Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Póstur og sími:
Davíð tók \
taumana
Halldór Blöndal samgönguráö
herra fór á fiind Davlös Oddssonar
forsætisráöherra t Ráöherrabú-
staönmn 1 gærmorgun. Skilaboöin
aö loknum fiindi voru á þá leiö að
Halidór var sendur heim til aö
vinna betur helmadæmin sin.
GRENJAÐU bara, ómyndin þín. Þú veist að „svona gera menn ekki“.
Blað allra landsmanna!
- kjarm malsms!
Efling rannsóknartengds framhaldsnáms
Leitað til fyrir-
tækja og stofnana
með námsstyrki
Stjóm Rannsókna-
námssjóðs og Rann-
sóknarráð íslands
gerðu tilraun á þessu ári
með að leita samstarfs um
styrki sem auglýstir voru
nýlega. Með þessu fram-
taki var verið að stuðla að
aukinni samvinnu í rann-
sóknum og þróun milli fýr-
irtækja, stofnana og há-
skóla.
Anna Soffía Hauksdóttir
er formaður stjómar Rann-
sóknanámssjóðs. Hún segir
að Rannsóknanámssjóður
hafi verið stofnaður með 8
milljón króna framlagi sem
hækkað var í 25 milljónir
á fjárlögum árið 1994.
„Með stofnun sjóðsins var
vísindaleg framhalds-
menntun á háskólastigi
efld, fyrst með styrkjum til meist-
aranáms við háskólann en nýlega
með útvíkkun sem nær til meist-
ara- og doktorsnáms við hérlenda
háskóla og erlenda.
- Hefur verið mikið sótt um
styrki?
„Það hefur verið gríðarleg eft-
irspurn og við teljum ríka ástæðu
til að efla sjóðinn. Þessi styrkir
eru tvímælalaust góð fjárfesting
og mikil og góð rannsóknavinna
fæst unnin á hagkvæman hátt.
Frá upphafi hefur fjórum sinnum
verið úthlutað úr honum, alls 107
milljónum króna.“
Anna Soffía segir að síðast
þegar styrkir voru veittir hafi 44
af um 70 umsóknum komið sterk-
lega til greina. „Því miður höfðum
við einungis fjármagn til að veita
20 umsækjendum styrki."
- Hversvegna var ákveðið að
leita til fyrirtækja og stofnana
eftir stuðningi?
„Ástæðurnar eru nokkrar. í
fyrsta lagi þá hafa fyrirtæki og
stofnanir í þónokkrum mæli
styrkt nemendur. Kosturinn við
að gera þetta í gegnum sjóðinn
er að þá fara styrkveitingar í
ákveðinn farveg og auglýst verð-
ur eftir styrkþegum sem keppa
síðan um styrki á jafnréttis-
grunni. Annar kostur við þetta
fyrirkomulag er að sjóðurinn set-
ur strangar gæðakröfur og gerir
miklar kröfur til bæði nemanda,
leiðbeinanda og verkefnis. Við
teljum því að þetta fyrirkomulag
sé fyrirtækjum og stofnunum í
hag því verkefnin hafa allar for-
sendur til að ganga vel.“
Anna Soffía segir að tengsl
háskóla við atvinnulíf séu mikil-
væg. „Með þessu móti fá fyrir-
tæki inn til sín nemendur sem
eru að vinna að mikil-
vægum verkefnum fyr-
ir viðkomandi fyrirtæki
eða stofnun.
- Hvernig hafa við-
brögð fyrirtækja og
stofnana verið?
„Eftir að hafa núna unnið í
nokkra mánuði að kynningu þess-
ara nýju svokallaðra FS styrkja
hafa tólf fýrirtæki og stofnanir
ákveðið að taka þátt í þessu með
okkur. Fleiri eru í farvatninu.“
- Hvernig er fyrirkomulagi
styrkjanna háttað?
„Rannsóknanámsjóður og
Rannsóknaráð íslands, ásamt
viðkomandi fyrirtækjum og
stofnunum auglýstu þessa styrki
til umsóknar sameiginlega. Um-
sóknir fara síðan í strangt mat
þegar þær berast og að því loknu
verður mælt með veitingu styrks
eða höfnun.“
Anna Soffía Hauksdóttir
► Anna Soffía Hauksdóttir
fæddist 7. júní árið 1958. Hún
lauk rafmangsverkfræðiprófi
frá Háskóla Islands árið 1981
og meistara- og doktorsprófi í
stýritækni árið 1983 og árið
1987 frá Ohio State University.
Hún tók til starfa þjá Kerfis-
verkfræðistofu Verkfræði-
stofnunar Háskólans að loknu
námi. Anna Soffía varð pró-
fessor við rafmagnsverkfræði-
skor verkfræðideildar árið
1988 og hefur jafnframt verið
forstöðumaður Kerfisverk-
fræðistofu frá árinu 1992.
Eiginmaður Önnu Soffíu er
Þorgeir Óskarsson sjúkraþjálf-
ari og eiga þau tvö börn.
Ráðstöfun-
arfé sjóðsins
næstum tvö-
faldast
Anna Soffía segir að þegar
búið sé að mæla með umsóknum
sé veiting styrks háð endanlegu
samþykki fyrirtækis eða viðkom-
andi stofnunar. Ef að veitingu
styrks verður greiða fyrirtæki
eða stofnanir til rannsóknar-
námssjóðs sem greiðir síðan
styrkhafa.
- Hversu háar fjárhæðir er
um að ræða til hvers og eins?
„Hver styrkur er Ein til tvær
milljónir á ári en inni í þeirri fjár-
hæð er gert ráð fyrir fram-
færslu, leiðbeingakostnaði,
kostnaði vegna námskeiða og
rekstrarkostn aði. “
- Nú eru þetta flest styrkveit-
ingar á sviði raungreina og verk-
fræði. Hvað með styrkveitingar
á sviði félagsvísinda og hugvís-
inda?
„Við höfum mikinn áhuga á
að leita til fyrirtækja og stofnana
á sviði heilbrigðisvísinda, hug-
og félagsvísinda. Við
munum halda áfram
að vinna að því og
höfum fengið Rann-
sóknaþjónustu Há-
_________ skólans í lið með okk-
ur. “
- Hversu háar fjárhæðir söfn-
uðust hjá fyrirtækjum og stofn-
unum að þessu sinni?
„Ef allir styrkir ganga út erum
við að tala um fjárhæðir á bilinu
15-20 milljónir. Það þýðir í raun
að við erum næstum að tvöfalda
ráðstöfunarfé sjóðsins ef vel
tekst til. Ef hægt væri síðan að
auka grunnfjárveitingu til Rann-
sóknanámssjóðs þannig að unnt
væri að veita til dæmis 50%
mótframlag á móti fyrirtækjum
og stofnunum fengjum við áreið-
anlega mjög marga í lið með
okkur. Þannig myndi ráðstöfun-
arfé sjóðsins aukast verulega."