Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
ERLENT
MORGUNB LAÐIÐ
Norðmenn óttast afleið-
ingar kvótaskerðingar
Ósl<í. Morgunblaðið.
NIÐURSKURÐUR á þorskkvóta í
Barentshafí, sem ákveðinn var á
fundi ráðgjafanefndar Alþjóðahaf-
rannsóknarráðsins um síðustu
helgi, kann að minnka tekjur
norsks og rússnesks sjávarútvegs
um allt að 33 milljarða ísl. kr., að
því er fullyrt er í Dagens Nær-
ingsliv. Gert hafði verið ráð fyrir
um 890.000 tonna þorskkvóta en nú
mæla fískifræðingar ekki með að
veiðin fari yfír 540.000 tonn árið
1998. Norskir fiskifræðingar hafa
reynt að afsaka þennan mikla nið-
urskurð en ýmsir talsmenn í norsk-
um sjávarútvegi hafa brugðist illa
við honum.
Aðeins er um tillögu ráðgjafa-
nefndarinnar að ræða, endanleg
ákvörðun um kvótann verður tekin
í lok mánaðarins á fundi norsk-
rússnesku fiskveiðinefndarinnar í
Petrozavodsk í Karelíuhéraði í
Rússlandi í lok þessa mánaðar.
Yfirleitt hefur verið farið að tillög-
um ráðgjafanefndarinnar.
„Það er algerlega óviðunandi að
sjávarútvegurinn verði fyrir millj-
arðatapi vegna ófullnægjandi rann-
sóknaraðferða," sagði Audun
Marák, formaður Samtaka smá-
Fæðing í
háloftunum
PÓLSK kona ól í gær stúlkubarn
um borð í farþegaþotu ítalska
flugfélagsins Alitalia á leið frá
Bombay til Rómar, með milli-
lendingu í Kúveit. Konan var
komin átta mánuði á leið og fæð-
ingarhríðirnar hófust skömmu
eftir flugtak. Itölsk ljósmóðir var
um borð og tók á móti baminu
með aðstoð áhafnarinnar.
Farþegarnir fögnuðu ákaft
þegar þeir heyrðu barnið gráta
og flugstjórinn, sem heldur hér á
barninu, opnaði kampavínsflösku
til að allir um borð gætu skálað
fyrir fæðingunni.
bátaeigenda, í samtali við Aften-
posten. Marák óttast að margir
togarar verði nú bundnir við
bryggju hálft árið vegna niður-
skurðarins og segir marga útgerð-
armenn og eigendur smábáta
óánægða og jafnvel örvæntingar-
fulla vegna tillagna ráðgjafanefnd-
arinnar.
Oddmund Bye, formaður Norges
Fiskarlag, samtaka hagsmunaaðila
í norskum sjávarútvegi, varar hins
vegar við of hörðum viðbrögðum.
Segir Bye að þetta sé ekki í fyrsta
sinn sem sjávarútvegurinn lendi í
öldudal, og að hann muni án efa
komast upp úr honum sem fyrr. Þá
efast Bye um að fullyrðingamar í
Dagens NæringsUv um 33 millj-
arða tap eigi við rök að styðjast.
Rússar gera fiskifræðingum
erfitt fyrir
Fiskifræðingar sem rætt hefur
verið við í Noregi, viðurkenna að
þeir hafi komið sér í afar óþægi-
lega aðstöðu en segjast hafa reynt
að vara við niðurskurðinum á síð-
asta ári. Þá hafa þeir bent á að
erfitt sé að meta fiskstofnana í
Barentshafi út frá þeim gögnum
sem þeir hafi í höndum.
Rússar hafi neitað norskum
fiskifræðingum að gera athuganir
á yfirráðasvæðum sínum í Barents-
hafi og það hafi gert Norðmönnum
erfitt fjóár þar sem þeir hafi orðið
að byggja tillögur sínar á líkönum
sem gerð hafa verið um veiðar í
Norðursjó, að sögn Roald Waage,
forstjóra Hafrannsóknarstofnunar-
innar norsku.
