Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 43
I DAG
Árnað heilla
ÁRA afraæli. Á
morgun, mánudaginn
5. janúar, verður sextugur
Halldór Þorgils Þórðar-
son, bóndi á Breiðaból-
stað og skólastjóri Tón-
listarskólans í Dalasýslu.
Eiginkona hans er Ólafía
Bjarney Ólafsdóttir frá
Króksfjarðamesi. Þau
hjónin eru að heiman á af-
mælisdaginn.
ÁRA afmæli. Á
morgun, mánudag-
inn 5. janúar, verður fimm-
tugur Bjami Reynarsson,
aðstoðarskipulagsstjóri f
Reykjavík. Hann er nú í
rannsóknarleyfi við Illinois-
háskólann í Bandaríkjun-
um. Heimilisfang hans er:
510 S'. James St., Champa-
ign Illinois 61821, U.S.A.
ÞESSAR stúlkur söfnuðu 7.100 kr. til styrktar Rauða krossi
íslands. Þær heita: Guðný Ragna Ragnarsdóttir, Freyja
Þórsdóttir og Arna S. Þórsdóttir. Á myndina vantar Hall-
veigu Ólafsdóttur.
ÞESSIR hressu strákar söfnuðu 3.774 kr. til styrktar Rauða
krossi íslands. Þeir heita: Ingi Davíð Ragnarsson, Þorleifur
Guðni Magnússon, Eggert Freyr Pétursson og Finnbogi
Karl Bjarnason.
HÖGNIHREKKVÍSI
égi/i/c/t ds/ca. ai þuhc/éir etki ko/nib rrteé hanní
prr|ÁRA afmæli. í dag,
tJ V/sunnudaginn 4. jan-
úar, verður fimmtug Ásdís
Kjartansdóttir, Suður-
götu 56, Siglufirði. Eigin-
maður hennar er Bjöm
Jónsson. Þau taka á móti
gestum, bæði stórum og
smáum, á milli kl. 15 og
18 á afmælisdaginn.
BRIDS
llmsjón Guómundur Páll
Arnarson
Blekkisagnir eru mishættu-
legar. Stundum eru þær
fullkomlega öruggar.
Dæmi: Þú opnar á spaða
og makker hækkar í tvo.
Þú ætlar í fjóra spaða, en
ákveður að gefa villandi
millisögn til að þyrla ryki í
augu andstæðinganna. Zia
Mahmood sleppir ekki slíku
tækifæri. Ef hann segir þrjá
í lit í slíkri stöðu - sem er
í grundvallaratriðum eðlileg
sögn - er eins víst að hann
sé með 2-3 hunda og hygg-
ist fyrirbyggja útspil í litn-
um. Á Bridshátíð fyrir
nokkrum árum sagði Zia
þanniggegn Ásmundi Páls-
syni. Asmundur átti ÁD
fimmta í „hliðarlitnum" og
kom út með ásinn! Það var
rétt, því Zia átti þijá hunda.
„Hefurðu lesið bókina
mína,“ spurði Zia Ásmund
eftir spilið.
Suður gefur; AV á hættu.
Norður ♦ Á853 V 10
♦ G1096 * ÁK93
Vestur Austur
♦ K ♦ DG1092
V DG974 ♦ Á7 iii
♦ G7542 ♦ 106
Suður ♦ 764 V 653 ♦ 85432 ♦ D8
Sumir gefa aldrei blekki-
sögn, aðrir einstaka sinnum,
og enn aðrir geta aldrei stillt
sig. Zia er í síðastnefnda
hópnum. Og hann veit sem
er, að mesta fjörið er þegar
ekkert „öryggisnet" er til
staðar. Hér er dæmi úr æf-
ingaleik hans og Rosenberg
við Hollendingana Jansma
og Van Cleeff:
Vestur Norður Austur Suður
Jansma Rosenb. Van Cleeff Zia
- - - 1 tígull!
1 hjarta Dobl* 4 hjörtu Pass
Pass Dobl Redobl 4 spaðar
Dobl Allir pass
Ekki hefðu margir látið
sér detta í hug að opna á
spil suðurs, en Zia nennir
ekki að bíða lengi eftir góð-
um spilum. í þetta sinn
blekkti Zia engan nema
makker sinn, sem doblaði
fjögur hjörtu með þrjá lík-
Iega slagi. Redoblið setti Zia
upp að vegg og hann ákvað
að reyna fjóra spaða. Þar
fór hann 1.300 niður og
„græddi“ á því 20, því fjög-
ur hjörtu redobluð kosta
„aðeins“ 1.080. Eftir á að
hyggja hefði Zia getað rétt-
lætt blekkisögnina með því
að flýja frekar í fimm tígla,
en þar fer hann aðeins tvo
niður, sem er prýðileg fórn.
STJÖRNUSPÁ
cftir Franccs Drake
STEINGEIT
Afmælisbam dagsins: Þú
ert fjölhæfur en ferst vei
úr hendi að velja þér lífs-
braut. Þú ert traustur og
öruggur að upplagi.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Varastu að slá öllum málum
á frest. Drífðu þau frekar frá
og eigðu svo glaða stund að
loknu góðu verki.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að taka afdrifaríka
ákvörðun varðandi starf þitt.
Vertu raunsær og þá mun
allt ganga þér í haginn.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) **
Þér finnst þú eiga allt gott
skilið fyrir frammistöðu þína
að undanfömu. Gættu þess
þó að ganga ekki of langt í
þeim efnum.
Krabbi
(21. júní — 22. júlf) Hð8
Óvænt heimsókn lífgar upp
á daginn. Það er margt sem
getur komið fyrir mann á
lífsleiðinni en láttu ekki hlut-
ina smækka þig heldur taktu
á þeim með fullri reisn.
Ljón
(23. júlt- 22. ágúst)
Morgunstund gefur gull f
mund. Það er líka árangurs-
ríkt að skipuleggja vikuna
sem mest. Einhvetjar breyt-
ingar standa fyrir dyram.
Meyja
(23. ágúst - 22. scptember)
Þú þarft að halda aftur af
fullkomnunaráráttu þinni
sem á það til að birtast í
óþarfa nöldri út í vini og
samstarfsmenn.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Það er alltaf hollt að hlusta
á ráðleggingar vina sinna og
líka gott að geta gefið ráð
ef til manns er leitað.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það er ekki alltaf auðvelt að
vinna aðra á sitt mál en ef
málstaðurinn er þess virði
þá eignast hann sína fylgis-
menn.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) #3
Láttu ekki eins og allur
heimurinn standi og falli með
því sem þú gerir. Aðrir geta
vel bjargað sér án þinna af-
skipta.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Þér hefur tekist að draga
nokkur verkefni á langinn
en nú er komið að því að
takast á við þau með
ákveðni. í>ér mun líða betur
að verki loknu.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) ðh
Það er auðvelt að misskilja
vináttuna en sé henni stýrt
af heilum hug þá er hún
gefandi og fögur.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ££
Þú hefur gengið nærri þér
upp á síðkastið og verður
nú að skipuleggja starf þitt
betur svo þér auðnist að fá
eðlilega hvfld.
Stjömuspána á ad lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
DanS'98
Danssmiðja Hermanns Ragnars
Dansskóli Auðar Haralds
I/ i ð d ö n s u m s a m a n
Skipholt 25, 105 Reykjavík (fj 561 9797 & 561 7580