Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 35
TWT70K0V MORGUNBLAÐIÐ wor w’nn'nrA” ' Is-‘ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 35 AÐSENDAR GREINAR ------- Upphækkoöur vcguf -------Skiö ......- Hóspemxjlina FRAMTÍÐARSÝN. Breytingar vatnsvega og samgöngubætur á miðhálendinu TILLAGA er fram komin um línustæði milli væntanlegrar Fljótsdalsvirkjunar og Akureyrar, um Möðrudal vestur í Suð- urárbotna með tengi- stöð við Sprengisands- línu sunnan Svartár- kots, þá þvert yfir Bárðardal, upp Litlu- vallafjall og úteftir því. Þetta línustæði er í and- stöðu flestra Bárðdæl- inga og fleiri, einnig telst það erfítt og um- hverfisspillandi, vega- gerð mjög dýr og óhag- kvæmt vegstæði með tilliti til samgöngubóta, sem ættu þó að falla að línuvegagerð, sérstak- lega í óbyggðum. Hagkvæmt línu- og vegstæði Framtíðarstaðsetning háspennu- línu ásamt tilheyrandi vegagerð (síð- ar þjóðvegur): Norður um Sprengi- sand vestan Fjórðungsöldu, austur yfir Skjálfandafljót um Hitalaugar- drag (forn biskupavegur) að Sandm- úladalsárdrögum, NV af Þríhyrn- ingi. Þar myndi þriggja línu tengi- stöð verða staðsett, þaðan til Fljóts- dals um Ódáðahraun sunnan Dyngjufjalla að brú á Jökulsá á Fjöll- um, síðan norðan Fögrufjalla að væntanlegri stíflu sunnan Kára- hnjúka, þá austur á Fljótsdalsheiði að Laugarfelli og þaðan á virkjunar- stað í Fljótsdal. Eyjafjarðarlína frá áðurnefndri línusamtengingarstöð lægi NV yfir Skjálfandafljót að Ytri- mosum í Mjóadal, norður eftir hon- um að Klukkufjalli, þar upp á Litlu- vallafjall, út eftir því og síðar eftir Vallarijalli að Hellugnúpsskarði en þar er komið að byggðalínu sem ligg- ur greiðustu leið til Akureyrar. Með slíkri samtengingu rafaflsins er sama hvort verksmiðjur rísa austan, sunnan eða norðanlands. (Sjá með- fylgjandi teikningu.) Hálendisvegur suður úr Mývatnssveit Slóð frá Mývatni suður á Sprengi- sand vestan eða austan Sellandafjalls um Suðurárbotna eftir vörðuðum biskupavegi yfir Suðurárhraun í Breiðdal, síðan að Sandmúladalsár- upptökum NV Þríhymings með teng- ingu þar við Öskjuslóð F910. Þessi slóð kæmi ferðamönnum verulega til bóta, sérstaklega ef núverandi brú á Skjálfandafljóti yrði flutt á betra brú- arstæði, sem er norður við Hraun- kvíslar. (Stóraflæða). Þá myndi þessi braut auðvelda bændum og Land- græðslunni aðkomu að uppblásturs- svæðum á þessum slóðum, en þama er verið að hefta sandfok, sem veldur eyðingu veikburða gróðurs á afrétt- um Mývetninga, en berst síðan með Kráká í vélar Laxárvirkjunar og veld- ur skemmdum, einnig spillir sand- burður fiskigengd árinnar. Þórisvatnsmiðlun styrkist verulega í haust lýkur stíflugerð í Þjórsá austan Hofsjökuls og renna þá upp- takskvíslar hennar suður Holta- mannaafrétt um Kvíslaveituskurði til Þórisvatns, sem er aðal vatnsforða- búr núverandi orkuvera og til framtíðar, einnig mun Hágöngulónsmiðl- un, sem nú er í fram- kvæmd, auðvelda stýr- ingu vetrarrennslis til orkuveranna 1999. Vegna breyttra vatns- vega hafa eftirtaldar brýr verið reistar og uppbyggður vegur úr byggð norður að Háu- mýrum. 1. Yfir Þjórsárskurð við Háumýrar. 2. Yfir Eyvindarkvísl- arskurð. 3. Yfir Stóravers- skurð. 4. Yfir Þórisósskurð (úr Sauða- fellslóni í Þórisvatn). 