Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 3T_
MINNINGAR
BJORN VALBERG
JÓNSSON
MARINÓ KRISTINN
BJÖRNSSON
+ Björn Valberg Jónsson
fæddist á Siglufirði 22. ág-
úst 1959. Marinó Kristinn Val-
berg Jónsson fæddist í Reykja-
vík 24. febrúar 1995. Þeir lét-
ust af slysförum 9. október síð-
astliðinn og fór útför þeirra
fram frá Fossvogskirkju 27.
október.
Það var aðfaranótt föstudagsins
10. október að síminn á náttborðinu
hjá mér hringdi. Það var verið að
færa mér hörmulega frétt, að vísu
hafði ég heyrt í kvöldfréttum sjón-
varpsins að dauðaslys hefði orðið
fyrr um kvöldið og tveir hefðu lát-
ist. Það síðasta sem ég sagði áður
en ég fór að sofa var að ég vonaði
að þarna væri enginn sem ég þekkti.
En svo var ekki. Þarna höfðu látist
feðgarnir Björn Valberg og Marinó
litli sonur hans aðeins á þriðja ári.
Ég svaf ekki meira þá nóttina.
Bjössa kynntist ég árið 1972
þegar að ég varð tíður gestur á
heimili Siggu og Nonna foreldra
Bjössa, þá nýgift móðurbróður
hans. Bjössi var elstur barna þeirra,
en þá voru drengirnir orðnir JQórir,
hressir og tápmiklir strákar sem
engin lognmolla var yfir. Loks
fæddist prinsessan í hópnum og
síðast einn drengur til viðbótar.
Bjössi var blíður og góður drengur,
atorkusamur og átti gott með að
kynnast fólki og eignast vini. Lífs-
hlaupi hans fylgdumst við hjónin
með og oft leitaði hann til okkar
til að ræða málin og fá okkar álit,
það þótti okkur vænt um.
Hann hóf sambúð með Lindu
Hólm og eignuðust þau tvö börn
saman, þau Guðjón og Sigríði.
Seinni sambýliskona Bjössa var
María K. Þorleifsdóttir og eignuð-
ust þau saman Marinó litla sem var
augasteinn pabba síns eins og hin
bömin hans tvö, en hann lét lífið
með pabba sínum í þessu hörmulega
slysi.
Það er svo margt sem flýgur í
gegnum hugann þegar maður sest
niður og fer að hugsa til baka. Ég
vil sérstaklega þakka fyrir þann
tíma sem ég kynntist Bjössa sem
best. Það var þegar hann stóð á
tímamótum í lífi sínu og var að
flytja til Reykjavíkur. Þá bjó hann
um tíma hjá okkur fjölskyldunni í
Kópavoginum. Þá tengdumst við
sterkum vináttuböndum og börnin
okkar þrjú kynntust góðum frænda
sem átti eftir að verða mikill vinur.
Við, íjölskyldan, kveðjum góðan
dreng sem vissulega átti sína erfið-
leika í lífínu en tókst á við þá af
hetjuskap, góðan frænda og vin.
Elsku Mæja og dætur, Sigga,
Nonni, Guðjón, Sigga litla og aðrir
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. { mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
aðstandendur, megi algóður skapari
okkar á himni styrkja ykkur í hinni
miklu sorg ykkar. Minnumst orða
Páls postula í Filipíbréfinu 4:13:
„Allt megna ég fyrir hjálp hans sem
mig styrkan gjörir." Höldum áfram
að lifa og hlúum hvert að öðru og
treystum því að Guð muni minnast
feðganna í upprisunni á hinum efsta
degi.
Helga, Tryggvi, Anna, Lóa
og Kristján.
Nýlega kvöddum við fyrrverandi
vinnufélaga og litla vininn okkar.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann en erfitt er að
tjá sig á hörmungarstundu.
Þeir voru teknir frá okkur allt
of fljótt og allt lífið framundan. Við
vonum að góðar minningar hjálpi
okkur öllum að komast yfir þennan
mikla missi.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftár bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja
að sumarið, það líður alltof fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjömumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað,
sameinað
beggja sál.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Elsku Maja og fjölskylda. Við
vonum að algóður Guð gefi ykkur
styrk. Blessuð sé minning þeirra.
Starfsfólk Videoljónsins.
SVERRIR
JÓNSSON
+ Sverrir Jónsson fæddist í
Óspaksstaðaseli í Húna-
vatnssýslu 6. desember 1937.
Hann lést 15. október síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Húsavíkurkirkju 25. október.
