Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 5. NOVEMBER 1997 25
—
Paul Cézanne: Kyrralíf með engiferkrukku og eggaldinum, 1890-94,
glerkassa fyrir hvern og einn að
gaumgæfa.
Matborðið ræður ríkjum í síðasta
hluta sýningarinnar, eins og þeim
fyrsta. En nú eru bara sum í mál-
verkum, önnur eru raunveruleg,
eins og gormborð Marios Merzs, þar
sem fæturnir eru úr áli, platan úr
gleri og borðið hlaðið ávöxtum og
grænmeti.
Freistingar og fráhrindingar
Ekki eru allir á eitt sáttir um það,
hvort sýningin sé eins freistandi og
nafnið gefur til kynna. Gagnrýnend-
ur hafa bæði farið um hana góðum
orðum og gagnrýnum, sagt margt
freistandi að sjá, en hins vegar talið
eitt og annað í fyrirkomulagi sýning-
arinnar fráhrindandi.
En það er engin tímasóun að
skoða þessa sýningu; ég tala nú ekki
um fyrir þá, sem ekki hafa séð eigin
augum mörg nafntoguð verk, sem
þarna eru.
Ætli sannleikurinn leynist ekki í
þeim sporum, sem gesturinn stendur
í síðasta hluta sýningarinnar, með
raunverulega freistandi nægtarborð
Merzs á aðra hönd og á hina dúkað
borð Domenicos Gnolis, sem ekkert
ber nema nafnið tómt: An kyrralífs. Mario Merz: Gormborð, 1982.
Messingkvintett
TRÍÓ Björns Thoroddsen
ásamt Agli Ólafssyni.
Tónleikar
í Múlanum
Á VEGUM djassklúbbsins Múlans
verður Tríó Björns Thoroddsen
ásamt Agli Ólafssyni með tónleika á
morgun, fóstudag kl. 21.
Tríó Björns Thoroddsen hefur
verið stai’fandi um alllangt skeið og
hefur t.d. sent frá sér geisladisk, Híf
opp. Á þessum tónleikum mun tríóið
leika frumsamin lög eftir Björn og
Egil. Aðrir meðlimir hljómsveitar-
innar eru Gunnar Hrafnsson, leikur
á kontrabassa og Ásgeir Óskarsson,
leikur á trommur.
Tónleikarnir verða haldnir á Jóm-
frúnni, Lækjargötu 4. Miðaverð kr.
1.000, nemendur og aldraðir fá helm-
ingsafslátt.
Tóm IST
IV o r r æ n a h ú s i 0
KAMMERTÓNLEIKAR
Arctic Brass kvintett lék kammer-
verk eftir ýmsa höfunda, m.a. eftir
Arne Nordheim, Charles Ives og
George Gerswin. Föstudagurinn 31.
október. 1997.
ARCTIC Brass kvintett, sem
stofnaður var í Norður-Noregi 1983,
hefur verið á ferðalagi um Norður-
löndin hin vestari, þ.e. hið forna kon-
ungdæmi Danmerkur er spannaði
allt frá Kaupmannahöfn til Nuuk á
Grænlandi með viðkomu í Reykjavík
og hefðu mátt hafa Þórhöfn í
Færeyjum með en svo virðist sem
ekki hafi verið hluti af ferðaáætlun
þeirra félaga.
Ekki er mikið til af eiginlegri
brasstónlist og því eru viðfangsefnin
oftlega umritanir og jafnvel þjóð-
lagaútsetningar. Á efnisskránni voru
verk frá flestum Norðurlandanna,
meira að segja frá Grænlandi, en
ekki neitt frá Islandi og Færeyjum,
svo og verk eftir alþjóðlega meistara
eins og Charles Ives.
Aiutic Brass leikur af öryggi og
léku þeir nokkuð af nýrri tónlist, t.d.
Svítu eftir Sigurð Berge, Messing-
kvintett eftir Olav Berg og verk sem
nefnist The Hunting of the Snark,
eftir Nordheim, er öll voru áheyrileg
verk en þeirra best var þó Messing-
kvintettinn.
Snarkið eftir Nordheim er samið
fyrir einleiksbásúnu er var ágætlega
leikið af Gaure Vikdal, sem einnig
kynnti viðfangsefni tónleikanna.