5. Yfír Vatnsfellsskurði ofan Sig- öldulóns. Þörf er á brú yfir Köldukvísl milli Búðarháls og Þóristungna, væri þá Með slíkri samtengingu rafaflsins er sama, segir Halldór Eyjólfsson, hvort verksmiðjur rísa austan-, sunnan- eða norðanlands. vel séð fyrir umferðarþörf afréttar- notenda (Ása og Djúphreppinga), og einnig þeirra er hyggja á mann- virkjagerð við Þjórsá norðan Búðar- háls, svo og almennum Sprengi- sandsferðum. Forn biskupavegur aftur í notkun Slóð var rudd í sumar frá Þjórsár- stíflu við Háumýrar norður eftir forna biskupaveginum að vaði á Fjórðungakvísl, þaðan er ágæt slóð að Nýjadal, u.þ.b. 10 km, einn km vestan vaðsins er Sprengisandslinu- stæði ásamt kjörnu brúarstæði. Ætla má að rudd slóð frá Fjórðunga- kvísl að Fjórðungsvatni (nálægt línu- stæðinu) komi næsta sumar og þá fljótlega brú á kvíslina sem yrði framtíðarsamgöngubót á miðhálend- inu, svo nefnd Nýjadalsleið (eða Ölduleið) og Sprengisandsvegur koma saman við Fjórðungsvatn að norðan en að sunnan við Stóraver. Tengislóðir eru frá Eyvindarkofaveri austur að Kistuöldu og áfram að stíflugerð við Syðri-Hágöngu, einnig upp með Fjorðungakvísl að sunnan, að skála FÍ við Nýjadal. Fyrsta ferð á bíl yfir Sprengisand Mjög sterkar líkur eru á því að fyrsta ferð á bíl norður Sprengisand hafi verið farin eftir þessum forna þjóðvegi. Ferðin var farin 14. ágúst 1933 frá Reykjavík og komið til Akur- eyrar 22. ágúst. Þátttakendur voru Einar Magnússon, Valdimar Svein- björnsson, báðir kennarar við MR, Sigurður Jónsson frá Laug, bílstjóri, og Jón Víðis, vegagerðarmaður. Höfundur er áhugnmndur um umhverfis- og samgöngumál. Halldór Eyjólfsson Síðkomnar aukaverkanir eftir meðferð hvítblæðis HÉR á landi greinast að jafnaði 9 börn með krabbamein á ári, af þeim fá um þijú hvítblæði, tvö fá heilaæxli og síðan dreifast tilfellin á aðrar tegundir krabbameina. Margrét Þorvaldsdóttir ræddi við sérfræðinga um krabbamein hjá börnum og helstu ástæður fyrir síðkomnum aukaverkunum. Fyrir um þrem áratugum var lífsvon bama, sem fengið höfðu hvítblæði, mjög lítil en með bættum árangri í meðferð síðustu áratugina hafa batahorfur þeirra stóraukist og fá nú um 75 prósent þessara barna fullan bata. Við krabbameinsmeðferð eru gefin sterk lyf og oft geislun. Á seinni ámm hafa menn veitt því athygli, að hjá mörgum börnum og unglingum sem höfðu læknast af krabbameini, hafa komið fram aukaverkanir jafnvel mörgum ámm eftir að meðferð lauk og tengjast þær ekki aðeins líkamleg- um þáttum heldur einnig huglæg- um þáttum og félagslegum. Valur Helgi Kristinsson lækna- nemi kynnti niðurstöður rannsókn- ar á síðkomnum aukaverkunum eftir meðferð á hvítblæði í æsku, á ráðstefnu í læknadeild Háskóla íslands í vor. Rannsóknin var 4. árs rannsóknaverkefni hans og vann hann það undir leiðsögn sér- fræðinga í krabbameinslækning- um, þeirra Jóns R. Kristinssonar, Guðmundar K. Jónmundssonar, Ólafs G. Jónssonar og Árna V. Þórssonar og Ásgeirs Haraldsson- ar, prófessors og forstöðulæknis. Einnig veitti Félag krabbameins- sjúkra barna rannsókninni stuðn- ing. Rannsóknin náði yfir 10 ára tímabil árin 1981-1990. Á þessu tímabili hafði 31 bam yngra en 15 ára fengið hvítblæði og þar af lifðu 24 böm. Þátttakendur tóku þátt i margvíslegum rannsóknum og prófunum og var m.a. verið að kanna aukaverkanir og áhrif krabbameinsmeðferðar á huglæga þætti, aðlögun