Morgunblaðið - 04.11.1997, Síða 24
@I0AJ8WUDÍ1OM
MORGUNBLAÐIÐ
■
dS tq(í i aaaMivöw ,i huqaguioiíw
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
ERLENT
LISTIR
Deilur brezkra íhaldsmanna um EMU
Önnur afsögn í
skuggaráðuneyti
London. The Daily Telegraph.
ENN var sótt að Will-
iam Hague, leiðtoga
brezka ihaldsflokks-
ins, á sunnudag er það
gerðist í annað sinn á
nokkrum dögum að
þingmaður sagði sig
úr skuggaráðuneyti
hans vegna stefnu
flokksins varðandi
Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu
(EMU). David Curry,
talsmaður flokksins í
landbúnaðarmálum,
sagðist í afsagnarbréfi
sínu vera „algerlega
ósammála" stefnu
Hagues, sem vill útiloka EMU-aðild
Bretlands næstu tíu árin.
Peter Temple-Morris, þingmaður
íhaldsflokksins, sagðist í síðustu
viku íhuga að segja sig úr flokknum
vegna Evrópustefnu Hagues og
ganga til liðs við Verkamannaflokk-
inn. Temple-Morris gerði ekki al-
vöru úr þessu en gefur í skyn í við-
tali við The Daily Telegraph að
Evrópusinnar í íhaldsflokknum
kunni að stofna nýjan flokk.
Kjarni nýs flokks?
í síðustu viku fór Temple-Morris
fram á það við Michael Heseltine,
fyrrverandi aðstoðarforsætisráð-
herra, að hann tæki að sér for-
mennsku í nýjum fé-
lagsskap Evrópusinn-
aðra íhaldsmanna, sem
kallar sig Conservative
Mainstream. Aðspurð-
ur hvort þessi hópur
væri vísir að nýjum,
Evrópusinnuðum
flokki, svarar Temple-
Morris: „Já, það er
sannarlega kominn
kjami.“
Þingmaðurinn segist
enn sem komið er vilja
beijast fyrir málstað
sínum innan íhalds-
flokksins, en bætir við:
„Við höfum nú mikinn
meðbyr í þessu máli. Það er gott
að vita til þess, sérstaklega ef við
erum í minnihluta innan flokksins,
að hafa þennan kjama og að hafa
sterkan leiðtoga.“
Hyggjast styðja
Amsterdam-samninginn
Afsögn Currys kemur á sama
tíma og margt bendir til að margir
þingmenn Ihaldsflokksins muni
ganga gegn stefnu flokksforyst-
unnar er Amsterdam-samningurinn
verður borinn undir brezka þingið
í næstu viku. Flokksforystan vill
að þingmenn greiði atkvæði á móti
en ýmsir íhaldsþingmenn hyggjast
styðja samninginn eða sitja hjá.
William Hague
Kohl reitir S-Evrópuríki til reiði
Vill geyma sæti í stofn-
unum EMU fyrir Breta
Brussel. The Daily Telegraph.
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, hefur reitt stjórnvöld á Ítalíu
og Spáni til reiði með því að leggja
til að eitt sæti í framkvæmdastjóm
Seðlabanka Evrópu verði autt þang-
að til Bretar ganga í Efnahags- og
myntbandalag Evrópu (EMU). Með
þessu vill Kohl
tryggja að þótt
EMU-aðild Bret-
lands seinki geti
það gerzt aðili
að myntbanda-
laginu og fengið
sömu áhrif og
það hefði fengið
sem stofnríki EMU.
Suður-Evrópuríkin telja að með
þessu sé verið að mismuna þeim
gróflega. Verið sé að gera Bret-
landi, sem ætíð hafí dregið fætuma
í Evrópusamstarfinu, auðveldara
fyrir á kostnað þeirra, sem hafi
reynt að vera til fyrirmyndar.
Spænskur stjórnarerindreki segir
að fregnir af áformum Kohls hafí
verið „áfall“. ítalskur embættis-
maður segir í samtali við The Daily
Telegraph að Ítalía muni beijast
hatrammlega fyrir sæti í fram-
kvæmdastjóminni. Franskur sendi-
maður segir: „Það er afar sérkenni-
leg hegðun að skipa stjórn, en skilja
svo eitt sætið eftir autt.“
Hollendingur, Frakki,
Þjóðverji og finnsk kona
Sex manns munu skipa fram-
kvæmdastjóm Seðlabanka Evrópu.
