Morgunblaðið - 04.11.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 27
LISTIR
Með samtíð í augsýn
PUNKTUR
OG HRINGUR
BOKMENNTIR
Skáldrit
RITSAFN 2
eftir Hilmar Jónsson. 169 bls. Útg.
Bókmenntaklúbbur Suðumesja.
Prentun: Oddi hf. Keflavík, 1997.
HILMAR Jónsson hefur margt
vel gert og sumt prýðilega en
dreift kröftunum sér til óhagræð-
is. í greinaskrifum er hann skori-
norður og gagnorður, kemur allt-
af beint að efninu, fer aldrei
dult með meining sína, er jafnan
sjálfum sér samkvæmur og afar
trúr sinni sannfæringu.
í þessu bindi ritsafnsins eru
ljóð, tvö leikrit og skáldsögur
tvær. Aðra þeirra, Foringjar
falla, má skoða sem kjarna bók-
arinnar, enda fyrirferðarmest
og að mörgu leyti dæmigerð
fyrir ritstörf höfundar. Sagan
er sögð í dagbókarstíl. Þótt
Hilmar grípi efnið beint upp úr
samtímanum er tæpast unnt að
kalla söguna raunsæisverk.
Miklu fremur virðist augljóst
að höfundurinn hafi kosið að
koma ýmsum viðhorfum sínum
á framfæri með þessum hætti —
eftir farvegi skáldskaparins.
Atburðarásin er hröð og persón-
ur margar. Hver um sig og allar
saman gegna þær því hiutverki
að fylla upp í þá þjóðfélagsmynd
sem höfundinum er hugleikið
að framkalla. Það er með öðrum
orðum samfélagið sjálft sem
hann er að kryfja; síður einstak-
ar manngerðir. Og Hilmar bein-
ir þarna kastljósi sínu að því
sem gerist á bak við tjöldin þar
sem sterku öflin ráða. Lögum
ofar gildir þar samtrygging
valdhafanna sem hugsa fyrst
og síðast um eiginn hag. Undir
kraumar spillingin í sínum fjöl-
breytilegustu myndum. Al-
menningur fylgist með en fær
lítið að gert. Embættismenn og
valdhafar eru hvort tveggja
viljalausir og getulausir til að
leysa aðkallandi vanda; þora
sjaldnast að taka ákvarðanir af
ótta hver við annan. Rúm fyrir
aðra mannlega þætti verður þá
harla lítið í sögunni. Ástin verð-
ur t.d. útundah — að mestu.
Verkefni það, sem Hilmar
Jónsson er þarna að takast á
við — að rekja sig eftir þráðum
óreiðunnar í samfélaginu —
hlýtur að teljast í meira lagi
erfitt. Til að ljóst megi vera
hvað hann er að
fara lætur hann
söguhetjur sínar
oftar en ekki tjá sig
opinskátt. í því
liggur bæði styrkur
og veikleiki sögunn-
ar. Víðast hvar er
augljóst hvert
skeytunum er beint.
Þeim mun minna
reynir á getspeki
lesandans. Foringj-
ar falla minnir á að
íslenskt þjóðfélag er
enn frumstætt og
þeir, sem trúa á eina
»rétta« hugsjón,
hljóta tíðum að
verða fyrir von-
brigðum. Sem sagt:
Gagnorð greining á ýmsum
þjóðlífsmeinum sem samtímann
hrjá.
Skáldsagan Hundabyltingin
getur kallast tilraunaverk. Er
hún bæði styttri og ágripskennd-
ari en eigi að síður býsna sniðug.
Höfundur dulbýr þar að hálfu það
sem honum liggur á hjarta en
nefnir annars með fullu nafni
ýmsa þekkta einstaklinga sem
við sögu koma. Sagan kom út
fýrir röskum tuttugu árum og
þykist undirritaður vita hvar fisk-
ur liggur undir steini. Þeir, sem
á hinn bóginn muna ekki eftir
mönnum og málefnum frá þeim
tíma, munu þurfa nokkurra skýr-
inga við eigi þeir að átta sig til
fulls á gangi mála í sögunni.
