Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
RÍK hefð er fyrir því að
stuðla að jafnvægi í þró-
un byggðar á öllum
Norðurlöndunum, utan
Danmerkur þar sem þéttbýli er
mest og tæpast hægt að tala um
byggðavanda. Er þetta gert með
stuðningi við fyrirtæki og fólk í
dreifðari byggðum landanna.
Vandamálin hafa verið einna mest
í Finnlandi vegna sérstakra að-
stæðna en Finnum hefur tekist
furðanlega að ráða við þau. Á ís-
landi er meiri flutningur á fólki frá
landsbyggðinni en þekkist á hinum
Norðurlöndunum, hvað þá í öðrum
Evrópuríkjum.
Á sínum tíma var iðnbylting og
þéttbýlismyndun afar hröð í Finn-
landi. Mjög hægði á þessari þróun
eftir seinni heimsstyijöldina, þegar
Sovétríkin tóku Austur-Kiijálahér-
að af Finnum og meginhluti íbú-
anna flutti vestur yfir landamærin.
Flóttafólkið stofnaði lítil bú, aðal-
lega í austur- og miðhluta Finn-
lands. Um 1950 hafði því stærri
hluti Finna atvinnu af landbúnaði
en í flestum nálægum ríkjum. Á
þetta, ásamt missi markaða í Sov-
étríkjunum og frekari samdrætti í
landbúnaði í kjölfar inngöngu
landsins í Evrópusambandið, þátt
í því gríðarlega atvinnuleysi sem
er í þessum landshlutum, til dæm-
is yfir 23% í Norður-Kiijálahéraði.
Flutti til Svíþjóðar
Vandamálin voru svo mikil á
sjöunda áratugnum að fjöldi
Finna flutti úr landi, aðallega til
Svíþjóðar, og undir lok áratugar-
ins fækkaði landsmönnum. Harry
Ekestam, ráðgjafi í byggðaþró-
unardeild innanríkisráðuneytisins
í Helsinki, segir að stuðningur
við stijálbýlli héruð landsins hafi
verið aukinn og ný byggðastefna
mörkuð. Um og eftir 1970 dró
úr fólksflótta. Stuðningnum,
bæði lánum og styrkjum, var
einkum beint að smærri fyrir-
tækjum í norður- og austurhéruð-
um landsins þar sem vandinn var
mestur. Stofnun byggðaþróunar-
sjóðsins KERA árið 1971 var
mikilvægur þáttur í að koma á
jafnvægi á nýjan leik.
Upp úr 1970 þurfti að glíma við
ný vandamál sem að sögn Harry
Ekestam voru ekki bundin við þau
svæði sem skilgreind voru sem
byggðaþróunarsvæði. Það voru
erfiðleikar bæja og þorpa þar sem
eitt eða tvö iðnfyrirtæki voru
burðarásar atvinnulífsins. Rekstr-
arerfiðleikar fyrirtækjanna bitn-
uðu mjög á þessum byggðum. At-
hyglisvert er að bera málið saman
við aðstæður á íslandi þar sem
erfíðleikar sjávarplássa sem
byggja tilveru sína að mestu á einu
stóru fyrirtæki hafa verið í brenni-
depli í byggðamálum á undanförn-
um árum. Átök urðu um það í Finn-
landi hvort styrkja ætti þessi fyrir-
tæki sem mörg hver eru utan hefð-
bundnu þróunarsvæðanna. KERA
fékk það hlutverk að styðja smá
og meðalstór fyrirtæki, hvar sem
er í landinu og hefur síðan gert
það með góðum árangri.
Aukið vægi menntunar
Harry Ekestam segir að á síð-
asta áratug, milli 1980 og 1990,
hafi komið í ljós að sú stefna að
setja peninga í smærri fýrirtæki
væri ekki eins árangursrík og áð-
ur. Greining sýndi nýja ógnun og
mikilvægi þekkingar og menntun-
ar fyrir framtíðarþróun byggð-
anna. Háskólar voru stofnaðir í
norður- og austurhluta landsins. í
austurhlutanum náðist reyndar
ekki samstaða um staðsetningu
háskólans og voru því byggðir upp
þrír skólar sem allir sérhæfðu sig
nokkuð.
Stofnun háskóla utan hinna
hefðbundnu háskólaborga var mik-
ilvægt skref í að tryggja viðgang
byggðanna í norður- og austurhér-
uðum Finnlands. Við háskólana
hafa verið stofnaðar rannsókna-
stofnanir sem selja þjónustu sína
og góð tengsl háskólanna og fyrir-
BYGGÐAMALI FINNLANDI
Borgirnar
veita viðnám
Finnar hafa gengið í gegnum erfíðari aðlögun sinna gömlu atvinnu-
vega að nútímanum en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Öflugar
borgir út um landið veita hins vegar viðnám gegn fóiksflóttanum
frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og aðild landsins að
Evrópusambandinu hefur tryggfc fjármagn til atvinnuþróunar.