Nyrup Rasmussen
Dagsetning atkvæða-
greiðslu
Kaupmannahöfn. Reuters.
POUL Nyrup Rasmussen, forsæt-
isráðherra Danmerkur, sagði í gær
að þjóðaratkvæðagreiðsla um Am-
sterdam-samninginn, nýjan
stofnsáttmála Evrópusambandsins,
yrði haldin 28. maí næstkomandi.
Rasmussen sagði að úrskurður
Hæstaréttar frá því á mánudag
breytti engu um þetta, en rétturinn
heimilaði að ESB-andstæðingar,
sem vilja að ESB-aðild Danmerkur
verði dæmd i andstöðu við stjórnar-
skrána, fengju aðgang að trúnaðar-
skjölum ríkisins, sem nýtzt geta
obreytt
sem sönnunargögn í málinu.
„Hæstiréttur býst sjálfur ekki
við seinkun [á dómsmálinu] þótt
andstæðingarnir fái aðgang að
nokkrum skjölum. Ég hef engin
áform um að breyta dagsetningu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar og lít
ekki svo á að ákvörðun réttarins
gefi tilefni til slíks,“ sagði Nyrup á
blaðamannafundi.
Hæstiréttur hefur gert ráð fyrir
að geta kveðið upp dóm í máli ESB-
andstæðinganna gegn ríkisstjórn-
inni í marz eða apríl næstkomandi.
Seðlabankastjóri ESB
Frakkar vilja Trichet
Boiin. Reutcrs.
FRANSKA ríkisstjórnin hefur til-
nefnt Jean-Claude Trichet í emb-
ætti aðalbankastjóra Seðlabanka
Evrópu, sem settur verður á stofn í
ársbyrjun 1999 er Efnahags- og
myntbandalag Evrópu (EMU) tek-
ur gildi.
Tilnefningin kemur nokkuð á
óvart, þar sem gengið hefur verið
út frá því að núverandi yfirmaður
Peningamálastofnunar Evrópu,
Hollendingurinn Wim Duisenberg,
verði fyrsti seðlabankastjóri Evr-
ópusambandsins.
Þýzk stjórnvöld neituðu í gær að
tjá sig um tilnefningu Trichets.
Þjóðverjar hafa lýst yfir stuðningi
við Duisenberg.
Santer hugreystir
Letta og Litháa
Vilnius, Riga. Reuters.
JACQUES Sant-
er, forseti fram-
kvæmdastj órnar
Evrópusam-
bandsins, hefur
reynt að stappa
stálinu í stjórn-
völd í Lettlandi
og Litháen á ferð sinni um Eystra-
saltsríkin undanfarna daga og út-
skýra fyrir þeim að þótt ESB hefji
ekki aðildarviðræður við þessi ríki
á næsta ári hafi engum dyrum ver-
ið lokað.
Undirbúningur gerir sama
gagn og viðræður
Santer kom til Vilnius, höfuð-
borgar Litháens, á mánudag og
ræddi við Algirdas Brazauskas
forseta. Brazauskas sagði eftir
fund þeirra að hann hefði reynt að
sannfæra Santer um að enginn
munur væri að ráði á Lettlandi og
Litháen annars vegar og Eistlandi
hins vegar, en framkvæmdastjórn-
in vill bjóða Eistlandi til aðildar-
viðræðna strax á næsta ári. Flest-
um ber líka saman um að Eistland
hafi ráðizt í langróttækustu mark-
aðsumbæturnar og sé þar af leið-
andi mun betur undir aðild að
ESB búið en ná-
grannaríkin í
suðri.
„Ferlið inni-
heldur og mun
áfram innihalda
alla umsækjend-
uma tíu frá
Austur- og Mið-Evrópu,“ sagði
Santer á blaðamannafundi í Viln-
ius. „Við útilokum engan og stund-
um er gott að rifja upp að undir-
búningur getur gert sama gagn og
viðræður."
