Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 E 15 MAZDA hefur fraraleitt fjöluotabíl f nokkur ár sem kallaður er ein- faldlega MPV. Einn eða tveir slfkir eru til hérlendis. Bón fyrir menn á hraðferi Sístækk- andi hlut- deild f jöl- nota bíla FJÖLNOTA bílar, 6-9 manna bflar með eindrifi eða aldrifi sem nota má sem venjulegan fjölskyldubfl og til fjölbreyttra ferðalaga, hafa rutt sér nokkuð til rúms á síðari árum. Fer markaðshlutdeild þeirra sífellt vaxandi, var 0,3% í Evrópu árið 1988 en þeim er spáð nærri 4% markaðshlutdeild á næsta ári. Markaðsfræðingar segja að ástæða fyrir aukinni sölu fjölnota bfla sé sú að kaupendur vilji „sér- hannaða" bíla ef svo má segja, bfla sem henta sérstaklega kröfum þeirra enda eru fjölnota bflar iðu- lega boðnir í fjölbreyttum gerðum. Menn séu líka að fá leið á hinum hefðbundna fjölskyldubíl og kjósi því þennan sérstaka flokk. Árið 1988 seldust um 45 þúsund fjölnota bflar í Evrópu, árið 1994 nam salan 163 þúsund bílum sem er um 1,4% og á næsta ári er búist við að um hálf milljón slíkra bfla seljist í Evrópu. í Bandaríkjunum er hlutfallið mun hærra. Árið 1988 var það 6,4% eða um 730 þúsund bílar, og hafði salan náð 1.100 þús- und bílum árið 1994 sem er yfir 10% hlutdeild. Margir bílafram- leiðendur horfa því æ meira til þessa kaupendahóps sem fer sífellt stækkandi. SMURSTOÐIN Klöpp hefur selt Dura Lube vörur í rúmt ár, þar á meðal Dura Shine bflabónið og Dura Wash bflaþvottasápuna. Óhætt er að fullyrða að þetta bón sparar tíma þeirra sem eru í tíma- þröng því bónið má bera á blautan bflinn og ekki þarf að nudda það á flötinn. Að þessu leyti er hér um nýjung að ræða á bónmarkaðnum. Ekki er hér þó lagt mat á gæði þessa bóns. Umboðsaðili Dura Lube efn- anna, Smurstöðin Klöpp, segir að nokkuð hafi borið á gagnrýni á Dura Shine bflabónið. Heyrst hafi að það sé ekki gott bón og valdi frekar skaða en hitt. Umboðsaðil- inn segir að enginn fótur sé fyrir þessu. Þeir sem hafi notað þessi efni séu flestir mjög ánægðir með þau. Hins vegar beri að hafa nokkur atriði í huga þegar þau eru notuð. Notkunnrleiðbeiningar Notandi efnanna þarf að fylgja leiðbeiningum til þess að bónið gefi rétta áferð. Dura Shine inni- heldur hvorki vax né silikon. Áður en það er notað á bflinn verður að þrífa hann mjög vel með silikon- lausri bflasápu. Síðan verður að skola bflinn vel til að losna við allt silikon og vax. Óhætt er að bera Dura Shine bónið á blautan jafnt sem þuiTan flöt. Einnig er óhætt að bera bónið á vínyl, króm og rúður. Þegar búið er að bera Dura Shine bónið á með jöfnum, fostum hringstrokum er það látið standa í 10-15 mínútur. Ekki á að nudda bónið eins og venjulegt bílabón heldur er það skolað af með léttum úða af vatni og síðan látið þorna. Ekki þarf að þurrka vatnið af bflnum. Ef rákir myndast vegna of mikils bóns má strjúka yfir með rökum klút og síðan þurrum. Alvöru ieppi á verði jepplings IVITARA 1998 SUZUKI Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- lega stöðuga fjöðrun og • VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR., JLX 5-D. 1.940.000 KR., DIESEL 5-D 2.180.000 KR.; V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu inn! Sjádu plássid og alúdina vid smáatriði. Vitara er vinsælasti jeppinn á Islandi. Og skyldi engan undra. SUZUKI AFL OG ÖRYGGI SUZUKI BILAR HF SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, slmi 482 37 00. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.