Slíkar kynningar sem hér voru við-
hafðar eru svolítið skólalegar, þar
sem gert er ráð fyrir að hlustendur
séu fáfróðir um höfunda og jafnvel
ólæsir á efnisskrá.
Fyrir bragðið voru tónleikamir
svolítið kærleysislega framsettir, þó
flutningurinn í heild væri nokkuð
góður. Það sem helst mætti fínna að
var að það vantaði í leik þeirra þann
mjúka syngjandi gullhljóm sem er
svo heillandi, nema þá helst á stund-
um í samleik básúnuleikarans Vikdal
og hornleikarans Heidi Sivertsen.
Aðrir sem léku i þessum kvintett
voru Ai'ne Bjornhej, sem starfaði
hér á landi fyrir nokkrum árum, og
Espen Rækstad, sem báðir leika á
trompett og auk fyi'rnefndra lék
Jan-Erik Lund á bassalúður.
Jón Ásgeirsson
Grallarar reika
um í Rómarveldi
BOKMENIVTIR
1»ýdtl skáldsaga
SATÝRIKON. GRALLARASÖGUR
eftir Gajus Petróníus. Erlingur E.
Halldórsson þýddi. Mál og menning
1997. 222 bls.
NÚ ER loksins komið fyrir sjón-
ír íslenskra lesenda eitt höfuðrit
heimsbókmenntanna og eitt
skemmtilegasta skáldverk sem
hinir annars fremur alvörugefnu
Rómverjar létu eftir sig, sagan
Satýi'ikon eftir Gajus Petróníus.
Petróníus þessi er oftast talinn
hafa verið sami maður og sagður er
hafa verið siðameistari
Nerós og var, líkt og
keisarinn, uppi á
fyrstu öld eftir Krist.
Hans er getið í
nokkrum heimildum
en einkum í Annálum
sagnaritarans Takítus-
ar og þýðandinn, Erl-
ingur E. Halldórsson
bregður á það gáfulega
ráð að þýða þær klaus-
ur í eftirmála, lesenda
til skemmtunar og
fróðleiks, fremur en að
endursegja þær sjálf-
ur. Hvort síðan sá
Petrómus sem þar seg-
ir frá og djammaði all-
ar nætur en svaf um
daga er hinn rétti höf-
Erlingur E.
Halldórsson
myndaleikstjórinn Federico Fellini
gerði enda mikið úr þessu atriði í
mynd sinni Satýrikon (1969) sem
byggð var á bókinni og lét þar
„hreinsun" Enkolpíusar í faðmi
hofgyðjunnar Enóþeu tákna end-
urfæðingu hans sem barns jarðar-
innar. Hann hverfur frá því að
þiggja eingöngu af borðum hinna
ríku en brýst sjálfur af stað með
hinum yndisfagra dreng Gítoni í fé-
lagsskap fjallmyndarlegra sjó-
manna út á Miðjarðarhafið til að
skapa sér sjálfur sín örlög. Það er
að vísu ekki hægt að greina svo af-
gerandi endi á sögu Petróníusar,
bæði af því að hún er að formi til
einskonar heypoki þar sem enda-
laust má troða nýjum sögum, skop-
kvæðum og smáþátt-
um í ólíkum dúr, sem
og af þeim sökum að
hún hefur ekki varð-
veist í fullri lengd
fram á okkar daga. En
menn koma ekki til
sjálfra sín í þessi bók
með einhverjum and-
legum hreinsunum
heldur við handfastar
athafnir. Eða eins og
Enkolpíus segir eftir
að hafa endurheimt
mátt sinn þá „lyfti ég
skikkjunni og opinber-
aði Evmolpusi allt sem
mér var uppifast.
Hann hryllti við í
fyrstu; svo þurfti hann
að sannfæra sjálfan sig
undur sögunnar er ekki vitað. Það
eina sem er víst er að sagan er frá
þessum tíma og lýsir með skopleg-
um hætti því tímabili Rómarsögu
sem höfundum og bíóleikstjórum
síðari alda hefur þótt mest púður í,
tíma þeirra Kládíusar og Nerós,
tíma svalls, ofgnóttar, svika og gjá-
lífis. Enda hefur margt af því verið
fengið að láni úr þessari ágætu bók.
