Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Ákveðið að flytja þróunarsvið Byggðastofnunar til Sauðárkróks Þvert gegn vilja yfir- manna stofnunarinnar STJÓRN Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í gær að flytja starfsemi þróunarsviðs stofnunarinnar til Sauðárkróks, þvert gegn vilja forstjóra stofnunarinnar og forstöðumanns þróunarsviðs. Forstjórinn telur að breyta þurfi reglugerð um Byggðastofnun til þess að hægt sé að aðskilja rekstur þróunarsviðs frá annarri starfsemi aðalskrifstofti. Tillaga um flutning á starfsemi þróunarsviðs með sex störfum til Sauðárkróks var flutt af Agli Jónssyni, stjórnarformanni Byggðastofnunar, og var hún samþykkt með sex atkvæðum, einn stjórnarmaður sat hjá. Egill Jónsson segir að á það sé lögð áhersla að treysta byggðirnar úti um land, meðal annars með því að flytja þangað stofnanir. „Norðvesturlandið er einna veikast í byggðalegu tilliti. Sauðárkrókur er hins vegar sterkur bær sem getur með mikilli prýði tekið við stofnun og fólki af þessum toga,“ segir hann. Guðmundur Malmquist, forstjóri ■ ............if' • - Byggðastofnunar, mælti á móti tillögunni á fundinum í gær. Hann segir að Byggðastofnun sé lítil stofnun og erfítt að skipta henni meira en þegar hefur verið gert. Eðlilegt sé að endurskoða starfsemina vegna þeirra breytinga sem orðið hafí á tólf ára starfstíma hennar. Sú endurskoðun fari fram þar sem forsætisráðherra hafí boðað frumvarp um þetta efni og telur forstjórinn eðlilegt að bíða með ákvörðun um staðsetningu þróunarsviðs eftir heildarendurskoðun. Þá segist hann hugsa sérstaklega til starfsfólks þróunarsviðs sem margt hafí unnið þar frá upphafi. Ef það kjósi að fylgja ekki við flutninginn verði erfítt að byggja upp starfíð á nýjan leik. Pólitísk ákvörðun Fram kemur hjá Agli Jónssyni að ekki hafi verið haft samráð við starfsfólk þróunarsviðsins enda segir hann að það sé alveg á valdi stjómarinnar að taka þessa ákvörðun. Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs, segist sakna þess að ekki hafi verið gefinn skriflegur rökstuðningur fyrir tillögu formannsins og að ekki hafí verið leitað eftir upplýsingum hjá sér um verkefni sviðsins og hvaða áhrif flutningur þess myndi hafa á framkvæmd verkefnanna. „Ég hef það reyndar á tilfinningunni að þessi ákvörðun sé tekin á pólitískum forsendum, þar sem mínar skoðanir eða upplýsingar hefðu að öllum líkindum ekki haft nein áhrif,“ segir Sigurður. Telur hann á ýmsan hátt verra að vinna að verkefnum þróunarsviðsins utan höfuðborgarinnar, sérstaklega vegna samskipta við ráðuneytin, og ef flytja ætti sviðið væri það betur í sveit sett á ýmsum öðrum stöðum en Sauðárkróki. ■ Fyrst þarf að/11 Vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur Borgar- stjóri ekki rætt við heilbrigðis- ráðherra BORGARSTJÓRI hefur ekki gert heilbrigðisráðherra sérstaklega grein fyrir framgangi samkomulags, sem gert hefur verið milli heilbrigð- isráðherra, borgarstjóra og fjár- málaráðherra. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu er kunnugt um þau vandkvæði sem upp hafa komið m.a. vegna samstarfs Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landspítala um bæklunar- lækningar og bráðavaktir geðdeilda, segir í svari borgarstjóra til borgar- ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Bréf fjármálaráðherra til borgar- stjóra vegna fjárhagsvanda Sjúkra- húss Reykjavíkur og svar borgar- stjóra við bréfinu hefur verið lagt fram í borgarráði. Embætti ríkissak- sóknara laust Hallvarð- ur hættir um ára- mót DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur veitt Hallvarði Einvarðssyni ríkis- saksóknara lausn frá embætti. Hall- varður hættir störfum um næstu áramót og verður embættið auglýst laust til umsóknar á næstu dögum. Hallvarður mun halda fullum laun- um til æviloka líkt og hæstaréttar- dómarar gera. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að Hallvarður hefði ekki óskað eftir lausn frá embætti, en dómsmálaráð- herra hefði ákveðið að nýta sér heimild í stjórnarskrá sbr. ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála til þess að veita Hallvarði lausn þar sem hann er orðinn 65 ára. Forveri Hallvarðar, Þórður Björnsson, fór á eftirlaun sjötugur og hélt fullum launum til æviloka. Hallvarður verður 66 ára gamall 2. desember nk. Hann sagði að eftir ít- arlega skoðun lagadeildar Háskóla Islands hefði það orðið niðurstaðan að hann ætti rétt á að fara á eftirlaun 65 ára gamall. Hann hefði hug á að nýta sér þennan rétt og væri mjög sáttur við að hætta. Langur starfsferill Hallvarður réðst til starfa sem fulltrúi við embætti saksóknara rík- isins þegar það embætti var stofnað 1961. Hann var skipaður rannsókn- arlögreglustjóri ríkisins árið 1977 þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var stofnuð. Við embætti ríkissak- sóknara tók hann 1986. Hallvarður sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann tæki sér fyrir hendur. Vera kynni að hann dustaði rykið af hæstaréttar- lögmannsleyfínu. Það væri ekkert ákveðið í þeim efnum. Hann sagðist ekki kvíða verkefnaleysi. Sem betur fer hefði starfsþrekið ekkert bilað. Hann gæti því horft óhikað til nýiTa verkefna hver sem þau yrðu. Þegar Hallvarður var spurður hvort það væri erfitt að vera ríkis- saksóknari vitnaði hann 1 álit Laga- stofnunar þar sem segir að starf rík- issaksóknara sé eitt erfiðasta og vandasamasta embætti landsins. Hallvarður sagði að miklar réttar- farsbreytingar hefðu orðið frá því að hann hóf störf við ríkissaksóknara- embættið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SEFHÆNAN hraktist hingað til lands undan veðri og vindum. EINN af fjórum hvítum hrossagaukum sem fundist hafa í Eyjum. ---------------------------------------------—-- Rúm 596,1 milljon til helstu málaflokka hjá borginni Aukafjárveit- ingar vegna kj ar asamninga BORGARRÁÐ hefur samþykkt samtals 596,1 milljónar króna aukafjárveitingu fyrir árið 1997 til helstu málaflokka. Að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra er stærsti hluti fjárveit- ingarinnar vegna kjarasamninga eða 453 milljónir. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er bent á að hlutfallslega hæstu fjárveitingam- ar, 45 milljónir, séu til yfirstjórnar borgarinnar og 151,6 milljónir til félagslegrar þjónustu, þar sem fj árhagsaðstoð Félagsmálastofnun- ar skeri sig úr. „Ætla mætti,“ segir í bókuninni, „að það stjómkerfi sem næst er borgarstjóra, yfir- stjórn borgarinnar, stæðist best fjárhagsáætlun, ef borgarstjóri vildi láta taka fjárhagsáætlun al- varlega. Þessu er þveröfugt farið.“ I svari borgarstjóra segir að af 45 millj. aukafjárveitingu vegna yf- irstjómar, séu 12,5 millj. vegna kjarasamninga og 32,6 millj. vegna hærra innheimtugjalds af stað- greiðslu en áætlað hafi verið fyrir. Ástæður séu borgarráðsfulltrúum kunnar eftir ítarlega umræðu í borgarstjórn en þar kom m.a. fram að þegar fjárhagsáætlun borgar- innar var gerð stóðu viðræður yfir milli Sambands ísl. sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins um lækkun á innheimtugjaldi vegna stað- greiðslu, sem var 0,5% af inn- heimtu útsvari. Fjárhagsaðstoð aldrei lægri Fram kemur í svari borgarstjóra að forsenda kröfu um lækkun hafi verið sú að við yfirtöku grunnskól- ans hækkaði innheimt útsvar án þess að nokkur breyting yrði á vinnu við innheimtuna og því hafi sveitarfélögum þótt óeðlilegt að greiða fyrir hana hærri upphæð en verið hafði. Viðræður við fjármála- ráðuneytið hafi hins vegar engu skilað og því ekki verið um annað að ræða en leiðrétta fjárhagsáætl- unina. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Viðbótarfjárveitingar 28. nóv. 1997, í milljónum kr. Stjórn borgarinnar 45,0 Skipulags- og byggingamál 9,0 Bruna- og almannavarnir 8,0 Menningarmál 14,4 Skólamál 178,0 Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamál 54,0 Dagvist barna 40,0 Félagsmál 151,6 Götur og holræsi 16,1 Hreinlætismál 17,8 Heilbrigðiseftirlit 2,1 Öldrunarmál 46,2 Önnur útgjöld 13,9 SAMTALS 596,1 Borgarstjóri benti á að auka- fjárveitingar vegna fjárhagsaðstoð- ar eða 59,7 millj. hafi aldrei verið lægri síðan 1992. Jafnframt kemur fram að 67,9 millj. króna aukafjár- veiting er færð á Félagsmálastofn- un vegna mismunar á raunleigu hjá Félagsbústöðum og þeirri leigu sem innheimt er af Félagsmála- stofnun. „Við afgreiðslu fjárhags- áætlunar lá ekki fyrir hver þessi mismunur væri en að áætlað yrði fyrir honum síðar á árinu," segir í svari borgarstjóra. Sefhæna og hvítir hrossagauk- ar í Eyjum SJALDGÆFIR fuglar hafa náðst í Vestmannaeyjum að undan- förnu. Var annars vegar um að ræða sefhænu og hins vegar hvíta hrossagauka en fjórir slíkir hafa fundist í Eyjum í suinar, tveir fuilorðnir og tveir ungar. Ævar Petersen fuglafræðingur segir að hvítir hrossagaukar hafi fundist hér á landi en mjög sjald- gæft sé að slíkir aibínóar eða hvítingjar finnist meðal þeirra, hvað þá svo margir. Segir hann að stöku sinnum hafi einnig fund- ist hvítir æðarfuglar. Sefhænuna segir hann flækjast hingað stöku sinnum en heimkynni hennar eru einkum sunnar í Evrópu. Hún hrekist hingað fyrir veðri og vindum. Sefhæna er náskyld bleshænu og þessir fuglar eru skyldir keldusvíni. ------------ Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag hét Kjartan Þór Kjartansson, til heimilis að Heiðvangi 19 á Hellu. Hann var þrítugur að aldri og lætur eftir sig konu og tvö börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.