Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 16
16 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Phil Jackson, þjálfari meistaraliðs Chicago Bulls
Hefur þróad
stílsemfálið
ná að stöðva
á þessum málum og fólk heldur að
allir séu á leiðinni eitthvert annað á
hveiju sumri. Ég held að það hafi
alltaf verið vilji hjá öllum hér að
koma til baka og sú varð á endanum
raunin.
- Hvað gerir þú til að eiga við
Dennis Rodman?
Það er ekki auðvelt að þjálfa
Dennis, en ef honum eru gefin
PHIL Jackson, þjálfari Chicago Bulls, var nýlega íviðtali hjá
ESPN íþróttasjónvarpsstöðinni. Bulls-liðið hefur unnið fimm
meistaratitla undir stjórn hans og halda margir körfuknattleiks
sérf ræðingar að fáir einstaklingar hefðu getað náð eins miklu
út úr liðinu og hann hefur gert.
Ekki þarf að líta lengra en til
Dennis Rodman og Scottie
Pippen sem dæmi um einstaklinga
sem eru sérsinnaðir,
Gunnar °S til þess hring-
Valgeirsson leikahúss sem f
skrifar frá kringum Michael
Bandaríkjunum jordan er hvert sem
hann fer. Jackson hefur náð að
halda þessum einstaklingum við
efnið og náð að þróa leikstfl sem
fá lið hafa náð að stöðva. Jackson
er óhræddur við að fara ótroðnar
slóðir í að eiga við leikmenn. Hann
er vel menntaður í trúarbrögðum
Austurlanda og heimspeki sem
hann notar hvem dag við allt það
umstang sem í kringum liðið er.
Fyrir undanfarin keppnistímabil
hefur gengið erfíðlega hjá forráða-
mönnum liðsins að ná samningum
við leikmenn og ná Iiðinu saman
fyrir keppnistímabilið. Þrátt fyrir
þessa erfíðleika hefur liðið á endan-
um staðið uppi sem meistari og
halda margir því fram að Jackson
sé lykillinn að velgengni liðsins (að
vísu hjálpar til að hafa Jordan!).
Jakcson, sem gerði eins árs samn-
ing við Bulls í sumar, talaði við
David Aldridge, fréttamann ESPN,
nýlega.
- Af hvetju er alltaf svona erfitt
að koma mannskapnum saman? Af
hverju getur þetta ekki verið vinnu-
staður þar sem fólk kemur ánægt
tii vinnu?
Það er ekki það að allir njóti sín
ekki þegar keppnistímabilið er haf-
ið. Érfiðleikarnir hafa verið að
koma öllum saman. Ég held að
Chicago-búar hafi gaman af pólitík
og öllu því sem henni fylgir. Það
sama á við um allskonar viðskipti
hér í borginni, en á endanum ganga
hlutimir upp hér í borginni.
- Jerry Reinsdorf [eigandi Bulls]
hefur verið gagnrýndur fyrir að viija
láta alla vita að hann sé við stjóm-
völinn, þegar vitað er að á endanum
ræður hann hvaða ákvarðanir séu
teknar. Er þetta rétt mynd af hon-
um?
Ég held að þar sem mikið er í
húfí sé alltaf spurning um hvort
hundurinn dingli rófunni eða öfugt.
Ég held að Jerry sé góður í að skil-
greina stöður innan félagsins og
hann leyfir fólki að gera það sem
það gerir best. Hann lætur fram-
kvæmdastjórann um að gera sitt,
markaðsstjórann um sitt og mig
um mitt verkefni. Ég held að hann
sé góður í verkefnastjórnun.
- Nú gengu ýmsar sögvr um
hvað fór á milli ykkar Reinsdorf í
sumar. Ýmis nöfn voru nefnd um
þjálfara sem sagðir væru á leiðinni
að taka við af þér. Finnst þér óþægi-
legt að viðskipti ykkar skuli vera
svopa mikið í sviðsljósinu?
