Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ falið að fremja morðin. Á þessum listum er nú að fínna nöfn hvorki fleiri né færri en 140 meintra og eftirlýstra morðingja. Enn er fólk að koma fram í Chile sem sætti hroðalegum pyntingum vegna skoðana sinna á þessum árum. Og enn eru skelfilegir vitnisburðir bomir fram í Madrid þegar ætt- menni fómarlambanna lýsa því hvemig tókst að bera kennsl á sundurskotin, bmnnin og skorin lík ástvina þeirra, sem aldrei áttu að finnast. Gjald fyrir lýðræðið og friðinn Hvernig má það vera að maður sem borinn er slíkum sökum geti átt frátekið sæti í öldungadeild þings í lýðræðisríki? Margir hafa spurt þessarar spurningar innan og utan Chile á síðustu mánuðum. Skýringin er einkum af tvennum toga. I fyrsta lagi hefur ekki farið fram raunverulegt uppgjör við þennan myrka kafla í sögu lands- ins, sem raunar lauk fyrir aðeins tæpum átta ámm. Lýðræðið var endurreist í Chile í marsmánuði 1990 eftir að landsmenn höfðu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1988 hafnað frekari stjórn Pinochets. Líkt og víðar þar sem endi hefur verið bundinn á einræði t.a.m. í Póllandi, íyrmm Tékkóslóvakíu, Suður-Kóreu, Umguay og síðast en ekki síst Suður-Afríku, varð niðurstaðan ákveðin málamiðlun eftir að fram höfðu farið samning- ar m.a. um uppgjöf saka þeirra sem framið höfðu glæpi í tíð ein- ræðisstjórnarinnar. Fyrsta sakar- uppgjöfin í Chile var hins vegar veitt, samkvæmt ákvörðun Augu- sto nokkurs Pinochet, og náði hún til glæpa sem framdir vora á ámn- um 1973-1978. Hún var raunar felld úr gildi með hæstaréttardómi í september 1994 en Pinochet hef- ur í krafti stöðu sinnar getað varið menn sína. Herinn og foringjar innan hans njóta enn sérstöðu í Chile. Þannig tilnefnir herinn menn til setu í öld- ungadeild án þess að fram fari kosningar. Dómskerfið í landinu skortir sjálfstæði gagnvart hern- um. Þó að nokkrir dómar hafi fallið hefur herinn að mestu verið látinn ósnortinn. Þetta er það gjald sem samfélagið hefur þurft að inna af hendi til að losna við einræðið og Pinochet, tryggja friðinn og treysta lýðræðið í sessi. Þeir em líka margir sem aðeins viija gleyma og telja ekki vænlegt til sátta í þjóðfélaginu að glæpa- verkin og hryllingurinn séu rifjuð upp. Þetta kann að breytast nú þegar Pinochet sest í helgan stein og ýmsir hafa orðið til þess að halda því fram í Chile að nú gefist tækifæri til að stuðla að sáttum með herafla landsins og þjóðinni. I annan stað tekur Pinochet sæti í öldungadeildinni í samræmi við stjórnarskrá sem hann lét sam- þykkja á meðan hann var einráður í Chile. Pinochet var sem forseti herstjórnarinnar helsti höfundur stjómarskrárinnar og hún kveður á um rétt hans til að gerast öld- ungadeildarþingmaður til æviloka. Það er því Pinochet sjálfur sem skipulagt hefur þessa breytingu nú þegar hann þarf lögum sam- kvæmt að draga sig í hlé sem yfir- herstjóri Chile sökum aldurs. Stjómarskrárumbætur í hættu? Þótt Pinochet sé að því er best er vitað við allgóða heilsu vænta margir þess í Chile að hann verði ekki mjög virkur í þingstörfum sín- um. Aðstoðarmenn Eduardo Frei, forseta Chile, hafa hins vegar sum- ir lýst yfir áhyggjum sínum af því að hægri menn séu að treysta tök sín á öldungadeildinni. Allt frá því lýðræðið var endurreist fyrir