Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 39
KIRKJUSTARF
SIGURGEIR
JÓHANNSSON
+ Sigurgeir Jó-
hannsson var
fæddur í Bakka-
koti í Meðallandi
26. nóvember 1918.
Hann lést í bílslysi
21. desember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Langholtskirkju í
Meðallandi 3. jan-
úar.
Mig langar með
þessum fátæklegu
orðum að þakka Sig-
urgeiri fyrir öll góðu
sumrin og allan annan tíma sem
ég átti með honum og ömmu í
yndislegu sveitinni þeirra. Ég var
ekki há í loftinu þegar ég byijaði
að dvelja hjá þeim. Mér fannst allt-
af gaman að fá að vera í kringum
skepnurnar og í sveitalífinu.
Og það var hjá þeim sem áhugi
minn á hestamennsku kviknaði, en
Sigurgeir var mikill hestamaður.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir íiðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stnð.
(V. Briem.)
Elsku amma, megi guð veita þér
styrk í þessari miklu sorg.
Guðrún Halldórsdóttir.
í svartasta skammdeginu þegar
landsmenn höfðu tendrað ótal ljós
slokknaði þitt. Ég mun aldrei
gleyma þeirri stund er ég sá þig
fyrst. Ég var tíu ára og var að
koma til þín og Guðrúnar í Bakka-
kotið til sumardvalar. Ég var með
hnút í maganum, spennt yfir því
að fá loksins að kynnast sveitalíf-
inu. Þú varst hár og tignarlegur
og frá fyrstu kynnum bar ég djúpa
virðingu fyrir þér. Ég lærði mikið
af þér og Guðrúnu. Þú varst alltaf
hreinskilinn og það er sá kostur
sem ég met mest í fari manna.
Þegar tími gafst til fórum við á
hestbak og ég fylgdist með hvern-
ig þú umgekkst hrossin. Þau báru
líka virðingu fyrir þér.
Ég og Orri frændi, sem var einn-
ig hjá ykkur, fengum að taka þátt
í flestum störfum í sveitinni. Ifyrir
þig skipti það ekki öllu máli að ég
væri aðeins ung stelpa, ég mátti
taka þátt í sveitastörf-
unum eins og aðrir.
Þú hafðir gott vald á
frásagnarlistinni og ég
minnist þess að sitja
við eldhúsborðið í
Bakkakoti og hlusta á
þig segja frá liðnum
tímum, þú sagðir okk-
ur frá ferðum á hest-
um við erfiðar aðstæð-
ur yfir Kúðafljót,
björgunarafrekum í
Meðallandsfjöru og
ýmsu því sem þú hafð-
ir upplifað. Það var
aldrei nein lognmolla í
kringum þig. Þú tókst af skarið.
Þegar sumri tók að halla fórst
þú með mér og Orra ásamt krökk-
um úr sveitinni niður á sandana
til að skera melgresi sem notað
er til uppgræðslu landsins. Þú
hafðir umsjón með okkur og leyst-
ir það verkefni samviskusamlega
af hendi eins og öll önnur störf sem
þú gekkst að.
Betra veganesti út í lífið er vart
hægt að hugsa sér en sveitadvöl
hjá svo góðu fólki sem þér og Guð-
rúnu. Ég lærði mikið og þroskaðist
á þessum sumrum og verð ég þér
og Guðrúnu ævilangt þakklát fyrir.
Þú hafðir þá kosti sem prýða góðan
mann. Þú varst hreinskilinn og
heiðarlegur og ég mun ætíð minn-
ast þín með mikilli virðingu.
Elsku Gunna, missirinn er mik-
ill og ég sendi þér mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Minning um góð-
an mann lifir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Ásta Kristin Briem.
Sigurgeir var eðlisgreindur mað-
ur. Nám hans í skóla var aðeins í
frumstæðum farskóla sveitarinnar.
Hann fylgdist jafnan vel með fé-
lagslegum breytingum í þjóðfélag-
inu og fylgdi þeim_ málum sem
hann taldi til heilla. Á uppvaxtará-
rum hans átti ungmennafélags-
hreyfingin sterk ítök í æskulýð
sveitanna. Ungmennafélag Meðal-
lendinga var stofnað 1908, starfaði
mikið og átti sinn jákvæða þátt í
félagslífi unga fólksins í sveitinni,
einkum á æskuárum Sigurgeirs.
En þeir bræðumir, Marteinn og
Sigurgeir, vora meðal forystu-
manna félagsskaparins um skeið.