Bláir era dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn,
hljóðar eru nætur þínar,
létt falla ðldumar
að innskeijum
- hvít era tröf þeirra
(Hannes Pétursson.)
Þessi friðsæla náttúrustemmning
leitar á hugann þegar ég reyni að
finna hugsunum mínum form í
kveðju til vinar míns, Sverris Jóns-
sonar. Þó hér sé vísað til vorsins,
geta nætumar verið kyrrar og
hljóðar að hausti, himinninn heiður
og stjörnumar bjartar, og víst geta
öldurnar fallið létt að vetumóttum.
En oft er þó falinn í trafi þeirra
tregablandinn þungi hins hverfula
og óútreiknanlega. Engan mann hef
ég þekkt sem hafði jafneinlæga til-
finningu fyrir fegurð náttúrunnar.
Hún fyllti hann andagift og friði.
Það var friður yfir ásjónu hans þar
sem hann var kallaður til hvíldar í
faðmi íslenskrar náttúru.
Sverrir fæddist 6. desember 1937
á Óspakstaðaseli í Húnavatnssýslu.
Hann fluttist ungur með foreldmm
sínum og systkinum að Múla í Dýra-
firði og ólst þar upp. Hann unni
mjög heimabyggð sinni, enda átti
hann góðar endurminningar frá
uppvaxtarárum sínum. Sverrir var
yngstur í hópi fimm systkina,
tveggja bræðra og þriggja systra.
Ein systirin lést í fæðingu og þeir
bræðumir eru nú báðir látnir.
Sverrir var ekki skólagenginn mað-
ur, var tvo vetrarparta í barnaskóla
og einn vetur að Reykjanesi við
ísafjarðardjúp. Hann var hins vegar
vel menntaður af sjálfsnámi. Á
heimaslóðum stundaði hann land-
búnaðarstörf, ýmiskonar verka-
mannavinnu og bifreiðaakstur.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
PÁLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ásgarði 157,
Reykjavik,
lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 3. nóvem-
ber.
Aðstandendur.
+
Systir okkar,
HALLDÓRA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
frá Stakkadal á Rauðasandi,
til heimilis
á Grettisgötu 33,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum mánudaginn
3. nóvember.
Jarðarförin verður tilkynnt síðar.
Systkini hinnar látnu.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍSABETH (SYA) THORLÁKSSON,
áður til heimilis
í Eikjuvogi 25,
lést á heimili sínu, Slagelse í Danmörku, mánudaginn 3. nóvember.
Stella Guðmundsdóttir, Pálmi Gíslason,
Jens Björn Guðmundsson, Mona Thorlaksson,
Sýbilla Guðmundsdóttir, Grímur Magnússon
og barnabörn.
Á ísafirði kynntist Sverrir konu
sinni, Þómýju Björnsdóttur. Hún
er Húsvíkingur en hafði farið til
náms við Húsmæðraskólann Ósk á
ísafirði haustið 1960. Þau gengu í
hjónaband á Húsavík 10. júní 1962,
hófu búskap á ísafirði, en fluttust
síðan alkomin hingað árið 1963.
Fyrstu árin á Húsavík bjuggu ungu
hjónin í Möskva hjá foreldrum
Þómýjar, Vilborgu Þórarinsdóttur
og Birni Stefánssyni. Samband
Sverris við tengdaforeldrana varð
strax mjög náið og reyndist hann
þeim alla tíð sem besti sonur. Árið
1971 keyptu fjölskyldurnar saman
húsið Laugarbrekku 1, og þar hefur
heimili þeirra verið síðan.
Fljótlega eftir komuna til Húsa-
víkur fór Sverrir að vinna á Sauma-
stofunni Fífu. Hann var um árabil
fulltrúi á pósthúsinu á Húsavík.
Árið 1981 hóf hann störf sem inn-
heimtustjóri hjá Húsavíkurkaup-
stað. Því starfi gegndi hann til
dauðadags. Við vinnufélagar á bæj-
arskrifstofunni söknum vinar og
dugandi starfsmanns. Sverrir lét til
sín taka í félagsmálum starfsmanna
bæjarins, var um tíma formaður
starfsmannafélagsins og hafði yfír-
gripsmikla þekkingu á lífeyrismálum
starfsmanna.
Áhugamál Sverris vom fjölmörg.
Ferðafélag Húsavíkur naut áhuga
hans og starfskrafta, sömuleiðis
Leikfélag Húsavíkur og sat hann í
stjóm beggja þessara félaga um
skeið. Hann starfaði nokkuð með
Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur, var í
framboði til bæjarstjómar og sat
nokkra fundi sem varabæjarfulltrúi.