og árangur í skóla. Aukaverkanir voru ekki vandamál áður því sjúklingar lifðu sjúkdóminn ekki af „Aukaverkanir í kjölfar meðferð- ar voru ekki vandamál fyrir þrem áratugum einfaldlega vegna þess að börnin lifðu sjúkdóminn ekki af,“ sagði Valur þegar rætt var við hann og leiðbeinendur hans um krabbamein hjá börnum og helstu ástæður fyrir þessum síðkomnu aukaverkunum. Sérfræðingamir sögðu að krabbameinslyfm væm mjög sterk, þau væm blanda margra lyfja sem hafa þann tilgang að eyða öllum illkynja fmmum í líkamanum. Mikl- ar breytingar hafi orðið á meðferð og árangri, sérstaklega eftir 1980. Ný lyf hafa ekki komið á markaðinn síðustu 10-15 árin en menn hafi lært að nota þau á markvissari hátt en áður. Ásgeir sagði að einnig hefðu opnast betri möguleikar á að meðhöndla aukaverkanimar. - Hvort eru það geislamir eða lyfin sem valda meiri skaða? Sérfræðingarnir segja að börn sem hafa fengið geislun virðast hafa orðið fyrir meiri skaða þegar til langs tíma er litið. Geislun er notuð minna en áður og er reynt að draga jafnt og þétt úr henni. Ljósmynd Ásdis ÁSGEER Haraldsson, Ólafur G. Jónsson, Guðmundur K. Jónmunds- son og Jón R. Kristinsson og Valur H. Kristinsson fyrir miðju. Batahorfur barna með hvítblæði hafa stórauk- ist, segir Margrét Þor- valdsdóttir, og nú fá um 7 5 prósent þessara bama fullan bata. Ólafur sagði að aukaverkanir sem koma fram strax við geislun hyrfu fljótt, það væru aukaverkanirnar sem koma fram löngu síðar sem þeir hefðu áhyggjur af. Valur segir að auðveldara sé að vinna bug á bráðahvítblæði hjá börnum en hjá fullorðnum. Fram- farir í krabbameinsmeðferð hafa verið langmestar hjá börnum og hafa þær orðið fyrirmynd að krabbameinsmeðferð fullorðinna. Hann bætir við að árangur krabba- meinsmeðferðar sé einna bestur hér á Norðurlöndunum. Hvítblæði er greint í bráðahvít- blæði og langvinnt hvítblæði. Bráða- hvítblæði er langalgengast hjá böm- um og er auðveldara að lækna það. 50% bama sem fá sjúkdóminn eru aðeins 2ja-3ja ára gömul. Nauðsynlegt er að fylgjast með aukaverkunum Sérfræðingamir segja mikilvægt að meta áhrif þeirrar meðferðar sem börnin þurfa að ganga í gegnum. Þessum bætta árangri hafa fylgt aukaverkanir sem hafa áhrif á vöxt og þroska barna, andlegan og lík- amlegan. Fúllorðnir verða ekki fyrir sömu aukaverkunum, þar sem þeir hafa þegar tekið út vöxt sinn og þroska. Böm aftur á móti eru að vaxa og þroskast og hafa hraða frumuskiptingu. Hjá þeim em vaxt- artruflanir því algengar á meðan á meðferð stendur. Sérfræðinga greinir á um hvort orsaka þess sé aðallega að leita í sjúkdómnum sjálf- um, geisla- eða lyfjameðferðinni, slæmu næringarástandi eða sýking- um. Flestir telja geislunina valda mestum skaða, einkum ef um geisl- un á höfuð er að ræða, og einnig að lyfjameðferðin taki sinn toll. Flest bömin í rannsókn Vals náðu eðlilegri hæð eftir lyfjameðferðina. Raunar er ekki vitað með vissu hvað það er í lyfjameðferðinni sem hægir á vextinum, en hluti orsakar- innar er steramir. Heildargeislun á miðtaugakerfið og á vaxtarlínur beina getur valdið því að böm þurfa að fá vaxtarhormón til að ná upp vaxtarhraðanum. Stúlkur virðast vera sérstaklega viðkvæmar fyrir þessum áhrifum á beinin. Offita virðist einnig vera algeng aukaverkun og flestir telja að ster- arnir valdi því, jafnvel þó