Helgi Bjamason hefur kynnt sér byggðamál í Finnlandi og ber
*
þau saman við aðstæður á Islandi.
lands. Hér á landi fer sjálfstæð
stofnun, Byggðastofnun, með
byggðamálin og yfír henni er póli-
tískt kjörin stjórn. Er því bæði
stefnumörkun og framkvæmd á
sömu hendi.
í Finnlandi fara ríkisstyrkir til
fyrirtækja í gegn um iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið og þróunar-
sjóðurinn KERA veitir lán og
ábyrgðir. Fjármálaráðuneytið
ákveður skattaívilnanir og ráðu-
neyti landbúnaðar og skógariðnað-
ar veitir lítilsháttar viðskiptaaðstoð
á sínu sviði.
Við endurskoðun byggðastefn-
unnar árið 1994 voru ákveðnar
talsverðar breytingar á fram-
kvæmdinni heima í héraði. Sér-
stakar héraðsnefndir sem myndað-
ar eru af sveitarstjórnum svæð-
anna undirbúa og samræma starf-
ið í sínu héraði, ekki síst við út-
gáfu byggðaþróunaráætlana af
ýmsu tagi. Áætlanirnar eru undir-
búnar í samvinnu við sveitarstjórn-
imar, ríkisvaldið, fyrirtæki og önn-
ur samtök. Héraðsnefndirnar
ákveða ekki framlög til verkefn-
anna nema að mjög litlu leyti en
vinna að því að finna aðila til að
leggja fram fjármagn á móti Evr-
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
>
>
>
MESTI byggðavandinn er í austur- og norðurhluta Finnlands. Þar er víða mikil fátækt í sveitum enda viðvarandi 20-25% atvinnuleysi. Hér
er verið að taka upp kartöflur með gamla laginu í Tohmajarvi, skammt frá rússnesku landamærunum í Kirjálahéraði.
tækjanna hefur styrkt atvinnulífið.
Nú eru svokallaðar sérfræðimið-
stöðvar sem settar hafa verið upp
víða um landið orðnar mikilvægur
þáttur í byggðastefnu Finna.
Harry Ekestam og félagar hans
í innanríkisráðuneytinu, Veijo Ka-
vonius framkvæmdastjóri byggða-
þróunar og Morten Johansson
framkvæmdastjóri NOGRAN, sem
er samstarfshópur embættismanna
um byggðaþróun á Norðurlöndun-
um, telja að byggðastefna og
stuðningur stjórnvalda við atvinnu-
þróun á landsbyggðinni hafí átt
þátt í því að stöðva hinn mikla
fólksflótta frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins sem áður
var áhyggjuefni. En fleira hafi
einnig komið til. Meðal annars
hafi þenslan í Helsinki og nágrenni
gert það að verkum að fyrirtækin
hafí talið hagkvæmt að flytja fram-
leiðslu sína út á land en vera áfram
með höfuðstöðvar í Helsinki. Einn-
ig hafi uppbygging opinberrar
þjónustu, á sviði heilsugæslu og
menntunar, skapað mörg ný störf,
ekki síst fyrir konur. Þeir segja
þó að áfram séu erfiðleikar á lands-
byggðinni, m.a. vegna mikils at-
vinnuleysis. Fólksflutningar haldi
áfram frá ákveðnum svæðum, þótt
það sé í minna mæli en stuncíum
áður, og hætta á að einstaka
byggðir leggist í eyði. Því sé áfram
þörf á byggðastefnu.
Breytingar á framkvæmd
Nokkrar breytingar hafa orðið
á framkvæmd byggðastefnu á und-
anförnum árum, meðal annars
vegna aðildar Finnlands að Evr-
ópska efnahagssvæðinu og þó
einkum með inngöngu landsins í
Evrópusambandið. Stór hluti
byggðastyrkjanna kemur nú frá
Evrópusambandinu. Sú breyting
hefur einnig orðið á framkvæmd-
inni að ekki er lengur gerð ein
stór byggðaþróunaráætlun heldur
eru margar mismunandi áætlanir
í gangi í einu, fyrir mismunandi
landshluta og verkefnasvið. Sem
dæmi má nefna sérstaka áætlun
fyrir Austur-Finnland þar sem at-
hugaðir eru möguleikar þess svæð-
is vegna opnunar landamæranna
að Rússlandi. Sérstök áætlun mið-
ar að því að landsbyggðin fái sinn
skerf af efnahagsbatanum og
svona mætti lengi telja.
