Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 47

Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 E 47 I I I I ) ) > í í F I I I i I i NÝR HERRAILMUR FRÁ Morgunblaðið/Kristinn NISSAN Terrano II Icelander eins og hann lítur út í kynningarbæklingi Nissan á Spáni. Breytir jeppum á Spáni með íslensku hugviti FYRIRTÆKIÐ Alvís í Barcelona hefur hafið breytingar á jeppum á Spáni eftir íslenskri fyrirmynd. Gerðir hafa verið samningar um breytingar á 102 jeppum. íslend- ingar eru á förum til Spánar til að starfa við breytingarnar. Nissan á Spáni hefur gert samning við Alvís um kynningu á breyttum Nissan Terrano II, sem ytra kallast Big Foot Icelander, og hefur á þessu ári lagt fram 90 milljónir ÍSK í því skyni. Bíllinn vakti feiknaathygli á bílasýningunni í Barcelona í maí sl. eins og sannast af úrklippum úr öll- um helstu dagblöðum og bflablöð- um Spánar. Róbert Bender er eigandi Alvís og hefur búið á Spáni í níu ár. Fyr- irtækið rekur bílaleigu í Barcelona. Upphaf jeppabreytinganna má rekja til þess þegar íyrirtækið flutti Nissan Terrano bfl frá Spáni, þar sem hann er framleiddur, til íslands og Bflabúð Benna tók að sér breyt- ingar á honum. Hann var hækkaður upp og settur á 36 tommu hjól- barða. Flogið var með bílinn frá ís- landi til Barcelona þar sem skamm- ur tími var til stefnu og vakti flutn- ingsmátinn talsverða athygli á sýn- ingunni. Nissan á Spáni lagði allt útisvæðið sem fyrirtækið hafði til ráðstöfunar á sýningunni undir bfl- inn og um 55 milljónir ÍSK til kynn- ingar á bílnum. Útisvæðið var hann- að til þess að líkjast íslensku lands- lagi, með hólum og hæðum, heitum hverum og eldfjalli sem rauk upp úr. Alvís er eina fyiirtækið á Spáni sem vinnur að jeppabreytingum. Spánarkonungur hreifst Róbert segir að Juan Carlos Spánarkonungur hafi hrifíst mjög af Big Foot Ieelander þegar hann skoðaði sýninguna. Komið hafi til tals að Nissan á Spáni gæfí honum einn slíkan bfl en lög í landinu meina konungi að þiggja slíkar gjaf- ir og varð því ekkert úr því. „Markaðurinn á Spáni fyrir breytta bfla er líklega um tíu árum á eftir markaðnum hér á íslandi. Pó líklega enn verra staddur því stjórnkerfíð er allt mjög íhaldssamt. Það hefur þurft að fara krókaleiðir til þess að fá þá samþykkta á Spáni. Þetta er langur og strangur ferill og mjög dýr. Þetta er að byrja þarna úti. En markaðurinn lofar góðu því á Spáni er stærsti fjórhjóladrifsbíla- markaður í Evrópu,“ sagði Róbert. Spánn er erfítt land yfirferðar og segir Róbert að markaðurinn sé því góður fyrir breytta jeppa. í 5-6 mánuði á ári séu miklar aurbleytur á vegum. „En okkar markaður er fyrst og fremst Pýreneafjöllin, frönsku alparnir og allt alpasvæðið ásamt eyðimerkurnar handan Mið- jarðarhafsins. Þar er gífurlega stór markaður sem kaupir flesta sína bfla á Spáni og Frakklandi. Fulltrú- ar Sameinuðu þjóðanna hafa leitað SPÆNSKIR fjölmiðlar fengu bflinn til afnota eftir sýninguna í Barcelona. Þessi mynd birist ásamt þriggja blaðsíðna umfjöllun í tímaritinu Contncto. upplýsinga til okkar og hjálpar- stofnanir einnig. Það hefur ekki leitt til viðskipta ennþá. Spánski herinn hefur einnig leitað upplýs- inga,“ segir Róbert. íslendingur til Spánar Stærsti hluti þeiira bfla sem Al- vís breytir er Suzuki Vitara, lengri gerðin. Allt eru þetta bílar sem eru framleiddir á Spáni. Alvís kaupir hugvitið af Bílabúð Benna og að- fóngin eru einnig keypt hér á landi. Spánverjar vinna að mestu við breytingarnar en bílunum sem mest er breytt eru sendir til íslands, þ.e. fyrir 36 og 38“. „Þegar við förum að breyta fleiri stórum bílum er í ráði að fá tvo til þrjá menn héðan til Spánar í nokkra mánuði í einu. Margir hafa lýst áhuga á því að koma til þessara starfa. Tveir menn breyta einum svona bíl á einni viku og með inn- lendu vinnuafli annast þeir breyt- ingum á 2-3 bflum á viku. Islending- ar hafa sérþekkingu á þessu sviði. Vandamálið á Spáni snýst líka um það að Spánverjar eru kærulausir í vinnu. I svona breytingum dugar ekkert kæruleysi því það yrði dauðadómur fyrir þetta verkefni ef það færi út bfll sem ekki væri 100% eins og hann ætti að vera,“ segir Róbert. Næstum allir bflarnir sem Alvís hefur breytt er Suzuki Vitara. Ró- bert segir að 80-85% af jeppamark- aðnum á íslandi séu fímm dyra bfl- ar en á Spáni séu þriggja dyra bílar yfir 70%. „Það eru þessi 30% sem við erum eftir en ekki 70 prósentin. Þriðjungur jeppaeigenda á Spáni hefur ráð og vilja til þess að eiga breytta jeppa. Svona breyting á jeppa er hlutfallslega mun dýrari á Spáni en á íslandi, eða næstum 70% af bílverðinu. Munurinn felst í því að bílarnir eru framleiddir á Spáni og kosta helmingi minna en á ís- landi. Breytingin kostar frá 1,0 milljón til 1,2 milljónir ÍSK en bíll- inn kostar 2-2,2 milljónii- ÍSK á Spáni. Verðlagningin á breytingun- um úti er að stói’um hluta sú sama og á Islandi. Astæðan er sú að að- föngin eru keypt á Islandi og þau bætast flutningskostnaður. Vinnu- aflið er ódýrara á Spáni en það næst ekki fjöldaframleiðsla í breyting- arnar og þess vegna liggur mikil vinna að baki breytingunum. Það liggja næstum því jafn margar vinnustundir í breytingum á bíl og framleiðslu nýs bíls,“ sagði Róbert. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! ÞEKKING M ÖKURÉTTINDI ATVINNUTÆKIFÆRI Ökuskóli ® Námskeið hefjast vikulega. Skráning stendur yfir. © Hagstœtt verð og greiðslukjör. Mörg stéttafélög og Atvinnu- leyslstryggingasjóður taka þátt í kostnaði. Hafðu samband og vlð sendum allar upplýsingar um hœl. MEIRAPROh¥ MIKIL REYNSLA - FÆRIR KENNARAR VI A MIKIL REYNSLA - FÆRIR KENNARAR í ýcft&VUOHÍ ðkuskóli islands ehf. ■ Dugguvogi 2 -104 Reykjavík Netfang: http://www.midlun.is/gula/Okuskoli_lslands hf/ Ui

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.