Meðal þriggja ljóða, sem birt
eru í bókinni, er Sendibréf til
séra Björns og Walt Whitmans,
langathyglisverðast. Titilinn má
skilja svo að Hilmar hafi dálæti
á Walt Whitman og taki sér
aðferð hans til fyrirmyndar; en
orðum sínum beinir hann til vin-
ar síns, séra Björns. Þó ólíku sé
saman að jafna með hliðsjón af
formi, bréfi þessu og gömlu
ljóðabréfunum sem ort voru á
liðinni öld þar sem skáldin lýstu
skoðunum sínum á
því sem í hugann
kom þá stundina, er
andinn í raun hinn
sami.
Leikritið Útkall í
klúbbinn var sett á
svið í Keflavík fyrir
tæpum tuttugu
árum og hlaut
ágætar undirtektir
ef rétt er munað.
Það er um samtíma-
efni eins og fyrr-
nefndar skáldsögur.
Öðru máli gegnir
um síðara leikritið,
Jón Steingrímsson.
Þar er ekki ráðist á
garðinn þar sem
hann er lægstur. í
verkinu leitast höfundur við að
varpa nýju ljósi á mannlíf 18.
aldar og heppnast það vel. Text-
inn er kraftmikill og sýnt að
höfundur hefur lagt mikla vinnu
í verkið. Vafalaust mun leik-
stjóri leggja til smávegis breyt-
ingar þegar það verður sett á
svið. Því er best að hafa ekki
fleiri orð um leikrit þetta fyrr
en það birtist á ijölunum, og þá
væntanlega í sinni endanlegu
gerð.
Ritsafn þetta er gefið út með
styrk frá Menningarsjóði og
menningarnefnd Reykjanesbæj-
ar. Áður var vitað að Keflvíking-
ar gera vel við skáld sín.
Erlendur Jónsson
BOKMENNTIR
Ljóð
ÚRANOS
eftir Steinar Vilhjálm Jóhannsson,
eigin útgáfa, 1997.
TRÚARLÍF vestrænna manna og
ekki síður okkar íslendinga hefur
tekið miklum breytingum á 20. öld.
Ótal nýjar trúarhreyfingar hafa
komið til skjalanna, ekki síst vegna
austurlenskra áhrifa.
Fátítt hefur þó verið
að skáld hafi ort í anda
þessara stefna trúarleg
ljóð enda þótt slíkrar
reynslu gæti í stöku
ljóðabókum.
Ljóðabókin Úranos
eftir Steinar Vilhjálm
Jóhannsson er þó af
slíkum toga. Bókin
inniheldur Ijóð sem
tengjast trúarskiptum
og trúarreynslu í
tengsium við þau en
auk þess einhvers kon-
ar leiðsluljóð. Mik-
ilvægt er ljóð um trúar-
skipti. Kristur er
kvaddur í kærleiksríku
ljóði, hreint ekki átaka-
laust og ekki án sársauka:
Þá sagði ég Honum:
„Ég Elska Þig eins og Bróður minn
og allt mitt líf hef ég lært af
Þér,
en Bróður sínum getur maður ekki
fylgt endalaust,
því munu leiðir okkar skilja."
Steinar yrkir einnig um nautsfórn
sem þefur býsna margræða skírskot-
un. I sumum trúarbrögðum er hún
tákn endurfæðingar til nýrrar trúar
og hreinsunar, í öðrum er hún tákn
um sigur andans yfir hinu dýrslega
í manninum og tengist einnig sam-
bandi himins og jarðar eins og titill
bókarinnar gerir. Mörg ljóða Stein-
ars fjalla um samband ljóðsjálfsins
við allífið og fulltrúa þess í hindúísk-
um guðaheimi, Shiva og Shaktí.
Grundvallarhugtök þessarar reynslu
eru ást og eining punktsins sem er
ljóðsjálfið og hringsins sem er al-
heimurinn, en einnig er ijallað um
eyðingu og sköpun. Þetta er fremur
innhverf trúarsýn, uppfull með
myndum og táknum af dulskpekileg-
um uppruna. Skáldið tengir Ijóðsjálf-
ið beint við guðdóminn því að sá sem
trúir er í huga sér í senn skapaður
af guðdóminum og skapari hans.
Öll er sú austræna hugsun svo sem
í ætt við nýaldarhugsunarhátt og
þá sjálfhverfu hugsun
sem einkennir hug-
myndaheim 20. aldar-
innar.
