Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 20
20- SUNNUDAGUR 4, JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ______________________LISTIR Tímarit í góðu jafnvægi í fjórða hefti Tímarits Máls og menningar 1997 sem Friðrik Rafnsson ritstýrir fínn- ur Skafti Þ. Halldórs- son kyrrð og ró en þó ekki með öllu skoðana- lausa menn. ÓVÍÐA er meiri kyrrð og ró en í ís- lenskum menningartímaritum enda eru flest þeirra orðin ráðsett vel. Að sönnu sakar hæfíleg festa slík rit ekki enda þótt stundum biðji menn um ofurlítinn útsynning til brjóta upp lognmolluna. Tímarit Máls og menningar fjórða hefti 1997 ber alla eðliskosti slíkrar kyrrðar og auk þess gætir ritstjóri þess að gott jafnvægi sé milli efnis- þátta. Pað er hins vegar ljóst af þessu riti að ekki skrifa þar með öllu skoðanalausir menn. Innlendum bókmenntum er gerð skil, bæði í ritdómum og í ritgerð- inni, Framhjá Þögnuðuholtum, sem fjallar um náttúruverndarhug- myndir í ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar. Eysteinn Þorvaldsson ritar þá grein og færir fyrir því rök að Stefán hafi af íslenskum skáld- um „fyrstur og skilmerldlegast ort um náttúruna frá vistfræðilegu sjónarmiði“. Þótt þetta sé áhtamál tilfærir Eysteinn í vandaðri ritgerð mörg og góð dæmi um náttúruljóð Stefáns Harðar og vistfræðiieg sjónarmið. Erlendar bókmenntir eru einnig teknar til umfjöllunar. Einhvem veginn kemur það ekki á óvart að í ritinu er ritgerð um nýjustu bók Milans Kundera, Óljós mörk. Nefnist hún Augnaráð elskend- anna og er eftir Francois Ricard en í þýðingu ritstjórans, Fiiðriks Rafnssonar. Ritgerðin er að nokkru leyti samanburður tveggja bóka, Óljósra marka og Með hægð. Telur Ricard þessar tvær bækur vera nýjan áfanga í rithöfundar- ferli Kundera. Þótt ýmislegt greini þær að, séu þær báðar stuttar skáldsögur og snúast um fremur fáar persónur og atburði. Ricard bendir á að skil milli draums og veruleika verði óljós í Óljósum mörkum. A þann hátt skeri hún sig úr fyrri bókum. Hins vegar megi lesa hana líkt og fleiri bækur Kundera sem hugleiðingu um ást- ina. Silvana Patemostro á grein í tímaritinu sem nefnist Þrír dagar með Gabo og er í þýðingu Tómas- ar Einarssonar. Grein- in fjallar um vinnu- brögð Gabríels García Márques en greinar- kveikjan er námskeið sem skáldið kól- umbíska hélt síðastliðið ár og höfundur tók þátt í. Er athyglinni einnig beint að nýjasta verki skáldsins, Frásögn af mannráni, aðdraganda þess og innihaldi. Þrír höfundar fjalla um eigin verk í tímarit- inu. I hugleiðingu, sem Atli Heimir Sveinsson tónskáld nefnir Listamannslíf, veltir hann fyrir sér stöðu tónlistar á 20. öld- inni, einkum seinni hluta hennar. Hann heldur fram ágæti módemískrar tónlistar sem hann telur ekki fyrst og fremst tímabils- bundna stefnu heldur snúist hún um gæði: „Það voru einfaldlega bestu listamennimir sem á fyrri hluta aldarinnar gerðu hljómlist sem kölluð var módern.; Schön- berg, Berg, og Webern.“ Hvað ís- lenska tónlist áhrærir segist hann sjá miklar framfarir, sérstaklega hvað varðar tónlistarflutning. Aft- ur á móti flnnast hér á landi engir góðir tónlistargagnrýnendur. Þeir eru að sögn Atla Heimis „illa rit- færir, illa menntaðir og öfundsjúk- ir“. Böðvar Guðmundsson ritar grein um heimildir og heimilda- notkun við samningu bókanna Hý- býli vindanna og Lífsins tré. Nefnir hann grein sína Að ljúga frá víða. Eins og titillinn bendir til kveðst Böðvar ekki iðka neina eiginlega sagnfræði í bókum sínum heldur séu þær „skammhlaup milli bók- mennta og sagnfræði" en fjalli þó vonandi „um atburði sem hafa átt sér stað“. Grein Böðvars er skemmtileg aflestrar