Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 43 I DAG Árnað heilla ÁRA afraæli. Á morgun, mánudaginn 5. janúar, verður sextugur Halldór Þorgils Þórðar- son, bóndi á Breiðaból- stað og skólastjóri Tón- listarskólans í Dalasýslu. Eiginkona hans er Ólafía Bjarney Ólafsdóttir frá Króksfjarðamesi. Þau hjónin eru að heiman á af- mælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudag- inn 5. janúar, verður fimm- tugur Bjami Reynarsson, aðstoðarskipulagsstjóri f Reykjavík. Hann er nú í rannsóknarleyfi við Illinois- háskólann í Bandaríkjun- um. Heimilisfang hans er: 510 S'. James St., Champa- ign Illinois 61821, U.S.A. ÞESSAR stúlkur söfnuðu 7.100 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita: Guðný Ragna Ragnarsdóttir, Freyja Þórsdóttir og Arna S. Þórsdóttir. Á myndina vantar Hall- veigu Ólafsdóttur. ÞESSIR hressu strákar söfnuðu 3.774 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir heita: Ingi Davíð Ragnarsson, Þorleifur Guðni Magnússon, Eggert Freyr Pétursson og Finnbogi Karl Bjarnason. HÖGNIHREKKVÍSI égi/i/c/t ds/ca. ai þuhc/éir etki ko/nib rrteé hanní prr|ÁRA afmæli. í dag, tJ V/sunnudaginn 4. jan- úar, verður fimmtug Ásdís Kjartansdóttir, Suður- götu 56, Siglufirði. Eigin- maður hennar er Bjöm Jónsson. Þau taka á móti gestum, bæði stórum og smáum, á milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. BRIDS llmsjón Guómundur Páll Arnarson Blekkisagnir eru mishættu- legar. Stundum eru þær fullkomlega öruggar. Dæmi: Þú opnar á spaða og makker hækkar í tvo. Þú ætlar í fjóra spaða, en ákveður að gefa villandi millisögn til að þyrla ryki í augu andstæðinganna. Zia Mahmood sleppir ekki slíku tækifæri. Ef hann segir þrjá í lit í slíkri stöðu - sem er í grundvallaratriðum eðlileg sögn - er eins víst að hann sé með 2-3 hunda og hygg- ist fyrirbyggja útspil í litn- um. Á Bridshátíð fyrir nokkrum árum sagði Zia þanniggegn Ásmundi Páls- syni. Asmundur átti ÁD fimmta í „hliðarlitnum" og kom út með ásinn! Það var rétt, því Zia átti þijá hunda. „Hefurðu lesið bókina mína,“ spurði Zia Ásmund eftir spilið. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á853 V 10 ♦ G1096 * ÁK93 Vestur Austur ♦ K ♦ DG1092 V DG974 ♦ Á7 iii ♦ G7542 ♦ 106 Suður ♦ 764 V 653 ♦ 85432 ♦ D8 Sumir gefa aldrei blekki- sögn, aðrir einstaka sinnum, og enn aðrir geta aldrei stillt sig. Zia er í síðastnefnda hópnum. Og hann veit sem er, að mesta fjörið er þegar ekkert „öryggisnet" er til staðar. Hér er dæmi úr æf- ingaleik hans og Rosenberg við Hollendingana Jansma og Van Cleeff: Vestur Norður Austur Suður Jansma Rosenb. Van Cleeff Zia - - - 1 tígull! 1 hjarta Dobl* 4 hjörtu Pass Pass Dobl Redobl 4 spaðar Dobl Allir pass Ekki hefðu margir látið sér detta í hug að opna á spil suðurs, en Zia nennir ekki að bíða lengi eftir góð- um spilum. í þetta sinn blekkti Zia engan nema makker sinn, sem doblaði fjögur hjörtu með þrjá lík- Iega slagi. Redoblið setti Zia upp að vegg og hann ákvað að reyna fjóra spaða. Þar fór hann 1.300 niður og „græddi“ á því 20, því fjög- ur hjörtu redobluð kosta „aðeins“ 1.080. Eftir á að hyggja hefði Zia getað rétt- lætt blekkisögnina með því að flýja frekar í fimm tígla, en þar fer hann aðeins tvo niður, sem er prýðileg fórn. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drake STEINGEIT Afmælisbam dagsins: Þú ert fjölhæfur en ferst vei úr hendi að velja þér lífs- braut. Þú ert traustur og öruggur að upplagi. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Varastu að slá öllum málum á frest. Drífðu þau frekar frá og eigðu svo glaða stund að loknu góðu verki. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að taka afdrifaríka ákvörðun varðandi starf þitt. Vertu raunsær og þá mun allt ganga þér í haginn. Tvíburar (21.maí-20.júní) ** Þér finnst þú eiga allt gott skilið fyrir frammistöðu þína að undanfömu. Gættu þess þó að ganga ekki of langt í þeim efnum. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Hð8 Óvænt heimsókn lífgar upp á daginn. Það er margt sem getur komið fyrir mann á lífsleiðinni en láttu ekki hlut- ina smækka þig heldur taktu á þeim með fullri reisn. Ljón (23. júlt- 22. ágúst) Morgunstund gefur gull f mund. Það er líka árangurs- ríkt að skipuleggja vikuna sem mest. Einhvetjar breyt- ingar standa fyrir dyram. Meyja (23. ágúst - 22. scptember) Þú þarft að halda aftur af fullkomnunaráráttu þinni sem á það til að birtast í óþarfa nöldri út í vini og samstarfsmenn. Vog (23. sept. - 22. október) Það er alltaf hollt að hlusta á ráðleggingar vina sinna og líka gott að geta gefið ráð ef til manns er leitað. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Það er ekki alltaf auðvelt að vinna aðra á sitt mál en ef málstaðurinn er þess virði þá eignast hann sína fylgis- menn. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) #3 Láttu ekki eins og allur heimurinn standi og falli með því sem þú gerir. Aðrir geta vel bjargað sér án þinna af- skipta. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þér hefur tekist að draga nokkur verkefni á langinn en nú er komið að því að takast á við þau með ákveðni. í>ér mun líða betur að verki loknu. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Það er auðvelt að misskilja vináttuna en sé henni stýrt af heilum hug þá er hún gefandi og fögur. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ££ Þú hefur gengið nærri þér upp á síðkastið og verður nú að skipuleggja starf þitt betur svo þér auðnist að fá eðlilega hvfld. Stjömuspána á ad lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DanS'98 Danssmiðja Hermanns Ragnars Dansskóli Auðar Haralds I/ i ð d ö n s u m s a m a n Skipholt 25, 105 Reykjavík (fj 561 9797 & 561 7580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.