Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 E 43 Á að endast eins og sviss nesku úrin Morgunblaðið/Sigurður Fannar BENEDIKT Guðmundsson, sonur Guðmundar Tyrfingssonar, við Bucher-Duro. Benedikt er bílasmiður eins og bróðir hans Tyrfingur. Þeir snn'ðuðu yfir bflinn ásamt Guðmundi Laufdal yfirbflasmið fyrirtækisins. GUÐMUNDUR Tyrfingsson ehf. á Selfossi hefur fengið nýjan 12 manna bfl til hálendisferða í flotann. Bíllinn er af gerðinni Bucher-Duro framleiddur í Sviss með drifi á öll- um hjólum. Fyrirtækið flutti bflinn inn frá Sviss án yfirbyggingar og hús var smíðað á hann hjá Guð- mundi síðastliðinn vetur. Bíllinn er árgerð 1996. Bucher-Duro framleið- ir m.a. bfla til hernaðarnota. Bucher hefur framleitt bfla í Sviss frá 1980. „Þetta er eini bíllinn á landinu og við vildum fá að prófa hann áður en við færum að guma af honum. Eg er viss um að þetta væri afar hentugur bíil fyrir björgunar- sveitirnar," sagði Guðmundur. Bíll- inn er reyndur framleiddur til slíkra nota og einnig sem sérútbúinn slökkvibíll í heimalandinu, sjúkra- bfll og húsbflar til ferðalaga. Á gormum og sjólfskiptur Guðmundur sagði að aldrei áður hefði bíll verið framleiddur með slíkum jafnvægisstöngum og þessi bfll. Gormafjöðrun er á öllum hjól- um og gasdemparar. Sama átak er alltaf á öllum hjólum. Lyftist annað afturhjólið til dæmis upp á stein þrýstist mótsvarandi hjól niður. 36 sm eru undir lægsta punkt á bfln- um. Hægt er að fá hann í ýmsum út- færslum, t.d. með sex öxlum og drifi á þeim öllum, búnaði til að hleypa lofti úr og í hjólbarða og margt ann- að. Bfll Guðmundar er hins vegar á tveimur öxlum með aldrifi og án loftbúnaðarins en sjálfskiptur. „Bróðir minn býr í Sviss og þetta var sýningarbfll hjá Bucher, það var búið að aka honum 400 km. Hann náði honum verulega niður í verði. Án yfirbyggingarinnar kostar bfll- inn um sex milljónir króna.“ Bíll Guðmundar Tyrfingssonar er 18 farþega og var notaður til há- lendisferða allt síðastliðið sumar. „Ég fæ ekkei-t að keyra lengur sjálfur. Frú Sigríður hefur bannað mér það. Sjálfur ók ég í áraraðir og átti Dodge Weapon í 13 ár. En ef ég hleyp í burtu núna, eins og konan segir, skil ég hana eftir með vanda- málin svo hún neitar því að ég fari nokkurt. Ég læt því aðra um akst- urinn,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bfllinn hafi reynst ákaflega vel í hálendisferð- unum og nú vanti bara annan bfl. „Litlir bílar í fjallaferðum - þar ligg- ur vaxtarbroddurinn og menn geta gleymt stórum bflum yfir sumarið. Sérleyfishafarnir sjá um akstur á útlendingum á stóru bflunum." Kerra er jafnan notuð með Bucher-Duro þar sem vistirnar eru geymdar enda má bíllinn draga sex tonn. Pústkerfi úr ryðfriu stúli Vélin er sex strokka, 3,8 lítra dísil, með afgasforþjöppu, millikæli og rafstýrðri innspýtingu. Hún skil- ar 150 hestöflum við 4.000 snúninga og togið er 320 Nm við 2.100 snún- inga. 90% driflæsingar eru á öllum hjólum og afturdrif, miliikassi og sjálfskiptingin er aftan í bílnum. Guðmundur segir að hann þyngist ekkert í stýri í snúningum þrátt fyr- ir driflæsingarnar. Bfllinn hefur verið reyndur við alls kyns aðstæð- ur, m.a. í lausum sandi, og þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að spóla einu einasta hjóli. Hemlakerfinu svipar dálítið til þess sem er í Hummer bflunum. Bremsudiskamir eru staðsettir við drifið en ekki úti við hjólin. Pústkerf- ið er úr ryðfríu stáli og Guðmundur kveðst sannfærður um að Bucher- Duro ætlist til að þessir bflar endist í áraraðir eins og svissnesku úrin. Bfllinn eigi að vera viðhaldsfrír og óhemju vel sé gengið frá öllu. RADIOPHONE frá Blaupunkt, sími og útvarp í einu tæki. S E G U L KJARNA BORVÉLAR - fyrir járn SKEIFUNNI 3E-F ■ SlMI 581 2333 • FAX 568 0215 •gull BLAUPUNKT hefur sett á markað fyrsta bíltækið með innbyggðum gsm-síma. RadioPhone kallast tækið og hefur lengi verið beðið eftir slíkri lausn á markaðnum. Margir eru þeirrar skoðunar að notkun gsm-síma í bflum komi niður á örygginu í umferðinni. Með nýja bfltækinu þarf ekki að taka hendur af stýri þegar síminn er notaður. Tækið sjálft kostar 84.900 krónur án ísetningar. Fjarstýring á stýrið og handtæki er aukabún- aður. RadioPhone er á stærð við venjulegt bfltæki og er lítill hljóðnemi tengdur við tækið. í tækinu er þjófavörn. Svoköll- uðu KeyCard eða stóru gsm símakorti er rennt inn í þar til gerða rauf á tækinu og virkar bfltækið þá einnig sem gsm- sími. Tækið virkar hvorki sem útvarp né sími nema kortinu sé stungið inn í raufina. Frá og með 1. júlí 1998 verð- Bílsími Og útvarp í einu tæki FJARSTÝRINGIN er fest á stýrið. ur bannað að nota hefðbundna gsm-síma í bflum og þar ætti þetta tæki að koma að góðum notum. Mikil umræða er hvar- vetna í Evrópu um notkun gsm- síma í bflum og vafalaust ekki langt að bíða þess að samskon- ar lög verði sett í öðrum Evrópuríkjum. Fjurstýring ú stýrinu Gsm-síminn í bfltækinu býð- ur upp á alla þá tæknimögu- leika sem fullkomnustu gsm- símar almennt hafa og útvarp- ið er einnig af bestu gerð. Ekki þarf að skipta um loftnet í bfln- um hafí gsm-sími verið í hon- um. I tækinu er einnig segul- bandstæki og hægt er að tengja 10 diska geislaspilara við tækið. Fjarstýring fyrir tækið er fest á stýri bifreiðarinnar. Fjarstýr- ingin er aukahlutur Einnig er fáanlegt handtæki sem auðvelt er að setja í bflinn og hentar vel þegar einkasamræður í síma fara fram í bflnum. varahlutir fyrir allar sjálfskiptingar NP VARAHLUTIR hf Smiðjuvegi 24C • Kópavogi • sfmi 587 0240 • fax 587 0250 VÍS býður þér lán til bilakaupa, til að þú getir notið staðgreiðsluverðs. Þannig færðu hagstæðustu kjör sem boðin eru við kaupin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.