og stíllinn ólíkindalegur á köflum. Þá birtir Helgi Hálfdanarson nokkrar athugasemdir varðandi hinar listrænu Shakespeare-þýð- ingar sínar sem í fræðilegum út- gáfum hefðu birst sem athugunar- greinar. Er þetta á margan hátt fróðleg lesning og varpar að nokkru leyti ljósi á margháttaðan vanda þýðandans, bæði hvað varð- ar túlkun enska textans og þýðingu hans yfir á íslenskt mál. Tvær ádrepur eru í ritinu, svör við ritdómum. Matthías Viðar Sæ- mundsson svarar Einari Má Jóns- syni vegna ritdóms í fyrra hefti Tímarits Máls og menningar um Bók- menntir III. Telur Matthías að Einar hafi ásakað sig að ósekju um að skrifa um bók- menntir upplýsingar- innar út frá kenningum Michaels Foucault. Reynir hann að hrekja þær aðfínnslur með ýmsum dæmum. Grein hans er fróðleg en ekki er alveg laust við að Matthías ýfi hana- kambinn. Hann sendir Einari kaldar kveðjur og segir m. a. það „með ólíkindum og í raun stórfurðulegt að maður sem hefur svipað kjaftavit á bókmenntasögu og Grímur meðhjálpari á Biblíunni skuli veljast til að fjalla um Bók- menntasögu III í tímariti sem helg- að er bókmenntum“. Öllu kurteisara er svar Ólafs Halldórssonar við grein Böðvars Guðmundssonar úr fyrra tímai-its- hefti. Deiluefnið er málhreinsun eða málvemd. Ólafur hefur varað við ýmsum dönskuslettum sem Böðvari þykir sýnilega óþarfí enda hafi hann alist upp við þær sem daglegt mál. Ólafur tekur þau rök engan veginn gild. Hann er hins vegar svartsýnn á að tungan varð- veitist og kennir um sjálfu auð- valdsskipulaginu og „í því þjóð- skipulagi er ekki einkum áhugi á að almenningur tali og skrifi gott mál, heldur hvort allur almenning- ur sé góður markaður". Vissulega eru ýmiss konar málspjöll áhyggju- efni en hræddur er ég um að dönskuslettur eða önnur dönsk áhrif eigi tiltölulega lítinn þátt í þeim vanda nútímans. Mér er spum hvort ekki sé hér á ferðinni einhver tímaskekkja? Sum dönsk orð sem vom sjálfsögð í æsku minni heyrast ekki lengur. Frænk- ur mínar sumar sem komnar vom á miðjan aldur og lifðu stundum í konunglegum draumaheimi Fa- milie Joumal hvöttu mig t.a.m. gjaman til að leika mér ekki á fortóinu heldur í portinu. Þessi orð og mörg önnur em fomleifar en ekki lifandi mál og mér er nær að halda að ekki sé síðri ástæða til að semja lagagreinar til að vemda þau en danskar fúaspýtur sem stundum em kallaðar svo. Hér er því af ýmsu að taka og gleðilegt að sjá að enn er lífsmark með þessu riti þótt ekki séu þar neinar tímamótagreinar. Það vekur hins vegar athygli mína hversu rýr hlutur kvenna er í ritinu. Stefán Hörður Grímsson Útlitið skiptir máli Tenórsöngvarinn José Cura hefur vakið mikla athygli á liðnu ári og þakkar það ekki síst útliti sínu og leik. ARGENTÍNSKI ten- órinn José Cura er ófeiminn við að viður- kenna að útlitið hafi ekki spillt fyrir hon- um. Það er þó Ijóst að hann hefur ýmislegt fleira til bmnns að bera en snoturt útlit, en fyrir skemmstu kom fyrsti geisladisk- urinn með söng hans út hjá Erato-útgáf- unni. Syngur hann Puccini-aríur undir stjórn Placidos Dom- ingos en ætlunin er að gefa út geisladisk með lögum eftir hann og aðra Argent- ínumenn, auk þess sem gefínn verður út flutningur Curas og fleiri á Cavaleria Rusticana, undir stjórn Ricardos Muti. Politiken átti spjall við söngvarann í París þar sem hann er búsettur. Cura er fæddur í Argentínu ár- ið 1962 og fékkst við gítarleik og Iagasmíðar á unglingsárunum. Er hann var 25 ára ákvað hann hins vegar að snúa sér að söngnum og hélt til Ítalíu. Frumraunina þreytti hann árið 1991 í Genúa á útitónleikum en fyrsta aðalhlut- verkið í ópem söng hann tveimur ámm síðar, í verki Jans