Árið 1985 gekk hann í Frímúrara-
stúkuna á Húsavík. Þeim félagsskap
vann hann af einstakri fórnfysi og
gegndi þar trúnaðarstörfúm.
Tenórrödd Sverris var falleg.
Hann hafði yndi af söng og hlust-
aði mikið á tónlist, sérstaklega ein-
söngvara og kórsöng. Nágrannamir
vissu vel að Sverrir tók gjarnan
lagið í baði. Ljóð og kveðskapur
vom í miklu uppáhaldi hjá honum.
Hann kunni kynstrin öll af kvæðum
og átti það til, upp úr eins manns
hljóði, að flytja okkur starfsfélögun-
um heilu bálkana. Hann setti sjálfur
saman vísur, þó hann fllkaði því
lítt. Sverrir var göngugarpur og __
útivistarmaður, smiður góður og lék
allt í höndunum á honum til við-
gerða, bæði vélar og rafmagnstæki.
En hans stóra áhugamál og lífs-
hugsjón var velferð fjölskyldunnar.
Samband þeirra hjónanna var mjög
einlægt og traust, og börnin og
bamabömin áttu hug hans allan.
Þijú bamabörn sem búsett em hér
á Húsavík voru heimagangar hjá
afa og ömmu. Og ég heyrði það á
röddinni, að hann hlakkaði mikið
til komandi jóla, þegar hann sagði
mér að Ragnheiður, sem er búsett
í Svíþjóð, ætlaði að koma með börnl '
in og dvelja hjá þeim um jólin. Á
síðasta sumri skipulagði Sverrir
ættarmót. Þau systkinin höfðu ekki
áður komið saman ásamt öllum fjöl-
skyldumeðlimum. Þarna urðu miklir
fagnaðarfundir og Sverrir hrókur
alls fagnaðar. Hending ræður oft
atburðarás, í þetta skipti til blessun-
ar, því rætt hafði verið um að halda
þetta ættarmót á næsta sumri,
1998, og heiðra um leið aldarminn-
ingu foreldra þeirra systkina.
Leiðir okkar Sverris lágu saman
I leikfélaginu fyrir margt löngu.
Enn nánari varð vináttan þegar við
fórum að vinna saman í Frímúrara-
reglunni. Og síðastliðin sjö ár höf-
um við verið vinnufélagar á bæjari"'
skrifstofunni á Húsavík. Mér var
mikill styrkur að þekkingu hans
þegar ég kom til starfa sem bæjar-
stjóri. Hann átti auðvelt með að
leiðbeina og var samviskusamur og
traustur. Minnisstæðastar eru mér
gönguferðirnar sem við fórum sam-
an, þá sveif oft ljóðræn andagift
yfir vötnunum. Sverrir Jónsson var
borinn til grafar frá Húsavíkur-
kirkju laugardaginn 25. október sl.
Góðar stundir, bróðir minn. Ég
bið þess að friður haustsins og feg*
urð himinsins fylgi sál þinni um
bláa dali til austursins eilífa.
Við Sigurbjörg vottum Þórnýju,
dætrum, tengdasonum, afabörnum
og öðrum vandamönnum okkar
dýpstu samúð. Ég flyt einnig inni-
legar samúðarkveðjur frá vinnufé-
lögum hjá Húsavíkurkaupstað.
Einar Njálsson.
+
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR INGI JÓNSSON
frá Múla, Vestmannaeyjum,
til heimilis í Fannborg 1,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópa-
vogi fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.30.
Heiður Aðalsteinsdóttir,
Ólafía Kristín Sigurðardóttir, Böðvar Jónsson,
Vilborg Sigurðardóttir,
Kjartan Leifur Sigurðsson,
Ólafur Kristinn Sigurðsson,
Hlöðver Sigurðsson,
Valdimar Sigurðsson,
Sigríður Sigurðardóttir,
Jón Snorri Sigurðsson,
Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir,
Vilborg Baldursdóttir,
Lilja Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
HANNA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Ásfelli,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn
7. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Minningarsjóð um móður hennar, Sigrfði R.
Sigurðardóttur. Minningarkort fást í Bókaskemmunni.
Ágúst Hjálmarsson,
Jóhann Ragnar Ágútsson, Sunna Davíðsdóttir,
Sunneva, Hanna Bára og
Sæunn Jódís Jóhannsdætur,
Elisabet Jóhannsdóttir.