Ýmis mál voru rædd, þar á meðal
samgöngumálin, skólamálin
o.s.frv., en eflaust hafa ráðandi
stjómmálaöfl haft sín áhrif á tillög-
ur og ályktanir sem stundum vora
gerðar á fundum félagsins. Það
þótti bara eðlilegt og varð aldrei
til sundurlyndis. Öll sín starfsár
helgaði Sigurgeri kirkjunni á
Langholti mikinn tíma. Faðir hans
var hringjari í kirkjunni um langt
skeið, en eftir lát hans 1959 tók
Sigurgeir að sér hringjarastarfíð í
kirkjunni og gengdi því af trú-
mennsku og skilningi á hlutverki
kirkjuklukknanna er þær kölluðu
til athafna í kirkjunni. Fastur þátt-
takandi var hann i kirkjukór sókn-
anna undir stjórn Guðna Runólfs-
sonar. Sóknamefndarmaður var
hann lengi og formaður nefndar-
innar um tíma og lengi höfðu þau
hjónin á höndum eftirlit með kirkj-
unni. Skipströnd vora lengi tíð í
Meðallandi en björgunartæki engin
til í landi svo raunveralega gegnir
furðu hvað manntjón varð sjaldan
við björgun skipbrotsmanna. En
gætni björgunarmanna var einstök
samfara áræði og útsjónarsemi við
hættuna sem fylgdi holskeflunni.
1939 var björgunardeildin Happa-
sæl stofnuð. Skömmu síðar afhenti
Slysavamafélag íslands deildinni
björgunartæki til umráða þar á
meðal línubyssu og nokkram árum
síðar var skipbrotsmannaskýlið á
Skarðsíjöru byggt og búið nauð-
synlegum tækjum og aðbúnaði fyr-
ir skipbrotsmenn og aðra nauðleit-
endur sem þar leituðu skjóls. Um
árabil var Sigurgeir formaður
deildarinnar og tók þar með að sér
gæslu tækja og stjórnar ef skipsk-
aða bæri að. Ekki er mér kunnugt
hversu oft hann mætti á strandstað
en 16. mars 1956 strandaði enskur
togari í Meðallandi. Skipshöfnin
var fjölmenn og björgunarmenn
28 að tölu að meðtöldum lækni og
símstöðvarstjóra. Allir komust
skipveijar óskaddaðir í land og
lýstu afreki björgunarmanna er
þeir komu heim. Sumarið eftir
komu fulltrúar eiganda skipsins
og fulltrúar tryggingarfélagsins til
íslands, fóru austur í Meðalland
og heiðruðu björgunarmennina og
afhentu þeim minningargjafir.
Einnig heiðraðu þeir fjórar hús-
mæður. Sigurgeir þakkaði heið-
urinn sem björgunarfólkið hlaut
en sagði meðal annars: „Við gerð-
um ekkert annað en það sem við
töldum skyldu okkar og sjálfsagt
+ Hjördís Þórar-
insdóttir var
fædd á Rauðsstöð-
um í Arnarfirði 30.
maí 1918. Hún lést
á Vífilsstaðaspítala
28. desember síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram 3.
janúar.
Minningin um Hjör-
dísi Þórarinsdóttur
verður mér ætíð ljúf
því hún var alltaf kát
og hress og mikil at-
orkukona. Ég man
hana fyrst er ég tengdist henni og
kom sem ung stúlka í heimsókn á
heimili hennar á Patreksfirði, í litla
húsið Hliðskjálf sem hún og maður
hennar Guðmundur bjuggu í ásamt
stórum barnahóp sínum og tengda-
foreldrum. Hvað það var allt snyrti-
legt og fínt í ekki stærri húsakynn-
um hjá þessari stóru fjölskyldu. Þau
hjónin voru með smá bústofn til
að geta létt undir heimilishaldinu.
Hjördís ólst upp hjá föður sínum
Þórami og stjúpmóður sinni Sigur-
rós sem hún elskaði og
dáði. Móðir hennar
Kristín Jónsdóttir bjó á
Bíldudal ásamt manni
sínum Ásgeiri Jónas-
syni. Höfðu þær
mæðgur gott sam-
band. Kristín lést á
Hrafnistu í Hafnarfirði
11. maí 1994 og fór
útför hennar fram á
afmælisdegi hennar og
hefði hún þá orðið 98
ára gömul. Hjördís var
móður sinni góð dóttir
og umhyggjusöm og
voru þær mjög líkar í
sjón og háttum, þótti manni það
sæta undrum af því að Hjördís ólst
ekki upp hjá henni.
Hjördís vann í nokkur ár á
sjúkrahúsinu á Patreksfirði ásamt
öðru sem til féll, fískvinnu og fleira.