að þyngd- araukning haldi áfram löngu eftir að lyfjagjöf er lokið. Menn vita að langtímameðferð hefur áhrif á innkirtlakerfið og vaxtarhormón hafa áhrif á fituvef og skortur á einu þeirra getur valdið offitu. Einnig er talið mögulegt að foreldr- ar láti of mikið eftir börnum sínum og þau hreyfí sig ekki nóg. Hvað huglæga þáttinn snertir, segja sérfræðingarnir og Valur að komið hafi fram í öðmm rannsókn- um að börn sem hafa þurft að yfír- vinna erfiða sjúkdóma, þurfi oft á meiri hjálp að halda í skóla en jafn- aldrar þeirra. Ekki er ljóst hver orsökin er, hvort hana megi rekja til beinna skaðlegra áhrifa sjúk- dómsins sjálfs, til meðferðarinnar eða félagslegra þátta sem óhjá- kvæmilega fylgja langri legu barna á sjúkrahúsum. Mjög algengt er að börn sem læknast hafa af krabbameini eigi erfitt með að ein- beita sér og vinna undir álagi og er algengast að það komi fram i lestri og í stærðfræði. Rannsókn Vals leiddi í ljós að mörg þeirra þurftu á stuðningskennslu að halda eða töldu sig hafa þurft meiri stuðning við námið. í skólakerfinu verða fleiri böm sem lifað hafa af krabbamein en sjónskert og heyrnarskert „Okkur finnst að þessar niður- stöður gefi tilefni til að álykta að meðferðin taki sinn toll, “ sagði Ásgeir, „þessi börn þurfa oft að liggja langtímum saman á sjúkra- húsum, þau missa úr skóla og verða fyrir ákveðinni félagslegri einangr- un. Það er því mikilvægt að skóla- kerfið átti sig á því, að eftir svona áfall og mjög stranga meðferð þarf að aðstoða þessi böm við að kom- ast á réttan kjöl aftur." Hann seg- ir að fyrirhugað sé að nota langtíma rannsókn Vals til að skipuleggja eftirlit með börnum eftir krabba- meinsmeðferð. Valur segir að reiknað hafi verið út að árið 2000 verði 1 af hveijum 1000 fullorðnum á aldrinum 20-29 ára læknaðir af krabbameini. Einn- ig megi búast við því að i náinni framtíð verði í skólakerfinu álíka mörg böm læknuð af krabbameini og sjónskert börn og heymarskert. Hann segir einnig mjög mikilvægt að börnin fái stuðning foreldra sinna við að ná eðlilegum þroska. Rannsóknir hafi leitt í ljós að þar sem foreldrar taka virkan þátt í menntun barna sinna þar gætir aukaverkana meðferðarinnar síður. Kirkjustarf Framhald af dagbók Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfir kl. 11.30-13.00. Nýir fé- lagar velkomnir. Umsjón Inga J. Backman. Kven- félag Neskirkju: Fót- snyrting kl. 13-16. Kær- leiks- og líknarþjónusta í sókninni. Kynning á störfum djákna og sjálf- boðaliða kl. 15-17 í safn- aðrheimili. Veitingar. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórs- son. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðar- heimilinu. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Kl. 18.30 er fjölskyldusanwera sem hefst með léttu borðhaldi á vægu verði. Ki. 19.30 er fræðsla og bæn. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Landakirkja, Vestm. Mömmumorgunn kl. 10. Kyrrðarstund kl. 12.10. Fermingartímar, barna- skólinn kl. 15.30. Ferm- ingartímar, Hamarsskóli kl. 16.30. KFUM & K húsið opið unglingum kl. 20. Keflavíkurkirkja. Alfa- námskeið í Kirkjulundi kl. 19-22. IÐNAÐARHURÐIR ÍSYÁ\L-íJO»<Gr\ EHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 RLYKJAVIK SÍMl 587 8750 - FAX 587 8751
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.