Bibalos, Fröken Júlfu. Árið 1994 vann Cura hina al- þjóðlegu Operaliu-keppni og frá því hefur leiðin legið upp á við. Hann hefur m.a. sungið í San Francisco, Los Angeles, Buenos Aires, Róm, Covent Garden í Lundúnum og Bastilluóperunni f París. Hálfnakinn á sviði í stuttu máli sagt, José Cura, er ein helsta vonarstjarna ópem- heimsins. Hefur Domingo ábyrgst „endingu" Curas á óperasviðinu enda hafa margir Iíkt röddum Domingos og Curas saman, segja þær búa yfir breidd og þunga bar- ítonsins. Cura hefur náð Iangt á skömmum tíma og þakkar það geysilegri vinnu, og góðu útliti. „Ég er svo heppinn að hafa fæðst í þessum umbúðum og ég vinn hörðum höndum að því að halda þeim við. En að lokum eidumst við og þá er um að gera að vera reiðubúinn. Fegurðin verður að breytast í athyglisvert útlit og tæknilegt ágæti í framúrskarandi túlkun. Svona sé ég Iíf mitt fyrir mér,“ segir tenórinn ungi. Það vakti mikla at- hygli í óperaheiminum þegarCura söng hlut- verk Óþellós í sam- nefndri ópera Verdis í Tórínó sl. sumar, en það er eitt erfiðasta hlutverk ftölsku óper- unnar. Gerðu útgef- endur og sljórnendur óperahússins sitt til að vekja athygli á því en Cura fannst helst til langt gengið, enda hafði hann aðeins æft hlutverkið fjórum sinn- um. Þá bætti ekki úr skák að ítalskir fjölmiðlar drógu dár að Cura þegar í Ijós kom að hann yrði hálfnakinn í fyrsta þætti óperann- ar. Sögðu blöðin að meira þyrfti til en nekt til að syngja ópera. „Það sem þeir [blaðamennimir] gleymdu er að óperahefðin hefur breyst. Ópera í gamla skilningi þess orðs, er hlægileg, tilgangs- laus. Þegar Óþelló gengur á svið er liann ný-risinn úr rekkju, þar sem hann liefur notið ásta með Desdemónu. Hann er vakinn um miðja nótt og hver hefur tíma til að ldæða sig upp við slíkar aðstæð- ur?. . . Við settum atriðið á svið á raunsæjan hátt,“ segir Cura. Hann neitar því hins vegar ekki að gott útlit söngvara spilli ekki fyrir. „Ég er viss um að til era tenórar úti f hinum stóra heimi sem syngja betur en ég og Ro- berto Alagna en það er langur vegur frá því að vera framúrskar- andi söngvari og að því að vera stjarna." Segist Cura enda Ieggja mikla áherslu á að rækta Ifk- amann ekki sfður en röddina. Leikurinn skiptir einnig miklu máli rétt eins og söngurinn. „Mér finnst ekkert tiltökumál að missa af einum og einum tóni ef það verður til þess að mér tekst betur en ella að koma ákveðinni tilfinn- ingu á framfæri. Margt ungt fólk hefur séð sýningar sem ég hef komið fram í og margir hafa hrósað mér fyrir leikræna tján- ingu. Fæstir nefna sönginn og það tel ég mér til hróss. Fyrir nokkram áram höfðu gagn- rýnendur rétt fyrir sér sem sögðu óperana deyjandi listgrein en nú era að verða á henni miklar breytingar," segir José Cura, sem sló svo rækilega í gegn í fyrra. José Cura I fagurljóma hinnar skapandi andagiftar TÓNLEIKAR Listasaln fslands KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Brahms og Schubert. Flytjendur voru félagar í Camerarctica ásamt Bryndfsi Höllu Gylfadóttur. Þridjudagurinn 30 des- ember, 1997. SÍÐUSTU tónleikar ársins voru haldnir sl. þriðjudag í Listasafni ís- lands og voru það tónleikar sem átti að halda 2. nóvember. Þar með lauk kammer- og ljóðatónlistarhátíð á vegum Camerarctica, þar sem ein- göngu voru flutt verk eftir Schubert og Brahms. Fyrsta verk tónleik- anna var klarinettu-kvintettinn í h. moll, op. 115, eftir Johannes Bra- hms, einhverju fegursta kammer- verki snillingsins, þar sem getur að heyra dapurleika þess sem á eftir styttri leið en lokið er, verk sem er litað fegurð haustsins og túlkuð er á einstaklega fagran máta í tónferli klarinettsins, er