Líklegt að fyrsti
formaður banka-
stjómarinnar
verði Hollend-
ingurinn Wim
Duisenberg.
Jafnframt er tal-
ið óhugsandi að
Frakkland og
Þýzkaland eigi ekki sitt sætið hvort
í stjórninni. Heimildarmenn í Bruss-
el segja að í stjóminni verði einnig
stjórnarmaður frá Norðurlöndun-
um, væntanlega Finni vegna þess
að hvorki Danmörk né Svíþjóð vilja
vera í hópi stofnríkja EMU — helzt
finnsk kona. Þá eru tvö sæti eftir
og bæði Spánn og Ítalía telja að
þeim beri að fá fulltrúa í fram-
kvæmdastjóminni.
„Eftir allt sem við höfum lagt á
okkur í ríkisfjármálum er sú hug-
mynd að einhver Norðurlandabúi
eigi að sitja í stjórninni fáránleg,"
segir ítalskur embættismaður.
Dómsmálið um ESB-aðild Danmerkur
EVRÓPA^
|-— ' ^
Fá aðgang að skjölum
Kaupmannahöfn. Reuters.
HÆSTIRÉTTUR Danmerkur úr-
skurðaði í gær að stjórnarskrár-
nefndin svokallaða, hópur manna
sem hefur höfðað mál til að fá
aðild Dana að Evrópusambandinu
dæmda sem stjórnarskrárbrot,
skyldi fá aðgang að leynilegum
skjölum ríkisins sem sönnunar-
gögnum í málinu.
Urskurðurinn er talinn áfall fyr-
ir ríkisstjórnina og áform hennar
um að halda þjóðaratkvæða-
greiðslu um Amsterdam-samning-
inn fyrir lok maí næstkomandi.
„Hæstiréttur fellst á beiðni um
aðgang að gögnunu, með ákveðn-
um fyrirvörum og skilyrðum,"
sagði Mogens Homslet hæstarétt-
ardómari er hann kvað upp úr-
skurðinn.
Sálmar á atómöld
í þýskri útgáfu
WILHELM Friese er prófessor í
norrænum fræðum og sérfræðing-
ur í norrænum barokkskáldskap
og íslenskum nútímabókmenntum.
Hann hefur ritað fjölda bóka og
greina um sérsvið sitt, meðal ann-
ars „Halldór Laxness: Die Ro-
mane“ sem kom út árið 1985 og
vakti mikla athygli og ánægju
unnenda verka Laxness í Þýska-
landi.
Friese ritar eftirmála að þýskri
útgáfu Sálma á atómöld og sagð-
ist í samtali við blaðamann hafa
rannsakað nokkuð Passíusálma
Hallgríms Péturssonar. Hann sjái
efnislega samsvörun í verkum
Hallgríms og Matthíasar þar sem
„samband mannsins við náttúr-
una, guð og heiminn er yrkisefnið
þó efnistök Matthíasar séu auðvit-
að nútímalegri. Hann nálgast guð
og menn í gegnum náttúruna,"
sagði Friese, „og mér fínnst síð-
asti sálmurinn í bókinni lýsa því
best þegar hann segir: Ein / við
snjóhvítt / endalaust föl / En þú
á næstu grösum. Hann talar ekki
beint til guðs en maður finnur
stöðugt nálægð hans. Matthías er
guðhræddur maður og tjáir sig á
nútímalegan hátt þannig að sálm-
arnir höfða einnig til þeirra sem
ekki telja sig trúaða. Hann lýsir
Sálmar á atómöld eftir
Matthías Johannessen
eru komnir út á þýzku.
Útgáfufyrirtækið Selt-
mann & Hein í Köln
gaf verkið út og birtast
sálmarnir bæði á ís-
lensku og þýsku í þýð-
ingu Wilhelm Friese.
Af þessu tilefni hitti
Þórarinn Stefánsson
Friese að máli.
íslenskri náttúru en undirtónninn
er trúarlegur. Þetta eru samt ekki
sálmar í eiginlegum skilningi þess
orðs heldur miklu frekar íhuganir
í frjálsu formi."
