992. Alfa 155 er framdrifinn (þótt hann hafi reyndar einnig fengist í 200 hestafía fjórhjóla- drifsútgáfu), en Alfa 75 vai- síðasta gerðin af „klassískum" Alfa Romeo sem byggði á hefð aftur- drifssportbíla merkisins. Beinir fyrirrennarar Alfa 75 voru Giulietta og Alfetta, en Al- fettan er sennilega þekktust coupé-útgáfunni sem kölluð GTV. Undirvagn allra þessara bíla var í raun eins, með vélina langs- um frammí og gírkassann og drif- ið sambyggt við afturöxulinn. Undirvagn hins vinsæla blæjubíls frá Alfa Romeo, Spider, var einnig af þessari gerð. Þetta fyrirkomu- lag - sem finnst einnig t.d. í Porsche 928 en er annars mjög sjaldgæft - gerir það af verkum að þyngdardreifing milli fram- og afturöxuls er mjög jöfn sem kem- Framtíðar- bíll tölvu- heimsins? HINN venjulegi fjölskyldubíll væri búinn eftirtöldum eiginleik- um ef þróun í bílaframleiðslu hefði tekið eins miklum breyt- ingum og verið eins hröð og í tölvuheiminum. Vangaveltur sem þessar eru til gamans og spurning hvort hægt er að bera saman hluti sem þessa. En hér á eftir fara þessar tölur sem tekn- ar eru úr danska tímaritinu Signature. Hámarkshraði hins almenna fjölskyldubíls væri 480 km/klst. Hann myndi ná 100 km hraða á 1,2 sekúndum. Þyngdin væri að- eins 46 kg en hann gæti samt sem áður tekið 22 farþega og 58 töskur. Og rúsínan í pylsuendan- um: Hann væri aðeins 12 cm langur og 8 cm breiður! Spyrja má svo hveijum gæti gagnast slíkur bíll? YWmeð 10% í heims- markaði VOLKSWAGEN samsteypan framleiddi í fyrra nálega fjórar milljónir bfla og náði í fyrsta sinn 10% hlutdeild á bflamarkaði alis heimsins. Auk Volkswagen bfla framleiða verksmiðjur sam- steypunnar Audi, Seat og Skoda. I Vestur-Evrópu seldust 2.356.000 bflar samsteypunnar og er það um 10% aukning frá fyrra ári en alls eru bflarnir framleiddir á 30 stöðum víðst vegar um heiminn. ur aksturseiginleikum bílsins til góða. Enda hefur ímynd Alfa Romeo verið fyrst og fremst sportleg allt frá því fyrstu bílarnir með því merki voru framleiddir fyrir um 80 árum. En jafnframt því að höfða til sportlegra öku- manna hafa flestir bflar fram- leiddir af Alfa Romeo á liðnum áratugum verið ætlaðir til al- menns brúks. Þessi blanda af sport- og brúksbílum hefur m.a. hentað ítölsku lögreglunni vel, sem hefur verið dyggur viðskipta- vinur Alfa Romeo í gegn um tíð- ina. Alfa Romeo-dello I sumar gerðust þau tíðindi að í bílaflota landsmanna bættist einn Alfa Romeo Alfa 75. Þetta er sérútgáfa af síðustu árgerðinni sem var seld í takmörkuðu upp- lagi, með tveggja lítra „TwinSpark“-vél, Recaro-innrétt- ingu, sérstökum álfelgum, topplúgu og fleiru. Þessi bíll var keyptur í Suð- ur-Þýskalandi, þar sem einn eig- andi hafði ekið bílnum frá því hann kom nýi- á götuna í ágúst 1991. En hvað rekur íslending til að fara til Þýskalands og kaupa notaðan ítalskan bíl og flytja hann til íslands? „Því er auðsvarað" segir eig- andinn, Auðunn Arnórsson. „Á námsárum mínum í Þýskalandi smitaðist ég af Alfa Romeo-dellu með því að eiga þar gamlan GTV í tvö ár. Eftir að ég neyddist til að selja hann dreymdi mig alltaf um að geta leyft mér að kaupa gott eintak af „alvöru" Alfa Romeo og flytja hann hingað. Þar sem það var hætt að framleiða GTV árið ALFA Romeo Alfetta GTV. 1987, og því erfitt að finna GTV í góðu standi á góðu verði, lá beint við að kaupa Alfa 75. Þótt hönnun- in á honum sé ekki eins aðlaðandi og á GTV-inum eru aksturseigin- leikarnir þeir sömu.“ - En hvað er svona sérstakt við aksturseiginleika GTV og Alfa 75? „Því er líka auðsvarað,“ segir Auðunn. Mér finnst liggja beinast við að bera bílinn saman við BMW 320, sem er bíll sem flestir íslend- ingar þekkja. Tölulegum upplýs- ingum um þessa tvo bíla svipar mjög saman - vélin er jafn kraft- mikil, drifið er að aftan, þyngd og stærð era mjög svipuð, og útbún- aður er sambærilegur. Munurinn er hins vegar sá, að þyngdardreif- ingin í Ölfunni er betri - BMW- inn er mun þyngri að framan en aftan. Alfan hegðar sér fúllkom- lega hlutlaust í beygjum, og vélin er sprækari. Og Ólfunni tel ég ekki síður til tekna að hún á engan sinn líka á landinu." Alfa Romeo Alfa 75 2.0 TwinSpark Vél: 4ra strokka, 1962 cm3, 107 kW = 145,5 hö Tvöfaldur yfirliggjandi knastás, ái hedd Bein innspýting Tvö kerti á hvern strokk Hvarfakútur Drifbúnaður: Gírkassi og drif að aftan. Fjöðrun: Framan: ÞiíhjTn- ingsstífa að neðan, einfóld að ofan, snúningsfjaðrir, hefð- bundnir höggdeyfar. Aftan: IleDion-öxull með þvei-stífum og vindustöng. Gormar og hefðbundnir höggdeyfar. Hemlai-: Diskar á öllum hjól- um, að aftan staðsettir inni við drif. Annar búnaður: Vökvastýrí, Recai-o-sæti, álfelgur, rafdrif- in tvirirk toppiúga, rafmagn í læsingum, rúðum og spegl- um. ALFA Romeo Alfa 75 2.0 T.Spark, árgerð 1991. varahlutir fyrir evrópska bíLa NP VARAHLUTIR hf Smiðjuvegi 24C • Kópavogi • sfmi 587 0240 • fax 587 0250 LYFTUBUNAÐUR FYRIR STORA BILA 4ra, 6 og 8 pósta kerfi. Lyftigeta hvers pósts er 6,5 tonn • Færanlegt kerfi • Auðvelt í stjómun • Lítið viðhald • Fjölbreyttur aukabúnaður fáanlegur • Hagstætt verð Hetra lyftikerfið uppfyllir ströngustu öryggiskröfur allra ríkja Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar má fá hjá sölumanni í síma 560 3300 og ESSO-búðinni í síma 560 3434 'Essój Olíufélagiðhf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.