Þegar Satýrikon kom út í enskri
þýðingu í London árið 1934 þótti
sagan svo hneykslanleg að dóm-
stóll í Westminster kvað upp úr um
að öllu upplaginu skyldi fargað.
Mönnum þótti nóg um berorðar
kynlifslýsingar, sódómsku og lágt
siðferðisstig persónanna en líkleg-
ast hefði lítið þýtt að girða fyrir
ósómann með því að hnika því sem
hneykslunarlegt þótti lítið eitt til
siðlegri vegar. Það hefði þurft að
umrita bókina algerlega til að fyr-
irbyggja að munúðarfullur en um
leið djarfur og ævintýragjarn andi
hennar skini ekki í gegn á öllum
samskeytum. Líkt og önnur verk
heimsbókmenntanna sem hafa
auðgað sig á því besta úr menningu
alþýðunnar er sem hlykkjóttur
ormur sveipist um verkið og blási
það út af skelmislegri glettni og
ölvuðu fjöri þeirra sem líta á heim-
inn fyrst og fremst sem ævintýri.
Þeirra sem hafa hæðnisorð á reið-
um höndum jafnt fyrir þann háa
sem þann lága. Manna sem hafa
engu að tapa og vilja ekkert vinna
nema kýlda vömb og stundargleði í
rúminu.
Einhverntíma hefði þótt tilhlýði-
legt að kalla þessa dularfullu og
heilandi undiröldu „lífsmagn"
verksins þótt það sé reyndar óþarfi
að nota svo hátimbrað orð um það
sem býr í kringum þindina. En það
er þó þetta þindarmagn sem teng'
saman sundurlausar frásagnirn
og býr til þá mögnuðu blöndu
fimmauraspeki, mælsku og skc
sem verkið er. Það birtist í ölli
gjörðum persónanna og stjórr
síðast en ekki síst gleði og sorgi
aðalsöguhetjunnar Enkolpíus
teymir hann og félaga hans frá e
um stað til annars. Hvergi öðl
þessi straumur jafnskýra mynd
í lokafrásögninni þar sem segir
tilraunum Enkolpíusar til að e
urheimta getuna. Italski k\
og tók „náðargjöf ‘ guðanna í báðar
sínar hendur....“ (bls. 157)
Erlingur E. Halldórsson sýndi
það og sannaði með meistaralegri
þýðingu sinni á Gargantúa og
Pantagrúl eftir Rabelais að honum
lætur vel að þýða sögur sem sækja
frjómagn sitt í senn til alþýðusagna
og háspeki og hann leikur hér
sama leikinn. Búklegt tungutakið
verður aldrei lágkúrulegt í meðfor-
um hans þótt að vísu mætti ætla að
yngri maður væri á stundum djarf-
tækari í orðavali og þá eilítið
óhræddari við að skipta á latneskri
slettu og samsvarandi slangri úr
samtímanum. En hinn bóginn hef-
ur Erlingur mikið innsæi í þann
líkamsanda sem gagnsýrir verkið
og þá sérstöku tegund forms sem
fornaldarhöfundar jafnt sem seinni
tíma menn sniðu til að koma hon-
um á framfæri. Hann gerir í eftir-
mála stuttlega grein fyrir þessu
formi, hinu meneppíska formi
gróteskunnar, og bregður þar með
um leið ljósi á þróun skáldsagna-
formsins, eins og t.d. skáldsagna-
og táknfræðingurinn Bakhtín, túlk-
aði það. Því þótt tónninn í hinni
„eiginlegu" borgaralegu skáldsögu
sé öllu fágaðri er hún óhugsandi án
sinnar rustalegu fortíðar, án þeirra
blautlegu sagna og meinhæðnu
sögukvæða sem skópu lausamálinu
sérstakan blæ og sérstakt snið. En
um leið eru „heypokasögur" eins
og Satýrikon áminning um í að
raun á sagnagerðin sér engin tak-
mörk. Allt getur orðið að sögu, allt
getur horfið inn í gin verksins.
Jafnvel þótt hin formbunda skáld-
saga afmarki sig við strammaðan
rammann er grunnur hennar í
raun takmarkaleysið, viljinn til að
fanga alla veröldina og gleypa hana
» omnm hifa
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
UfrL
3SS
III
.i.i i M m i m
Stórhöfða 17, við Gullinbró,
sími 567 4844