Ármann Helgason mótaði mjög fallega í leik sínum. Strengajaraddimar, sem leiknar voru af Hildigunni Halldórsdóttur, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Guð- mundi Kristmundssyni og Sigurði Halldórssyni, voru í heild mjög fal- lega mótaðar og auðheyrt að vel hafði verið æft. Camerarctica er að ná sérlega góðu samspili, bæði er varðar styrkleikaskipan, blæbrigði og skýra mótun tónhendinga. Það er mikill vandi fyrir strengi að ná nákvæmri inntónun á móti hljóðfæri eins klarinetti, því tónstilling klar- inettsins er tempruð en strengimir eru ótempraðir, sem kemur sér- staklega fram, þegar um miklar tónbreytingar er að ræða. Þetta vandamál var á köflum merkjan- legt, einkum þar sem leikið var sterkt og á hásviði klarinettsins. Að öðm leyti var verkið vel flutt, sér- staklega hægi þátturinn og einnig margt í fímm tilbrigðum lokaþáttar- ins, er hófst á sellóeinleik. í fjórða tilbrigðinu er mikið um „enharm- onísk“ hljómskipti en í því fimmta er skipt um hryn og endar verkið á þunglyndislegri samtvinnun til- brigðastefsins og aðalstefi fyrsta þáttar og var þessi sérkennilegi þáttur afar vel fluttur. Seinna verk tónleikanna var sellókvintettinn í C-dúr eftir Franz Schubert. Það sama á við þetta verk og klarinettukvintettinn eftir Brahms, að sellókvintettin er haust- litaður en þó nær vetri en verk Brahms, því Schubert var þá fár- sjúkur og talið að hann hafí samið verkið í september 1828 en hann lést 19. nóvember, tveimur máðuð- um seinna. Þetta meistaraverk var ekki gefið út fyrr en 25 ámm eftir dauða tónskáldsins. Þegar hugsað er til snillinga liðins tíma, er náðu að gefa tónlist sinni tilfinningalega dýpt, er tekur til hjartans, vaknar sú spuming, hvort eitthvað hafí gleymst í umstangi því og nýtísku umbúðarglamri, sem einkennir skapandi og túlkandi list nútímans og það sé þess vegna, sem nútíminn skynjar fegurð og tilfinningalegan sannleik í þessari gömlu list, sem samkvæmt framvindukenningum listamanna, ætti ekki að eiga erindi til núdagsins nema í „up to date“ poppútgáfum. Til liðs við strengjakvartett Camerarctica kom Bryndís Halla Gylfadóttir, og léku þeir félagar margt mjög vel og var á köflum gott jafnvægi á milli hljóðfæranna. Víða brá fyrir fallegum dúett-sam- leik, sem Schubert leikur sér með af mikilli snilld í þessu einstæða verki. Fyrsti kaflinn var sérlega vel fluttur og ekki síst hinn frægi hægi þáttur, þar sem annað selló tekur upp stingandi sársaukafullan „pizzicatóleik" lágfiðlunnar. Skersóið er hljómsveitarlegast af þáttum verksins, byggt á veiði- mannastefi og alþýðlegum söng en tríóið er sérkennileg andstæða og lýkur þættinum á hægum sorgar- þætti, sem er óvenjulegt fyrir skersóþátt. Eftir allan þennan dap- urleika, sem var mjög vel mótaður, er lokaþátturinn eins konar gleði- söngur eða lífssátt, einstaklega fag- ur kyrrðardans, er var í heild vel leikinn. I þessu meistaraverki er svo margt, sem telja má upp, t. d. hvemig Schubert notar hljóðfærin og hvernig tónhendingar verksins eru vafðar saman af mikilli kunn- áttu, svo að vart verður því trúað, að prófessor Simon Sechter, hefði getað kennt þessum snillingi nokk- uð en til hans hafði Schubert leitað og hugðist fara í tíma til hans 4. nóvember, hálfum mánuðu áður en hann dó. Með þessu einstæða lista- verki Iauk Brahms-Schubert tón- listarhátíð Camerarctica, sem hefur með þessum tónleikum skipað sér í flokk okkar bestu kammerhópa og nú reynir á þolið, að klífa síðasta spölinn upp til Parnassum, þar sem listagyðjurnar drottna í fagurljóma hinnar skapandi og eilífu andagift- ar. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.