Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐAMÁL í FINNLANDI í áætlunum Evrópusambandsins séu ákveðin markmið og menn viti hvaða fjármagn þeir hafi. Hins vegar sé því ekki að leyna að ESB hafí með þessu í raun veruleg áhrif á stefnuna í Finnlandi. Ekestam telur það einnig kost að heima- menn þurfi að útvega mótframlög. Það krefjist samvinnu fyrirtækja, ýmissa ráðuneyti og fulltrúa hérað- anna. Gallinn á ESB-áætlunum er hins vegar sá hvað kerfið er flókið og gríðarleg skriffinnska sem þeim fylgir. Eins er það neikvætt, að minnsta kosti frá sjónarhóli Evr- ópusambandsins, að viðtakandi peninganna sér ekki hvaðan þeir koma. Eins og lengi hefur þekkst í Finnlandi á fyrirtæki eða einstakl- ingur sem fullnægir settum skil- yrðum rétt á styrk til stofnunar fyrirtækis eða nýrra verkefna, en þar sem blandað er saman ríkis- styrk og styrk frá ESB kemur hlut- ur Evrópusambandsins ekki sér- staklega fram. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- ið hefur skipt landinu upp í svo- kölluð þróunarsvæði og er þar miðað við framleiðslu á íbúa, at- vinnuleysi, búferlaflutninga, at- vinnulíf og þéttleika byggðar. Samanlagður ríkisstyrkur má vera að hámarki 35% á þeim svæðum sem teljast til þriðja stuðnings- svæðis, 27% á öðru svæði og 20% á því þriðja. Heimilt er að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki heldur meira. Við bætast svæði sem njóta tímabundið styrkja af sérstökum ástæðum. Tæplega 42% þjóðar- innar býr á stuðningssvæðunum en þau ná yfir meginhluta lands- ins, aðeins syðstu héruðin og ein- staka lítil svæði úti um landið eru þar utan við. Svæðin sem ekki njóta stuðnings eru eðli sínu sam- kvæmt yfirleitt þéttbýlustu héruð landsins. Hámarksstyrkur var heldur meiri fyrir daga Evrópska efnahagssvæðisins en Finnar hafa orðið að draga úr honum. Þá hef- ur framlag Finna til byggðastefnu almennt minnkað vegna fjárlaga- halla og niðurskurðar á útgjöldum ríkisins. Miklir styrkir frá ESB Evrópusambandið hefur eigin flokkunarreglur og stuðningskort þess er grófara en finnska kortið. Norður- og austurhluti landsins fellur undir Markmið ESB nr. 6 sem ætlað er að þróa mjög stijál- býl svæði, Markmið 5b eiga að stuðla að aðlögum landbúnaðar og ná yfir héruð í mið- og vesturhluta landsins og Markmið 2 ná til ein- staka svæða sem orðið hafa sér- staklega fyrir barðinu á samdrætti í atvinnulífinu. Á þessum svæðum búa tæplega 54% þjóðarinnar, tals- vert fleiri en á svæðum sem Finnar sjálfir hafa flokkað sem þróunar- svæði. Á ESB-kortinu er þá eftir smá skák út frá höfuðborginni og þrjú lítil svæði til viðbótar. Fyrir- tæki í Helsinki og nágrenni geta eins og önnur notið stuðnings sam- kvæmt Markmiðum ESB nr. 3, 4 og 5a, ef þar er að finna þau vanda- mál sem styrkjum er ætlað að vinna gegn. í riti Jan Mönnesland, Regional Policy in the Nordic Countries, kemur fram að ríkisstuðningur við byggðaþróun í Finnlandi nam lið- lega þúsund milljónum fínnskra marka á síðasta ári, sem svarar til tæpra 15 milljarða íslenskra króna, en er áætlaður 865 milljón- ir í ár, eða 3 milljörðum kr. minni. Áætlað er að Evrópusambandið leggi til sinna áætlana í Finnlandi á árunum 1995 til 1999 hátt í 1,7 milljarða ECU, eða nálægt 136 milljörðum ísl. króna. Þar af ganga 68 milljarðar til byggðaþróunar- verkefna samkvæmt Markmiðum 2, 5b og 6. í heild veija finnska ríkið og Evrópusambandið því ná- lægt 30 milljörðum íslenskra króna til atvinnuþróunar á landsbyggð- inni á hveiju ári. Þetta eru háar fjárhæðir. Til samanburðar má geta þess að í riti Mönnesland kemur fram að beinir ríkisstyrkir til byggðastefnu á íslandi námu um 130 milljónum kr. á síðasta ári og verða um 110 milljónir í ár. Samanburðurinn er íslendingum óhagstæður, hvernig svo sem á tölumar er litið. Ef byggðastyrk- irnir eru reiknaðir á hvern íbúa þessara tveggja landa sést að í Finnlandi er varið tólf sinnum hærri fjárhæð til þessa málefnis en hér á landi. Norðmenn og Svíar virðast ekki vera eins stórtækir, en þeir veita þó margfalt meira fé til byggðaþróunar en íslendingar. Mesti vandinn á Islandi Nú er auðvitað ekki hægt að setja samasemmerki milli ríkis- styrkja til byggðastefnu og árang- urs og í raun afar erfitt að meta árangur byggðastefnu, sérstak- lega milli landa þar sem aðstæður eru ólíkar. Ef litið er á staðreyndir um þróun mála í Finnlandi vekur