Það er ótvíræður kostur við að
halda við byggð í öllu Finnlandi
að þar eru margar borgir og
dreifðar um allt landið. Þær veita
viðnám í fólksflutningunum, að
minnsta kosti um tíma. Menn hafa
verið að átta sig á þessu og hætt
að líta á þróunina í smáum eining-
um. Sjá að með því að styrkja
miðstöðvarnar er hægt að styrkja
héruðin. Dreifbýli í nánum tengsl-
um við öfluga miðstöð á meiri
möguleika en afskekktari byggðir.
Sumir halda því að vísu fram að
borgirnar veiti ekki varanlegt við-
nám, unga fólkið staldri þar við á
meðan það er að mennta sig en
leiti síðan til höfuðborgarinnar þar
sem fleiri tækifæri eru við þess
hæfi.
Finnland virðist þó standa betur
en ísland að þessu leyti. Hér á
landi eru bæirnir of smáir til þess
að hægt sé að bjóða unga fólkinu
nógu góð og fjölbreytt störf. Akur-
eyri er eini staðurinn sem nálgast
þetta en ef litið er á íbúaþróun þar
yfír nokkurra ára tímabil sést að
Akureyri er varla nógu stór til að
veita nauðsynlegt viðnám. Jákvætt
er að sú þróun sem orðið hefur á
síðustu árum í sameiningu fyrir-
tækja og sameiningu sveitarfélaga
hér á landi hefur leitt til fjölgunar
góðra starfa á stöðunum.
Stefnumörkun
og framkvæmd
Innanríkisráðuneytið í Finnlandi
fer með byggðaþróunarmál og fer
starfið fram í sérstakri deild ráðu-
neytisins. Þar vinna liðlega 40
menn. Ráðuneytið ber stjórnmála-
lega ábyrgð á mótun byggðastefn-
unnar, gefur út reglugerðir og
samræmir aðgerðir hinna ýmsu
ríkisstofnana á þessu sviði. Ráðu-
neytið sjálft hefur tiltölulega lítið
fjármagn til úthlutunar, liðlega
100 milljónir finnskra marka, eða
sem svarar innan við 1,4 milljörð-
um íslenskum, sem að mestu fer
til héraðsnefndanna svo þær geti
undirbúið ný verkefni. Aðrar stofn-
anir og ráðuneyti sjá því um meg-
inþættina í framkvæmd byggða-
stefnunnar. Þessi aðskilnaður póli-
tískrar stefnumörkunar og fram-
kvæmdar byggðastefnu er einmitt
megineinkenni á byggðastefnu
allra Norðurlandanna, nema ís-
ópusambandinu. Peningunum er
áfram úthlutað í ráðuneytunum. ,
Ríkisvaldið hefur síðan komið sér
upp sérstökum þverfaglegum >
svæðisskrifstofum með því að sam- }
eina útibú þriggja helstu ráðuneyt-
anna úti um landið. Tilgangurinn
er að samræma betur starf ráðu-
neytanna og stofnana á þeirra veg-
um. Þessar nýju skrifstofur voru
opnaðar nú í haust.
í byggðaþróunardeild innanrík-
isráðuneytisins fer einnig fram
ákveðin hugmyndavinna. Þar urðu |
til dæmis til áætlanir um sérfræði- |
miðstöðvar sem hrint hefur verið .
í framkvæmd með sérstaklega góð- P
um árangri. Sérfræðimiðstöðvarn-
ar eru víðsvegar um landið en
þjóna sumar stærri svæðum, eins
og sérfræðimiðstöð fyrir skógar-
iðnað, sérfræðimiðstöð fyrir ferða-
þjónustu og sérfræðimiðstöð fyrir
matvælaiðnað.
Byggðaþróunarsvæði )
Finnar þurf a að greiða háar fj ár- }’;
hæðir til Evrópusambandsins og )
fá í staðinn styrki, meðal annars
byggðastyrki. Viðkomandi land
eða svæði þarf að leggja fram
mótframlag, yfirleitt jafnt fram-
lagi ESB til viðkomandi verkefnis
og í sumum tilvikum þarf það að
vera hærra. Þróunin hefur orðið
sú, að sögn Harry Ekestam, að
meginhluti framlaga finnska ríkis- |;
ins til smárra og meðalstórra fyrir-
tækja fer sem mótframlag til verk-
efna sem ESB styrkir. Hann segir |
að þetta þurfi ekki að vera slæmt,