Höfundur leggur
mikla rækt við uppsetn-
ingu ljóða sinna. Stund-
um er einungis ein
hending á síðu og jafn-
vel stök orð. Vafalaust
er þetta gert til að
Ieggja sérstaka áherslu
á orðin. Annar og hvim-
leiðari siður höfundar
er sá að leggja áherslu
á orð sín með því að
nota stóran staf í tíma
og ótlma. Myndheimur
ljóðanna er dálítið í ætt
við indverskan kveð-
skap, hlaðinn framandi
táknum. Þannig er ort til kvenhluta
guðaparsins Shiva og Shaktí:
Loks Birtist Þú sem Snákur.
Þú Spúir Tungu Þinni upp úr Hvirfli mínum
og Hringar Þig
Logablá,
um Háls mér.
Vandinn við slíkan kveðskap er
þó sá að hann höfðar sterkar til inn-
vígðra og þeirra sem vel þekkja tii
indverks menningarheims en hinna
sem minna þekkja til því að hann
byggir á ýmsum trúarlegum goð-
sögnum sem ekki eru almennings-
eign hér á landi. í það minnsta átti
sá sem hér ritar erfitt með að finna
samhljóm við þessa Upphafningu
Andans en það segir sjálfsagt meira
um lesandann en verkið.
Skafti Þ. Halldórsson.
Hilmar
Jónsson
Steinar Vilhjálmur
Jóhannsson
Morgunblaðið/Kristinn
HEIÐURSFÉLAGI Arkitektafélagsins, Hörður Ágústsson, með fyrsta eintakið.
Nýjar bækur
Hjóltímans
• ARKITEKTA TAL er gefið út
að frumkvæði Arkitektafélags Islands
og í samvinnu við félagið. Ritstjóri
er Haraldur Helgason arkitekt og rit-
nefnd með honum skipa arkitektamir
Ferdinand Alfreðsson og Málfríður
Kristjánsdóttir.
Arkitektatal er fyrsta rit sinnar
gerðar hér á landi og hefur að geyma
alls æviskrár 413 íslenskra og er-
lendra arkitekta, er stjómvöld hafa
veitt heimild til að bera starfsheitið
arkitekt (húsameistari), með myndum.
Með æviskránum em eiginhandarárit-
anir viðkomandi arkitekta. Auk menn-
ingarefnis er í ritinu bókarauki þar
sem ijallaðer um húsagerð og bygg-
ingarlist á íslandi frá upphafí og til
líðandi stundar. Þá er grein um fé-
lags- og menntunarmál arkitekta hér
á landi. Greinamar em ríkulega
myndskreyttar. Höfundar em Harald-
ur Helgason; Hjörleifur Stefánsson
og Guðmundur Gunnarsson arkitektar
og Halldóra Arnardóttir listfræðingur.
Rúm hálf öld er liðin frá því að
Guðmundur Hannesson prófessor
íjallaði ítarlega iim byggingar á Is-
landi í Iðnsögu Islands.
Útgefandi er Þjóðsaga. Arkitekta-
taler 518 bls. að stærð, ístóru broti.
Prentsmiðjan Oddi annaðist prentun,
bókband ogannan frágang ritsins.
Verð er 6.490 kr. m. vsk.
• LOKAORRUSTAN er sjöunda
og síðasta bókin í hinum heims-
þekkta bókaflokki C.S. Lewis um
töfralandið Narníu. Hana þýddi Krist-
ín R. Thorlacius, ein og fyrri bækurn-
ar sex sam allar hafa notið vinsælda
íslenskra barna og unglinga.
„Brátt hefst í Narníu lokaorrustan
milli góðs og ills. Þar eigast við Tír-
ían konungur, sem nýtur dyggilegs
stuðnings Júlíu og Elfráðs, og hinir
grimmu Kalormínar.“
Útgefandi er íslendingasagnaút-
gáfan/Muninn bókaútgáfa. Lokaorr-
ustan er 194 bls. íbandi. Leiðbein-
andi útsöluverð er 1.680 kr.
ÚT ER komin ljóðabókin „The
Wheel of Time“, eftir Þórgunni
Jónsdóttur. Það er bókaforlagið
Janus í London sem gefur bókina
út. Bókin er pappírskilja og inni-
heldur 41 ljóð.
Ljóðin eru ort á árunum 1980-
1997 í Kaliforníu og á íslandi. Þórg-
unnur segist ekki hafa neina eina
skýringu á því hvers vegna hún
yrkir á ensku.