Þegar maður hennar lést seldi hún
Hliðskjálf en bjó í nokkur ár fyrir
vestan og flutti síðan hingað suður
og settist að í Hafnarfirði. Þar eign-
aðist hún fallega íbúð þar sem
gott var að sækja hana heim. Sam-
gangur okkar varð meiri og minn-
ist ég þeirra skipta er við hjónin
komum á sunnudagsmorgnum til
hennar því þá stóð hún jafnan og
bakaði pönnukökur og hafði alltaf
tvær pönnur til þess. Þetta lýsir
henni svo vel því allt varð að ganga
fljótt og vel fyrir sig. Hjördís vann
í tæp sjö ár á Hrafnistu í Hafnar-
firði og líkaði henni þar mjög vel
og þar eignaðist hún góðar vinkon-
ur, sem höfðu gott samband við
hana. Hjördís starfaði í Slysavarna-
félaginu og sótti fundi og ferðaðist
mikið með félagi eldri borgara
bæði innanlands og utan. Nú síðast
í desember fór hún á jólafund hjá
þeim en hún var þá orðin sjúkling-
ur á Vífilsstaðaspítala en það hindr-
aði hana ekki, slíkur var hennar
áhugi á að létta sér lund. Hjördís
giftist ung og bjó í góðu hjóna-
bandi. Hjördís mátti muna tímana
tvenna því lífíð var ekki alltaf dans
á rósum. Hún missti tvö börn sín
og barnabarn sitt af slysförum fyr-
ir nokkrum árum. Upp komust sjö
börn hennar og var hún mjög stolt
af börnum sínum og barnabörnum,
þau voru henni það mikilvægasta
í lífínu. Nú þegar hún er horfin á
braut þá stendur minningin um
góða konu eftir og við sem þekktum
hana munum öll sakna hennar.
Fjölskyldu hennar allri sendum við
hugheilar samúðarkveðjur.
Steinunn Bjarnadóttir.
HJORDIS
ÞÓRARINSDÓTTIR
var að gera hver sem í hlut ætti.“
Þessi orð lýsa vel látleysi Sigur-
geirs er hann tók við þakklæti
hinna erlendu gesta en um leið
skyldurækni björgunarmanna og
dirfsku við björgunarstörfín á
hættustund.
Hann fylgdist vel með þegar
nýgræðingar teygðu sig út á jafn-
vel svartan sandinn sem á sínum
tíma kaffærði gróður svo bændur
urðu að flýja jarðir sínar og yfír-
gefa sveitina sína. Ég hygg að
hann hafi verið flestum Meðallend-
ingum kunnugri hvar býli vora,
sem fyrir löngu síðan fóra úr byggð
vegna sandágangs. Það er nefni-
lega ótrúlegt hvað bæjarstæði eru
fljót að gleymast jafnvel þótt þau
séu merkt á korti. Þau eru þáttur
í sögu byggðarlagsins, sem ekki
má gleymast.
Allmörg síðustu ár stjómaði Sig-
urgeir melskurði í Meðallandinu
eftir að Gísli Tómasson bóndi á
Melhól varð að hætta, en hann dó
1990. Uppskeran var síðan send
til Gunnarsholts til þurrkunar og
þreskingar en melfræið var síðan
selt og dreift til sáningar víðs veg-
ar um landið. Þetta starf féll hon-
um vel þótt hann segði að sér
kæmi oft í hug spumingin um það
hvort hann væri ekki að taka dýr-
mætt melfræ frá sendnum svæðum
í sinni eigin sveit.
Þegar farið er eftir veginum frá
Bakkakoti og í átt að Langholti
blasa við vegfaranda gróðurrík tún
þar sem áður vora mýrar. Landið
lét Sigurgeir ræsa fram og jarð-
vegur undirbúinn fyrir túnrækt.
En þessi hluti Holtamýrarinnar á
einnig aðra sögu. Fyrir áratugum
var þama áfangi ferðamanna úr
austursveitum áður en vegur var
lagður yfir Skaftáreldahraunið.
Þannig voru næstu bæir í þjóð-
braut áður þó á annan hátt væri
en nú er.
Þau byggðu sér snoturt íbúðar-
hús úr timbri 1968 norður við þjóð-
veginn og litlu síðar rúmgott fjós
og hlöðu skammt þar frá sem sam-
komuhús Meðallendinga var áður,
en sem ungmennafélagar áttu mik-
inn þátt í að var byggt. Enn geym-
ist þar lítið tóftarbrot sem minjar
um horfið hús, sem átti raunar
merka sögu. íbúðarhúsið þeirra er
í þjóðbraut. Margir vegfarendur,
kunnugir sem ókunnugir, hafa
numið þar staðar, átt stund með
húsbændum og notið einlægni
þeirra og ljúfmennsku í viðmóti.
Þau vora vissulega fulltrúar þess
sem best felst í orðunum íslensk
gestrisni.
Ég kveð góðan vin minn með
söknuði um leið og ég þakka hon-
um fyrir kynni liðinna ára og bið
honum blessunar á ókunnugum
brautum.
