Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 E 47 I I I I ) ) > í í F I I I i I i NÝR HERRAILMUR FRÁ Morgunblaðið/Kristinn NISSAN Terrano II Icelander eins og hann lítur út í kynningarbæklingi Nissan á Spáni. Breytir jeppum á Spáni með íslensku hugviti FYRIRTÆKIÐ Alvís í Barcelona hefur hafið breytingar á jeppum á Spáni eftir íslenskri fyrirmynd. Gerðir hafa verið samningar um breytingar á 102 jeppum. íslend- ingar eru á förum til Spánar til að starfa við breytingarnar. Nissan á Spáni hefur gert samning við Alvís um kynningu á breyttum Nissan Terrano II, sem ytra kallast Big Foot Icelander, og hefur á þessu ári lagt fram 90 milljónir ÍSK í því skyni. Bíllinn vakti feiknaathygli á bílasýningunni í Barcelona í maí sl. eins og sannast af úrklippum úr öll- um helstu dagblöðum og bflablöð- um Spánar. Róbert Bender er eigandi Alvís og hefur búið á Spáni í níu ár. Fyr- irtækið rekur bílaleigu í Barcelona. Upphaf jeppabreytinganna má rekja til þess þegar íyrirtækið flutti Nissan Terrano bfl frá Spáni, þar sem hann er framleiddur, til íslands og Bflabúð Benna tók að sér breyt- ingar á honum. Hann var hækkaður upp og settur á 36 tommu hjól- barða. Flogið var með bílinn frá ís- landi til Barcelona þar sem skamm- ur tími var til stefnu og vakti flutn- ingsmátinn talsverða athygli á sýn- ingunni. Nissan á Spáni lagði allt útisvæðið sem fyrirtækið hafði til ráðstöfunar á sýningunni undir bfl- inn og um 55 milljónir ÍSK til kynn- ingar á bílnum. Útisvæðið var hann- að til þess að líkjast íslensku lands- lagi, með hólum og hæðum, heitum hverum og eldfjalli sem rauk upp úr. Alvís er eina fyiirtækið á Spáni sem vinnur að jeppabreytingum. Spánarkonungur hreifst Róbert segir að Juan Carlos Spánarkonungur hafi hrifíst mjög af Big Foot Ieelander þegar hann skoðaði sýninguna. Komið hafi til tals að Nissan á Spáni gæfí honum einn slíkan bfl en lög í landinu meina konungi að þiggja slíkar gjaf- ir og varð því ekkert úr því. „Markaðurinn á Spáni fyrir breytta bfla er líklega um tíu árum á eftir markaðnum hér á íslandi. Pó líklega enn verra staddur því stjórnkerfíð er allt mjög íhaldssamt. Það hefur þurft að fara krókaleiðir til þess að fá þá samþykkta á Spáni. Þetta er langur og strangur ferill og mjög dýr. Þetta er að byrja þarna úti. En markaðurinn lofar góðu því á Spáni er stærsti fjórhjóladrifsbíla- markaður í Evrópu,“ sagði Róbert. Spánn er erfítt land yfirferðar og segir Róbert að markaðurinn sé því góður fyrir breytta jeppa. í 5-6 mánuði á ári séu miklar aurbleytur á vegum. „En okkar markaður er fyrst og fremst Pýreneafjöllin, frönsku alparnir og allt alpasvæðið ásamt eyðimerkurnar handan Mið- jarðarhafsins. Þar er gífurlega stór markaður sem kaupir flesta sína bfla á Spáni og Frakklandi. Fulltrú- ar Sameinuðu þjóðanna hafa leitað SPÆNSKIR fjölmiðlar fengu bflinn til afnota eftir sýninguna í Barcelona. Þessi mynd birist ásamt þriggja blaðsíðna umfjöllun í tímaritinu Contncto. upplýsinga til okkar og hjálpar- stofnanir einnig. Það hefur ekki leitt til viðskipta ennþá. Spánski herinn hefur einnig leitað upplýs- inga,“ segir Róbert. íslendingur til Spánar Stærsti hluti þeiira bfla sem Al- vís breytir er Suzuki Vitara, lengri gerðin. Allt eru þetta bílar sem eru framleiddir á Spáni. Alvís kaupir hugvitið af Bílabúð Benna og að- fóngin eru einnig keypt hér á landi. Spánverjar vinna að mestu við breytingarnar en bílunum sem mest er breytt eru sendir til íslands, þ.e. fyrir 36 og 38“. „Þegar við förum að breyta fleiri stórum bílum er í ráði að fá tvo til þrjá menn héðan til Spánar í nokkra mánuði í einu. Margir hafa lýst áhuga á því að koma til þessara starfa. Tveir menn breyta einum svona bíl á einni viku og með inn- lendu vinnuafli annast þeir breyt- ingum á 2-3 bflum á viku. Islending- ar hafa sérþekkingu á þessu sviði. Vandamálið á Spáni snýst líka um það að Spánverjar eru kærulausir í vinnu. I svona breytingum dugar ekkert kæruleysi því það yrði dauðadómur fyrir þetta verkefni ef það færi út bfll sem ekki væri 100% eins og hann ætti að vera,“ segir Róbert. Næstum allir bflarnir sem Alvís hefur breytt er Suzuki Vitara. Ró- bert segir að 80-85% af jeppamark- aðnum á íslandi séu fímm dyra bfl- ar en á Spáni séu þriggja dyra bílar yfir 70%. „Það eru þessi 30% sem við erum eftir en ekki 70 prósentin. Þriðjungur jeppaeigenda á Spáni hefur ráð og vilja til þess að eiga breytta jeppa. Svona breyting á jeppa er hlutfallslega mun dýrari á Spáni en á íslandi, eða næstum 70% af bílverðinu. Munurinn felst í því að bílarnir eru framleiddir á Spáni og kosta helmingi minna en á ís- landi. Breytingin kostar frá 1,0 milljón til 1,2 milljónir ÍSK en bíll- inn kostar 2-2,2 milljónii- ÍSK á Spáni. Verðlagningin á breytingun- um úti er að stói’um hluta sú sama og á Islandi. Astæðan er sú að að- föngin eru keypt á Islandi og þau bætast flutningskostnaður. Vinnu- aflið er ódýrara á Spáni en það næst ekki fjöldaframleiðsla í breyting- arnar og þess vegna liggur mikil vinna að baki breytingunum. Það liggja næstum því jafn margar vinnustundir í breytingum á bíl og framleiðslu nýs bíls,“ sagði Róbert. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! ÞEKKING M ÖKURÉTTINDI ATVINNUTÆKIFÆRI Ökuskóli ® Námskeið hefjast vikulega. Skráning stendur yfir. © Hagstœtt verð og greiðslukjör. Mörg stéttafélög og Atvinnu- leyslstryggingasjóður taka þátt í kostnaði. Hafðu samband og vlð sendum allar upplýsingar um hœl. MEIRAPROh¥ MIKIL REYNSLA - FÆRIR KENNARAR VI A MIKIL REYNSLA - FÆRIR KENNARAR í ýcft&VUOHÍ ðkuskóli islands ehf. ■ Dugguvogi 2 -104 Reykjavík Netfang: http://www.midlun.is/gula/Okuskoli_lslands hf/ Ui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.