Santer heimsótti Riga í Lett-
landi í gær og tók þar fram að ríkin
fimm, sem ESB hefur lýst yfir að
fái aðild að ESB í framtíðinni en
vill ekki hefja aðildarviðræður við
strax, muni áfram eiga aðild að
stækkunarferli sambandsins. ESB
myndi viðhalda tvíhliða samskipt-
um við hvert og eitt ríki og gefa ár-
lega út skýrslu um það hvernig
undirbúningur ríkjanna fyrir ESB-
aðild gengi. „Þetta er ekki lengur
spurning um hvort stækkun eigi
sér stað, heldur hvernig og
hvenær," sagði Santer. „Við sjáum
að Lettland hefur hafið virkan und-
irbúning til þess að geta gengið í
Evrópusambandið.“
EVRÓPA^
Fundi
Balkan-
ríkja lokið
LEIÐTOGAR ríkjanna á
Balkanskaga kváðust í gær
vona að hin blóðuga fortíð
svæðisins væri að baki og að
nú tæki við tímabil friðar og
hagsældar. Svo sagði í loka-
ályktun tveggja daga fundar
leiðtoganna á Krít. Þar áttu
forsætisráðherrar Grikklands
og Tyrklands ennfremur
einkafund, sem skilaði ekki
árangri. Kváðust ráðherramir
engu að síður myndu vinna að
því að draga úr spennu á milli
ríkjanna.
Ekki áhyggj-
ur af Jeltsín
SKURÐLÆKNIRINN, sem
skar Borís Jeltsín Rússlands-
forseta upp við hjartasjúkdómi
fyrir réttu ári, kvaðst í gær
„engar áhyggjur" hafa af
heilsufari forsetans. Jeltsín
hefði endurheimt vinnuþrek
sitt, það eina sem hann yrði að
gæta að, væri mataræðið.
Mótmæli í
Helsinki
FINNSKIR umhverfísvemd-
arsinnar hófu í gær sólar-
hringsmótmæli fyrir utan
bandaríska sendiráðið í
Helsinki. Sakar fólkið banda-
ríkjastjóm um að láta hjá líða
að draga úr útblæstri svokall-
aðra „gróðurhúsalofttegunda".
Gyðingaskrá í
Svíþjóð
EIN AF þeim skrám sem nas-
istar í Svíþjóð gerðu yfir gyð-
inga þar í landi, fannst í húsi
sem heyrði undir húsavernd-
unarlög. Sagt var frá skránni í
sænskum fjölmiðlum í vikunni
en sænskir nasistar tóku
skrárnar saman til að afhenda
þýskum stjórnvöldum, yrði
Svíþjóð hemumin.
Fiat-eigendur
yfirheyrðir
FRANSKA lögi-eglan hóf í
gær leit að bfl sem kunni að
hafa lent í árekstri við bíl
Díönu prinsessu í París í ágúst
sl. Verða eigendur um 40.000
hvítra Fiat Uno-bfla, fram-
leiddum á árunum 1983-1986
kallaðir til yfirheyrslu.
í síðustu viku hófst nám-
skeið við Berlínarháskóla um
Díönu, aðeins tveimur mánuð-
um eftir andlát hennar. Nefn-
ist námskeiðið: „Goðsagnir og
stjórnmál: Frá prinsessunni af
Wales til hjartadrottningar-
innar“.
Glasabörnum
fjölgar hratt
FÆÐINGUM í kjölfar glasa-
frjóvgunar hefur fjölgað um
25% í Bretlandi á einu ári.
Segja heilbrigðisyfii-völd þetta
til marks um að glasafrjóvgan-
ir heppnist oftar en áður og að
fleiri reyni þessa leið til að
eignast börn. Alls hafa um
20.000 glasabörn fæðst í Bret-
landi frá 1978, er fyrsta glasa-
barnið kom í heiminn.