Hún hafi alltaf
lesið mikið á
ensku og enskan
sé henni svo töm.
Þórgunnur var
hins vegar við
nám í frönsku við
Háskóla ísiands,
en bjó níu ár í
Kaliforníu.
Þórgunnur
hefur þýtt tölu-
vert, en vinnur
nú eingöngu að eigin ritstörfum,
einnig hefur hún gert svolítið að
því að mála og hefur henni verið
boðið að taka þátt í samsýningu á
Selfossi í lok nóvember.
Þórgunnur flutti til íslands árið
1984 og bjó hún þá fyrst í miðbæ
Reykjavíkur, en flutti til Stokkseyr-
ar árið 1995, ásamt eiginmanni og
ungum syni. „Hér er ég í góðu sam-
bandi við náttúruna og kann af-
skaplega vel við mig í rólegheitun-
um,“ segir Þórgunnur.
„Það var lyginni líkast hvað það
gekk vel að fá útgefanda að ljóða-
bókinni. Það tókst í fyrstu at-
rennu.“ segir Þórgunnur, þegar hún
er spurð hvort það hafi ekkert ver-
ið erfitt fyrir íslending að fá gefna
út ljóðabók á ensku.
„The Wheel of Time“, er fyrsta
ljóðabók Þórgunnar, en þrisvar hafa
birst eftir hana ljóð í ljóðasöfnum
á ensku, einnig kom út eftir hana
barnabókin Helga og hunangsflug-
an árið 1992.
„Það er margbreytilegt efni í ljóð-
unum, víða einhvers konar samspil
og glíma við einhveija orku. Ann-
ars er efnið fjölbreytilegt," segir
Þórgunnur. Náttúran er henni hug-
leikin í ljóðunum og stutt í húmor-
inn. Ljóðin eru mörg rímuð, en önn-
ur ort á óhefðbundin máta. „Ljóðin
ættu að geta höfðað jafnt til Islend-
inga og enskumælandi þjóða,“ seg-
ir Þórgunnur.
Bókin fæst í Máli og menningu,
Eymundsson og Bóksölu stúdenta.
-------» ♦ «-------
Nýjar bækur
• BORGFIRZKAR æviskrár, tí-
unda bindi er komið út. Æviskrár
þessa bindis byijar með Sigurði og
enda við Stefán Eykdal. Munu þá
vera eftir tvö bindi þessa mikla rit-
verks auk viðbóta og leiðréttinga.
Útgefandi er Sögufélag Borgar-
fjarðar. Bindið er tæpar 600 síður
með hátt á sjöunda hundrað mynda.
Formaður Sögufélagsins er Snorri
Þorsteinsson, Borgarnesi, ogfram-
kvæmdatjóri erÞuríðurJ. Krist-
jánsdóttir, Reykjavík.
Nýjar bækur
• VIÐEYJARSTOFA og
kirkja - byggingarsaga,
annáll og endurreisn er eftir
Þorstein Gunnarsson, sem var
arkitekt endurbyggingarinnar
í Viðey.
Bókin er
samin að
ósk Viðey-
jarnefndar,
sem hafði
yfirumsjón
með verkinu
f.h. Reykja-
víkurborg-
ar.
í bókinni
er fj allað
um hin sögufrægu hús, sem
bæði eru frá 18. öld. Bygging-
arsaga þeirra er rakin og
greint frá breytingum, sem
gerðar hafa verið á þeim allt
fram á síðari hluta þessarar
aldar.
Bókin er prýdd fjölda mynda
og teikninga, sem ýmsar hafa
ekki birst opinberlega áður.
Þorsteinn Gunnarsson er
meðal helstu sérfræðinga okk-
ar í endurgerð gamalla húsa.
Hann hefur hannað endurreisn
margra bygginga, sem hafa
listrænt og menningarsögu-
legt gildi, þ. á m. nokkurra
steinúsa frá 18. öld. Hann
hefur einnig, ásamt Kristjáni
Eldjárn, skrifað bók um Hóla-
dómkirkju.
Bókin er 224 bls. ístóru
broti. Útgefandi er Við-
ey/Reykjavíkurborg, en Hið
íslenzka bókmenntafélag ann-
ast dreifingu bókarinnar.
Þórgunnur
Jónsdóttir