tæp- um átta ámm hafa hægri menn í stjómarandstöðu í Chile haft meiri- hluta í þessari deild þingsins. Þrátt fyrir nokkuð einbeittar tilraunir tókst stjórnarflokkunum ekki að hnekkja þeim meirihluta í þing- kosningunum sem fram fóm 11. fyrra mánaðar. Nú kann svo að fara að atkvæði Pinochets skipti sköpum og að öfl- unum lengst til hægri geti tekist að koma í veg fyrir stjómar- skrámmbætur sem samsteypu- stjóm Frei forseta vill innleiða. Þær fela m.a. í sér að sæti það sem Pinochet hélt eftir sér til handa verður aflagt sem og níu önnur sæti í öldungadeildinni sem ekki er kos- ið til. Fjögur þessara sæti em tekin frá fyrir herinn, forsetinn skipar tvo menn og hæstaréttardómarar ákveða hverjir skuli skipaðir í hin þijú sætin. Meirihluta þeirra dóm- ara sem mynda hæstarétt skipaði Pinochet hins vegar á sinni tíð. Það em þessir þingmenn sem nú ráða úrslitum í öldungadeildinni og tryggja hægriöflunum meirihluta. Því er það svo að her landsins er í raun ráðandi afl í efri deild þingsins þar sem alls sitja 48 menn. Þó að telja megi að almennt ríki nokkur fögnuður vegna þess að Pinochet muni innan skamms tíma hverfa úr starfi sem yfirmaður hersins telja margir í Chile að þessi breyting sé hvorki landi, þjóð né lýðræðinu til framdráttar. „Það er móðgun við lýðræðið að Pinochet skuli flytjast í öldungadeildina og það mun skaða ímynd Chile erlend- is,“ sagði Jaime Gazmuri, þingmað- ur Sósíalistaflokksins í öldunga- deildinni, í samtali við Associated Press-fréttastofuna. Aðrir hafa spurt hvemig unnt sé að tala um Chile sem lýðræðisríki í ljósi þessa. Fyrst Pinochet geti ákveðið að taka sæti á þingi hljóti að vakna efa- semdir um gildi þess að gengið sé til kosninga. Þetta sjónai-mið hefur einkum verið áberandi hjá ungu fólki en kannanir hafa sýnt að andúð á hefðbundnum stjómmála- öflum í landinu fer vaxandi í röðum þess. Kom þetta enn fram í kosn- ingunum í desember þegar um 19% kjósenda skiluðu auðu. Valdalaus? Bent hefur verið á að Pinochet muni á þingi mæta og jafnvel starfa með bömum nokkurra helstu and- stæðinga sinna. Þannig er Isabel Allende, dóttir Salvador Allende forseta, þingmaður í neðri deild þingsins. Hún telur ekki alslæmt að herforinginn taki sæti í öldunga- deildinni því þar muni hann a.m.k. þurfa að horfast í augu við stað- reyndir sem hann hafi hingað til forðast. I þessari deild þingsins á einnig sæti Juan Pablo Letelier en hann er sonur Orlando Letelier, sem var í hópi þekktustu andstæðinga Pin- ochet og utanríkisráðherra í ríkis- stjóm Allende. Orlando Letelier var myrtur í sprengjutilræði í Was- hington í Bandaríkjunum árið 1976 og skipulagði leyniþjónusta Pin- ochets verknaðinn eins og rann- sókn sem gerð var fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum leiddi í ljós. „Hver sá sem telur að Pinochet hafi glatað völdum sínum í Chile gerist sekur um sjálfsblekkingu," segir Juan Pablo Letelier. „Og hann mun halda fast í þessi völd. Ég tel að þjóðin fái ekki frið fyrir þessum manni fyrr en hann er allur.“ Ollu meiri bjartsýni gætti í við- tali, sem cileanska dagblaðið La Epoca átti við Camilo Escalona, formann Sósíalistaflokksins: „Mar- tröð þjóðarinnar er að ljúka og ég er sannfærður um að margt mun breytast í Chile.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.