Dýpstu samúðarkveðjur sendum
við hjónin eiginkonu hans, bömum,
systkinum og öðram sem sakna
einlægs vinar og biðjum þeim
huggunar á sorgarstund.
Ingimundur Ólafsson.
Safnaðarstarf
Reykjavíkurprófastsdæmin. Há- x
degisverðarfundur presta verður í
Bústaðakirkju mánudaginn 5. jan-
úar.
Fella- og Hólakirkja. Bænastund
og fyrirbænir mánudaga kl. 18.
Tekið á móti bænaefnum í kirkj-
unni. Foreldramorgunn í safnaðar-
heimilinu þriðjudag kl. 10-12.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20 í kvöld.
Kópavogskirkja. Samvera Æsku-
lýðsfélagsins kl. 20 í safnaðar-
heimilinu Borgum.
Seljakirkja. Mömmumorgnar á ,
þriðjudögum kl. 10-12.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
jgiHŒAjVDÐLUMN
Opið í dag aunnudag fró kL 12-15.
Um 500 eignir kynntar á alnetinu
www.eignamidlun.is
HÚNÆÐIÓSKAST ÉCS
Raðhús eða einb. á Sel-
tjarnarnesi óskast til kaups.
Traustur kaupandi óskar eftir 200-300 fm góöu
raöhúsi eöa einb. á Seltj., Nesbali eöa Bakka-
vör kæmu vel til greina. Góöar greiöslur í boöi.
Allar nánari uppl. veitir Svemr Kristinsson.
EINBÝLI
Mosfellsdalur. Gott u.þ.b. 216 tm
einb. sem stendur á „spildu úr landi Lauga-
bóls“ í Mosfellsdal. Húsinu fylgir 1,4 hektarar
lands. Góö eign á fallegum staö I útjaöri
byggöar. V. 11,5 m. 7452
PARHÚS ÍfiSI
Hringbraut - skemmtilegt.
146 fm parhús á tveimur hæðum auk kj. sem
skiptist þannig: 1. hæö: stofa, eldhús og hol.
2. hæö: 3 herb. og baöherb. í kj. hefur veriö út-
búin einstaklingsíbúð. Góð eign sem býöur
upp á mikla möguleika. V. 9,8 m. 7672
RAÐHÚS
Selbraut - endaraðhús. Fai-
legt tvílyft endaraðhús meö tvöf. bílskúr sam-
tals um 220 fm. Glæsilegar stofur með arni.
Parket og flísar á gólfum. Góöur garöur og
stórar svalir. V. 14,9 m. 3754
HÆÐIR
Reynimelur. Vorum aö fá l einkasölu
vel skipulagöa 85 fm hæð ásamt bílskúr á
þessum eftirsótta staö. Endurnýjaö rafmagn,
gler og gluggar. V. 8,7 m. 7605
3JA HERB.
Kríuhólar - góð lán. gó« tæP-
lega 80 fm íbúö á 2. hæð í mikiö standsettri
blokk. Nýtt parket á gólfum. Yfirbyggöar svalir.
Góö sameign. Áhv. 3,7 m. hagstæö lán.
V. 5,9 m. 7604
Dalbraut 18 - Bláu húsin.
Höfum fengið í einkasölu sérlega góöa u.þ.b
76 fm íbúð á 2. hæö í þessu eftirsótta þjón-
ustuhúsi fyrir eldri borgara. Gott félagsllf og
þjónusta á staönum. V. 8,5 m. 7654
Sundlaugavegur - laus. gós
um 80 fm 3ja herb. íbúö í kjallara á eftirsóttum
staö. Um er að ræöa 3-býli. Falleg gróin lóö.
V. 5,7 m. 7082
Qjfóxfa&kMtdeMc i-3-5
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér íbúð i
húsunum nr. 1, 3 og 5 við Kirkjusand.
Eigum enn óseldar:
* 103 fm, 3ja herbergja íbúðir ó 2. og 3. hæð í
húsi nr. 1 og 3.
* 83-90 fm íbúðir með sérgarði á 1. hæðum húsanna.
* Að ógleymdri 185 fm sérlega glæsilegri „penthouse"
íbúð á 6. hæð hússins nr. 1.
Öllum íbúðunum er skilað með sérlega vönduðum innrétting-
um og tækjum, þar sem kaupendur hafa val um viðarteg-
undir og hönnun innréttinganna.
Húsin verða afhent sem hér segir:
* Kirkjusandur 3, f janúar
* Kirkjusandur 5, f aprfl
* Kirkjusandur 1, í júlí
VM «ré 8.380.000.
EIGNAMIÐLLININ
f
Sverrir Kristinsson Iðgg. tasteignasali, sðlustjóri.
Opið i dog, sunnudog fró id. 12-15
Síini Ö88 9090 • lúix ö!lf{ 9095 •