athygli hvað fólksflutningar eru litlir frá landsbyggðinni þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Hér á íslandi er mikill fólksflótti frá landsbyggð- inni þó ekki sé þar almennt at- vinnuleysi. Hins vegar er afar lítið um störf fyrir langskólagengið fólk. Vandinn var mikill í Finnlandi fram yfir 1970 en síðan hefur tek- ist að koma þróuninni í eðlilegra horf. Enn eru þó vandamál í norð- ur- og sérstaklega austurhéruðum landsins en þar hafa jafnframt opnast tækifæri til framfara. Að- ildin að Evrópusambandinu tryggir héruðunum fjármagn til að vinna að ýmsum verkefnum og sumir ganga svo langt að segja að aðild- in að Evrópusambandinu hafí tryggt framtíð atvinnuþróunar á landsbyggðinni. Viðmælendur í Finnlandi segja erfitt að meta þátt byggðastefnunnar og annarra þátta. Hins vegar megi spyija hvað hefði gerst ef byggðastefnu hefði ekki verið fylgt. Mörg hættumerki má sjá á ís- landi í þessu efni. Hér er eins og límið sé að losna úr byggðinni. I riti umræddri skýrslu NOGRAN má sjá að landsbyggðin á íslandi hefur á árunum 1990-1995 tapað árlega tvöfalt fleira fólki hlutfalls- lega en það svæði í Finnlandi sem misst hefur langflesta íbúana. Umrætt hérað, Kainuu, er það svæði í Skandinavíu sem verst hefur farið út úr umróti síðustu ára. Það tapaði 5,5 prómill íbúanna að meðaltali á hverju ári en af landsbyggðinni á Islandi flutti ll,3%o íbúanna á hveiju ári þetta tiltekna tímabil. Lappland tapar aðeins fjórðungi þess fólks sem landsbyggðin á íslandi missir og Norður-Noregur, svo annað dæmi sé tekið, missir aðeins l-2%o íbú- anna. Til samanburðar má einnig geta þess að Finnmörk tapaði ll%o íbúanna á hveiju ári 1980-89 en aðeins 2,l%o 1990-95. Til þess að finna einhverjar tölur í líkingu við það sem hér sést á þessum áratug verður að fara til Grænlands og Færeyja. Þar er hins vegar ekki sama viðn- ámið í borgunum og höfuðborgar- svæðið virðist vera hér, og liggur þungur straumur því frá Færeyj- um og Grænlandi á umræddum árum. Ástandið á Islandi er að versna, eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu. Ef svipuð þróun verður út árið og sást fyrstu níu mánuði ársins stefnir í að 2000 manns flytji frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins umfram þá sem flytja út á land. Hér á landi hefur lengi verið neikvæð umræða um atvinnuþróun á landsbyggðinni. Mikið hefur til dæmis verið talað um sóun al- mannafjár við framkvæmd byggðastefnu. Það bendir til að eitthvað hafi farið úrskeiðis við stefnumörkun eða framkvæmd. í Finnlandi og raunar Svíþjóð og Noregi, en í öllum þessum löndum eru byggðastyrkir mun meiri en á íslandi, virðist byggðastefnan ekki vera eins umdeild þó oft sé nei- kvæður tónn í skrifum höfuðborg- arblaðanna um málefnið. TRÉSLEGGJUR og viðarkubbar eru notaðir í vinsælli íþrótt í Ilomantsi, borg í austasta sveitarfélagi Finnlands. Leikurinn gengur út á að kasta kylfunni og reyna að fella viðarkubba andstæðingsins og koma þeim út úr afmörkuðu svæði. Liðin kasta til skiptis og þeir vinna sem fyrstir hreinsa svæðið. Þegar blaðamaður var á ferðinni voru margir leikir í gangi og allur íþróttavöllurinn í Ilomantsi undir. MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 19 Heildarióga (grunnnámskeið) Námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jóga. Kenndar verða hatha-jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Einnig er fjallað um jógaheimspeki, mataræði o.fl. mán. og mið. kl. 20.00. Hefst 12. nóv. Leiðbeinandi: Daníel Bergmann. Búðín okkar — útsala Rýmum fyrir nýjum bókum og geisladiskum og bjóðum 30% afslátt af flestum titlum. Allar aðrar vörur á 10% afsiætti. Y06A# STUDIO Hátúni 6a Sími 511 3100 I SjS' DUGMIKIL FJÖLSKYLDA, TÆKNILEGA SINNUÐ Minolta fjölskyldan er stór fjölskylda og annólaðir dugnaðarforkar SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 FAX 510 5509 MINOLTA FAXTÆKI 3 tegundir faxtækja, öll tölvutengjanleg. Allt í senn; prentari, skanni, fax og Ijósritunarvél. MINOLTA LASERPRENTARAR 4 tegundir laserprentara, bæði fyrir svart/hvítt og lit. Verð frá kr. 29.925.- Stgr. verð MINOLTA LJÓSRITUNARVÉLAR. Hraði frá 15 upp í 80 eintök pr. mín. Bæði fyrir svart/hvítt og lit. Líttu við í nýrri verslun am NAilrMMii unn n mnrt■viam MINOLTA SKÝR MYND-SKÝR HUGSUN ___KJARAN__ TÆKWIBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.