Nokkuð hefur verið um það
undanfarið að þegar íslenskar
ljóðabækur birtast í þýskri útgáfu
er íslenski textinn birtur samhliða
þýðingunni. Þetta er gert til þess
að gefa kunnáttufólki möguleika
á að bera saman frummál og þýð-
ingu og eykur vafalítið á þann
annars mikla íslands- og ís-
lenskuáhuga sem ríkir í Þýska-
landi. Þessi leið hefur verið farin
í þýskri útgáfu Sálma á atómöld.
„Þýðingar á textum sem þessum
hljóta alltaf að takmarkast við
beinar þýðingar orða þar sem
hljómfall, tónlist tungunnar, verð-
ur seint þýtt. Eiginlega er ekki
hægt að þýða bundið mál og það
munu öll skáld staðfesta. Það er
hægt að þýða innihaldið en ljóðlist
er skild tónlist og því næstum
ómögulegt að þýða hana,“ sagði
Wilhelm Friese.
Ingimundur Sigfússon sendi-
herra og kona hans, Valgerður
Valsdóttir, héldu móttöku í sendi-
ráðinu í Bonn í tilefni útkomu
bókarinnar. Wilhelm Friese og
Matthías lásu úr bókinni til skiptis
á þýsku og íslensku en einnig söng
Hanna Dóra Sturludóttir íslensk
sönglög við undirleik Þórarins
Stefánssonar.
Auk þess að lesa úr verkum
sínum hélt Matthías fyrirlestra við
norrænu deildir háskólanna í Bonn
og Tubingen. Þar fjallaði hann um
íslenska fjölmiðlakerfíð almennt
en ræddi einnig siðfræði og ábyrgð
blaðamanna.
Sænskt tákn-
málsleikhús hjá
heyrnarlausum
Léttsveitin
til Irlands
80 KONUR úr Léttsveit Kvenna-
kórs Reykjavíkur héldu í gær,
mánudag, til Sligo á írlandi, ásamt
stjómanda sínum, Jóhönnu Þór-
hallsdóttur og Aðalheiði Þorsteins-
dóttur píanólýikara. Með í för er
fiðluleikarinn Wilma Young.
Hópurinn mun taka þátt í alþjóð-
legri kórakeppni sem hófst í gær,
og lýkur á fimmtudag. 40 kórar
munu taka þátt í keppninni og
taka þátt í ýmsum flokkum. Létt-
sveitin mun taka þátt í þremur
flokkum og syngja íslensk og er-
lend lög með og án undirleiks.
Þess má geta að Léttsveitin er einn
af fjórum kórum sem valdir hafa
verið til að syngja á opnunarhátíð
keppninnar, hinir kóramir em frá
Noregi, Rússlandi og Ungveija-
landi.
-----» ♦ ♦---
Tímarit
• HAUSTHEFruy«liii»-
tímarits handa íslendingum, er
komið út. í blaðinu er fjallað um
menningu, listir og þjóðfélagsmál.
„Meðal efnis þessa heftis má nefna
greinar Jóns Viðars Jónssonar um
vanda Borgaleikhússins, Hannesar
Sigurðssonar um hvemig íslenska
landslagshefðin í myndlist og ab-
straktið þjónuðu undir þjóðemis-
hugmyndir valdamanna í þjóðfé-
laginu, Þorvaldar Gylfasonar um
hvemig heimóttarskapur íslenskra
stjómmálamanna og forsvars-
manna í atvinnulífinu hefur staðið
í vegi fyir eðlilegri þróun samfé-
lagsins, Gauta Sigþórssonar um
þjóðemishyggjuna í hugmyndum
Olafs Ragnars Grímssonar um
1000 ára afmæli landafunda nor-
rænna manna í vesturheimi, Hann-
esar Lárussonar um íslenska
myndlistarheiminn, Gunnars
Smára Egilssonar um sovésk ein-
kenni íslensks samfélags og Matt-
híasar Viðars Sæmundssonar til
vamar hjátrú. Auk þessa eru í
blaðinu fjöldi annarra greina um
íslenskt samfélag, menningarheim
og listir," segir í kynningu.