Ég skil það og finnst það í lagi.
Hver sá sem tekur við af mér mun
eflaust vera góður þjálfari. Ég hef
verið hér langan tíma og það hefur
verið góð reynsla. Fáir þjálfarar eru
eins lengi hjá liðum sínum í dag
og ég hef verið hér. Ég mun þess
vegna ekki fara frá Chicago með
neinni eftirsjá þegar þar að kemur.
- Hefur verið erfitt fyrir þig að
semja um laun þegar leikmenn eru
á sama tfma með sínar kröfur?
Eins og þú veist eru samningavið-
ræður um laun í þessum bransa list-
grein út af fyrir sig. Það er orðinn
sér Ieikur og það er alltaf barátta
um hver fær hvað. Önnur lið geta
haldið miklu af þessum barningi inn-
anhúss, en það er erfiðara hjá okkur
vegna þess hve mikla athygli fjölm-
iðlar vekja á þessum málum. Það
er skiljanlegt vegna þess árangurs
sem við höfum náð, en því miður
einbeita margir íþróttafréttamenn
sér of mikið að neikvæðu hliðunum
PHIL Jackson - brosandl með styttuna sem hann fékk fyrlr að vera útnefndur þjðlfarl árslns í NBA-delldinni 1996.
PHIL Jackson, þjólfarl Chicago Bulls, og Mlchael Jordan.
ákveðin fyrirmæli um hvað hann á
að gera, til dæmis einbeita sér að
fráköstum og leika ákveðið hlutverk
í sókninni, þá tekur hann svoleiðis
leiðsögn vel. Ég held að eftir að
hann er nú búinn að leika um 150
leiki fyrir okkur sé ekki erfitt fyrir
hann að vita til hvers sé ætlast af
honum. Ég held að það muni taka
hann um tvær vikur að komast í
gott leikform og þá mun hann
hjálpa okkur mikið.
- Þú hefur sagt að það sé enginn
möguleiki á að liðið muni vinnajafn-
marga leiki í deildarkeppninni og
undanfarin tvö ár, en að það geti
samt unnið meistaratitilinn. Af
hverju heldur þú að svo sé?
Scottie Pippen mun missa af
fyrstu þijátíu leikjum okkar og
vinna um sjötíu leiki án hans verður
geysilega erfitt. Pippen er mjög
mikilvægur fyrir liðið og ég held
að við verðum bara að reyna að
standa saman þar til hann kemur
til baka. Ég held að þetta muni
allt ganga upp hjá okkur.
- Nú þekkir þú vel sögu deildar-
innar. Hvaða sess mun þetta lið
skipa þegar upp verður staðið?
Þegar Boston var að vinna alla
sína titla voru aðeins átta lið í deild-
inni og þegar liðið hafði unnið sum
lið sex til átta sinnum í tíu leikjum
hafði það ákveðna sálfræðilega yfir-
burði jifir þessi lið þegar í úrslita-
keppnina var komið. Þetta var ann-
ar tími og í dag eru hlutirnir allt
öðruvísi. Núna eru 29 lið og við
mætum sumum liðum tvisvar til
fjórum sinnum á keppnistímabilinu
áður en við sjáum þau í úrslita-
keppninni. Við lentum á móti liðum
sem höfðu unnið marga leiki í lok
deildarkeppninnar í síðustu úrslita-
keppninni og við urðum að slá þau
út. Að vísu kemur á móti að liðin
hafa ekki eins mikla breidd og áður.
- Lítur þú til þess dags þegar
þú, Pippen og Jordan farið allir
hver í sína áttina?
Sá dagur á eftir að koma og ég
veit af því, en ég lít ekki núna til
þess dags. Ég einbeiti mér núna
að byijuninni á keppnistímabilinu
og eftir það tek ég þetta eina til
tvær vikur í einu það sem eftir er
af keppnistímabilinu.