SÆNSKI leikhópurinn Tyst Teater
flytur þijár leiksýningar hér á landi
í tilefni af menningardögum heyrn-
arlausra. Leikhópurinn hefur þá
sérstöðu að allar sýningar hans eru
á táknmáli og er hópurinn sá eini
sinnar tegundar á Norðurlöndum. í
gærkvöldi flutti hópurinn revíuna
Lilla Mahagonny eftir Bertholt
Brecht og í kvöld sýnir hann valda
kafla úr verkum Shakespeares í
Loftkastalanum. Á morgun, mið-
vikudaginn 5. nóvember, verður
barnaleikritið Mirad, drengurinn frá
Bosníu sýnt í Félagi heymarlausra.
Einn aðstandenda hópsins, leik-
stjórinn Tom Fjordefalk, heldur fyr-
irlestur um leiklist og táknmál í
Norræna húsinu í dag, 4. nóvem-
ber, kl. 14.
Sjálfstæður leikhópur
innan Þjóðleikhússins
Tyst Teater, sem er sjálfstæður
leikhópur innan sænska þjóðleik-
húsins, hefur verið starfandi at-
vinnuleikhópur sl. 20 ár. Það færist
í vöxt að heyrandi læri táknmál
rétt eins og önnur tungumál og virði
þar með rétt heyrnarlausra til tján-
ingar á eigin máli. Meginmarkmið
táknmálsleikhússins Tyst teater er
að auðga menningu heymarlausra
og gera þeim kleift að nálgast leik-
húsbókmenntir á sínum eigin for-
sendum. Sýningarnar eru þó ekki
eingöngu ætlaðar heyrnarlausum,
því í sýningarskrá er texti svo heyr-
andi geti fylgt söguþræðinum eftir
og líkamstjáningin er öllum auð-
skiljanleg.
Leikararnir eru ýmist heyrandi
eða heymarlausir og leiksýningarn-
ar fara fram á táknmáli í bland við
texta og söng. í gærkvöldi sýndi
hópurinn óperuna Lilla Mahagonny
eftir Bertholt Brecht. Leikstjórinn
Tom Fjordefalk segir að þó svo að
mikið sé um söng í verkinu þýða
það ekki að söngurinn sé í líkingu
við söng heyrandi fólks. „Við reyn-
um að nálgast sönginn út frá for-
sendum táknmálsins. Sönginn á því
að bera saman við textaflutninginn
í verkinu en ekki syngjandi söng
þeirra sem heyra," segir Tom. „Við
leitum að nýjum áherslum og blæ-
brigðum í textanum til að koma
söngnum til skila.“ Heimur tákn-
málsins er náskyldur leikhúsinu
sem byggir á svipbrigðum.
Mikil áskorun fyrir
leikhúsmann
Oft á tíðum er þó lögð meiri
áhersla á textaflutning en beina
tjáningu svipbrigða og hreyfínga í
leikhúsi heyrandi og Tom segir að
táknmálsleikhúsið sé mikil áskorun
fyrir leikhúsmann að leita eftir nýj-
um leiðum. „Táknmál ber ekki að
skilja sem sjónræna túlkun tungu-
máls því táknmálið lýtur eigin for-
sendum með allt öðrum áherslum
en allt þetta er að sjálfsögðu erfítt
að útskýra fyrir heyrandi fólki. Ég
ætla þó að gera tilraun til þess í
fyrirlestri mínum í Norræna húsinu
sem fjallar um leiklist og táknmál.“
Heyrnarlausum hefur ekki áður
gefíst kostur á að lifa sig inn í
bókmenntaarfleifð Shakespears en
Tyst teater hefur ráðist í að færa
heimsfræga texta á borð á við ein-
ræðu Hamlets á táknmál. Auk
Hamlets unnu þeir Tom Fjordefalk,
leikstjóri, og leikarinn Jianu Iancu
í völdum köflum úr Rómeó og Júl-
íu, MacBeth, Rikharði þriðja og
Ofviðrinu. Yfirfærslan var unnin í
samstarfí við táknmálsdeild Háskól-
ans í Stokkhólmi og Tom segir gíf-
urlega vinnu liggja að baki yfir-
færslu oft á tíðum flókins texta
Shakespeares á táknmál. „Eðlilega
á táknmálið sér engar bókmennta-
hefðir og því er mikilvægt að heyrn-
arlausir geti nálgast þennan bók-
u